Morgunblaðið - 21.03.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1969
BÍLA1ÍIGANFALURhf
car rental service ©
22-0*22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
MAG rSi ÚSAR
skiphoui2Í mma«2jí90
•Hir ioWwn »imi 40381
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími 14970
Ávaxta sparifé á vinsælan og
öruggan hátt. Upplýsingar kl.
11—12 f. h. og 8—9 e. h.
Margeir J. Magnússon
Miðstræti 3A.
Símar 22714 og 15385.
Annast allar
MYNDATÖKUR
Ljósmyndastofa
J
(jt'
unnará
ncjimaróóonar
Stigahlíð 45, Suðurveri.
Sími 34852.
j PARK i
Bofmagns
hlutír
BEDFORD
TRADER
LAND ROVER
CORTINA
ZEPHYR
VAUXHALL
GIPSY
FERGUSON.
Kristinn Guðnason hf.
Klapparstíg 27, sími 12314
Háaleitisbraut 12, sími 84755
(bensínstöð BPJ.
0 Dægurtíðir
Velvakanda hafa borist allmörg
bréf um pop-messumar svonefndu,
eða dægurtíðir, sem er ágætt
nafn. Eru skoðanir þar nokkuð
skiptar. Sumum finnst þetta at-
hyglisverð tilraun til þess
laða unga fólkið að kirkjunni,
þó að augljóst sé að þetta guðs
þjónustuhald sé ekki fullmótað,
en geti með nauðsynlegum breyt
ingum náð tilgangi sínum — vak
ið unga fólkið til umhugsunar
um boðskap Jesú Krists og feng-
ið það til þess að ljá honum
eyra.
Aðrir, og þeir eru fleiri, hneyksl
ast mjög, tala um guðlast, og að
„ekki sé Guði þóknanlegt að
nota hús hans til slíkrar hræsni
og afkristni". En það versta við
þessi bréf er að af þeim nær
öllum má ráða, að bréfritarar
hafa ekki sjálfir verið viðstadd-
ir athafnirnar, heldur fara eftir
skrifum blaða eða orðspori.
Hér verður enginn dómur lagð
ur á þessar dægurtíðir, en von-
andi eru þær ekki aðeins dægur-
flugur, sem lognast útaf heldur eitt
hvað meira, sem þróast þannig í
mtðförum að allir megi vel við
una — og fyrst og síðast, unga fólk
inu skiljist að kirkjan á erindi
til þess og að það á erindi við
kirkjuna.
^ Ljóðlínur
Magnús Grimsson, Háagerði 35,
skrifar:
„Velvakandi. Getur þú gefið
mér upplýsingar um þessar Ijóð
línur. Ég heyrði þær hjá móður
minni, þegar ég var ungur. Þær
eru svona (að mig minnir):
Hvað ertu Uf nema leikur
á líðandi báru,
dýrðlegur draumur á vori
djarffleygrar æsku,
og ellin eyðiströnd döpur
þá allir segl fella?
Hvað ertu maður í heimi,
hálmstrá á öldu,
bam, sem við Grettistak gllmir
í grunnhyggni sinni,
sem síU á hafsbotni söitum
hjá soltnu stórhveli,
vonbiðiU viðsjállar lukku
frá vöggu tíl grafar.
Mig langar að vita hvort þetta
er rétt og úr hvaða Ijóði þetta
er og eftir hvem. Ég vona að
einhver lesanda þinna geti frætt
mig um það.
Magnús Grímsson.
0 Lóð í hirðuleysi
„Starfshópur í landssímahúsinu,
skrifar:
„Til Velvakanda.
Við okkur undirrituðum blasir
hin ófagra sjón, sem er grunnur-
inn í Aðalstræti 9. Þessi sóða-
skapur hefur nú legið ósnertur í
5—6 mánuði, án þess að nokkur
hafi orðið til þess að minnast á
það, og má það furðulegt heita.
Einnig hefur önnur akrein einn
ar aðalumferðargötu miðbæjarins
verið lokuð álíka lengi, án þess
að nokkurt handtak hafi verið
unnið á neíndri lóð. Ekki er nóg
með draslið á lóðinni sjálfri,
heldur hefur gamli kirkjugarður-
inn verið hálffylltur af timbri,
og var hann þó í nógu mikilU
óhirðu fyrir. Gangur sá, sem ligg
ur að innheimtu landssímans hef-
ur lokazt. Börn sækja mjög í
grunn þenna, þar sem vatn safn-
ast fyrir, járnrör standa út í
loftið og margt er þar fleira,
sem valdið gæti slysum.
Hvað er orðið af Fegrunarfé-
laginu, heilbrigðiseftirlitinu, ör-
yggiseftirlitinu, félögum bifreið-
arstjóra og bifreiðaeigenda, fram
ámönnum í ferðamálum? Væri
fróðlegt að heyra álit sem flestra
af þessum aðiljum á málinu og
jaf.ivel annarra, sem hafa þagað
fram að þessu.
Vagntum við með aðstoð Vel-
vakanda, skjótra svara.
Með þökk fyrir birtinguna.
Star.shópur í landssimahúsinu'*.
0 NiíVurröðun efnis i
sjónvarpi . . .
„Gamall afi“, skrifan
„Velvakandi góður. — Ég mun
að sjálfsögðu lesa pistla þína á-
fram þótt þú sjáir þér ekki fært
að birta þetta bréf. Mig langar
að vita, hvaða menn það eru.
sem ráða niðurröðun á efni sjón
varpsins okkar. Ég var nefnilega
mjög hissa, er ég fylgdist með
dagskrá þess mánudaginn 24. fehr
úar (bréfið er skrifað 27. febr.),
og reyndar oft áður Þennan una
rædda mánudag var myndin „Á
slóðum víkinga" höfð síðast á dag
skrá Að mínu viti var þetta sér-
lega fróðleg mynd fyrir börn.
EðLilegra hefði verið að hafa
amerísku sjönvarpsmyndina síð-
asta. Ég vona að ráðamönnum
sjönvarpsins sé ljóst hvað ég
meina, það er, að niðurröðun á
efni, eða réttara myndum þess,
sé þannig að miður hollar glæpa-
og drápsmyndir verði síðast á dag
skránni. — Um efni sjónvarps-
ins yfirleitt ræði ég ekki, það er
auðvitað háð sömu lögraálum og
efni útvarpsins, smekkurinn hjá
þiggjendum er misjafn og aldrei
hægt að gera öllum til hæfis.
Með fyrirfram þökk,
Gamall afi“.
0 . . . og útvarpi
Þá er hér annaS bréf þar sem
kvartað er undan því, að ágæt
erindi sr Garðars Þorsteinsson-
ar séu flutt á óhentugum tíma, á
morgnana. Telur bréfritari, að
erindi þessi hefði átt að flytja
í kvölddagskránni svo að fleiri
gæfist kostur á að hlusta á þau.
SÁLARRANNSÓKNIR
nefnist erindi, sem Svein B.
Johansen flytur í Aðvent-
kirkjunni í dag, föstudaginn
21. marz. kl. 20.00.
Myndir frá verðmaetasta fom-
leifafundi sögunnar.
Kórsöngur — Einsöngur.
Allir velkomnir.
Umboðsmenn
Viljum ráða menn til að annast sölu og dreifingu byggingar-
vara á eftirtöldum stöðum:
Akranesi — Isafirði — Akureyri — Egilsstöðum —
Selfossi — Vestmannaeyjum — Keflavik.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum sendist til
T. HANNESSON & CO..
Brautarholti 20. Reykjavik.
Hafnarhúðir
Pantið tímanlega i fermingarveizluna kalt borð, brauð
og snittur.
Böðin opin alla virka daga, tek einnig vinnuflokka í fæði,
og leigjum út sal.
Pantið í síma 14182.
HAFNARBÚÐIR.
MEÐ ÚTSÝN TIL ANNARRA LANDA
ÓDÝRT, ÖRUGGT EN FYRSTA FLOKKS
ÚTSÝNABKVÖLD
í ár — allar Útsýnarferðir
með þotuflugi.
Eins og áður — f jölbreyttasta og
vandaðast ferðaúrvalið
Beztu baðstaðir Spánar og Ítalíu
— Róm — Sorrento — Búgaría
— Ódýrar Skandinavíuferðir og
Lundúnaferðir. — Vinna í Eng-
landi.
Ferðin, sem fólk treystir,
ferðin, sem þér njótið,
ferðin, sem tryggir yður mest
fyrir ferðapeningana er
ÚTSÝNARFERÐ.
Beztu ferðakaup ársins —
16 dagar á sólarströnd Spánar —
fyrir kr. 14.200 með söluskatti.
i Súlnasal Hótel Sögu, sunnudagskvöld 23/3.
kl. 21.00.
Myndasýning: Kvikmynd frá ströndum
Spánar og litskuggamyndir frá Italíu og Spáni.
Forstjóri Otsýnar veitir almennar upplýsingar
og leiðbeiningar um ódýr ferðalög.
Ferðahappdrætti: Vinningur 16 daga ferð til
Torremolinos á Costa del sol — bezta bað-
stað Evrópu.
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi til
kl. 1.00.
Enginn sérstakur aðgangseyrir. — Allir vel-
komnir. meðan húsrúm leyfir.
Njótið hinnar glaðværu, góðu stemmningar,
þar sem Útsýnarfarþegar koma saman, en
pantið borð í tæka tíð.
Sumaráætlun fyrirliggjandi.
FERÐSKRIFSTOFAN ÚTSÝN
Austurstræti 17 — Símar 20100 og 23510.