Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBL.AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR H6. JÚLÍ ll%9 3 Stcingrímur Sigurðsson, listmálari og rithöfundur, skrifar frá Satellite Beach í Florida f DAG kl. 9,32 að ameriskum tíma, kl. 1,32 að íslenzkum tíma, ríður tunglislkotið af á Kennedyhöfða. í>rír menn leggja í förina, sem heitið er alla leið til tunglsins, þar sem eru einung is klappir og leirikenndur jarð vegur að því er bezt verður vitað. Maðurinn hefur með vænt anlegri lendingu á Tunglinu náð nýjum áfanga í þróun sinni, og með þesisum viðburði hefur tseknimenning Banda- Fyrirliði tunglfararinnar og þriggja manna áhafnar Apollo 11, sem valinn heifur verið til þessarar hetjudáðar, kallar tunglslkotið „hástig martamiðs þjóðarinnar". Liðin eru 8 ár síðan Jolhn heitinn Kennedy Bandaríkja forseti sagði við þingið og þjóðina: „Að minni hyggju á þessi þjóð áð beita sér fyrir því, að ná því marki, áður en næstu 10 ár eru liðin, að l'áta mann lenda á tunglinu og koma honum heilu og höldnu aftur til jarðaxinnar“. Stiundin er runnin upp, „hið gullna augnabli>k“, í hita bylgju 'hásumarsinis hér á Flor ida. Hvatningarorðum hins látna forseta hefur verið hlýtt. Þeir, sem valdir hafa verið til fararinnar eru: Anmstrorug, sá eini þesisara þriggja tungl- fara, sem elkki gegnir herþjón ustu, ættaður frá Ohio, 38 ára að aldri; Midhael Collins, 38 ára undirofursti í flughernum frá Washington DC og Ed- win „Buzz“ Aldrin, jr., 39 ára ofursti í flughernum, frá Mont Clair, New Jersey. Allir þess- Apollo 11 — mannoðo geimfnrið: Saturnus-eldflaug. ríkjamanna náð hærra stigi en notokru sinni áður, og þyk ir engum milkið, því að þar hafa þeir löngum verið í far- arbroddi á sama hátt og ítal- arnir hafa getið af sér snill- inga í tónlistinni, Þjóðverj ar í frumspeki og Frakkar í myndlistinni. Þegar „maðurinn“ nú í fynsta sinn lendir á tungl- inu mun hann slkilja eftir sig spor og einkennismerki, m.a. mun hann skilja þar eftir slkjal í minningu þeSsa við- burðar, flögg, Bandaríkja- flaggið og flagg Sameinuðu þjóðanna, boðsbréf frá leið- togum heimsins . . . Geimfari, sem hefur flogið nálægt tunglinu lýsir feirða lagi sínu eins og þegar „ung- barnið stígur sitt fyrsta sikref inn í framtíðina". Annar geimifari líkir tungl för við það, „að láta hringla í lyklum allheimsins". ir menn eru fyrrverandi flug menn, geimfarar með reynslu í geiimflugi. Þeir eru kvæntir og eiga bönn. GREIN U EFTIRVÆNTING OG KYRRLÁTUR SPENNINGUR. Undanfarna daga hefur fólk úr öllum áttum streymt hing- að á strandlengjuna í Florida, Satellite Beach, Cocoa Beach og Cape Canaveral. Sáðan í febrúar í vetur hafa hótel og mótel verið pöntuð fyrir túr- ista og áihorfendur. í gær var talið að 700 þúsund manns af aðkomufólikl væri þegar kom ið hingað til þess að fylgjast með viðburðunum í dag og næstu daga eða fram að næstu helgi, er lent verður á tunigiou.. Svo milkill er ágangur að- komufólkis, að veitingahús og verzlanir í litlu borgunum hér á ströndinni eiga fullt í fangi með að sinna eftirspurn, Mat ur og aðrar vörur ganiga til þurrðar jafnóðum, m.a. benz ínbirgðir og vín- og bjórfyrn ingar. Ein vínbúðin á Cocoa Beach, ABC Liquors herrnir að undanfarið hafi ösin verið eins og á jólunum og 150 kass ar af áfengi selzt að jafnaði á dag. Skemimtanalífið er fjörugra en ella. Cork Lourge (Kork- urinn) á Merrit Island flagg- aði með glannalegri nefctar- sýningu. Svertingjastelpa gerði kúmsfir með þeim hætti að staðnum var lofcað um stundarsakir og eigandi sekt- aður og stúlkukindin tefcin úr umiferð, en var látin sleppa NÝJUNG í SPÁNARFERÐUM 15 dagar á Spáni með eigin bíl kr. 11.500.— mxmiNAR Evrópa ,Hið gullna augnablik' við sekt. Hún er þriggja barna móðir. En fijótlega byrjaði Korklklúbburinn að upptekmum hætti. Þar er „pakikað" á hverju kvöldi, enda flæða ástríður „the deep south“ þar yfir banma. Kyrrlát spenna rífcir hérna á ströndinni. Umferðin eykst jafnt og þétt á þjóðvegunum AIA, sem liggur meðfram allri auisturströnd Florida og USl liggur eins og AIA, en er fjær ströndinni. HÆTTAN AF RÚSSUM En lífið gengur glatt og all ir hlaklka til Tungldkotsins og kvíða jafnframt fyrir því, pínulítið. Kvíða fyrir því? Eklki óeðlilegt, efcki sízt vegna fcomu rússnedku her- sikipanna undanfarið hingað upp að ströndinni, þar sem Framhald á bls. 20 Eftir að valdaferli De Gaulle lauk í Frakklandi hafa vonir mianna glæðzt á ný um, að nokk- uð mundi miða áfram til nánara samstarfs Evrópuþjóða í efna- hagsmálum og á öðrum sviðum. Að vísu hafa hinir nýju ráða- menn í Frakklandi gefið yfir- lýsingar, sem benda til þess, að þeir muni fara sér hægt, en engu að síður er ljóst, að stefna frönsku stjórnarinnar er sveigj- anlegri en áður. Fyrr á þessu ári eða í byrjun maimánaðar var þess minnzt í Lundúnum, að 20 ár voru þá liðin frá stofn- un Evrópuráðsins. Við það tæki færi létu þrír af helztu ráða- mönnum þriggja áhrifamestu Ev rópuþjóða í ljós skoðanir sínar á því hvar Evrópa stæði í dag. Willy Brandt, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands sagði þá: „Á tveimur sviðum hefur okkur ekki tekizt að ná þeim markmiðum, sem stefna her að. 'Enn hefur ekki verið komið á fullnægjandi öryggi í Evrópu. Þvert á móti er Evrópa enn klofin í tvennt, og í Vestur-Evrópu hefur okk- ur enn ekki tekizt að sameinast með þeim hætti, sem virtist — fyrir 20 árum — eðlilegt og rök rétt svar við hörmungum fyrri tíma . . . Evrópa finnur því aðeins sjálfa sig og sinn sess í samfélagi þjóðanna, að við sam- einum krafta okkar í efnahags- legum, menningarlegum og póli- tískum efnum.“ „Sameinum kraftana" Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta sagði í ræðu við sama tækifæri: „Evrópa verður að vera sterk. Þegar til lengdar lætur verðum við að sameina krafta okkar til þess að Evrópa haldi sínum hlut í vaxandi vel- megun og vísindalegum og tækni legum framförum. Þjóðir Evrópu geta með sameinuðu átaki lagt drjúgan skerf af mörkum til ann arra þjóða, en líka bætt sinn eigin hag. Sameinuð 'Evrópa get ur tekið ríkan þátt í að skapa meiri velmegun og meiri frið i veröldinni, stuðlað að lausn þeirra vandamála, sem fátækt og mismunandi lífsskoðanir valda, og loks lagt sitt af mörkum til þess að bæta sambúð Austurs og Vesturs.“ 1. flokks hótel eða glæsilegar nýtízku íbúðir — einkabað, svalir — sundlaug — og bezta baðströnd Spánar. Kynnizt heillandi fegurð Suður-Spánar á ferða- lagi með góðum félögum í eigin bíl. Eftir rúm- TIL tTALlU: Cattofica og Róm/Sorrento um London — 17. og 31. ágúst. TIL COSTA BRAVA: Lloret De Mar um London — 20. júlí, 24. ágúst. TIL BÚLGARlU: Gullna ströndin um London — 12. september. TIL COSTA DEL SOL: Torremolinos — 8. og 22. ágúst, 5. og 19. sept., 3. okt. 25% FJÖLSKYLDUAFSLATTUR. lega 4ra stunda þægilegt þotuflug frá tslandi lend ið þið í Malaga á miðri Sólarströnd Spánar, þar sem nýr bíll bíður, og þið eruð frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Allt í kring eru fegurstu og merkustu staðir Spánar, með suðræn ævintýr. Aðeins fá sæti til ráðstöfunar. Brottfarardagar: 8. og 22. ágúst, 5. og 19. september. (Söluskattur innifalinn) ÚTSÝNARFERÐ ER ÚRVALSFERÐ FYRIR VÆGT VERÐ COSTA DEL SOL - REZTA RAÐSTRÖND EVRÖPU Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17. Símar 20100, 23510. „Hvers vegna svartsýni?“ Couve de Murville, þáverandi forsætisráðherra Frakka flutti einnig ræðu á þessari samkomu og sagði m..a.: „Við heyrum oft sagt um þessar mundir, að þetta séu erfiðir tímar fyrir Evrópu. . . . . . En hvers vegna þessa svart sýni? Ættum við ekki fremur að vera vongóðir, þegar við litum yfir farinn veg í þessi 20 ár og sjáum hvað hefur áunnizt. Sjá- um við ekki muninn á óvissunni fyrir 20 árum og þeim árangri, sem nú hefur náðst, sem er í rauninni undraverður, jafnvel þótt allir framtíðardraumar hafi ekki rætzt?“ VELJUM ÍSLENZKT SLENZKUR IÐNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.