Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 24
24 MCRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1S69 - MINNING FfamhaJd af bls. 22 ar mannkosta maður, sem. af heil um huga hefur leitazt við að leysa okkar vandamál á undan- förnum árum, hefur tekið þátt leysa okkar vandamál á undan- mannamun, var oftast hrókur alls fagnaðar, hafði alltaf tíma til að sinna smáum sem stórum verkefnum, var hagmæltur í bezta lagi og oft innilegur þeg- ar honum fannst þörf að lífga upp á sálarástand fólks. Við vottum Valgerði og böm- unum, foreldrum og systkinum, ættingjum og tengdafólki okkar innilegustu samúð og biðjum um styrk þeim til handa á þessum erfiðu tímum. Guðmundur Snorrason. SÍÐARI hluta dags þann 8. þ.m. barst hingað sú válega frétt, að Magnús Björnsson, deildarstjóri hjá Flugféiagi íslands, hefði þá um daginn látizt af slysförum á Spáni, en hann var staddur þar í orlofi ásamt konu sinni. í dag er útför hans gerð. Magnús Björnsson var fæddur í Reykjavík 19. júní, 1928, og var því aðeins rúmlega 41 árs að aldri er hann lézt. Hann var sonur hjónanna Björns prófess- ors Magnússonar prófasts Bjarnar sonar, lengst á Prestbakka á Síðu og konu hans, Charlotte Kristjönu Jónsdóttur pakkhús- manns í Reykjavík Björnssonar. Feður okkar Magnúsar voru sveitungar í æsku og var jafnan vel til vina meðan báðir lifffu. Var því lengstum nokkur sam- gangur milli fjölskyldna okkar og kynntumst við Magnús ungir að árum; þó ekki náið fyrr en við vorum báðir komnir á þrí- tugsaldur. Allt var gott um Magnús. Hann var, í fáum orðum sagt, einn mesti afbragðsmaður og hugljúfi sem ég hef nokkru sinni kynnzt. Upplag hans var gott. Hann ólst upp á menningarheimili hjá gáf uðum foreldrum og systkinum, fyrst á Borg á Mýrum meðan fað ir hans var þar sóknarprestur og prófastur, og síðar í Reykja- vík, er séra Björn varð dósent og síðar prófessor við Háskóla íslands. Magnús var hár vexti og bein vaxinn, svo sem hann átti kyn til og allur hinn höfðinglegasti í fasi. Framkoma hans var slík að honum var mjög lagið að um- gangast fól'k, hann var öðrum mönnum umgengnisbetri, mildur í dómum og umtalsgóður. Hann var mikil] greiðamaður og vildi hvers manns vandræði leysa með glöðu geði. Ég get ekki ímyndað mér, að hann hafi átt nokkurn óvildarmann, og minnist þess raunar ekki nú er ég læt hugann reika, að ég hafi nokkru sinni heyrt honum hallmælt. Þótt al- vörumaður væri í eðli sínu, var Magnús öðrum þræði spaugsam- ur og hláturmildur og ætíð hinn skemmtilegasti viðmælandi. Ég hygg, að ég hafi mörgum öðrum fremur haft tækifæri til þesis að fylgjast með starfsferli Magnúsar hin síðustu 18 ár, eink um fyrri hluta þess tíma, er hann var flugumsjónarmaður, fyrst á Keflavíkurflugveili sem starfs- maður flugmálastjórnarinnar og síðar hjá Flugfélagi íslands í Reykjavík, og tel mig dómbær- an á þau störf hans. Þar bar allt að sama brunni, alls staðar var vandvirknin og samvizku- samin söm við sig. Hin síðari ár veitti Magnús forstöðu þeirri deild Flugfélags íslands, sem annast ráðningar starfsmanna og allt sem að starfamannahaldi fé- lagsins lýtur. Ég get ekki sagt, að ég hafi verið kunnugri störf- um Magnúsar þar en starfsmenn félagsins almennt, en mér er engu að síður kunnugt, að hann rækti störf sín þar af sömu alúð og endranær og veit að hann naut álits forystumanna félags- ins og er sárt saknað. Sárastur er þó söknuður ekkju Magnúsar, Valgerðar Kristjáns dóttur, hinnar mætustu konu, og fimm efnilegra barna þeirra ungra. Vona ég það eitt að tím- inn, sem græðir öll sár, megni að milda þeim hinn mikla harm. Af ofanrituðu vænti ég að sjá megi, hvert álit ég hafði á þess- um vini mínum, sem allt var svo vel gefið og svo mikils mátti af vænta. Magnús kunni vel að meta bók menntir og fagrar listir, þótt ek'ki flíkaði hann því frekar en öðru. Ég get því að lokum ekki stillt mig um að kveðja hann með því að líkja honum við Aristius Fusc us, er Hóraz, sem Magnús hafði mætur á, segir um þennan vin sinn, að hann hafi verið „Integer vitae, scelerisque pur- us“ — vammlaus halur og víta —. Slíkur maður var Magnús Björnsson. Bjarni Jensson. MAGNÚS Bjömsson dáinn. Hel fregnin barst á sáttafund 1 Al- þingishúsinu að kveldi þessa dags sem slysið varð, ninm 8. júlí sl., fund, sem Magnús hefði sjálfur setið að forfallalausu, en hafði í þess stað brugðið sér ásamt konu sinmi til nokkurra daga hressingardvalar á Spáni að af- loknum einhverjum lengstu og erfiðustu samningaumleitunum í sögu íslenzkra flugmála. — Okk- ur félögum hans í samniniganefnd inmi sortnaði fyrir augum, þar sem við stóðurn inni í hálfrökkri af regnvotum reynitrjám úti fyr- ir glugganum. í þetta sinm sleit ríkissáttasemjari ekki fundi, heldur dauðinn sjálfur, sem allt má lúta, og við riðuðum harmi lostnir út í nóttina, fullir blygð- unar fyrir að hafa fyrr um dag- inm verið að deila um fánýta hluti. Magnús Bjömsson var tveim- ur árum á eftir mér í Reykja- víkurskóla, en kynni okkar tók- ust fyrst, er hanm tók við stöðu starfsmannasfjóra Flugfélags fs- lands haustið 1962. Ég man það eins og það hefði gerzt í gær. Öm O. Johnson, forstjóri, sagði mér, að nú stæði til að ráðá starfs mannastjóra að Flugfélaginu, og lýsti kostum þessa veTðandi starfsbróður míns: Vel mennt- aður maður á bezta aldri, áhuga- maður um flugmál, dáður og virt ur af samstarfsmönnum fyrir góð vild og ótrauða forystu um vel- ferðar- og félagsmál starfsmanina. Flugfélags íslands, laginn samn- ingamaður, sveigjanlegur í átök um og fulltingismaður til allra góðra hluta. Fljótlega kom í ljós, að hér var ekkert ofmælt. Allt stóð heima og Magnús Björnsson samsvarar betur hugmynd minni um hinin kjörna starfsmanna- stjóra en nokkur annar mað- ur, sem ég hefi kynnzt. Til þess liggja margar ástæður: Flóknir og djúpstæðir eðiiseiginleikar, sem ekki verða auðveldlega skil greindir með orðum, en öðru fremur má telja strangan heið- arleika gagnvart sjálfum sér, við fangsefninu, fyrirtæki og við- semjendum, öllu í senin og allt- af, undantekningarlaust. Heiðar- leikinin og réttsýnin var honum trúaratriði, sem ekki varð sleg- ið af, á hverju sem valt. Magnús Björnsson var lastlaus og vammi firrður maður, „integer vitae, scelerisque purus“ eins og Hóraz kvað svo fagurlega til vinar síns. Þau orð vildi ég mega gera að hinztu kveðju minni til Magnús- ar Björnssonar. Ótrúlegt má heita, að löng- um var Magnús einhver nánasti samstarfsmaður minn, þótt fé- lög okkar glímdu sem ákafleg- ast á öðrum vettvangi. Þegar vel áraði á sviði vinnumála, voru fundir okkar fáir, og var það með réttu talinn góðs viti, 4n þegar ófriðarbliku vinnudeilna dró á loft, fjölgaði fundum okk ar, og allt frá sl. áramótum, er sýnt varð, að vinnudeilur tefldu flugmálum landsins í tvisýnu, unnum við saman svo til dag- lega. Stundum var lögð nótt við dag, og nokkurra sólarhringa vökur voru undir Jónsmessu orðn ar allt að þvi háttbundnar. Menn kynnast náið á slíkum vökunótt- um, þessum nútímalega skot- grafahernaði í styrjöldinni um skiptingu hinna svokölluðu „lífs- gæða“. Það er eins og þreytan, vakan og biðin fletti persónu- leikann klæðum um stund, og menm standa eins og nakin böm og stara inn í kviku hver ann- ars. Þá er eins og menn missi stumdum andvarans: Eitt van- hugsað orð sagt í ótíma getur kveikt óslökkvandi bál, og vel- valið hlýtt orð í tíma talað get- ur að sama skapi sefað oð frið- að. Það var einhver Guðs gáfa, að einmitt á slíkum augnablik- um hitti Magnús gjarnan á sdna óskastund, lausnina, sáttina. Magnús Björnsson var meiri sátt armaður en samningamaður í þeirri veru að setja sér það mark að tefla til vimnings í hverj um leik. Til þess var hann of vitur og raunsær. Hann var „sátt fús en þó sáttvandur". Ég get ekki hrósað mér aif því að hafa verið náinn viruur Magn- úsar í einkalífi, en ég veit, að þeir, sem nutu vináttu hans, urðu auðugri af þejm samsikiptum. Á fimm ára fresiti höguðu atvikin því svo, að við hittumsf á stúd- entsafmælum — en kona min og Magnús voru samstúderutar — nú siðasit hinn 13. júni sL, er Magnús hélt hátíðlegt 20 ána stódentsaf- mæli sitt. Úti var varið bjart, svalt og íslmzkt, inmi voru eidar uppi. Magnús Bjömsson var hinn sjálfsagði sö.ugstjóri og sjálf gefni gleðigjafi hinis vel heppn- aða samikvæmis. Þama stóð harnn, hár og spengilegur, andiit- ið meitliað á sérkemnitegan og ógleymiatrtlegan hátt, eilítið grár í vöngum, og vitð létóm okkur dreyma aftur til sitúdenitsaranina, mieðain Magnús hóf upp hina ljúf- sáru stú .'.enit.asönigva, sem sdfellt minna á fallvaltleik jarðneisks lífs: „Vita nostra brevis est, brevi finietuir“.... „og viniir berast butrt á tímans straum,i“, grunlaus um að hinn vöirpulegi forsöingv- ari í fyllingu lifs síns yrði imnan mánaðar sjálfuir sá viinur, er burt var borinn 4 tímans straumi. Ævi mikils sáttarmanins 1 ís- lenzkum flugmálum er lokið. Magnús Bjömsson hefuir laingf fyrir aldur fram verið kallaður af verki. Skarð hans hjá Flug- félagi íslands mun lengi ófuilt og opið standa, en mestór harmur er þó kveðinn að eiginfconu hans, frú Valgierði Kristjánsdóttur, og bömum þeirra fimm, sysitvinum og foreldruim. Við Lotftleiðamenin og komuor, hvorum megiin bor'ðs, sem við sitjum, vottum þeim djúpa saimúð okkar, því að það hefur ekki farið framhjá okkur, hve mikiils þau hafa missit. Jón Júlíusson. Einn þeirra nemenda, sem hóf nám í Menntaskólanum í Reykja vík haustið 1946, var Magnús Björnsson. Settist hann í 4. bekk máladeildar. Stúdentsprófi lauk hann vorið 1949. Magnús Bjöms son var ágætur námsmaður, nám ið veittist honum svo létt, að svo virtist sem honum væri það leik- ur einn. Með Magnúsi Björnssyni og skólafélögum hans í M. R. tókst þegar í stað hið ágætasta sam- starf og kunningsskapur, sem varð æ traustari, eftir því sem árin liðu. Á skólaárunmm er gjarn an glatt á hjalla, enda alvara lífsins ekki alveg á næsta leiti. Það er alkunna, að á þeim árum tengjast menn oft vináttúbönd- um, sem ekki rofna ævilangt. Magnús Bjömsson flutti hvar- vetna með sér gleði og félags- anda. Fáum eða engum var sam- heldni og eining skólafélaganna meira hjartans mál en honum, og kom það ekki sizt í ljós síðustu árin. — Áhugamál Magnúsar voru furðulega fjölþætt og verða ekki rakin hér. Þar að auki hafði hann á hraðbergi hafsjó af fróð- leik, íslenzkum jafnt sem erlend um. Magnús var alls staðar au- fúsugestur, lífsglaður og skemmti legur. Hann var hinn ágætasti félagi; vinfastur og einlægur og gekk að öilum viðfangsefnum sín um heill og óskiptur. Um árabil gegndi Magnús þýð ingarmikilli ábyrgðarstöðu hjá stóru fyrirtæki. Vinir hans glödd ust yfir velgengni hans, en þeim kom raunar ekki á óvart, að hann væri settur til trúnaðarstarfa —• þeir treystu honum vissulega bezt, sem nánast þekktu hamm. Fyrir einum mánuði komu 20 ára júbíl-stúdentar saman til að minnast afmælisins. Enn sem fyrr var djúp gleði okkar yfir að fá að vera saman nokkra stund. Allur gamli hópurinn frá 1949 var í fullu fjöri, að því er bezt var vitað! Þremur vikum síðar dró skyndi lega ský fyrir sólu. Magnús Björnsson var allur. Fyrsta skarðið í hópinm okkar er stórt. Á þessum sorgardegi eru okk ur efst í huga ástvinir Magnús- ar, foreldrar, systkini, eiginkona og börnjn hans fimm .Við vottum þeim dýpstu samúð okkar. Þessari kveðju fvlgir þakklæti okkar bekkjarsystkina fyrir öll liðnu árin, er okkur hlotnaðist að eiga Magnús Björnsson í hópi okkar. Þegar horft er um öxl, streyma minningarnar fram. Við munum varðveita þær um ó- komna tíð. Benedikt Sigvaldason. 1 DAG fylgja kiörfuknattlieiks- menn einium sinnia mætóstó for- ystumamima til hinztu : .vildar. Þeir kveðja Magniós Bjömssom, vairaformann KKÍ, þakklátóm hugia fjrrir milkið og hlessunar- ríkt sitarf í þágu ungTar og fá- tækrar íþróttagireinar. Magnús Bjömsson hóf að leika körfukniattleik á gkólaárum sám- um og lék hanm í liði stúdemta í fyrsta opimbera mótimiu, sem háð var í þessari íþróttagrein hér á lamdi. Tvisvar varð hanm tslands- meistari með ÍKF, er hann stairf- aði á Keflavíkurflugvelli. Er hamn hætti keppni, helgaði hamm sig félagsstörfuim í þágu körfu- knattJieiksdmis. Magnús var kjör- inm í stjórn, þegar Körfukmiatt- leikssamband íslands vair stofnað, og átti hamm sæti í stjórn þess æ síðan og lemgst af sem vanafor- maAur. Trúnaðairstörf Magnúsar i þágiu körfukniattLejksmanma voru mörg. Hann mætti sem fulltrúi okkar á aiþj óðaþinigum körfu- knattleiksmamma, hanm vair í fair- arstjóm landsliða og hann átiti sæti í ótal nefmdum á okkar veg- um. Öll sín störf leystd Magnús af heridi meö þeirri hagsýnd, prúðmiemmsku og dugnaði, sem einikenndi framkomu hans. Magniiis var farmaður þeirrar nefndar, sem sá um skipulagn- ingu og framkvæmd Norður- lamdaineistaramótsins í körfu- knattleik, sem háð var í Reykja- vik vorið 1968. Þar ummu margar berudur gott verk, en sá sem verk iniu stjómaði og skipuiagði frá grummi, var Magnús Bjömssom. Sú framkvæmd þótti takast svo vel, að hinir erlemdu þátttakemd- ur töidu, að aldrei fyrr hiefði slikt mót verið framkvæmt með jafn miklium glæsibrag. tslemzkir körfuknattlieiksmemn heiðruðu Magnús me'ð guilmerki samtaka sinna, sem litimm þakk- lætisvott fyriæ öll þaiu óeigim- gjömu störf, er hann hafði umm- ið fyrir körfukmiattleifcsíþrótitimia. Þegar ég lít yfir farimm veg og minnist kynma okkar Magnúsar Bjömissonar, þá er svo undar- lega bjart yfir þeirri minninigu. Við Magnús vorum sambýlis- menin á KeflavíkurfluigveMi um sfeeilð. Með okkur tókst góð vim- átta, sem aldred bar skiugsga á síð- am. Við áttum möng sameiginleg áhugamiál. Körf’uknattle:kur var sú iþrótt, er við báðir höfðum áhuga s, og við urðum svo ham- ingjusamir áð fá að stairfa saman að þessu áhuigamáli ofcfcar um langt árabiL Það hefir oft verið erfiður róð- ur á stuittu ævisfceiði Körfuknatt- ieiíkssambandisiins. Sbundium hafa erfiðleifcamir, við að halda starf- imu ganga md i, ætlað að verða kröftum okfear ofurefli. Þegar þanniig stóð á, var gott að leita til Magnúsar. Hamin var eimm þeirra manna, sem æðraðist ekkL heldur gat með rólegri yfirveg- um og skarpri aithygli, fumdið færa leið, þar sem öðrum virtust ógöngur eimiar. Slíkum mönmum er gotit að treysta. Magnús var sanmiur ílþróttamað ur. I honium samieimuðust þeir eigirtleikar, sem við teljum að séu boðskapur íþróttahreyfimigar- inmar, að gera dremgi að mönm- um og memm að góðum drengjum. Um lei'ð og við semdum Val- gerði Kristjáasdóttur akfcar immi- leguistu samúðarkveðjur, þó biðj- um við algóðam Guð að haida vermdar'hiendi siinmi yfir henmi og bömumrum um afcomin ár. Við vitium að hanmiurinm er sár, em við mumium geyrma mimmiinguma um góðam driemg og einllægam vin í hjarta okkar. Bogi Þorsteinsson. Má.giur minm, samstiarfsmaður og umfram aiMlt kær vinur. Gamigia þím er á etnda. Gemseimum þinium hef ur verið veiitt móttakia. Ég kveð í djúpri hryggð. B. ÓL HÆTTA A NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams — TM hamingju, Bebe. Kjánaskapur þinn hefur dregið að sér heilan mann- söfnuð. — Troy, ég bað þig að elta mig ekkL — Já, þú baðst lengi, en það stóð á skýringunum. — Nú, úr því ég er kominn hingað upp, vænti ég þess að þú fyHir út nokkra kílómetra af eyðum í fréttinni. — Láttu stúlkuna í friði, Troy. Hún er nýbúin að skipta á mínu lífi og sinu. Nú verðum við að vinna allt eða tapa öilu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.