Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1(6. JÚDÍ 106® 15 Geimfarinn Neil Armstrong vorður fyrsti maðurinn, sem stígur faeti sínum á tunglið. Edwin Aldrin verður annar. Þriðji áhafnarmaður Apollo 11. er Michael Collins, en hann verður um> Ityrrt í móðurskipinu og stjómar för þess, meðan félagar hans dveljast á- tunglinu. En margar hendur hafa stuðlað að því að allt utlit er fyrir að einn elzti draumur mannkynsins rætist. Svo umfangsmikið er starfið, sem innt hefur verið af hendi á síðustu árum, svo margar eru þær hendur. sem þar hafa lagt hönd á plóginn. Hugv'rt, dirfska og snilli þúsunda og sameiginlegt átak virðist í þann veginn að bera ávöxt. Hvar eru þeir núna? Hvað er að gerast? Svörin fást nær því sam- stundis, þrátt fyrir þá órafjarlægð sem skilur geimfarana í Apollo 11 frá hnettinum okkar. Stórkostleg afrek hafa verið unnin á sviði fjarskipta. og segja má að í hverj- um krók og kima jarðarkringlunnar séu stöðvar að störfum, sem hafa samband við geimfarið og áhöfn þess. Þær fylgjast með ferð fars- ins og skiptast á upplýsingum við áhöfn þess. Hinn mikli aragrúi fjarskiptahnatta sem hafa verið sendir upp siðustu ár auðveldar þetta verk mjög og nú er vand- inn aðeins að velja á snaggara- legan og réttan hátt þann bezta og fullkomnasta. Saturnus V tilbúinn til flugtaks. Framtíðarsýn. Þannig hugsa bandariskir vísindamenn sér að geimstöðv amar líti út. Tuttugu og tveimur klst. eftir að tunglferjan lenti hefur hún sig upp að nýju. Enn einu sinni ríður á miklu að öll tæki starfi samkvæmt áætlun og ekkert fari úrskeiðis. Ferjan hefur sínar eigin eldflaugar til flugtaksins og lendingarfóturinn er skilinn eftir sem framtíðarlend- ingarpallur fyrir tunglför. Þeir stýra síðan ferjunni að stjómfar- inu, samtenging gengur að óskum og félagamir tveir skríða aftur inn í það með sinni dýrmæta farm. Enn eru famir nokkrir hringir um- hverfis tunglið, en siðan eru hreyflamir ræstir og heimferðin er hafin. Hættan er ekki liðin hjá, þegar geimfarið kemur inn í gufu- hvolfið má engu skeika, svo að farið hendist ekki aftur á tungl- braut eða brenni upp til agna. Þegar það er farsællega afstaðið breiða fallhlífar geimfarsins sig von bráðar út og það svífur niður að haffletinum, þar sem fjölmörg skip og flugvélar hafa beðið og líður nú ekki á löngu unz tungl- faramir eru komnir um borð. För Apollo 10, sem hófst þann 18. mai sl. var síðasta tilraunin fyrir sjálfa tunglferðina. Apollo 10 hringsólaði umhverfis tunglið, Stafford og Ceman klrfruðu um borð í tunglferjuna og stýrðu henni niður að yfirborði tunglsins, en Young stjómaði móðurskipinu á meðan. Þegar ferjan nálgaðist yfirborð tunglsins gerði skyndi- legur veltingur vart við sig og um stund leit út fyrir að hörmulegur atburður væri að gerast. Geim- förunum tókst að rétta ferjuna við og þeir tóku myndir af yfirborði tunglsins i minni fjarlægð en nokkru sinni fyrr. Að loknu ætlun- arverki var stýrt aftur til móður- skipsins, ferja og skip tengd sam- an á ný og er geimfaramir voru komnir um borð var hreyfill tungl- ferjunnar ræstur og hún losuð frá og hún þaut á braut umhverfis sólu. Undirbún'mgi var nú lokið, fleiri ferðir voru ekki fyrirhugaðar fyrr en Apollo 11 yrði skotið á loft þarm 16. jútí. Dýrmætasti jarðvegur heimsins — 50 pund af tungli — verður næstu mánuði á eftir i brennidepli. Visindamenn og sérfræðingar munu rann- saka hann á alla handa máta. Sýnishomin verða fyrst flutt í Tungl- rannsóknastöðina í Houston í Texas. Síðan verður þeim skipt í 140 skammta, sem visindamönnum i Bandaríkjunum og viðar gefst kostur á að rannsaka frá líffræðilegu, landfræðilegu og jarðeðlisfræðilegu sjón- armiði. Sérstakur viðbúnaður er við hafður og um sýnishornin búið í þar til gerðum hylkjum. Nokkur hluti sýnishornanna verður settur i hylki, ósnertur, og geymdur eins og hann kom fyrir af tunglinu. A næstu árum gefst jarðarbúum kostur á að skoða þennan hluta tungls- ins, þessa gráu steinhnullunga, sem svo mikið erfiði var lagt á sig til að ná í og flytja heim til jarðarinnar. I undirbúningi eru níu mannaðar tunglferðir, ef för Apollo 11 heppnast. I þeim ferðum verða gerðar æ ítarlegri rannsóknir og smám saman komið fyrir þar mælitækjum og fleiru er að gagni má koma við þær athuganir, sem taldar eru nauðsynlegar. Síðar er ráðgert að koma upp geimstöð um það bil 200 milur frá jörðu. Ætlunin er að geimfararnir geti hafst við í þessum geimstöðvum án þess að vera í sérstökum geim- búningum. Þeir eiga að dveljast i geimstöðinni i 28 daga, en snúa þá aftur til jarðar og næsti hópur leysir þá af hólmi, og þannig koll af kolli. Síðan verður dvölin lengd i 56 daga. Samkvæmt geimferðaáætlun Bandarikjamanna verður ekki látið staðar numið, þótt tungli sé náð. Gangi allt að óskum er gert ráð fyrir, að menn leggi upp í förina til Marz árið 1980. Frá örófi alda hefur mannskepnan látið sig dreyma um að komast til stjarnanna. Ef geimförunum i Appolo 11 tekst lend- ingin á tunglinu og heimferðin, má ætla að þessi fjarlægi og furðulegi draumur hafi að nokkru rætzt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.