Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 5
MORGLWBLAÐiÐ, M3f>VlKUDAGUR 1«. JÚLá c--l • •- ^Í-Iy.v^tí.T y ' • SÍSÍfíi • :.• tunglfararnir í dag ? Hér á eftir fer frásögn af því hvernig ráðgert er, að fyrsti dagur tungferðar Apollo 11 líði. Þess er vænzt, að í dág beini tunglfararnir þrír, Neil A. Armstrong, Michael Coll- ins og Edwin E. Aldrin, geimfari sínu af jarðarbraut áleið- is til tunglsins. Þar til geimferðinni lýkur verður daglega birt frásögn af því helzta, sem fyrirhugað er að tungfararn- ir taki sér fyrir hendur. 1. DAGURINN HEFST. Ein- hvern tíma á milli klukkan fjög ur og fimm um morguninn 16. júlí, 1969, eftir bandarískum dagsaukatíma (milii 08:00 og 09:00 eftir Greenwich meðal- tíma), hefst sá hildarleikur er marka skal fyrstu lendingu manna á tunglinu. ÞaS er á þessum tíma, sem aðalstjörnur leiksins — banda- rísku geimfararnir þrír, sem þessu tímamótahlutverki gegna — eru vaktir tii að búa sig undir hina mikil vægu för. Um leið og flugáætlun Apollo-11 farsins er gerS ná- kvænnari í öllum atriðum sið- ustu dagana fyrir geimskotið, verður fótaferðartími geimfar- anna ákveðinn upp á raínútu. 2. MORGUNVERÐUR GEIM- FARANNA. Skömmu eftir fóta ferð í bandarísku geimstöðinni á Kennedyhöfða á Florida, g.anga geimfaramir að morgun- verðarborði í matsal Geimferða byggingarinnar en í þeirri byggingu eru áhafnaríbúðir, þar sem geimfarar búa tneðan beðið er brottfarar. Samkvæmt venju bjóða geimfaramir nokkrum' gestum að snæða með sér morgunverð fyrir flugið — venjulega tveim ur eða þremur embættismönn- um og einum eða tveimur nán- um vinum. Það er staðgóður morgunverður á matseðlinum. Hver geimfari kýs sér yfirleitt appelsínusafa, spæld egg, steik, ristað brauð með smjöri og kaffi svo eitthvað sé nefnt. 3. LÆKNISSKOÐUN. Geim- faramir gangast undir hrað,a en nákvæma Iikamsskoðun hjá geimferðalæknum. Heilsufar hvers geimfara verður að full- nægja vissum kröfum — að öðrum kosti verður að fresta fluginu eða þjálfaður varamað- ur að koma í stað hins sjúka geimfara. (Geimflugi Apollo-9 í marz s.l. var frestað um þrjá daga vegna veirusýkingar á- hafnarinnar.) 4. „BÚNINGSATRIÐIÐ.“ — Stöðv.arstarfsmenn hjálpa geim förunum að klæðast geimferða- búningunumi. Þetta er ekki eins auðvelt og að klæða sig í venjulegan fatnað. Litlir skynj arar eru festir við hömndið á brjósti hvers geimfara. Þeir senda upplýsingar um hjart- slátt og andardrátt til ’mæli- tækja, sem útvarpa þeim sjálf- krafa til jarðar. Læknar við stjómstöðina i Houston, Texas fylgjast með líkamlegu ásig- komulagi hvers geimfara nærri hvert augnablik á meðan á flug inu stendur. Það er einnig tímafrekt að klæðast hinum fyrirferðarmikla hlífðarfatnaði. Hann er jafn nærri því að vera vél og fatn- aður — inniheldur sitt eigið gerfi-andrúmsloft, talstöðvar- tæki og útbúnað til eyðingar á úrgangsefnum líkamans. Innan undir þrýstihlífarbúningnum em geimfaramir í „siveruflík- un»“, sem era nærföt sniðin í likingu við íþróttaföt. 5. AÐ SKOTPALLINUM. 1 hvítum geimferðabúningum sín um ganga geimfararnir — Neil A. Armstrong, Michael Collins og Edwin E. Aldrrn — út Úr byggingunni og heldur hver þeirra á liylkinu með lífkerfi sínu eins og lítilli ferðatösku. Þessi útbúnaður er tengdur með slöngu við op í geimbún- ingnum, dælir lofti gegnum búninginn og stjórnar hitastig- inu í honum. Geimfaramir stíga upp í vagn, sem flytur þá að skot- pallasvæði 39. Á skotpalli A stendur öflugasti og jafnframt furðulegasti farkostur verald- ar og ber við rísandi sól — Apollo geimfarið og Saturn-5 burðarflaugin, sem em til sam- ans 109 nnetrar á hæð og vega 3.100 tonn. Klukkan er nú hálf-sjö að morgni og árdegissólin er að- eins örfáum gráðum ofan við sjóndeildarhringinn, í um það bil sömu hæð og hún verður yfir tunglinu meðan á viðdvöl geimfaranna stendur þar. 6. ANNRÍKI Á GEIMSTÖD- INNI. í nágremii skotpalla- svæðisins ríkir asalaus, þraut- þjálfuð og útreiknuð önn. Hundruð manna hafa verið þar að störfumi í margar klukku- stundir. Undirbúningsatriðin eru óteljandi. — Hin marg- víslegu handtök spanna allt frá aflestri tækja og mæla, sem gefa til kynna ástand tækja- búnaðar í eldflaug og geim- fari, til þess að dæla nærri fjómm milljónum lítra af fljót andi súrefni, fljótandi vetni og öðru hreyfilseldsneyti í eld flaugargeyma, sem eru svo stór ir að þeir gætu gleypt þrjá stóra flutningavagna hlið við hlið. Einnig eru um 200 manns að störfum í skotbyrginu og við flugstjórnina í Kennedy geim- stöðinni þar sem umsjón er höfð með undirbúningi og flug- taki. Hundruð skynjara í eld- flauginni flytja upplýsingar um þrýsting, hitastig og aðra áríð- andi starfsemi til verkfræðinga og tæknifræðinga, sem fylgjast á þann hátt með ástandi eld- flaugarinnar þar til henni er skotið á loft. 7. JARÐARBÚAR HORFA A GEIMSKOTIÐ. A meðan hafa um 2000 fulltrúar fjölmiðlana útvarps- og sjónvarpsmenn i hreyfanlegum upptökuvélum og fréttaritarar dagblaða og tíma- rita — komið sér fyrir tæpa fimm kílómetra frá skotpalla- svæðinu. Öryggisreglur heim- ila engum að vera nær svæð- inu þegar geimskot á sér stað, að frátöldum þeim sem staddir eru í skotbyrginu. Fáeinum fréttamönnum sem annað hvort eru valdir með lilutkesti eða af eigin hópi, er leyft að dvelja í skotbyrginu sem eins konar fréttamiðstöð. í skotbyrginu, sem er að nokkru leyti neðan- jarðar og varið gegn skotbloss- anurn af margra tonna jarðlagi off þykkum veggjum, er hægt að horfa á flugtakið gegnum hring sjá eða í innanhússjónvarpi. Frá þessum stað er yfiramsjón höfð með eldflaug.arskotinu. M 8. GEIMFARIÐ MANNAÐ. Geimfararnir þrír fara nú í lyftu sem er inni í skottum- inum samhliða eldflauginni og flytur hún þá upp á göngu- brú, sem liggur að geimfarinu í 99 metra hæð frá jörðu. (Fyrr um morguninn hafa staðir þeirra inni í geimfarinu verið setnir nsönnum úr varaáhöfninni — geimförunum James A. Lovell, Willam A. Anders og Fred W. Maise — sem vaktir voru níu klukkustundum fyrir geimskot- ið til að yfirfara stjómkerfi geimfarsins.) Aðaláhöfninn gengur nú yfir brúna inn í geimf,arið. Arað strong sezt í vinstra sætið, Collins í miðju og Aldrin til hægri — og þeir spenna sig fasta. Vallarstarfsmenn óska þeim góðs gengis með klappi á arm eða öxl. Síðan er lúgugati geimfarsins lokað og læst. Nú eru tvær klukkustundir og fjörutíu mánútur til flug- taksins, sem áætlað er klukk- an 9:3) (eða 13:32 GMT). Framhald á bls. 25 Á síhœkkandi súlu af eldi og reyk rís flaugin fil himins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.