Morgunblaðið - 16.07.1969, Page 16

Morgunblaðið - 16.07.1969, Page 16
16 MOROUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚL.Í 196» MORGUiNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLá 1960 17 fNttgMtMf&ffr tJitgefandi H.f. Arvakur, ReykJawSfc. Frtamkværadastj óri Haraitdur Svelnsaon. •Ritstjórai' Sigurður Bjarnason. frá Viguar. MalitMas Jdhannesslea. Eyjólfur Konráð Jónssoo. Eitstjómarfullfrúi Þorbjöm Guðmtín.dssoa. BréttaEtjóri Björn Jóhannssom Auglýsinígiaistjóiá Arni Garðar Kristinsson. Eitstjðm og afgneiSsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingaa? Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriiftargjald kr. ISO.CO á mánuði innanlands. í lausasötu kr. 10.00 eintakið. TUNGLFERÐIN HEFST i^angi allt að óskum, hefst í dag sögulegasta ferð, sem mannkynssagan kann frá að greina. Tunglfar Bandaríkja- manna, Apollo 11, hefur ferð sína til tunglsins og eftir nokkra sólarhringa stígur maðurinn í fyrsta sinn fæti sínum á annan hnött — ef allt gengur skv. áætlun. Með þess ari ferð opnast mannkyninu nýir og áður óþekktir heim- ar, sem eiga ef til vill eftir að breyta lífi mannsins meira en nokkur einstakur atburður eða uppgötvun fyrr og síðar. Sú spurning, sem er æði áleitin á fólk um víða veröld þessa dagana er: Hvers vegna? Hvers vegna er gífur- legum fjárhæðum varið til þess að komast til annarra hnatta á meðan eymd og ör- birgð ríkir á jörðu niðri með- al meirihluta mannkyns. Hvers vegna reynir maðurinn ekki að rækta sinn eigin garð betur, áður en leitað er til annarra hnatta ? Þessum spumingum verður ekki svarað með rökum ein- um. Það er rökrétt og skyn- samlegt að verja þeim miklu fjármunum, sem timglferðin kostar, til þess að bæta líf manna á jörðu niðri, en oft hafa mannkyninu opnast ný tækifæri til aukinnar velsæld ar einmitt vegna þess, að æv- intýramenn og aðrir, sem ekki fóru troðnar slóðir, tóku sér fyrir hendur að gera eitt- hvað, sem ekki var rökrétt og skynsamlegt frá sjónarhóli samtíðarinnar. Hin óþekkta veröld stjarna og himingeims hefur heillað mannkynið um aldir, þótt ekki séu margir áratugir síð- an það voru taldir draumórar einir, að maðurinn ætti eftir að komast til tunglsins. En forvitni mannsins og löngun til þess að afla sér aukins fróðleiks hefur stöðugt knú- ið á í þessum efnum. Og hvar stæðum við í dag, ef mann- kynið hefði ekki verið í stöð- ugri þekkingarleit? Geimrannsóknir Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna hafa tekið ótrúlegum framförum á rúmum áratug. Þessi risaveldi hafa náð næsta ótrúlegri tækni í könnun á geimnum og öðrum hnöttum, og fyrr eða síðar munu þær tæknifram- farir koma öllu mannkyni að góðum notum. Öld geimferða mi'lli hnatta er að hefjast. Þetta er heims- sögulegur viðburður, sem ekki á sinn líkan í allri ver- aldarsögunni. Það er mikið ævintýri að fá að lifa slíkan atburð, sem tunglferð Apollo 11. Tunglförunum þrernur fylgja bænir manna um víða veröld og óskir um að þeim takist að snúa heilir á húfi úr þeirri djörfu ferð, sem þeir hefja í dag. FRJÁLS BLÖÐ TJitstjóri og blaðamaður í Suður-Afríku hafa verið dæmdir í sektir og skilorðs- bundið fangelsi, vegna þess að þeir birtu í blaði sínu stað- festar frásagnir sjónarvotta af slæmu ástandi í fangelsum landsins. Við réttarhöldin sagði einn af talsmönnum stjórnar landsins, að það væri hlutverk blaða að skrifa eins ög stjórnarvöldunum þóknað- ist. Þessi réttarhöld hafa vakið mikla athygli um heim allan, enda undirstrika þau þá stað- reynd, að frjáls blöð eru versti óvinur einræðisstjórna, hvar sem er. Blaðamennimir í Tékkóslóvakíu voru kjölfest- an í frjálsræðisstefnunni, sem barizt var fyrir þar í landi á sl. ári, og blaðamennimir eru þeir, sem kvislingamir í Prag beindu fyrst spjótum sínum að. Þessi tvö dæmi um afstöðu einræðisstjóma til blaða og blaðamanna ættu að verða til þess að auka skilning okkar, sem í lýðræðisríkjum búum, á gildi frjálsra blaða. Frjálst blað hefur kannski meira hlut verki að gegna í hverju þjóð- félagi en nokkur önnur stofn- un þess. Frægur maður sagði eitt sinn, að ætti hann að velja á milli ríkisstjórnar án frjálsra blaða og frjálsra blaða án nkisstjómar mundi hann velja síðari kostinn. - VHF ío atnetty Unding Had8t ' 'í-y "r. tí Þetta kort er teiknað í röngum hlutfölium svo að betur megi sjá helztu atburði ferðarinnar. Brotnu línumar gefa til kynna hvenær geimfaramir eru sam- bandslausir við jörðu. 69x195 mílna tunglferð. 1. Flugtak 18. Kveikjumark stjómfars 41A. Fyrstu tvær tunglum- 52. Yfirborð kannað, tilraunir 63. Skikiaður stjómfars og tungl 2. Burðarflaugarflug 19. Hreyflar 3. þreps ræstir 31. Stöðustilling geimfars fyrir ferðir. gerðar ferju og ferju sleppt 3. Slökkt á hreyfli burðarflaugar 20. Inngjöf aukin fyrir tunglferð. stefnuleiðréttingu Brautir 89x195 mílur 53. Tunglferja prófuð fyrir flug- 64. Þrýstiorka til jarðarferðar 4. 1. þrep skilið frá 21. Skilnaður stjómfars og tungl 32. Stefnuleiðrétting 41B Farið á hringlaga braut tak ákveðin 5. Hreyflar 2. þreps ræstir ferju 33. Kerfi prófuð, hvíldartími. í upphafi 3. umferðar 54. Stefnumót undirbúið með 65. Irmgjöf aukin til jarðarferðar 6. Milliþrepalosurr 22. Stjómarfari snúið 180° upplýsingar sendar 42. Kerfi prófuð ratsjármiðun úr stjómfari. 66. Tækjaprófun, hvíldartími. 7. Bj'örgunartumi sleppt 23. Tenging stjómfars við tungl- 34. Samstilling leiðsögutækja 43. Aldrin í tunglferjuna 55. Flugtak upplýsingasendmgar. 8. 2. þreps flug far og 3. þrep stjómfars 44. Tæki tunglferju sett í gang 56. Tunglferjan á uppleið 67. Stöðustilling stjómfars fyrir 9. Slökkt á hreyfli 2. þreps 24. Skilnaður stjómfars og tungl 35. Stöðustilling geimfars fyrir og prófuð 57. Lagt af stað í stækkandi stefnuleiðréttingu 10. 2. þrep skilið frá ferju frá 3. þrepi stefnuleiðréttingu 45. Skilnaður stjórnfars og tungl- hringjum 68. Fyrsta stefnuleiðrétting 11. Hreyflar 3. þreps ræstir 25. Leiðsögutæki stjómfars próf 36. Lokastefnuleiðrétting ferju 57A Ferð í þrepum 69. Tækjaprófun, hvíldartími. 12. 3. þreps flug uð. 37. Samstilling leiðsögutækja 46. Stefnumiðun fyrir fallbraut- 58. Jöfn hæðaraukning upplýsingasendingar 13. Slökkt á hreyflum 3. þreps 26. Stöðustiiling geimfars fyrir stjómfars arflug tunglferju 58A Lokaþáttur hefst 70. Samstilling leiðsögutækja 14. Stöðubraut stefnuleiðréttingu 38. Stöðustilling geimfars áður 47. Farið á fallbraut 59. Stefnuleiðrétting stjómfars 15. Kerfaprófun byrjar 27. Hreyfiar aðalgeimfars ræstir. en farið er á tunglbraut 48. Samstilling leiðsögutækja 60. Stýrt til stefnumóts 71. Stöðustilling stjómfars fyrir 16. Samstilling leiðsögutækja 28. 1. stefnuleiðrétting 39. Skotið á tunglbraut tunglferju 61. Tenging stjómfars og tungl- stefnuleiðréttingu stjómfars 29. Kerfi athuguð, hvíldartími. 40. Tunglbrautarflug byrjar 49. Tunglferjan til lendingar ferju 72. Stefnuleiðrétting, ef þarf 17. Stöðustilling geimfars fyrir upplýsingar sendar 41. Samstilling leiðsögutækja 50. Lending 62. Ahöfn og tæki flutt úr tungl- 73. Tækjaprófun, hvíldartími. ■ tunglferð. 30. Samstilling leiðsögutækja stjómfars 51. Tunglferjutæki prófuð ferju í stjómfar upplýsingasendingar TUNGLLENDING APOLLO 11 FERÐ APOLLO 11 nær hámarki á sunnudaginn, 20. júlí, þegar tunglferjan lendir á tunglinu, og mánudaginn, 21. júlí, þegar tveir geimfaranna ganga um á yfirborði tunglsins. Neil Armstrong, fararstjóri í ferðinni, stígur á tunglið kl. 6,17 að íslenzkum tíma á mánudagsmorgun. Um það bil 25 mínútum síðar stígur félagi hans, Edwin E. Aldrin, einnig út úr tungl- ferjunni. Á meðan þeir safna jarðvegssýnishornum hringsólar Michael Collins um tunglið í stjórnfarinu. Hér fer á eftir yfirlit yfir helztu atburði hinnar sögulegu ferðar Apollo 11. Miðað er við íslenzkan tíma. (Nokkrar breyt- ingar geta orðið á tímaáætluninni). MIÐVIKUDAGUR, 16. júlí 13.32 — Satúrnus 5 eldflaug þýtur upp frá Kennedy-höfða, og skýtur geimförunum Neil A. Armstrong, Edwin E. Aldrin Jr. og Michael Collins á braut í 185 km fjarlægð frá jörðu. 16.16. — Þriðja eldflaugarþrepið tendrazt. Hraðinn eykst í 24,200 mílur á klukkustund og Apollo þýtur út af jarðbraut og áleiðis til tunglsins, 230.000 mílna fjarlægð 17.41 — Geimfararnir skilja stjórnfarið frá, snúast í hing og tengja íarið við trjónu tunglferjunnar, sem þeir losa frá þriðja eldflaugarþrepinu. FIMMTUDAGUR, 17. júlí 16.16 — Stefnuleiðrétting. 02.32 — Tíu tíma hvíldartími hefst. Ný stefnuleiðrétting (sú þriðja). 'FÖSTUDAGUR, 18. júlí 21.40 — Aldrin tunglferjustjóri fer inn í tunglferjuna um göng frá stjórnfarinu. Armstrong kemur á eftir og lokar lúg- unni þegar hann snýr aftur til stjórnfarsins. 1.32 — Geimfararnir fá níu tíma hvíld. LAUGARDAGUR, 19. júlí 12.27 — Fjórða stefnuleiðrétting. 17.26 — Apollo 11 hverfur bak við tunglið og geimfararnir ræsa aðalaflvélarnar til þess að komast á braut í 111—154 km fjarlægð frá tunglinu. Tveimur hringferðum og fjórum klukku- stundum síðar ræsa þeir hreyflana aftur til þess að komast á hringlaga braut (tunglnánd 99 til 120 km). Geimfararnir hring- sóla um tunglið i rúmlega eitt dægur, prófa stjórntæki og reikna út lendingarstaðinn. 23.32 — Aldrin klifrar um göngin inn í tunglferjuna til að prófa stjórntæki hennar. Snýr aftur til stjórnfarsins tveimur klukkustundum síðar. SUNNUDAGUR, 20. júlí 02.32 — Átta stunda hvíldartími hefst. 13.32 — Armstrong og Aldrin fara inn í tunglferjuna. 17.47 — Tunglferjan leyst frá stjómfarinu, fer á fallbraut og lækkar til lendingar. Collins verður eftir á tunglbraut í stjórn- faúnu og sýnir sjónvarpsáhorfendum skilnaðinn og yfirborð tunglsins. 20.19 — Tunglferjan lendir á Hafi kyrrðarinnar á tunglinu 74. Samstilíing leiösögutæKja stjómfars 75. Stöðustilling stjómfars fyrir stefnuleiðréttingu 76. Lokastefnuleiðrétting 77. Samstilling leiðsögutækja stjómfars 78. Stöðustilling stjómfars fyrir aðskilnað stjórnklefa og tækjaklefa. 79. Aðskilnaður tækjaklefa frá stjómklefa 80. Stöðustilling fyrir innflug 81. Irmflug 82. Sambandsleysi 83. Hitahlíf sleppt og hemlunar- fallhlíf opnuð 84. Aðalfallhlíf opnuð 85. Lending. skammt frá gíg er kallast Moltke. Næstu tíu klukkustundimar hvílast Armstrong og Aldrin, prófa stjórntæki, setja á sig bak- poka og leysa af hendi annan undirbúning gönguferðar á tungl- inu. MÁNUDAGUR, 21. júlí 06.12 — Armstrong opnar lúgu tunglferjunnar og byrjar að fikra sig niður stiga sem festur er við einn lendingarfótinn. Þetta tekur hann fimm mínútur. Hann nemur staðar í öðru stigaþrepinu til þess að opna hylki, þar sem geymd er svarthvít sjónvarpsmyndavél, sem sýna mun sjónvarpsáhorfendum á jörðu niðri fyrstu skref hans á yfirborðinu. 06.17 (um það bil) — Armstrong stígur á tunglið. 06.42 — (um það bil) — Aldrin stígur út úr tunglferjunni. Næstu klukkustundir leysa þeir af hendi margs konar verkefni: stinga niður bandaríska fánanum, safna jarðvegssýnishornum og steinum, taka ljósmyndir, koma fyrir vísindatækjum og meta hæfni sína til þess að vinna við aðstæður á tunglinu. Allri dvöl þeirra verður sjónvarpað til jarðar með sjónvarpsmyndavél, sem komið verður fyrir 9.1 metra frá tunglferjunni. 08.42 — Geimfararnir snúa aftur til tunglferjunnar, og næstu níu klukkustundirnar hvílast þeir, borða og undirbúa flugtak. 17.55 — Hreyflar ræstir til að lyfta efri hluta ferjunnar af tunglinu. Með flugtakinu lýkur um það bil 22 klukkustund dvöl á yfirborði tunglsins'. í þrjá og hálfa klukkustund fljúga Armstrong og Aldrin til móts við Collins í stjórnfarinu. 21.32 — Tunglferjan tengd við stjórnfarið og Armstrong og Aldrin fara um göngin til Collins í stjórnfarinu. 01.25, þriðjudag — Tunglferjunni sleppt á tunglbraut. ÞRIÐJUDAGUR, 22. júlí 16.57 — Geimfararnir ræsa aðalhreyflana bak við tunglið til þess að þeyta sér út af tunglbraut og hefja heimferðina til Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.