Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 14
IMeil Armstrong er stjórnandi ferðarinnar og hann verður væntanlega fyrstur manna til að stíga fæti á tunglið. Hann er fæddur árið 1930 og á að baki langan og góðan feril sem geimfari og flugmaður. i Kóreu- styrjöldinni gat hann sér mikinn orðstír sem hugdjarfur og leikinn orrustuflugmaður. Eldflaugin Satúrnus V flytur geim- farana í Apollo 11 til tunglsins og var hún hönnuð sérstaklega til að þjóna því hlutverki. Er hvort tveggja jafn stórkostlegt, stærð hennar og verkefni. Flaugin er 110 metrar á hæð eða svipuð og 36 hæða hús. Við brottflug vegur hún um 3 þúsund lestir. Til að lyfta sér frá jörðu þarf hreyfill fyrsta þreps að framleiða um tuttugu sinnum meiri þrýsting en báknið Atlas-Mercury. Obbinn af þunga flaugarinnar eru knýiefnin. Satúm- us V er hátindur á þróunar- ferfi, sem hófst fyrir nær því áratug. Fyrstur var Satúmus I, sem kom mannlausum Apollo stjómklefa á braut umhverfis jörðu árið 1964. Með Satúm- usi I fékkst reynsla af fljótandi vetni og loxi, sem eldsneytis- blöndu. Næstur kom svo Satúm- us I B, sem hafði nægilegan þrýst- ing til að koma mönnuðum Apollo stjómklefum á lága umferðarbraut um jörðu í æfingarskyni. Satúrmis V er síðastur og öflugastur þess- ara risaeldflauga. Geimfararnir Walter Schirra, Donn Eisele og Walter Cunningham f Apollo 7 var fyrsta mannaða ferð Apolloáætlunarinnar. Þeir æfðu stefnumót og samtengingu við þriðja þrep eldflaugarinnar úti í geimn- um og þeir tóku sjónvarpsmyndir, sem sendar voru beint til jarðar og sjónvarpsnotendur um allan heim áttu þess nú kost að fylgjast með ferð þeirra, sem stóð i tíu daga. Næsta Apolloferð verður lengi i minn- um höfð, en þá stýrðu geimfaramir Frank Borman, James Lovell og William Anders í fyrsta skipti af jarðarbraut og héldu til tunglsins, fóru umhverfis það og sneru til jarðar, heilir á húfi og með ótrúlegan fjölda mynda og mikilsverðan fróðleik. Næsta áhöfn lagði upp í Apollo 9 þann 3 marz í ár, um borð voru þeir James McDivitt, David Scott og Russel Schweickart. A myndinni er áhöfn Apollo 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.