Morgunblaðið - 16.07.1969, Page 18

Morgunblaðið - 16.07.1969, Page 18
18 MORGU'NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1«. JÚL.Í 1068 ■ ■ SOL YFIR STRONDUM seiður hljóðlátrar öldu eftir Þorstein Matthiasson FÆSTIR munu svo illa landfróð- ir, að ekki kunni þeir skil á því, að Strandasýsla liggur meðfram Húnaflóa vestanverðum. Á hinu vita ef til vill faerri skil, hverra kosta þar er völ annarra en þeirra, sem hæst ber í máli manna á hörðu vori. Því aldrei mun ís koma svo að ströndum landsins, að hann ekki: kynni sig í þeirri byggð. Ekki hafa þeir allir ennþá kembt hærur, sem muna þá tíma, að þangað lágu fárra ieiðir og lífsstraumur fjarlægra fjöb býlishátta var framandi og litt skiljanleg frétt. Þess vegna varð fólkið að búa að því, sem nátt- úran bauð. Gleðjast þegar grös ilmuðu og gjöfull var sjór en una án uppgjafar óblíðum atlot- um, þegar hart lét í ári. En svo kemur kollsteypa stríðsóðrar lífsvenju og setur allt úr gkorðum. í augum ýmissa hafa Strandir litið út eins og tind óttur tröllaheimur gamalla þjóð sagna, en fyrr en nokkurn var- ir er hinn fjarlægi straumur far- inn að brjóta þar úr bökkum og hver kvisturinn af öðrum slitn- ar frá rót og flýtur burt. Jafn- vel gamlir grónir stofnar mega láta undan gíga og fljóta með í óráðna sogandi hringiðu. — En öðru varð þó ekki rask- að. Ölduföll úfchafsins við grýtta strönd og gróðurvinjar inn af vikum og fjörðum létu sér fátt um finnast og brugðu í engu háttum sínum. Snaekollur vetr- arins og bjarkargrein í brekku- skjóli sælla sumardaga ,höfðu engar vangaveltur umfrarn alda hefðir uppruna síns. En hvað þá um fólkið sem flytur burt og hina, sem heima sitja. Hverjir strjúka þar sárara enni? Mundi það ekki sitt með hverju móti. Gæfan er sjaldan öll á eina hlið. Sigggrónir lófar eða mjúk greip, segja þar ekki alla sögu. — En það flýr víst enginn ör- lög sín. — Stundum er athyglisvert að lesa auglýsingar í blöðum. Ekki eingöngu þær, sem bjóða alls konar munað og bezt fáan- leg kjör ýmissa vörutegunda. Heldur engu síður hinar, sem eru allt annars eðlis. —' Átfchagafélag auglýsir o. s. tfnw.—HVers vegna:öll þessi átt- ‘hagafélög? Hvatð eru átfchagar? Eru þeir ekki þar, sem munað- urinn er mestur hverjum ein- um? Eða er það kannski svo, að stráín, sem forðum flUtu, leiti nú aftur uppruna sins. Og þegar glitið glepur ekki lengur, verði ljúf minning um lóukvak og lindahjal, friðarboði fjarri riki glaumsins. Á björtui júlíkvöldi, þann 5. mmnaðitrin, má. sjá stóran hóp férðbúinna manna og kvenna við, Umferðamiðstöðina í Reykjavfk. Vörpulegur maðUr- vel á sig kominn, lætur þar mikið að sér kveða. Hann er farar- stjóri þe9sa fjölmennis, og auk þess sá, sem um árabil hefur ver- ið trúað fyrir lífi og limum hins æðsta af stjórnarherrum vorum, þegar ekið er um borg og byggð. Þarna er á ferð Haraldur Guð- mundsson bifreiðastjóri, sem einnig er formaður Átthagafé- lags Strandamanna, en það er einmitt það, sem stendur að þess ari ferð sem nú ér ráðin og þarna eru hart nær hundrað manns, sem hyggjast líta til þeirra stöðva, þar sem barns- gkórnir slifcnuðu og sumir lifðu langt fram sin manndómsár. Ekki verður af yfirbragðinu ráðið, að fólkið sé að hverfa til kalheima vonbrigða og vesæld- ar. Tvær stórar langferðabifreiðar frá Guðmundi Jóniassyni eru tilbúnar að innbyrða mannskap- inn og er óhætt að segja að þar er þröngt setinn bekkur en þó engum til óþægðar. Þegar fóllkið hefur komið sér fyrir kallar fararstjórinn: „Ef einhvern vantar, þá láti sá hinn sami til sín heyra“. Þar sem enginn gefur eig fram, er ekið af stað, enda mun það óhætt vera, því hún Bíbí, bros- milda, gullhærða konan, sem að- stoðar föður sinn svo dyggilega, hefur gætt vel þeirra þáttták enda, sem fyrr höfðu látið nafns síns getið. Og að dæmi sannra íslendinga erum við auðvitað a.m.k. hálftíma á eftir ráðgerð- um burtfarartíma. — í kvöld ékal leikið létt á mjúka strengi, lifað glatt hið sólgkinsbjarta vor. Sungið kátt — Já, sungið vel og lengi---------- Og víst eru allir glaðir. En þessi þáttur á ekki að vera af- rekasaga neinna einstaklinga, Haain yrði þá alltof langur, því Haraldur Guðmundsson, formaður Átthagafélags Strandamanna vafalaust hafa allir unnið sér til ágætis nokkuð. Ég er til dæmis alls ekki dómbær um það hvor þeirra söng betur Kjartan eða Hermann, ekki heldur kann ég skil á því hver var ánægðastur með sjálfan sig og sinn hljóð- færaleik, Guðlaugur, Þorvaldur, Jón eða Halldór, en örugglega voru þeir allir ánægðir með sjálfa sig. Nú, kvenfólkið, það var yndislegt án undantekninga. Eiginlega þótti mér lakast að geta ekki verið í báðum bílunum í einu. Því þó ég sé ofurlítið bíl- hræddur þá kemst ég fljótt að raun um að ökumennirnir báðir eru samvaldir sómamenn, enda tæpast hætta á að Haraldur mundi á annan veg ráða. „Nú máttu hægt um hekninn líða, svo hverju brjósti verði rótt. Og svæfa allt við barm þinn bllíða, þú bjarta heiða júlínótt". Víst er nóttin björt en engum svefn í hug. Það eru brosandi ó- þreytt andlit sem halla sér að barmi næturinnar, þegar hallar norður af Holtavörðuiheiðinni, bjarmar upp frá hafinu og glamp ar á Hrútafjörðinn. Hvað skyldu þeir hafa verið margir í hópnum sem ekki fundu til þess að þeir voru á leiðinni — heim —. — Fyrsti bær, sem framhjá er ekið í Strandasýslu er Grænu- mýrartunga. Þar var langt fram eftir öldum aðeins selstaða frá Melum en byggðist síðar og var um miðbik þessarar aldar, og allt fram á síðustu ár, vel hýst, myndarlegt og vel setið býli. Nú hefur það, a.m.k. í bili, aftur lotið fyrri örlögum og er nytjað frá Meluim, en þar eru bændur athafnasamir og höfðingjasvipur yfir hinu forna sýslumannssetri. Borðeyri, fornfrægur verzl- unarstaður, blundar rótt undir háum bökkum, mun þar nú ys öllu minni en fyrrum, þegar þangað var sótt verzlun víða að úr þrem sýslufélögum. Fyrstur reisti verzlunarihús Pétur Eggerz, sonur eéra Friðriks í Afc ureyjum en tengdasonur Páls Melsted ambmanns. Pétur var geðríkur maður og mikilhæfur, nákvaemur við þá sam sjúkir voru og lisfchneigðuT, en svo sem margir kaupmenn þeirra tíma fókk hann hjá ýmsum „ómilda dóma. Kaupsýsla var, a.rn.k. á öld fátæktar" og erfiðleika elkki líklegust til vinsælda þeim, er sjá vildu hag sínum borgið við rekstur þesis atvinnuvegar. Ströndin porðan Hrútafjarðar er hvergi stórskorin eða brima- þung, aðeins smáhækkandi hæð ir inn til heiðanna. Sviphýr býli, sem nú hefur færzt yfir höfgi næturinnar, standa meðfram sjónum og er þar óvíða löng skip gata, ef sótt væri út til miða. En Hrútfirðingar hafa fram- færslu heimila sinna af jarðyrkju og búfjárrækt, munu fæstir leita annarra fanga. Við því nær hvert býli eru tengdar minningar manndóms og afchafna genginna feðra og mæðra þess fóllks, sem nú er hér á ferð eða ennþá byggir hér- aðið. Væri gaman og gagnlegt að rii0.a: upp ýmsar þær sagnir, en verður aðeins á fótt eitt minnzt. Finnur Jónsson, sem bóndi var á Kjörseyri í nær 40 ár, var eklki Strandamaður að ætt né upp- runa. Hann fluttist þangað norð ur með systur sinni Ragnhildi og manni hennar Sigurði E. Sverr- issyni sýslumanni, árið 1864. Leiddi sú för til þess að hann kvæntist Jóhönnu Matthíasdótt- ur, hreppstjóra á Kjörseyri, Sí- vertssen og dvaldi þar nyrðra allt til æviloka. Strandamenn standa í ævar- andi þakkansfculd við þennan merka heiðursmann, sem með ritun sinni hefur bjargað frá glötun ótal fyrri tima sögnum um menn og málefni, er annars mundu gleymdar að tjaldabaki fortíðarinnar. Bær r Hrútafirði er mikil jörð og hefur lengst verið vel setin og myndarlega. Þar bjuggu um sfceið sýslumenn Strandamanna. Um miðja 19. öld bjó þar Pétur Jónsson prests Péturssonar frá Einarsstöðum í Reykjadal. Hann Gamli bærinn í Broddanesi. — (Teikning Matthías Þorsteinsson) - TUNGLLENDING flPOLLO 11. Framhald af bls. 17 jarðar. Heimferðin tekur tvo og hálfan dag og tíminn notaður til að leiðrétta stefnuna og hreinsa stjómklefann. MIÐVIKUDAGUR, 23. júlí 14.38 — Sjötta stefnuleiðrétting. Geimfaramir taka sér sjö tíma hvíld. FIMMTUDAGUR, 24. júlí 16.51 — Lending á Kyrrahafi um 1,200 mílur suðvestur af Hawaii. Froskmanni varpað úr þyrlu á fleki. Hann opnar lúgu Apollo og stingur inn hlífðarklæðum, sem geimfararnir klæðast til þess að afstýra hættu á að þeir beri með sér sýkla. Geimfar- arnir stíga um borð í flekann og sprauta á sig sótthreinsandi efni áður en þyrla flytur þá um borð í beitiskipið „Hornet“. í beitiskipinu eru þeir settir í sóttkví í loftþéttu hjólhúsi. Með þeim verða læknir og tæknifræðingur. Richard Nixon for- seti dvelst um borð í beitiskipinu, en vegna sóttkvíarnnar heilsar hann þeim ekki. En hann talar við þá í síma. • SUNNUDAGUR, 27. júlí „Hornet“ kemur til Ford-eyju, Hawaii. Hjólhúsið með geim- förunum flutt um borð í C141 flutningflugvél, sem heldur með þá til geimvísindastöðvarinnar í Houston í Texas. Þar flytja geimfararnir sig um plastgöng inn í sérstaka loftþétta rann- sóknarstofu, sem ætluð er til móttöku geimförum. Þar heldur löng sóttkví þeirra áfram. Geimfarið og tunglsýnishornin flutt í lokuðum kössum til rannsóknarstofunnar, þar sem þau eru nákvæmlega rannsökuð. ÞRIÐJUDAGUR, 12. ágúst Ef geimfararnir hafa ekki veikzt og steinarnir sýna engin merki þess að þeir hafa að geyma tunglbakteríur, verða Arm- strong, Aldrin og Collins leystir úr sóttkvínni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.