Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1«6» Neil A. Annstron.g ásamt Guðmundi Jónassyni. Mynd þessa tók Sigurður Þórarinsson í Landsveit af Armstrong, er hann dvald- izt hér fyrir nokkrum árum ásamt fleiri tilvonandi ban lariskum geimförum við æfingar til undirbúnir.gs tunglferð. (ÞEGAR Neil A. Armstrong var að æfa sig fyrir fyrstu geimferð sína, ferð Gemini 8 í marz 1966, skýrði hann fréttamönnum frá því, hvernig hann og félagar hans undirbyggju sig undir ferðir til tunglsins. A þessum tíma gat Armstrong alls ekki vitað, að það yrði að lokum hann, sem valinn yrði til þess að verða stjórnandi fyrstu tilraunar mann- kynsins til þess að láta menn lenda á tunglinu. Nú, þegar tungl- lendingin er á næstu grösum, er persónuleg lýsing Anmstrongs sjálfs frá 1966 mjög timabær. Hér fer á eftir eigin frásögn Arm- strongs af æfingunum fyrir hið sögulega ferðalag, þar sem hann mun gegna mikilvægasta hlut- verkinu). Það er ekki til nein jarðnesk aðferð í bókstaflegri merkingu — til þess að æfa heilt tunglferða- lag. Þrátt fyrir alla útreikninga okkar og áætlanir. þá verður það ferðalag út i hið óþekkta og tungl- ferðin sjálf verður fyrsta full- komna æfingin. Það bezta, sem við getum gert til þess dags. er að skipta ferð- inni niður i aðalþætti hennar — geimskotið, tenginguna, lending- una á tunglinu, flugtakið þaðan og umleiki hans helzt sá sami og að skella á kletti á tunglinu með miklum hraða myndi meiða mann alveg jafn illa og lenda á kletti á jörðinni með sama hraða. Þanng varð að taka með i þjálf- un okkar að læra, hvernig ætti að ganga á tunglinu og vandinn var sá. hvernig ætti að iíkja eftir að- dráttaraflinu þar. I flugvél er unnt að skapa stutta eftirlíkingu fyrir þá, sem með vél- inni eru, með því að fljúga upp og áfram í eins konar fleyg svipað og bitreið, sem ekið er yfir hæðar- brún . . . Það, sem við þurfum á að halda, var vél, sem gat gert okkur kleift að æfa tunglgöngur klukkustundum saman. Vélfræðingar leystu þetta með þvi að hanna nokkur bráðsnjöll tæki. Eitt þeirra er útbúið vírum, sem halda okkur, þannig að við getum gengið með aðeins einum sjötta hluta líkamsþyngdar okkar á hallandi borði. Annað tæki, sem er kallað „Peter Pan Ring", flytur okkur í gegnum loftið með vírum á sama hátt og leikarar eru látnir svífa á sviði. Sum æfingatæki okkar eru svo flókin, að það kostar milljónir dollara að smiða þau. En smiði þeirra mun samt hafa borgað sig, ef þau hjálpa okkur til þess að HVERNIG m ÆFUM FYRIR GEIMFERÐIR Eigin trásögn geimfara: Eftir Neil Armstrong stjórnanda Apollo 11 lendinguna aftur á jörðinni — og gera okkar bezta til þess að full- komna hvern einstakan þátt með aðstoð margvísiegra skritinna og flókinna tækja, sem við nefnum einu nafni gervitæki. Á fyrstu dögum mönnuðu Mer- cury geimferðaáætlunarinnar var lítið vitað um það harðræði, sem mæta kynni manninum úti í geimn um. Þess vegna voru geimfararnir, sem æfðir voru fyrir fyrstu geim- ferðirnar umhverfis jörðina, látnir sæta hvers konar óþægilegum veltingi, snúningi og miðflóttaafls æfingum, sem svo kom á daginn, að voru margar óþarfar. Eina tækið eiginlega, sem þeir höfðu til þess að þjálfa sig í geimflugs- tækni, var gamla Mercury æfing^- tæknitækið. Gervitækin, sem við ráðum yfir nú, eru í samræmi við fyllstu óskir allra geimfara. Með snilldar- legri fjölbreytni rafeindafræði- legra og vélfræðilegra tækni- bragða, leggja þessar vélar sitt af mörkum til þess að skapa sérstak- an heim, sem í alvöru líkist því, sem honum var ætlað að vera. Og við þjálfum okkur í þessum heimi, þar sem við erum umkringdir því landslagi og hljóðum, sem við búumst við í tunglferðum, finnum jafnvel sömu lykt. Sem dæmi má nefna, að í aðal- stöðvum okkar í Houston, hafa jarðfræðingar NASA (geimferða- stofnunar Bandaríkjanna) látið koma upp tilbúnu landslagi, sem að okkar áliti er svo likt því, sem er á tunglinu, að þegar við stíg- um niður á tunglið í fyrsta sinn, þá mun það koma okkur jafn kunnuglega fyrir sjónir og garður- inn heima hjá okkur. Annað frábrugðið atriði til við- bótar var að venja okkur við að- dráttarafl tunglsins, en það er aðeins einn sjötti hluti aðdráttar- afls jarðar. Geimfara mun finnast það auð- velt að stökkva 6 metra upp i loftið á yfirborði tunglsins. En hann yrði að muna það, að líkams forða slysum síðar. Eitt gervitækið notar t. d. rafeindaheila, sem gerir okkur kleift að æfa öll þau tækniatriði, sem við þurfum að framkvæma á leiðinni til tungls- ins. Upplýsingar berast til flugstjór- ans fyrir tilstilli margvislegra tækja og hann horfir einnig út um gluggann á geysistóra kringlulaga mynd af tunglinu, þar sem það nálgast. Með fyrrgreindri vél æfum við hvert tækniatriði aftur og aftur, unz það verður orðið vani. Við höfum sagt í gamni, að ef við lendum í einhverjum erfið- leikum í raunverulegri tunglferð, þá munum við sennilega byrja sjálfkrafa á því að fálma eftír hnappnum, sem lætur byrja á öllu aftur. Þrátt fyrir alla þjálfun okkar munum við í raunverulegri tungl- ferð verða að fljúga að einhverju leyti með gamaldags aðferðum. Það verður svipað því að stýra báti inn í hðfn, sem er á hreyf- ingu. um miðja nótt og með minna en i lítra af benzíni, að tengja tvö geimför saman úti i geimnum — eins og við verðum að gera tvisvar — einu sinni á leið okkar til tunglsins og einu sinni á braut umhverfis tunglið. En vegna gervitækjanna verður öll getgátuvinna i því sambandi eins takmörkuð og frekast er unnt. Mörg gervitækjanna eru svo raunveruleg. að lyktin af þeim er sú sama og í frumtækinu. Dag einn voru geimfararnir Gordon Cooper og Tom Stafford inni í geimstjórnarkiefa að reyna nýtt tæki, þar sem líkt var eftir Gemini ferð. Skyndilega ýtti um- sjónarmaðurinn, sem eftirlit hafði með æfingunni, á hnapp og stjóm klefinn fylltist af reyk og beizkri lykt af bruna í rafmagnstækjum. Gordon og Tom tilkynntu sam- stundis: „Eldur, eldur". Þá kom- ust þeir að raun um, að umsjón- armaðurinn var aðeins að reyna þá. Hann hafi kveikt gerfield — með mjög raunverulegri lykt. Ljóst er, að höndum hefur ekki verið kastað til þjálfunar á áhöfnum Apollo-ferðanna. Þær eru valdar úr hópi 50 geim fara, sem taka nú þátt í æf- ingum hjá NASA, bandarísku geimferðastofnuninni. Upp- haflega voru þeir valdir vegna fimi, áræðni og leikni sem reynsluflugmenn, en mjög hefur verið aukið við þjálfun þeirra. Hver geimfari hlýtur sérstaka tæknilega þjálfun, en hún einskorðast þó engan veg- inn við tæknileg atriði, því að geimfari verður að geta brugðist við hvaða vanda sem er af útsjónarsemi og æðru- leysi og dugar þá ekki tækn- in ein til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.