Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1069 13 ■n thi rr rmrrr-iiT Þegar að þvi kom að hanna stjómfar Apollo þurfti að taka fjölmargt með í reikningnn. Klefinn er bjöllulaga og er um 12 feta hár og þver- málið er svipað, og hann vegur um 13 þúsund pund. Þar er komið fyrir hinum flókna útbúnaði ferðarinnar, tækjum og tólum, svo og föggum geimfaranna þriggja, allt frá tannburstum til margbrotinna myndavéla. Aður en geimfarið byrjar innflugið inn i gufuhvolfið er aftari hluti geimfarsins skilinn frá og brennur hann upp á skammri stundu. Tunglferjan sjálf er ámóta stór og tveggja hæða hús, vegur 16 lestir og minnir á pöddu að lögun. Ferjan hefur eigin eldflaugar, sem koma ferjunni á loft þegar tunglfaramir halda á brott af tunglinu, en þá verður lendingarfóturinn losaður frá og skilinn eftir á tunglinu. I Mercury og Gemini ferðum höfðu geimförin verið send á braut um jörðu. En þegar hafizt var handa um Apollo-áætlunina var Ijóst, að héðan í frá yrði jarðarbraut aðeins áningarstaður á lengri og hættu- meiri leið. Það lá i hlutarins eðli. að tunglið sem næsti nágranni jarðar- innar yrði fyrir valinu. en síðar tækju við enn víðtækari könnunarferðir til fjarlægari hnatta og að lokum til annarra sólskerfa. Til þess að ná þvi marki þurfti að hanna nýja tegund geimfara og kröftugri eld- flaugar til að koma sliku fari áleiðis til tunglsins. Þá varð og að vinda bráðan bug að þvi að reisa rannsóknarstöðvar á jörðu niðri og full- komna þurfti fjarskiptanetið og færa það enn frekar út. Sérfræðingar bandarisku geim- ferðastofnunarinnar hafa smám saman gert nákvæma uppdrætti og kort yfir meginhluta tungls- ins. Með fyrri geimskotum hafa Bandaríkjamenn viðað að sér mik- ilsverðri þekkingu og aflað sér ómetanlegrar reynslu, sem hefur gert þetta verk kleift. Tunglflaugar þeirra hafa sent þúsundir mynda til jarðar af tunglinu og færðu þar með ótrúlega mikinn og áður ó- þekktan fróðleik til jarðar um þennan næsta nágranna okkar. Segja má, að um 99% af yfirborði tunglsins hafi verið kannað á þennan hátt og myndir þær, sem þannig bárust voru tíu sinnum skýrari en þær beztu, sem áður höfðu náðzt frá rannsóknarstöðv- um á jörðinni. Apollo 11 hefur verið komið fyrir í trjónu Satúmus V og rástalning- in hefur staðið í nokkra daga. Þann tima hafa öll tæki verið reynd og þrautprófuð og lag- færðar þær skekkjur, sem hafa komið í Ijós á síðustu stundu. Geimfaramir Aimstrong, Aldrin og Collings hafa komið sér fyrir í stjómklefanum og lokataln- ing hefst. Á sömu sekúndu og henni lýkur hefur Satúmus V sig þyngslalega á loft, og með ógur- legum gný og eldspýjum hefst nú mesta ævintýraför mannsins: ferð- in til tungisins. Þegar Apollo 11 nálgast tungiið ern hreyflamir ræstir til að komast á tungibraut og síðan er fyrirhugað að famir verði nokkrir hringir um tunglið meðan öll tæki geimfarsins eru reynd og prófuð. Að því loknu eru hreyfla-mir ræstir á ný og er geim- farið nú 69 mílur frá yfirborði tunglsins. Þegar hér er komið sögu eiga geimfaramir að hvílast I átta klukkustundir. Siðan klifra þeir Armstrong og Aldrin um borð í tunglferjuna, ræsa hreyflana og losa hana frá móðurskipinu. Tunglfirrð er þá 50 þúsund fet. Ahöfn Apollo 10 gerði þetta á undan þeim. En þegar því sleppir og þrátt fyrir ótal tilraunir má nú segja, að geimfaramir séu upp á sjálfa sig komnir og enginn getur ábyrgzt að ferðin takist. Þegar ferjan er komin í fimm þúsund feta hæð dregur Armstrong hægt úr hraða ferjunnar. Þeg- ar hún er í 500 feta hæð er hraðinn 3 fet á sekúndu. Við- vörunarljós kviknar, Armstrong slekkur á vélinni, smáhnykkur og þeir em lentir. Maðurinn hefur haldið innreið sína í nýja veröld. Þegar geimfaramir hafa hvílzt í ákveðinn tíma býr Armstrong sig undir að stíga út. Hann opnar lúguna á ferjunni og fetar sig niður stig- ann, ellefu þrep og hann stendur á tunglinu. I skugganum er frostið 200 gráður, þar sem þeir ná ekki til er hitinn 200 gráður. Vegna bún- ingsins verður Armstrong hitamunarins ekki var. Hann stendur um stund og horfir yfir hrikalegt landslagið. hrjóstugt, brúnt land og gíg- amir blasa við augum, hvert sem litið er. Hann athugar, hvort búning- urinn sé ekki í bezta lagi og siðan hefst tunglgangan, sem óhjákvæmi- lega verður nokkuð sérstæð vegna þyngdarleysisins. Hvert skref hans og hver hreyfing hefur verið skipulögð og æfð með það fyrir augum, að ekkert óvænt geti komið fyrir. Armstrong á að taka jarðvegssýnis- horn og hann á að taka myndir og gera fjölþættar athuganir. Aldrin réttir honum myndavél og brátt er röðin komin að honum að stíga út. Þá em liðnar 40 mínútur siðan Armstrong paufaðist niður stigann. Aldrin hefur nú vanizt tunglgöngunni og hann tekur einnig til óspilltra málanna. Þeir taka myndir hvor af öðrum við jarðvegssýnishoma- söfnun, mynda landslagið og tunglferjuna og framkvæma yfirieitt allar þær athuganir, sem þeir hafa fengið þjálfun í. Þeir eiga að halda sig innan 300 feta radíusar frá ferjunni. Aldtin fer i tunglferjuna er hann hefur dvalizt þar í 1 klst. og 35 mínútur og Amistrong fer á hæla honum og hefur dvöl hans á tunglinu verið 2 klst. og 20 mínútur. Nú eiga þeir að hvílast og búa sig undir annan mjög hættulegan hluta ferðarinnar, brottförina af tungíinu, stefnumótið við Collins og sam- tenginguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.