Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 1
■<* Hin heimssögulega stund er maður stígur fyrsta skipti fæti á tunglið. Xil vinstri sést Neil Armstrong klifra niður úr tunglferjunni og til hægri stígur hann á yfirborð tunglsins. Houston, 21. júlí — AP-NTB TUNGLFERJAN Örninn með Neil Armstrong og Edwin Aldrin var tengd í kvöld kl. 21.35 (að ísl. tíma) við móðurskipið Columbia, þar sem félagi þeirra, Michael Collins, hafði beðið þeirra meðan á hinni sögulegu tungl- dvöl þeirra stóð. Tveimur klukkustundum á undan áætlun skriðu Armstrong og Aldrin inn í móðurskipið úr ferjunni og í nótt kl. 4.57 átti að kveikja á aðalaflvélum þess til þess að beina Apollo burtu af tungl- braut á farbraut til jarðar. Þá hefur tunglferjan verið losuð frá og Apollo 11 stefnir heim á leið, en eftir er hið hættulega innflug inn í gufuhvolf jarðar og síðan á geimfarið að lenda á Kyrrahafi kl. 16.49 á miðvikudaginn. Tunglfararnir Armstrong og Aldrin skilja eftir sig óafmáanleg spor á yfirborði tunglsins og í sögu mannkynsins. Þeir hafa kannað tunglið fyrstir manna og þar með hefur aldagamall draumur rætzt. Sjónvarps- áhorfendur um heim allan fylgdust með vel heppnaðri útivist þeirra á á tunglinu. Þeir höfðust við á Hafi kyrrðarinnar í 21 kíst. og 36 mínútur og reistu þar fána lands síns og skildu eftir sig önnur minnismerki um dvölina: kveðjur þjóðhöfðingja og spjald, sem á er letrað: „Við komum í friði fyrir hönd alls mannkyns“. En það sem mestu máli skipti eru ómetanleg vitneskja sem tunglfar- arnir hafa aflað í ferðinni og vísindamenn bíða eftir með mikilli óþreyju. Tunglfararnir hafa meðferðis fjölda sýnishorna frá tunglinu, níu kíló tungl- ryks, jarðvegs og steina, sem veitt geta svör við mörgum spurningum um gerð og uppruna jarðar, tungls og ef til vill alheimsins. Þeir Armstrong og Aldrin skildu eftir vísindatæki, sem senda munu til jarðar upplýsingar um mánaskjálfta og nákvæma fjarlægð tunglsins fi*á jörðinni (sjá hak- síðufrétt). Framhald á bls. 2. „Fulltrúar allra friðelskandi... forvitinna manna“ Neil Armstrong á tunglinu 21. júlí 1969,1 samtali við Nixon forseta Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.