Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 32
 Einnigáferð er trygglng f nauðsyn. Hringið‘17700 /ágv ALMENNAR TRYGGINGARS RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA«SKRIFSTOFA SÍMI 1D‘1DD ÞRIÐJUDAGUR 22. JULÍ 1969 Sennilegt eftir fyrstu lýsingu tunglfara: Tungl klofnuði frú jörðu — Hvað sáu Aldrin og Armstrong? — Viðbrögð íslenzkra vísindamanna við fyrstu lýsingum frá tungli Houston, 21. júli — AP BANDARÍSKU geimfaramir Neil Armstrong og Edwin Aldrin framkvæmdu margvíslegar rannsóknir á tungl- inu og flytja heim með sér sýnishorn, sem leiða munu menn nær sannleikanum lun uppruna og aldur tungls- ins og ef til vill alheimsins alls. Vísindamenn í Houston eru mjög ánægðir með lendingarstaðinn, sem er nálægt gíg einum miklum og segja, að þá gefizt tækifæri til að rannsaka bergtegundir úr iðrum tungls. Þá létu geim- faramir í ljós, að staðurinn væri auðugur af bergteg- undum og litauðgi mikil. Hörð mánaskorpa. Vatn? í lýsingu geimfaranna sögð ust þeir sjá purpuralitan stein, en ekki er ljóst, hvort þeir tóku hann með sem sýn- ishorn. Þá boruðu þeir niður í tunglskorpuna um hálft fet til þess að ná sýnishornum. Sýnishorn þessi virtust rök og í því mundi felast bend- ing um vatn og ef til vill þá einnig smásætt líf undir yfir borði tunglsins. Þetta raka- útlit gæti þó einfaldlega stafað af þéttari samþjöppun fínna agna — að því er David Mckay, jarðfræðingur í geim- ferðastofnuninni í Houston telur. Mánaskorpan reyndist harðari en margir jarðfræð- ingar og stjörnufræðingar höfðu átt von á. Það reynd- ist erfitt verk að ná tveimur borkjörnum og eins að stinga niður flaggstönginni með bandaríska fánanum. Geim- fararnir sáu steina, sem líkt- ust basalti frá eldfjöllum og steina, sem líktust bíótíti, en það er dökkt glimmer, sem venjulega inniheldur 2 til 4 prs. af vatni. Yfirborðið reyndist þeim rykugt og skór þeirra urðu súkkulaði- brúnir af viðkomu við það. Þeir settu upp skjálftamæli, sem brátt fór að sýna tungl- hristing, en sá titringur get- ur þó hafSa srtafað frá göntgu geimfairatnirua á tumglinu, en stöku sinnum brugðu þeir á leik og hoppuðu sem börn á leikvelli. Ef tuiniglhrærinigar þe-ssax halda áfram eftir brottför ina, telja vísindamenn að hiin hámábvæimu og fín- geirðu mælitæki geti sagt til um, hvort titringurinn staf- ar frá eldsumbrotum eða loft- steinafalli, en engin merki fundust, er bentu til þess að geimfararnir yrðu fyrir loft- steinaögnum. Yfirborðið feikilega fínkorna Þegar Armstrong hafði stig ið fyrstu skrefin á tunglinu, sagði hann: „Yfirborðið virð- ist vera feikilega fínkorna. Það er nærri því eins og duft. Þetta duft loðir eins og við- arkolaryk við sólana á skón um mínum og þeim innan- veirðum. Ég sekk aðeins brot úr þumlungi — kannski átt- unda hluta. Ég sé sporin og slóðina eftir mig mjög greini lega.“ Síðan beindi Arm- strong ljósmyndavélinni yfir þúsundir lítilla gíga, sem þekja yfirborðið og mynduðu skörp skil við sjóndeildar- hringinn gegn svörtum himn- inum. Hann tók enn fram að yfir borðið væri yfirleitt mjúkt og viðloðandi, en einstöku sinnum rakst hann á harðan blett, þegar hann var að leita fyrir sér mieð skóflunni, sem hann safnaði sýnishornunum með. Aldrin lýsti ýms :m stein- um fyrir jarðfræðingum í geimferðastöðinni í Houston. „Hér er brúnahvass steinn", sagði hann, „og um það bil 3 metruim fjær er enin stætrri steinn, sem er vel kúlulaga." Hvert er álit íslenzkra vísindamanna? Um allan heim hafa menn bollalagt um lýsingar geim- faranna. Möirgum kemur rak inn spánskt fyrir, en þó hef ur kenning um hann verið uppi. Áðuir höfðu menn tekið eftir litbrigðum er bandaríska tunglflaugin Sur veyor rispaði yfirborðið fyrir nokkrum árum. Morgunblað- ið leitaði í gær álits ýmissa íslenzkra vísindamanna og fara hér á eftir svör þeirra við spurningununim: Hvað hefur komið yður mest á óvart í lýsingum af tunglferðinni? Og: Hvern- ig koma þær upplýsing- ar, sem þér hafið fengið, heim, að yðar dómi, við gaml ar fræðikenningar? Þess má geta að ekki náðisit í dr. Þor- stein Sæmundsson, stjarn- fræðing. Gefur miklar upplýs- iugar um frumbernsku tunglsins Dr. Trausti Einarsson, pró- fessor svaraði spurningum Mbl.: „Eftir þeirri lýsingu, sem ég hef sannasta fengið frá Houston, þá kemur mér það talsvert á óvart, hve stutt er niður á svo fast lag, og þessi dökki litur, lítur út eins og raki. Ef svo ætti að vera F,fri mynd: Neil Armstrong rekur niður í tunglskorpuna stöng með bandaríska fánanum (Armstrong er til hægri). Félagi hans Edwin E. Aldrin horfir á. Neðri mynd: Ald- rin geimfgri til hægri heilsar að hermannasið um leið og þeim félögum berst boðskapur Nixons forseta. (AP- mynd). raki undir yfirborðinu — ætti hann strax að gufa upp í loftlausu rúminu og þeir um leið að sjá, hvort um iraunverulegan raka er að iræða eðá efcki. Mér finnst ósennilegt að þessi dökki litur stafi af sam- anpressun, vegna þess litla fargs, sem hvílir ofan á. Á þesisu stigi get ég því raun- verulega ekki gert mér grein fyrir, af hverju þessi lita- skipti stafa og það virðist helzt svo sem þetta þunna, ljósara, lausara og fíngerða lag ofan á sé fremur upplit- að. Annars hjó ég sérstak- leiga eftir því að þeir miimmit- uisrt á bíótlít, ein það er kriart- allategund, sem er mjög svo einkennandi fyrir granít og fleiri súrar bergtegundir. Samkvæmt þeim upplýsing -um, sem maður hefur hing- að til fengið eftir öðrum leið- um, mátti helzt búast við basalti og þeir segjast líka hafa séð eitthvað líkt basalti. Eftir þessu má því ætla að frá þessum nálæga gíg, hafi kastast súrt berg eða stein- ar úr súrri bergtegund. Af þessu er þó ekki unnt að draga miklar ályktanir að svo stöddu. Tvennt er til í dæminu. Að einhvers konar grainítskorpa sé á tuimglmu eins og á meginlöndum ájörð. inni og að þetta sé möli úr slíkri skorpu. En hitt er ekki með öllu útilokað að þetta sé súrt innskot og má þar t.d. minna á að á einni öld súrn- ar kvikan undir Heklu frá 54 prs .kísilsýru upp í 63 prs. kísilsýru. En mér er til efs, að I hinu miklu veikara þyngdairsviði tunglsins, verði slíkur aðskilnaður súrrar og basiiskriatr kviku sem hér á jörðu er algeng. Og því virð- ist fyrri möguleikinn senni- legri. Komi í ljós að um gran ítskorpu sé raunverulega að ræða, þá er það stórkostleg nýung og gefur geysimiklar upplýsingar um ástand tunglsins í frumbernsku þess. En ég tel þegar af öðrum á- stæðum sterkar líkur á því að tunglið hafi klofnað frá jörðinni meðan hún var í fljótandi ástandi." Geimfararnir eru varkárir og fullyrða ekki of mikið Dr. Sigurðuir Þórarinsson, prófessor svaraði: Ekikeirrt sérstafct hefur komið mér á óvænt enn sem komið er. Hins vegar eru upplýsingarnar enn það tak markaðar, að unnt sé að full- yrða neitt. Þeir virðast geta gengið þar uppi án óþæg- inda. Menn höfðu búizt við ba- salti. Að fundist hafi súrar bergtegundir bendir þá til þeisis að turaglið sé eklki svo frábrugðið jörðinni. Menn hafa og sjálfsagt búizt við þykkara ryklagi, en þó hafði verið kannað áður yfirborðið með fjarstýrðri skóflu. Ryk- lagið gaeti svo verið einhvers konar geimryk, sem setzt hafi á tunglið. Þetta kemur hins vegar allt í ljós þegar þeir félagar koma heim. Þeir hafa verið varkárir og lítið viljað fullyrða. Þó urðu þeir alltaf að segja eitthvað, því að ell- egar ihiefði sú hætba verið að vitneskja ferðarinnar týndist ef eitthvað brigði út af áætl- un. Ég held bara að þeir ættu að kannast sæmilega við sig á tunglinu. Bíður geimfaranna með mikilli óþreyju Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur sagði, er spurningarnar voru bornar undir hann: — Ekkert hefur komið mér verulega á óvart — þeir hafa fremur litlar jarðfræði- legar upplýsingar látið í té ennþá. Hins vegar virðast þeir géra töluvert úr fjölbréytni bergtegunda. Ég hefði hald- ið að þetta væri mjög tilbreyt ingalaust og að rykið sé vott, finnst mór afskaplega ótrú- legt. Maður hefur alltaf haft fyrir satt að tunglið sé vatns láust. Ég hefði og ekki haft von á að súrt berg fyndist á tungl inu. Ekki get ég varizt þeirri hugsun og grun, að þetta, sem þéir telja að sé bíótít sé svart basaltgler eða svört aska. Þegar þeir koma verður skor ið úr þessu öllu. Ég bíð með óþreyju að firétta nánar af þessu. Tunglið á sér sennilega flókna sögu Þorleifuir Einansson, jarð- fræðingur srvaraði spurming- uim Mbl. á þeissa leið: — Það sem kom mér mest á óvart, var lendinigin. Ég gerði mér ekíki grein fyrir hve tæknin var geysileg fyrr en þeir fóru að fiikira sig fnam og aftur um turaglyfir- borðið til þess að velja hemit- ugain lendinigarstað. — Upplýsdngarmar, sem komnar eru til j arðar sýna það eitt að tuinglið á sér seninilaga flóibna sögu, sem senmdlega verður efcki ráðin í einrai tuiniglferð. Það þýðir sem sagt að enigin eim kenm- imig verður algild. Tæknin kom mest á óvart Páll Theódórsson, eðlis- fræðiingur svanaðd: — Mest kom mér á óvart Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.