Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1069 19 i upphafi og það var að skipið varð að vera nokkuð stórt. Var þá þegar árið 1964 hafinn und- irbúningur að því að festa kaup á hentugu skipi, sem tal- ið var æskilegt að væri um 3—4 þúsund tonn að stærð. Ár angurinn af þessum athugun- um varð sá, að fest voru kaup á norska tankskipinu Herta, sem er um 3500 tonn að stærð. Það skip hlaut nafnið Síldin. Þetta skip fékkst því aðeins að allir aðilar sem til var að sækja og fjármálastjórn lands- inis sýmdu málimi fullan slkiln- ing. Skipið hóf síldarflutninga á sumrinu 1965 og þegar það lagðist að bryggju hér í fyrsta sinn var það með fullfermi af komu síldarverksmiðjanna o g einnig var þetta fyrirkomulag mjög hagkvæmt fyrir síldveiði skipin. — Og hvernig reyndist svo skipið? — Síldarvertíðarnar, sérstak lega árin 1967 og 1968 fór þetta skip mjög langar vegalengdir á miðin. Síldarflutningaskip í eigu landsmanna hafa auk hag ræðis í hráefnisöflun og lönd- un veitt bátaflotanum ýmsa þjónustu, svo sem flutning á vistum, olíu og vatni og lík- lega væri ekki hægt að gera flotann út á þessi fjarlægu mið, ef slíkra skipa nyti ekki við. Sumrin 1965 og ’66 veidd- ist síldin það nálægt landi að Landburður af loðnu í þró verksmiðjunnar að Kletti. síld. Skipið hafði komið við á síldarmiðunum á leið til landis ins og tekið fullfermi af síld sem það flutti beint til heima- hafnar. — Það var mikið framtak að ráðast í þessa framkvæmd til þeiss að tryggjia fremur af- það var hagkvæmara fyrir síldveiðiskipin að sigla með síldina í land, en oft kom það fyrir að skip landaði einum farmi í Síldina og fyllti síðan bátinn aftur. Þess eru dæmi að skip hafi veitt 90Ö0 tunnur á einum sólarhring með þeim Síldarflutningaskipið Síldin að renna í „hiaðið“ á síldarmiðunum. hætti að láta tvo farrna í sitt hvort síldarflutningaskipið og síðan einn í land. Þráfaldlega hafa síldveiðiskipin líka átt mikið aflamagn eftir í nótinni þegar þau hafa verið orðin full fermd og þá hefur síldarflutn ingasrkipið sett sínar dælu niður í nótina og bjargað þar með miklum verðmætum og komið þeim í vinnslu. — Hefur útgerðarkostnaður við skipið verið mikill? — Útgerðarkostnaðurinn hef ur verið mjög mikill en allir sem 'hafa haft skipti við Skip- ið hafa hagniazt á því, neima útgerðin sjálf minnst. Skipið er núna leigt til olíuflutninga á Eystrasalti og Norðursjó, en það er hægt að grípa til þess með nokkuð stuttum fyrirvara. Á árinu 1966 var komið svo fyrir togaraflotanum að við lá að hann stöðvaðist. Þá tók stjórn félagsins þá ákvörðun eftir vandlega íhugun að leggja öllum togurum félagsins. Fljót lega eftir að togurunum var lagt var styrkur frá ríkinu til togaraflotans aukinn og afli glæddist heldur. Eftir þetta skiptist styrkurinn á færri tog ara og þess vegna bjargaðist flotinn betur eftir þetta. — Hvað vinna margir hér í Reykjavík hjá verksmiðjum fyrirtækisins? — Það er ánægjulegt að segja frá því að þeir menn sem vinna hjá okkur eru með hæst launuðu verkamönnum í Reykjavík. Þegar báðar verk- smiðjurnar eru í gangi eru um 70—80 manns starfandi hjá okkur og auk þess er 20 manna álhöfn á Síldinini. — Þið fenguð nokkuð magn af loðnu í vetur leið. — Já, verksmiðjurnar hafa síðan 1966 með undantekning- um þó, tekið nokkuð mikið magn af loðnu til bræðslu og Úr fiskimjöls- verksmiðjunura að Kletti. Reykháfur Klettsverksmiðj- unnar gnæfir til himins eins og nnoskuturn i austurlöndum. í vetur tókum við á móti yfir 30 þúsund lestum af loðnu. Þrátt fyrir aflabrest á síldveið um suðvestanlands hefur það sýnt sig að verksmiðjan í Ör- firsey hefur komið að miklu gagni við vinnslu á loðnu og síld, sem síldarflutningaskipið hefur komið með. — Telur þú ástæðu til könn- unar á auknu nýju hráefni fyr ir verksmiðjukostinn í land inu? — Ég er mjöghlyn'ntuir þeinri öflugu hreyfingu sem er að aukast og vill láta kanna mögu- leika á veiðum fleiri fiskteg- unda en við nýtum í dag. Loðn an er góð búbót og vafalaust má auka veiðina með frekari leit á öllum árstímum. — Hvað um spærlingsveið- arniar? — Tilraunin með spærlings- veiðarnar hefur gengið vel og vera má að þarna komi í aukn- um mæli hráefni fyrir fiski- mjölsverksmiðjur, en það er beinlínis lífsnauðsynlegt fyrir þennan atvinnuveg. Þannig gengur það hjá þeim sem vinna við sjávarútveginn. Þeir eru alltaf að fást við það sem áriptir öllu máli fyrir af- komu þjóðarinnar, fiskinn. Á meðan við spjölluðum saman hringdi síminn ótal sinnum og framkvæmdastjórinn bar sam- an bækur sínar við ýmsa að- ila, bæði starfsmenn verksmiðj anna og starfsmenn utan þeirra. Ingvar Vilhjálmsson stjórnar- formaður Síldar- og fiskimjöls vedksmiðjanna kom inin til Jón- asar og spjölluðum við saman góða stund, en auk hans eru í stjórn fyrirtækisins þeir: Ein ar Sigurðsson varaformaður, Gunnar Guðjónsson, Þorsteinn Arnalds og Hafsteinn Berg- þórsson. Fyrir utan gluggann dunaði hjartsláttur hafnarinnar, bátar voru að koma og fara í stöð- ugum eltingaleik við þann gula. Vöruflutningaskip voru að ferma og affeirma og bílar brunuðu um bryggjur og snör handtök manna héldu öllu gangandi. Þetta byggist allt á því að teknar séu réttar á- kvarðanir og þegar ég hafði kvatt Jónas og var að fara út úr dyrunum heyrði ég hann leggja á ráðin í símann við einn starfsmann um fituinnihald loðnumjölsins. á. johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.