Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNB LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚL,f 106» JltttgtlltMfaftft Últgiefiandi H.f. Árvafcur, R«yfcjaivák. Fnamfcvæmdastj óri Haralidur Sveinsson. ’Ritotjóraí Si'gurður Bjamiason frá Ylgur. Mattto'as Jofcannessten. Eyjólfur Konráð Jónsson. EitstjómarfuHlfeúi Þorbjöm Guðmtmdsson. rtréttastjórf Bjöm Jófcannsson. Auglýsingiaatjöxi Aini Garðar Kristinason. Eitstjórn og afgreiðsXa ASalstræti 6. Simi 10-100. Auglýsingar Aðal'stræti 6. Sími 22-4-80. Asikriiftargjald fcr. 150.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 10.00 eintakið. FYRSTU SPORIN Á HAFIKYRRDARINNAR ÞEGAR bandarísku geimfararnir Neil Armstrong og Edwin Aldrin stigu fæti á tunglið, hófst nýtt skeið i sögu mannsins. Hið ótrú- lega hefur gerzt. Við stöndum á þröskuldi nýrrar aldar. En — „fyrir utan blasir við geimurinn, líkari gömlu Ijóði en „vísindum nútímans", „segir í Apollo-ljóði ungs skálds, Jó- hanns Hjálmarssonar. Merkasta áfanga í langri sögu geimvísinda er náð. „Þetta er lítið manns- skref, en stórt stökk fyrir mann- kynið". Langþráður draumur er orðinn að veruleika. Spor geim- faranna geymast um milljónir ára á tunglinu, þau eru óafmáan- leg i sögu mannkynsins. Einn helzti forystumaður geimferða, Rússinn K. E. Tsíolkovsky, líkti jörðinni við „vöggu hugans", og bætti við „enginn lifir i vöggu til eilifðar". Mannkynið er nú stigið út úr vöggunni. Hvítvoðungurinn er byrjaður að ganga. Vonandi á hann langt líf fyrir höndum. En hvað ber það í skauti sér? Þegar ftalinn Galileó Galileí, sjáandi nýs tíma, beindi sjón- auka sínum að himni nótt eina 1609 breyttist heimsmynd mannsíns í einni svipan. Alheim- urinn stækkaði í vitund hans, og hefur æ siðan haldið áfram að stækka. Heimsmynd miðaldanna var dauð. Nýr tími blasti við: „Ég er alveg gagntekinn af þessari nýju uppgötvun, og ólýsanlega þakklátur Guði fyrir þá náð, er hann hefur sýnt mér, með því að láta það falla í minn hlut að upp- götva þessi undur, er hafa verið óþekkt öllum fyrirrennurum mínum", ritaði Galíleó í bréfi til vinar sins. Frá örófi alda hefur himinninn vakið manninum aðdáun, skorað hann á hólm. Allt frá því um 3000 f. Kr. eru til goðsagnir um uppruna og gerð sólkerfis- ins og hnettina sem volduga guði. Síðar voru reikistjörnurn- ar, sól og tungl færð í liki manna og dýra, sem gædd voru dularfullum eiginleikum. Við þekkjum þessa kynjaveröld úr trúarbrögðum margra þjóða; þannig hugsuðu Fom-Egyptar sér alheiminn sem tiltölulega einfalda endurtekningu. Þeir þóttust hafa nokkra reynslu fyrir þvi að gyðja himinsins gleypti sólina á kvöldin. en skilaði henni aftur á morgnana. Svip- aðar hugmyndir þekkjum við úr Gylfaginningu Snorra. Mánagarm ur fyllist með fjörvi allra þeirra er deyja „ok hann gleypir tungl, en stökkvir blóði himin ok loft öll." Sagt hefur verið að stjömu- fræðin hafi losnað við sinn versta fjötur 1512, þegar Koper- nikus gerði sólina að miðju sól- kerfisins. Siðan hafa vísinda- menn uppgötvað hverja stað- reyndina á fætur annarri, um gerð geims og stjarna, og hefur þróunin hin siðari ár orðið svo ör, að vel mætti komast svo að orði, að vísindi siðustu ára hafi unnið með Ijóshraða saman- borið við það sem áður gerðist. Nú hafa menn um nokkurra alda skeið vitað að sólin er mið- depill sólkerfisins, og mun stærri en reikistjörnurnar niu sem um hana snúast: Merkúr, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Plútó. I fornum menningarríkjum Egypta- lands og Mesapótamiu gátu menn ekki hugsað sér jörðina öðruvísi en flata, og augljósan miðdepil alheimsins. Grikkir aftur á móti vörpuðu snemma fyrir borð þeirri almennu hug- mynd að jörðin væri flöt og álitu að hún væri hnöttótt, drógu þá ályktun af lögun skugga þess, sem hún varpaði á tunglið. Grískur vísindamaður hélt því fram 275 f. Kr. að sólin væri miðja heimsins og stærri en jörðin. Annar Grikki áætlaði stærð jarðarinnar og skeikaði ekki nema um 6% frá því rétta. Síðar varð alger stöðnun í stjörnufræði i 1000 ár, eða þar til kom fram á 15. öld, að snilld griskra stjörnuhugsuða fékk sin önnur töðugjöld. Þegar Kopernikus hinn pólski lá banaleguna, birtist hið mikla verk hans „Um göngu himin- tunglanna", það var 1543. Bók hans varð fyrir ofstækisfullum árásum afturhaldssamrar klerka- stéttar. Arftaki hans, Galileó. varð að afneita sannfæringu sinni öld síðar og Giordano Bruno, sem var sömu skoðunar og þeir Kopernikus, var brennd- ur á báli fyrir trúvillu. Rit Koper- nikusar var bannað í 200 ár, en sannleikurinn verður aldrei reirð- ur í fjötra. Hann brýzt fram hvað sem kreddum og ofstæki líður. En ekki er alltaf vist að við sjáum rétt og vitum nákvæm lega. hvaða atburðir i sögunni eiga eftir að marka mest tima- mót. Þannig fór starf fyrtaldra manna og hugvit framhjá mörg- um, ekki sízt byltingarkennd sannleiksvísindi Kopemikusar: „Þeir vita ekki að hann sem heilsar þeim oft á daginn hjó þessa jörð af feyskinni rót og henti sem litlum steini langt út í myrkur og tóm", segir Hannes Pétursson i nið- urlagi merks Ijóðs um Kopernik us og samtíðarmenn hans. Við stöndum á þröskuldi nýrr- ar heimsmyndar. Kannski eiga geimferðirnar eftir að gjörbylta öllum hugmyndum okkar um upphaf lífs og þróun, sólkerfi og vetrarbrautir. Kjami þeirrar heimsmyndar sem við nú búum við, er sá, að sólkerfið sé um 5 milljarða ára gamalt og það hafi tekið á sig núverandi mynd skömmu eftir að sólin varð til úr miklu skýi ryk- og loftteg- unda. Reikistjörnurnar séu þannig einskonar ryk- og loft- tegundaafgangar, sem sólin þurfti ekki á að halda. Vafalaust á þessi heimsmynd eftir að breytast verulega. En áreiðan- lega er hún nær sanni en heims- mynd miðaldakirkjunnar eða þeirra, sem gáfu „línuna" í Egyptalandi hinu foma. Heim- ur þeirra var landræma, sjón- deildarhringurinn, næsta haf. Yfír skein sólin. Guð birtu og yls. Og tunglið, ólýsanlegur dular- fullur heimur út af fyrir sig og óyfirstiganlegt takmark. Nútimavisindi og geimrann- sóknir munu innan tíðar boða okkur ný sannindi. Fyrst og fremst mun leitin beinast að lífi utan jarðarinnar. Enginn getur búizt við því að könnuðir sólkerfisins muni svara öllum spurningum um lífið. „Hinsvegar mun fundur lifandi vera eða vit- neskja um liðnar lífverur á tungl- inu eða reikistjörnu, verða einn merkasti atburður i sögu visind- anna, atburður er kasta mun nýju Ijósi á ráðgátuna miklu, og líklega enn einu sinni fá okkur til að endurskoða afstöðu okkar gagnvart alheiminum", segir í merku riti. Skima af þessu nýja Ijósi berst okkur nú frá gömlum fylgi- naut. tunglinu. Og þetta Ijós mun ekki sízt lýsa upp stöðu manns- ins og tilveru, veita honum mikil sannindi um hann sjálfan. Sá kafii verður áreiðanlega ekki þýðingarminnstur í þeirri bók sem fjalla mun um þá nýju öld, sem nú er að rísa. Margt hefur nú þegar áunnizt i könnun tungls og reikistjarna. Þannig vitum við ýmislegt um tunglið, og þær upplýsingar sem bandarísku geimfaramir koma nú með heim verða ómetanlegar. Þær verða ríkuleg uppskera fyrir allt erfiði, sem þúsundir manna hafa innt af hendi á undanförnum árum. Fróðlegt er t. d. að bera saman lýsingar geimfaranna á tunglinu eins og það kom þeim fyrir sjónir, og þá fræðilegu vit- neskju sem visindamenn hafa safnað saman á undanförnum árum. Nú þegar hafa fengizt svör við deilumálum: hvort t. d. yfirborð tunglsins sé gert úr hörðu bergi eða ryksæng, sem hættuleg sé geimförum. Og væntanlega fæst innan tíðar skorið úr gömlu deilumáli, hvort eldgos eru tíð eða hvort gigarnir á tunglinu hafa mynd- azt, er loftsteinar rákust á yfir- borðið. Eða hver er uppruni tungls- ins? Sumir vísindamenn álíta að það hafi myndazt um leið og jörðin og hafi verið fylgihnöttur hennar frá upphafi. Aðrir, að það hafi verið hluti jarðar, og enn aðrir, að þau hafi orðið til á mismunandi tímum, úr mis- munandi efnum. Tunglið hafi fyrst verið sjálfstæð reikistjarna, en siðan ánetjazt aðdráttarafli jarðar og orðið að fylgihnetti hennar. Nú virðist sú skoðun fá auk- inn byr að tunglið hafi klofnað frá jörðu. Hvaða leyndardóma munu mælitækin, sem geimfaramir skilja eftir á tunglinu, afhjúpa? Ekki getur verið ónýtt fyrir vís- indamenn að geta reiknað ná- kvæmalega út fjarlægðina mílli jarðar og tungls með tækjum sem Armstrong og Aldrin skildu eftir á Hafi kyrrðarinnar. Þannig verður mörgum spum- ingum svarað á næstunni. En mest er þó um það vert, að yfir- borðslög tunglsins eiga sér enga hliðstæðu hér á jörð. Þar er ekkert gufuhvolf, og yfirborð tunglsins hefur ekki orðið fyrir neinu hnjaski nema af loftstein- um, engri veðrun. Það hefur því að geyma sögu um atburði er gerðust í sólkerfinu fyrir milljörð um ára. Tunglið er bók, sem visindamenn geta flett á næstu árum og fundið þar óþrjótandi ný sannindi. Fyrstu ferð manns- ins til tunglsins hefur verið lýst svo að hún sé „eins og heilu bókasafni týndra bóka sé allt í einu lokið upp fyrir okkur". Þetta eru orð að sönnu. A jörð- inni hafa heimildirnar fyrir löngu eyðzt fyrir vindi, regni og öðr- um náttúruöflum. Bók jarðarinnar er margþvælt handrit. Það er því ekki að furða, þótt vísindamenn horfi til þess með tilhlökkun og nokkurri eftirvæntingu að „fletta" tunglinu. Og hvað um líf á öðrum hnött- um? Kannski hefur tunglið ein- hvern tíma haft allmikið loft- hvolf og jafnvel raunveruleg vötn í stað þeirra sem nú eru rangnefnd höf. Líf í einhverri mynd kann að hafa þróazt þar löngu áður en það birtist á jörð- inni. Kannski geymir tunglið menjar þessa lífs í óteljandi út- gáfum, sem síðar dóu út og eru nú ekki annað en undarlegir steingervingar, sem jarðfræðing- ar framtíðarinnar geta glímt við. Enn ein eggjun, enn ein áskorun. Enn ein ástæða fyrir því, að þeim peningum hefur verið vel varið, sem hafa gert það kleift, að þeir Armstrong og Aldrin hafa nú skilið eftir sig fyrstu sporin í „þessari fögm, fögru auðn" þessa kyrra hnattar. Tunglið á ekki sizt eftir að verða frábær áningarstaður á leið mannsins til annarra hnatta. Það er eins og stikla í geimn- um. Það þarf tuttugu sinnum minni orku til að komast þaðan en frá jörðu. Af þessu sést að það hefur höfuðkosti, sem birgða stöð fyrir geimflug. „Þetta er eitt af því sem gerir þróun tækni og iðnaðar á tunglinu svo mikil- væga. Þegar unnt verður að taka eldsneyti frá tunglinu fremur en frá jörðu, lækkar kostnaður við ferðir milli jarðar og tungls gif- urlega. Það þarf ekki lengur að smiða — og láta fyrir róða — eldflaugar, sem vega þúsundir tonna, til að koma fáeinum smá- lestum til tunglsins", segir i ný- legu vísindariti. „Þá munu tungl- ferðir breytast úr sýningarflugi í álitlega atvinnugrein". Og enn- fremur segir: „Enn sem komið er, getur enginn sagt fyrir um, hve ört mannkynið muni dreif- ast út um sólkerfið, eða hve langt könnunin kann að ná. Með kjamorkuknúnum geimförum, sem hljóta að koma, verður unnt að ná til alira plánetanna. Eftir eina öld mun bamabömum okk- ar finnast Plútó nálægari en öf- um okkar og ömmum þótti heimskaut jarðar á s’mum tíma. Um það leyti verður áreiðan- lega búið að koma upp stöðv- um á helztu hnöttum sólkerfis- ins. Margar þeirra verða með sjálfvirkum útbúnaði, sem krefst ekki viðhalds né eldsneytis nema með löngu millibili. En aðrar verða með föstu starfsliði og vaxa smám saman upp úr því að vera aðeins visindalegar stöðvar. Að lokum gætu þær orðið sjálfum sér nógar og jafn- vel sjálfstæð samfélög. Um það þarf ekki að efast, þau öfl sem mannkynið er nú að komast yfir, nægja til að um- breyta sólkerfinu, eins og við höfum þegar umskapað jörð- ina ..." Og enn er haldið út í geim- inn. Ný vitneskja sópast að geim kynslóð jarðar. Mariner II sendi í desember 1962 miklu ítarlegri vitneskju um Venus en áður hafði tekizt að fá. Eftir 300 millj- 6n km ferðalag á 109 dögum, eyddi Mariner II 35 mínútum í að hlusta á Venus, áður en hann hélt inn í eilífðina á braut um sólu. Upplýsingar hans leiddu til lykta langvarandi deilur. Yfir- borð Venusar er mjög heitt, eða um 400 til 450°C. Öðrum Marin- er var einnig ætlað mikið hlut- verk, er hann var sendur á loft 1964 til að kanna Marz. Eftir 7J mánaðar ferð, eða fjórum til fimm sinnum lengri tíma en Am- eríkuferðir Leifs og Kólumbusar tóku, fór hann framhjá Mars í 9.850 km fjarlægð. Ný vitneskja streymdi inn. Gervihnetti og geim för er ekki einungis hægt að nota til að efla fjarskipti — en gervihnettirnir hafa raunar gert byltingu í þeim efnum — heldur hafa geimförin gert útvarps- stjömufræðingum kleift að greina höfuðdrætti á yfirborði reikistjamanna og finna hvort þær snúast um möndul sinn. Komið hefur i Ijós að Venus er fjöllótt. og tekizt hefur að svara hinni gömlu spumingu um snún- ing Merkúrs. Útvarpsstjömu- fræðin er í örri þróun. Hún hefur enn reynzt lang mikilvægasta aðferðin við athugun á reiki- stjömunum, og miklar vonir við hana bundnar. Fjarskiptasam- band við Mariner II hefur leitt í Ijós, að Venus er forboðinn staður. Þannig eyddi hann á 35 m'mútum margra alda vonum og vangaveltum um líf á Venusi, eða eigum við fremur að segja: margra alda misskilningi? Upp- lýsingar frá Mars hafa aftur á móti sýnt að hann mun veita jarðfræðingum, stjömufræðing- um og veðurfræðingum næg við- fangsefni enn um áraraðir. Hugs- anlegt er, að þessar ferðir og mönnuð geimför til reikistjam- anna eigi eftir að umbreyta líf- fræðinni, koma okkur í fyrstu kynni við líf utan jarðar. Þannig er enn margt í óvissu — en eitt er þó víst, að maður- inn á langa ferð fyrir höndum, ef hann ætlar sér, þó ekki sé nema að rannsaka næsta ná- grenni jarðar. Ef minnzt er á aðrar vetrarbraut ir, verða allar tölur svo svimandi háar, að óskiljanlegt er hverjum venjulegum manni. Geimfara, sem færi með Ijóshraða, mundi t. d. finnast tíminn nærri kyrr- stæður. Albert Einstein „afneit- aði ... einnig hinum algjöra, jafna og sírennandi straumi tím- ans" segir Gísli Halldórsson í bók sinni „Til framandi hnatta". Ef hægt væri að sendi geimfara til vetrarbrautarinnar Andró- medu og heim aftur á Ijóshraða, eða því sem næst, mundi jörðin hafa elzt um 4 milljónir ára, er hann kæmi heim aftur, en geim- farinn sjálfur um aðeins 56 ár. Þessi þversögn er meina en órar og ímyndun. Einstein setti hana fyrstur fram, en hún hefur nú fengið stuðning af ýmsum til- raunum. Vel getur verið, að menn eigi eftir að ferðast til vetrarbrauta og snúa aftur til jarðar á fáeinum dögum að þeirra tali. En tíminn á jörðinni stöðvast ekki, og þegar þeir kæmu aftur, væru liðnir tugir milljarða ára. I Ijósi þessara staðreynda er hægt að fullyrða, að maðurinn er ekki enn orðinn herra himins og jarðar! Jafnvel þótt hann gæti ferðazt með Ijós hraða, yrði alheimurinn honum sem lokuð bók. „Með athugunar- stöð á tunglinu gera menn sér meðal annars vonir um að fá endanlegt svar við jafnmikilvæg- um spumingum og þeim, hvort alheimurinn sé í raun og veru að þenjast út, og hvort hann sé óendanlegur eða ekki", segir dr. Þorsteinn Sæmundsson í Les bók Morgunblaðsins, sem helg- uð var tunglferðinni. Við stöndum við dyr eilífðar- innar. Þeim sem geta ekki hugs- að sér tilveruna endalausa, skal á það bent að einhver hefur reikn- að út að þvermál alheimsins sé um 672,000,000,000,000,000,000 000 km Ijósára. Mundu ekki hér eiga við orð bandariska skáldsins Archibalds Mac Leish: Það eru kynlegar stjömur í grennd við Aiktúrus. Raddir hrópa á ókunn- ugt nafn í himninum. Samt er ástæða til að fagna tunglferðinni, þessum að sumra dómi merkasta áfanga í sögu mannkynsins. Við erum komin úr vöggunni. Geimurinn blasir við, eggjar, skorar á hólm. Atburðir siðustu klukkutima eiga sér enga hliðstæðu í veraldarsög unni. Við sjáum jörðina í nýju Ijósi „þessa góðu jörð". Ný heimsmynd opnast fyrir sjónum okkar. Og spor geimfaranna munu um alla framtið minna á snilld mannsins, hugvit hans og hugrekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.