Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 196® Gunnar Sigurður Hallsson - Áttræður í dag er áttræður góðkunningi minn og skólabróðir Gunnar Sig- urður Hallsson, búfræðikandidat og fv. stórkaupmaður, Kaup- mannahöfn. Hann er fæddur 22 júlí 1889 á Ásgeirsstöðum í Eiða- þinghá þar sem foreldrar hans Hallur Oddsson og Kristín Jóns- dóttir bjuggu þá. Afi Gunnars Oddur Hildibrandsson, átti marg ar jarðir og úthlutaði þeim til erfingja sinna og fékk faðir Gunnars Ásgeirsstaði í sinn hlut Kristín móðir Gunnars var fædd í Feilnahreppi. Kona sem ungl- ingur var kunnug Kristínu sagði mér, að hún hafi verið gáfuð og þótt engrar menntunar hafi not- ið hafði hún áhuga á fornum fræð um og virtist kunna íslendinga- sögurnar utanbókar. Fjórtán ára gamall fór Gunnar að vinna fyrir sér hjá öðrum bændum, og árið 1909 fór hann til Hákonar Finns'sonar á Breiða vaði, sem hafði stofnað þar al- þýðuskóla, tók Gumnar yngri bróður sinn Odd Hallsson með isér. Hákon Finrnsso-n var eigandi skólans og skólastjóri og voru hann og kona hans einu kennar- ar skólans. Sagði Gunnar að á þeim 6 mánuðum er þeir dvöldu þar hefðu þeir lært mikið dönsku ensku, skrift, reikning, landa- fræði o.fl. tóku þar síðan próf með hárri einkunn. Vorið 1910 fóru þeir bræður til Hvanneyrar og innrituðust í skólann um haust ið og útskrifuðust þaðan eftir tveggja ára verklegt og bóklegt nám. Að loknu námi var Gunnar fóðurmeistari hjá Halldóri Vil- hjálmssyni skólastjóra, hirti 50 nautgripi og mjólkaði sjálfur með. Af meðmælum sem Halldór igaf Gunnari þegar hann fór til Damnerkur vorið 1913 sést, að Halldór var mjög ánægður með (hvemig Guiroar leysti þetta starf af hendi og einnig hvernig hanin hafi stundað námið, enda sé hann góðum gáfum gæddur, og ef Bún aðarfélagið sjái sér fært að styrkja Gun,nar til áframhald- andi búnaðarnáms í Danmörku sé Ihann til þess betur fallinn en margir aðrir. Kominn til Dan- merkur fór Gunnar til Tune bún aðarskóla, stundaði' þar fyrst verklegt nám í nokkra mánuði hjá ráðunaut N.C. Löje og hóf síðan 9 mánaða bóklegt nám í skólanum. Að loknu námi og dvöl sinni þar fékk Gunnar hinn bezta vitnisburð frá skólastjóran um L Brink Lassen og ráðunaut Löje. Frá Tune fór Gunnar til Kaup mannahafnar og innskrifaðist á Búnaðarháskólann og lauk það- an prófi. Að loknu prófi starfaði Gunnar um tíma hjá danska Heiðafélaginu, var kennari einn vetur í Mjólkur- og búnaðarskól aniuim i Ribe. Þá réðst hainn sem aðstoðarmaður við Bregentved Kontrol- og tilraunastöð fyrir svín og starfaði þar á árunum 1917—19. Frá öllum þessum stöð um fékk Gunnar lofsamleg með- mæli fyrir vel unnin störf. Á þessum árum fékk Gunnar áskor un frá ritnefnd „Den danske Landmandsbog" um að skrifa rit gerð um sauðfjárrækt sem hann og gerði, og kom bókin út 1919. Guninar var ráðunautur hjá Mandrup maskinfabrik og a s Landbrugskompaniet 1920—22. Þá starfaði hann um árabil sem umboðsmaður fyrir Lslenzk út- flutndnigsfirmu, m.a. Jón Loftssom. Stofnaði síðan Guinnar verzlunar og framleiðslufyrirtæki og hóf sölu á íslenzkri síld og síldaraf- urðum, þar á meðal íslenzkri matjessíld, sem ég var farinn að verka hér heima á sumrin þótt ég væri búsettur í Kaupmannahöfn. Var Gunnar með þeim fyrstu sem kom þessari síld á markað GRASFRÆ Gróðrarstöðin v/Miklatorg. sími 22822. Gróðurhúsið við Sigtún, simi 3677C Gróðrarskálinn v/Hafnarfjarðarveg, sími 42260. til smásöluverzlana í Danmörku og líkaði hún vel. Hafði ég tæki- færi til að fylgjast með þessu íyrirtæki Gunnars sem gekk vel og jókst salan ört, enda starfaði hann að því með frábærum dugn aði og árvekni. Var hann að jafn aði mættur á fabrikunni klukk- að 5 að morgni og starfsfólkið um 6 leytið. Það þurfti að taka daginn snemma því margir kaupmenn komu til Gunnars og hliðstæðra fyrirtækja til innkaupa um þetta leyti dags, þó mest af framleiðsl- unni væri keyrt í bílum til smá- söluverzlana. í fabrikunni fór fram pökkun á síld í minni pakn- ingar, flökun, framleiðsla á sal- ötum o. fl. Gunnar annaðist víst bókhaldið að öllu eða mestu leyti sjálfur, sem þó hlaut að vera mik ið starf fyrir utan uimsjá með framleiðslunni og starfsfólkinu. Kom það sér vel fyrir hann að hann hafði lært tvöfalt bókhald. Þegar hann var á Bregentved 1918 tók hann þátt í framhalds- námskeiði í tvöföldu búreikninga bókhaldi í einn mánuð hjá Land ökonomisk Regnskabsbureau ,Vallö, fékk hann skriflegt vott- orð frá forstjóranum, ráðunaut Bömum, að Gunnar hefði fram- úrslkiarandi gáfur, dugnað og skilning til að færa búreikninga sem hann hefði öllum skilað lauk réttum. Vildi Börnum mæla með Gunnari sem ráðunaut í því sitarfi, þess utan væri hann vel séður gestur, skemmtilegur og við inótsþýður í allri umgengni. Gunn ar varð brátt vinsæll í verzlun sinni meðal viðskiptavina fyrir vöruvöndun, snyrtimennsku, þrifnað og aðra reglusemi, og ein hverjir þeirra, eða félagar í hans eigin stétt, skrifuðu eitt sinn langa lofgrein um Gurunar og starfsemi hans i dagblaðið „Bör- sen“, blað danskra stórkaup- manina sem gefið er út af „gross- erer soicietetet". Gunnar er tví- giftur, með fyrri konu sinni, Marie Finderup frá Viborg, eign aðist hann tvær dætur. Marie og hann slitu samvistum eftir þriggja ára sambúð. Eftir að þau skildu keypti Gunnar viliu í Val by til þess að Marie og dæturn- ar gætu dvalið í góðu húsnæði og umhverfi eins lengi og þær óskuðu. Með seinni konu sinni, Olivia Shristenisen, kölluð Olla, dóttir bakarameistara I.C. Christ ensen, Brönshöj, eignaðist Gunn ar fjóra drengi og eina dóttur. Tveir drengjanna eru látnir, — hinn fyrri dó er hann var, að mig minnir 4—5 ára, og seinna urðu þau hjón einnig fyrir þeirri sorg að missa annan son sinn, bráðgáfaðan og efnilegan dreng sem var að því kominn að taka stúdentspnóf. Var hann saklaus skotinn til bana í þvi umróti sem mátti sér stað í Danmörku í lok stríðsins. Börn Gunnars sem eftir lifa eru hin mannvænlegustu, hefur þeim öllum farrnazt vel. Dóttir hans af fyrra hjónabandi er gift ríkum iðjuhöld í Svíþjóð, hin dóttirin gift embættismanni í her Dana. Dóttirin Móna af síð- ara hjónabandi er gift verzlunar manni sem á þrjú verzlunarfyrir tæki og er sonur Gunnars, Bjöm forstjóri fyrir einu þeirra. Tage sonur þeirra hjóna er deildar- st.ióri í stóru iðnaðarfjrrirtæki i Calgary, Canada. Gunnar hefur lifað í hamingju sömu hjónabandi, hefur kona hans, Olla, verið honum trúfast- ur lífsförunautur í blíðu og stríðu enda metur hann hana mikils. Þau búa í sjálfseignarvillu á Kirkevej 15. Charlottenlund. Vill an er umlukt stórum garði þar em epla- og önnur ávaxtatré, rósir og annar skrautlegur gróð- ur. Gunnar sér um viðhald vill- unnar og ræktun garðsins að mestu einn sins liðs. Á þessum merku tímamótum á ævi Gunnars óska ég honum, hans ágætu konu börnium, bamabörnum og öðru fjölskylduliði allra heilla. Magnús Andrjesson. EINN af víkingum aildamótanna verður áttræður í dag. Mikili á velli og rómster’kuir situir hainn suður við Eyransunid, en þar liagð iisrt h.aran við feslar fyriir rúmJiega hátóri öld. Gunniar ólsf upp, þeg- ar ísiliendingar áttu til miiiki'ls að vimna em minnu aið tapa. Sumir héldu þá í vesiturveg, en aðrir aiustur, kornu heiim eða ilenitust eiftir því sem byr blés oig kaup gierðust. Þá var sóknatnhuigur í liandanium, og hamm brauzt áfiram, en lét elbki troðaist undir á nedn- um srvi’ðum. Guininar S. Halilisison er Auisf- firðinigur eins og nafmd hanis og j afnaldri Gunmiarssiom, Hann er fæddur að Asgeirasitöðum í Eiða- þinghá, varð búfræðinigur frá Hvaminieyri og kamdidat frá Land- búniaðarháskóianium í Kaup- memmahöÆn árið 1916. Hann vann síðam mangvísleg störf sem kenn- axi og búniaðarráðuniauítur í Dan- mörtku, um.boðsmaður íslenzkra úrttflutninigsfyrirtækja 1922—1929 og sjátóstæður stórikaupmiaður fró 1929 og verzlaði aöall'ega með mieð íslenzka síld, miaibreiddi hania og dreifði í búðir í Kaup- miamnahöfn og víðar. Þegar þrenigdist um samiskipt'in við ís- lamd, hóf hann útgerð frá Esbjerg og Skagen. Gummiar er stórhöfðiniglegur í sjón og reynd og heifir verið mörgum íslemdimigmum hjálpar- helia á liðnium ánaitugum. Hamn er skákunmiandii ,og haifa skák- mienn oktoar of t notið þess. Vin- ir hanis á Fróni semdia honium og Olaiviu konu hanis og börnum kaerair kveðjur og ármialðarÓGikir á þessuim timamiótum. Heimili þeirra er að Kir'kevej 15 í Char- lötitenlund. Vilhjálmur Guðmundsson. Hildur Hjaltadóttir - Sextug HILDUR Hjaltadóttir fyrruim húsfreyja að Hratfniabjörigum í ÖgUTsveit er sextuig í dag. Mig l'am'gar til þeiss að biðja Margunblaðið að fæma frænku mdnmd ármiaðaróskir minar og fjölskyldu minmBr á þessum tímamótum, en nota um lleið tæki ■ ■ færið til þess að þatoka henni fyrir gömiufl og gróin kynind frá Djúpi. Uniga fólkið nú trúir ekki þeim sögum, sem við, miðaldra fólkið, segjum þekn frá erfið- leitoum breppuáranna svokölluðu, og það er raunar enigin von til þess, svo frábruigðimm er heim- urimn í dag því sem harnm var fyrir 30—40 árum. En vissu- lega áttiuim við líka þá oktoar gleðiistundir þó að lífsbarátitan væri hörð. Við uniglimgarnir í Ögursveit vonum þar engir etftir- HÆTTA A NÆSTA LEITI —eftir John Saunders og Alden McWilliams — Hvar ertu, Troy?!: — Vertu kyrr þar sem þú ert, Danny. £; kem strax aftur — vona ég. — Snúðu af-ur, Bebe ... ertu að reyna að drepa þig? — Hann... hann yfirgaf mig. Troy. Ernst renndi sér burtu og skildi mig eftir HÉR ! — Kannski ertu heppin, vinkona! S.jáðu! — Og þó, láttu vera að líta þang- að. bátiar. Á Ögurböllum var oft danisað í 10—12 tíma í strikkytu og tókum við þátt í þvi sttnax og við risum úr grasi og lærð- um að bjóða upp í damis. Þá tai- aði heidur enginn um sénstaka skemimtistaði handa unigu fóltoi, enda leystust öll oktoar vandaimál aif sjálfu sér og gætu æskulýðs- föndrarar nútimans nokkuð af þessu lænt. Ég er líka þeiirar skoðunar að skynsamilegT'a væri aið sameina kynslóðimar í leik og staa-fii heldur en aðskiilja þær, eins og nú virðisit góð latína. En því mdnmást óg á Ögurböll að þar sá ég íyrsti Hiildi fró Stoarði, einis og hún var þá kölluð. Hún var myndarleg ung stúlka, dálítið feimdn en benandi með eér sénstaikan gerðarþokka og frá hennd geislaði sérstök hlýja og alúð. Það farm maður í handtak- inu. Þessi hjarta'hlýja, uppruna- leg og einilæg hefur fylgt Hiddi aifl/a tíð í gegnuim brkn og boða á erfiðri og oft miiisrvinida®amri siglingiu í gegnum lífið. Hildur befuir vaxið og stælzt við hverja þraut og getur nú á sextuigs af- mælinu hrósað frægum sigri á miairga lund. Unig giftist hún sveiltunga sín- um Samúel Guðmundissyni á Hrafnaibjörgum og þar bjuiggu þau myndarbúi um lam'ga hrið, eða þar ti'l Samúel féll frá á miðjum aldri, og fólfl þar viisisu- lega góður dremgur um aldur fram. Þau hjónin eiignuðust 8 böm, sem öll eru á lifi og mannvæn- leg, eins og þau eiga kyn tiQ. Hildur nam Ijósmóðurfræði og var nænkomia við Djúp á meðain hún var þar búsertt. Mér hafa sagt konur vestra, er hún srtundaði að Hildur hafi verið sérstaiklega laigiin og heppim í starfi, enda vel gerð og farsæl í alQxi sinmá framgönigu. Gekk hún þó ekki alltiaíf heil til skóg- ar á þeim árum. Móðir Hildar, Sigurborg, féll frá þegar hún var komung, óflst hún því upp hjá föðursystkimum sínum á Skarði, og var Hjalti faðir henniar eininig þar heimilis- miaður. Skar ðöh eimil ið var ammálað myndarheimil'i á a'Ma lumd og þar var vissuiega fagurt miammSíf í há veg'um haft. Þessa uppeldis hefur Hildur notið og ber þess ljós mierki. Nú er Hildur fiutt til Reykja- víkur og býr með tveimiur dætr- um síniuim á Aragötu 15 og umáx vel sínum hag. Ég emdurtek heiil'laósikir mínar og óska Hildd ómældrar gleðd og gæfu í firamtðinini. Til hvoms tveggja hefur hún unináð. Friðfinnur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.