Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1089 17 MENIN hafa lent á tunglinu. En geiimiferðarstofnun Banda- ríkjanna NASA, er löngu byrjuð að búa sig undir að fylgja þeiim sigri eftir. NASA hefur unnið að því með oddi og egg að árið 1985 stkuli val- ið til að senda mannað geim- akip til plánetunnar Mars. Ymis atriði þeirrar áætlun- ar hafa komið fram í dags- ljósið hjá helztu sénfræðing- um, sem hafa stanfað hvað mest að geimvísindum hingað til. En varfærni hefur verið viðhöfð, þar sem augljóst var að áætlanir þeirra og fram- tíðarhugsjónir myndu hrynja í rústir, ef ferð Apollo 11 mis tækist á einhvern hátt. Þrátt fyrir trú og bjartsýni allra þeirra, sem vinna hjá NASA, hefur þesiS þó orðið vart svo að eklki verður um villzt, að noklkurs kvíða gætir tmeðal vísindamannanina og sérfræðinganna. Hiniir eldri og reyndari 'hafa lagt allt kapp á að vekja ekfki faldkar vonir um frekari afrek, og heldur reynt að draga úr hirifningu manna vegna tungl ferðarinnar. Fram að þessu hafa stanfis- menn NASA verið ófáanlegir til að ræða þann möguleika að för Apollo 11 gæti mistek- izt og eitthvað hrapallegt slys komið fyrir. Þeir geta vitnað og stuðzt við frábæran ár- angur Apoilo 8 ferðarinnar, er menn fóru í fyrsta sinn á braut umhverfis tunglið, og þeir geta vitnað til þess að bæði eldflaugin og geimisCkip ið reyndust vel í hvívetna og tæki þeirra og búnaðuir virð- ist hafa sannað svo etklki leik- _ ur á tveimur tungum að öryggi ' geimfaranna er nánast ótrú- lega mikið. Startfsmenn NASA hafa virzt á einu máli um, að takmarlki þvi sem Kennedy forseti setti árið 1961 yrði náð — að senda menn til lendingair á tunglinu fyrir árið 1970. Þótt för Apollo 11 hefði ekki tékizt heifðu Bandaríkjamenn þó enn eygt möguieilka á að að ná þessu marki fyrir árs- lok. Þeir eiga fiimffn aðrar Sat úmus-flaugar og Apollo geim slkip. Næsti Apollo hefði ver- ið tilbúinn til tunglferðarinn- m : Kort af Mars. Dökku svæðin eru hin svokölluðu höf og ógreinilegu línurnar og strikin eru skurðirnir. HVENÆR VERÐUR LAGT UPP TIL MARS? ar í september. En mistök hePðu þó haft afdrifarílkar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir framtíð bandaríslkra geimvisinda. För Apollo 11 er glæsilegur árangur tíu ára þrotlausrar vinnu. Enginn vafi eir á því að tunglferðin mun marka óaf- máanleg spor í mannkynssög- una og ef heimiferðin heppn- ast jatfn vel og fyrri hluti ferðarinnar, verður að telja það raunsætt framhald að hefja fyrir alvöru undir- búning ferða til annarra hnatta. Dr. Wemer von Braun, einn helzti geimvís- indasérfræðingur Bandarikja manna og á m.a. heiðurinn af gerð Satúrnusar V hefur sagt: „Þetta er aðeins byrjun in. Tumglið hefur frá því fyrsta verið sjálfsagður án- ingarstaður á ferðinni til Mars“. En milkið er í húfi og von Braun gérir sér ugglaust öðr- um betur ljóst, hvereu miíkið vandaverk hefur verið innt af höndum. Von Braun hefur sagt um tunglferðina: „Engin ferð hefur verið undirbúin af jafn mikilli kostgæfni í hverju smáatriði. En við erum braut- ryðjendur og alltaf má búast við óvæntum hindruwum“. Þegar flest virðist nú benda til, að maðurinn hafi unnið stónkostlegasta vísindasigur aldanna er ekki úr vegi að hugleiða þau veikefni, sem liggja fyrir á næstu áratug- um: ferðir til annarra hnatta. Elklki er lamgt saðan yfirmenn NASA voru ófáan- legir til að ársetja Mars-ferða Landslag á Mars, að sjálfsögðu ímyndað. Þar sem ólíklegt er að vatn sé að finna þar er gert ráð fyrir að Iandslagið minni á Sahargeyðimörkina. lag. Hins vegar hefur þessi afstaða breytzt. í viðtölum, blaðagreinum og visindagrein um hetfur árinu 1985 skotið aftar og oftar upp sem nær fastákveðnu. Og lítill vafi leilkur á því að geimvísinda- stofnunin er þeirnar sfcoðun- ar að tungllending hafi sýnt að bandarískir vísindamenn og geimfarar séu til allis bún- ir og fátt geti tafið þá eða vafizt íyrir þeim. Að sjálf- sögðu verður þó að hafa hug- fast að fraimhald geimiferða er að verulegu leyti komið und- ir fjárveitingum til NASA. Þegar dýrrnæt reynsla hef- ur fengizt má ætla að vísinda og tæknimenn óski leyfis og starfsfrelsis að vinna að áætl unum umifangsmilkilla geim- ferða fyrir næstu 15-20 ár. Þetta hefur komið skýrt í ljós hjá JOhn Hodge, sem er Eng- lendingur er flutti til Kana- da til að starfa að geimvís- indum árið 1952 og kom til NASA árið 1959. Hodge er í «hópi þeirra, sem hafa borið hitann og þung- ann af undirbúningi og fram fylgd Apollo-áætluniarinnar og honum hefur verið trúað fyrir að vinna að því verki með tilliti til áætlana langt fram í tímann. Hann sagði: „Við eigum á að dkipa óhemju góðu liði tæfcni- mannia, sem verður að safna saman á einn stað. Nauðisyn- legt er að gera áætlanir að minnsta kosti 15-20 ár fram í tímann til að starf þeirra megi bera tilætlaðan ávöxt“. Hann telur hiklaust að ef allir kraftar sameinuðust og fjárveitingar yrðu nægjanleg ar væri ekíki firáleitt að ákvarða að menn legðu upp til Mans árið 1980. Kostnaðurinn við að korna manni á tunglið, tíu þúsund milljónir sterlingspunda, nær einnig yfir Mercury, Gemini og aðrar Apolloferðir. Eftir- stöðvar útgjalda NASA fela í sér að koma Mariner geim- slkipi til Mars, hvort sem um er að ræða fjarislkiptahnetti og ómönnuð geimtför, til jarð Æræðilegra rannsókna eða annarra vísindalegra tilrauna utan andrúmslofts jarðar. Áætlun um för til Maæs myndi gerð frá þesisum sjón- airpumlktL Útgijiölldiiin mtumidlu haéklka um að meðaltali 830 þúsund milljón pund fyrir næstu fimmtán ár. NASA verður að sanntfæra Bandaríkjaiforiseta um að þetta sé þeas virði. f þessu felst í verunni að sannfæra Hvíta hús-mefnidlina, sem var komið á laggirnar fyrr á þessu ári, á að gefa skýrslu í september um áfoon iá sviði geimvíisiinda næsta áratuginn. Kjarni málsins er hvort Bandaríkin munu streit ast áfram með mannaðar geimferðir eða halda sér inn- an tafcmarka vísindalegra rannsókna. Yrði sú stefna fyr ir valinu þýðir það nánast að komið yrði upp geimstöðvum á braut umhverfis jörðu og aðeins stefnt að því að senda ómiönnuð geimtför til pláneta og rannsóknarleiðangra til tunglsins. Áhrifamestur í þessari fyrr greindu nefnd er án efa dr. Lee Durbridge, sérlegur ráð- gjafi Nixons forseta á sviði geimvísinöa. Áður en hann var skipaður í nefndina var alþdklkt að hann leit með noklkurri tortryggni á gildi mannaðra geimferða. Skýrsla sem hann tflutti sérstakri þingnefnd fyrir nökkru en hún hafði fjallað um málefni NASA, benti efcki til neimnar hug- arfarsbreytingar. Hanin styð- ur hugmyndina um að komið verði upp geimstöðvum um jörðu og aðeins ómönnuð för verði send til Mars, Ven- usar og fjarlægari pláneta. Og hann bar fram þá kröfu að allair frékari ferðir til tunglsins yrðu að hafa dkýrt vísindalegt mairtomið og gildi. Áætlunarnefndin hetfur kynnt sér tillögur frá Vís- indaakademíunni bandarísfcu. Sénstök nefnd á vegum Atoa- demiunnar hefur hvatt til lengri dvalar á tunglinu, betri rannsóknairtæfci og að aðrir og atlhyglisverðari lend ingarstaðir verði valdir. Þó að geimvísindastofnun Bandaríkjanna líti á það sem sitt fremsta hlutverk að færa sönnur á að menn kamizt til annarra hnatta, þá er kjarn- inn þó, að vísindalegt gildi sQlikra ferða er óvéfengjan- legt. Þegar fraim líða stundir mun dvöl hverrar áhatfnar á tuniglinu verða lengd smám saiman, mieð tiikiamiu og nlotlk- uin æ fuilikaminiair búniaðar og tækja um borð í tunglferj unni og möguleikar verða á aið (birgja tiuimglMainainm upp alf súrefni, vatni og mat til lengri viðdvalar. Aulk þess mun ekki líða á löngu unz tek in verða í notkun faratæki er komast leiðir sinnar á yfir- borði tunglsins til rsmnsókna og athugana. Á næstu tveim- ur mánuðum mun NASA fara fram á heimild til gerð vagnis, sem ferðazt gæti um á tunglyfirborðinu. Þegar hefur slí'kt farartæfci verið unnið í öllum aðalatriðum, stærð þesis og gerð og tumgl- aðstæður teknar með í reikn inginn. Rannsókn var hafin á því fyrir fjórum árum, hvernig menn gætu tekið með sér fair artæki, sem nauðsynileg væru til að tungiferðir gætu komið að raunverulegu gagni þegar fram liðu stundir. Áð- ur en gerð slíkra farartækja komst á lokastig, höfðu ver- ið ihannaðir og reyndir all- margir farkostir. Erfiðleikar vegna þyngdar- leysis á tunglimu urðu þess valdandi að valinn var vagn af einfaldri og fábrotinnj gerð. Vagninn er fjögurra hjóla og rnundi á jörðinni vega um 400 pund. Sam- kværnt áætlun er ráðgert að farartæfci þetta verði reynt í tunglför á árinu 1971. Þó að allt bendi til að tungleyki þetta sé heppilegt í flesta staði, vantar þó enn formlegt samþyikki fyrir að hefja smíði þess. Það verður ofarlega á lista NASA að fá samþytokta fjárveitingu í þes'su augnamiðL Mars. Á hnöttinn eru merkt nöfn á flóum og geimför hafa m yndað á ferðum. höfum sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.