Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.07.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1&6® Jónas Jónsson framkvæmdastjóri. YígrstöSTvamar era þrjár. Verksmiðjan á Kletti, Faxaverk smiðjan og skrifstofan staðsett í Hafnarhvoii við Tryggva- götu. Þaðan sem sér vítt yfir höfnina og líf hennar, skip og menn, og þar er aðsetur fram- kvæmdastjórans, Jónasar Jóns sonar sem tók við starfi fram- kvæmdastjóra Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar árið 1953. Þeir menn sem vinna við sjáv- arútveginn þurfa að vera stór- huga og áræðnir til þess að sú atvinnugrein fylgist með þróun mála og sú hefur verið stefna Síldar- og fiskimjölsverksmiðj unnar, enda miklar breytingar og framfarir í rekstri fyrirtæk isins, miðað við hvert tímabil góðra og slæmra ára í vinnsl- unni. Ef ekki væru til þessir stórhuga athafnamenn væri ekki eins gott að lifa á fs- landi og það er í dag. Við spjölluðum stuttlega við Jónas Jónsson framkvæmdastjóra um starf hans hjá Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunni og fer spjallið hér á eftir: — Ég byrjaði að vinna hér hjá Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunni árið 1953 en þá hafði ég jafnframt á höndum stjórn Síldarbræðslunnar h.f. á Seyð- isfirði, en ég var meðeigandi í því fyrirtæki. í tvö ár hafði ég með höndum framkvæmda- stjóm þessara beggja fyrir- tækja, en 1955 seldum við Síld arbræðsluna h.f. og þá kom ég alkominn hingað til Reykjavík ur. — Hver er saga verksmiðj- unnar í stærstum dráttum? — Síldar- og fiskimjölsverk smiðjan var ein af fyrstu fiski- mjölsverksmiðjunum sem byrj- aði á því að fullnýta allt hrá- efnið og til þess voru meðal annars keypt svokölluð soð- kj arnatæki. Með tilkomu þeirra tækja náðist allt þurr- efni úr hráefninu, en áður hafði hluti af því farið for- görðum. Klettsverksmiðjan var um- byggð árið 1947 úr beinaverk- smiðju yfir í síldar- og fiski- mjölsverksmiðju og þá er það sem núveirandi nafn kemst á verksmiðj una. Næsta framkvæmd að ráði fyrir utan ýmsar endurbætur á verksmiðjunni, var það að á árinu 1955 voru keyptir tveir togarar til fyrirtækisins, þeir Geir og Hvalfell, en fjórir að- aleigendur Síldar- og físki- mjölsverksmiðjunnar voru fjög ur stærstu frystihúsin í Reykja vík og þótti eðlilegt og æski- legt að fyrirtækið hæfi útgerð með það íyrir auigum að afla hráefnis fyrir frystihúsin og verksmiðjuna sjálfa. 1 byrjun ársins 1956 voru fest kaup á þriðja togaranum, Aski. Árið 1960 voru fest kaup á fjórða togaranum, Austfirð- ingi, sem hafði legið nokkurn tima hér í höfninni. Var hann umskírður og nefndur Haukur. Þrír fyrst töldu togararnir hafa nú verið seldir til Belgíu. — Hvenær keypti fyrirtækið Faxaverksmiðjuna? — Á árinu 1963 festi fyrir- tækið kaup á Faxaverksmiðj- unni í Örfirisey, en eigendur þess voru Reykjavíkurboirg og Kveldúlfur h.f. Eins og kunn- ugt er hafði Faxaverksmiðjan staðið lengi óstarfhæf og við þurftum að endurbyggja verk- smiðjuna með nýjum vélakosti og var það ærið fyrirtæki og kostnaðarsamt. Um þetta leyti var hlutafé félagsins aukið verulega. Á árinu 1964 var Faxaverk- smiðjan algjörlega umbyggð og var hún tilbúin til vinnslu í febrúar 1965. Á árinu 1964 var það að hin merka tilraun var gerð af þeim feðgum í Bolungarvík Einari Guðfinnssyni útgerðarmanni og hans sonum og Haraldi Ás- geirssyni verkfræðingi að nota tankskip með sérstakri gerð sogdæla til þess að umskipa síld úti á síldarmiðunum frá veiðiskipunum yfir í flutninga- skip og flytja á þann hátt síld- ina í land til vinnslu í verk- smiðjunum. Þegar hér var kom- ið sögu hjá þessum mönnum vorum við komnir í vandræði með öflun hráefnis til vinnslu. Forr áð amönnum Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar á Kletti þótti þessi síldarflutn- ingatilraun í upphafi mjög at- hyglisverð ag fylgzt var með henni af miklum áhuga. Strax og það sýndi sig að fyrsta til- raun þeirra Bolungarvíkur feðga og Haralds sýndi góðan árangur, einnig við nokkuð slæm veðurskilyrði, þá sann- færðust forráðamenn verk- smiðjunnar hér um að þarna væri möguleiki sem vert væri að sinna. En eitt virtist ljóst í spjallað við Jónas Jónsson, framkvœmda- stjóra Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar Séð yfir Faxa- verksmiðjuna í Örfirisey og Vesturhöfnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.