Morgunblaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUK 23. SEPT. 1963
25555
wuim
BILALEIGA
HVERPISGÖTU 103
VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn
VW9manna-Landrover 7manna
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
IV1AGIMUSAR
4kipholti21 simar21190
eftir,lokun »lmi 40381
BILALEIGANFALUBhf
car rental service ©
RAUDARÁRSTÍG 31
bilaleigan
AKBBA UT
car rental serrice
8-23-47
sendum
Halldór Jónsson hf.
Hafnarstræti 18, sími 22170.
Hluslovernd —
heyrnorskjól
STURLAUGUR JÓNSSON & CO.
Vesturgö*u 16, Reykjavík.
Símar 13280 og 14680.
0 Virkjun — orkuver
Guðmundur Ágústsson skrifar:
„Nú þegar líður að lokum
fyrsta áfanga verulegrar stór-
virkjunar í Þjórsá (ekki í Búr-
felli!), finnst mér mál til komið,
að linni hinum miklu umræðum
um sjálfa virkjunina um leið og
henni líkur. Hlýtur flestum, sem
um þessi mál hugsa, að vera ljóst
að virkjuninni lýkur raunveru-
lega með því að framleiðsla hefst
í orkuverinu nýja.
Á þessum tímamótum, fyrstu
stóriðju á íslandi, vil ég því vin
samlegast leyfa mér, að beina
þeim tilmælum til þeirra aðila,
sem framvegis þurfa oftast að
ræða og rita um þessar stórfram-
kvæmdir, svo sem forystumanna
framkvæmdanna og forráðamanna
íslenzkra fjölmiðlara, að leið-
beina almenningi með, að gera
greinarmun á hugtakinu Virkj-
un sem nú er að ljúka í Þjórsá
og svo hinni hlutlægu afleiðingu
virkjunarinnar, sem er orkuver-
ið sjálft, en því má skipta í 2
aðalhluta, þ.e. hin nýstárlegu
stórmannvirki við beizlun fljóts
ins og hins vegar stöðvarhúsið
sjálft með vélum þeim og tækj-
um ,er breyta hinni miklu vatns
orku i rafmagn og senda það
háspennt til notkunarstaðanna.
Mér þykir orðið orkuver yfir
slíkar orkuvinnslustöðvar vera
svo fallegt og vel myndað ,að
mér finnst vorkunnarlaust að
nota það yfir allar slíkar stöðv-
ar á íslandi í stað þess að nefna
stöðvarnar sjálfar virkjanir.
Við þessi tilmæli langar mig
svo að bæta annarri ósk ,en hún
er sii, — að í tilefni þessarar
mestu rafmagnsframleiðslu er til
hefur verið stofnað hér á landi
til þessa, þá sameinist sem flest-
ir þjóðhollir íslendingar um að
heita þvi, að nefna framvegis
þennan dásamlega náttúrukraft
sínu rétta íslenzka nafni:
RAFMAGN.
Við Islendingar eigum senni-
lega eitt fegursta nafnið, sem tU
er á þessu ómetanlega náttúru-
fyrirbæri og ættum því að vera
hreyknari yfir því, en svo, að
við nennum ekki að nota það,
en þvi miður fer þeim fjölgandi
sem nefna það einfaldlega
straum og þar á meðal jafnvel
þeir ,sem ætla má að almenning-
ur taki sér til fyrirmyndar í
þessu efni. Fleira streymir að
jafnaði en rafmagn og er vatn-
ið þar nærtækast. Þó sést eða
heyrist aldrei nefnt, að loka
HJARTAGARN
HJERTE CREPE PREGO DRAL0N
C0MBI CREPE BABY C0URTELLE
Þolir þvottavélaþvott.
Prjónabækur og mynstur.
VERZLUNIN HOF,
Þingholtsstræti 2.
Vnlin efni vöndnð smíð
Spónlagðar viðarþiljur úr:
gullálmi,
eik,
furu,
loftklæðning úr:
furu
Spóniagðar innihurðir úr:
eik,
gullálmi,
furu,
mahogni,
oregonpine,
oregonpine. teak o. fl.
Spónaplötur — krossviður — harðtex — oliusoðið masonite.
Mótaviður — smiðaviður — gagnvarinn viður.
SKOÐIÐ STÚKU OKKAR A HÚSGAGNASÝNINGUNNI.
LAUGARDALSHÖLLINNI.
Timburverzlunin Völundur hi
KLAPPARSTlG 1, sími 18430 — SKEIFAN 19, sími 36780.
þurfi fyrir strauminn, þótt gera
þurfi við bilaða vatnsæð, heldur
þykir sjálfsagt að loka fyrir
vatnið.
Guðmundur Ágústsson".
§ Kristinfræðikennarar
Vinkona Velvakanda skrifar:
„Mikið er nú um samtök og
fundi meðal kennara, já, meðal
allra stétta þjóðfélagsins að heita
má.
En ekki minnist ég þess að hafa
séð eða heyrt um samtök krist-
infræðikennara. — En ekki er nú
minnst þörf á samtökum á því
sviði.
Hvað er meira vert en að
kristinfræðikennslan sé í hönd-
um þeirra manna ,sem skilja hve
mikilvæg og þýðingarmikil sú
fræðsla er fyrir þjóðina í heild,
því í barnaskólum okkar verða
öll börn þjóðarinnar fyrir áhrif-
um á hugsunarhátt sinn .
Bæði er það ,að margir for-
eldrar vanrækja algerlega þessa
mikilsverðu fræðslu, og svo hitt,
Sem er alkunnugt, að börn á
æskuskeiði bera ótakmarkaða
virðingu fyrir kennara sínum og
fylgja hans fordæmi í hvívetna.
Ábyr.gðarhluti kennarans er því
mikill, þar sem öll þjóðin á í
hlut.
Guð gefi landi okkar og þjóð
ævinlega marga góða kristinfræði
kennara! Vonandi veita Kennara
skólar verðandi kennurum gott
veganesti og sýna nemendum
fram á, hve mikið er þarna, af
þeim heimtað.
0 Námsstjórar
En fyrst ég er nú að minnast
á einn þátt fræðslumála vorra,
og án efa þann mikilvægasta fyr
ir kristni þessa lands, og þjóðina
í heild, þá langar mig til
að mimnast á annað mál, sem lítt
eða ekki er haft á oddinum. Það
er hve sjaldan, eða reyndar aldrei
heyrist hljóð úr horni frá náms-
stjórunum, þeim fjórum í land-
inu.
Sú var tíðin ,að maður þráði
stofnun svona embættis í kennslu
starfi. — Einhvern að ráðfæra sig
við, einhvem sem skildi starfið,
liðsinnti, leiðbeindi. — En þeg-
ar þessir kennarar eru komnir í
alla fjórðunga, þá eru þeir ekki
-nefndir, og láta ekki til sín heyra.
— Auðvitað senda þeir skýrslur,
og hafa kannski fundi á sinu sam
bandssvæði, en það þykir ekki
taka því að skýra almenn-
ingi frá því.
0 Verklegar lciðbeining-
ar heimilunum til
handa
Sama vinkona Velvakanda
skrifar:
„Nýlega var haldið upp á 100
ára afmæli elzta kvenfélagsins í
landinu (stofnað 7. júlí 1869 í
Ási i Hegranesi).
Þar var rifjað upp hvað hefði
áunnizt í baráttumálum kvenna,
sérstaklega um verklegar leið-
beiningar heimilunum til handa
þessi ár, og hvað væri lagt niður,
vegna sparnaðar, að sagt er.
Það er þá fyrst: Ráðunauta-
starf húsmæðraskólanma. Ráðu-
nautastarf í handavinnu í barna-
og ungiingaskólum. Umferða-
kemnsla i matreiðslu. Umferða-
kennsla í garðyrkju. Umferða-
leiðbeiningar í handavinnu. Óhætt
er að segja, að allar þessar kon-
ur stunduðu starf sitt af kost-
gæfni og kunnáttu, og höfðu mik-
il og margvísleg áhrif almenn-
ingi til handa.
Og nú er allt þetta lagt niður,
í sparnaðarskyni, að sagt er.
Það var skorað á konur að láta
ekki draga úr höndum sér ,það,
sem áunnizt hefur, en taka bar-
áttuna upp að nýju, þangað til
fullum sigri er náð.
Hvcrs vegna hafa heimilin ekki
sina ráðunauta, eins og aðrar
stéttir? Er þeirra starf ekki jafn
þýðingarmikið?
Bændurnir t.d. hafa 20-30 ráðu-
nauta, sem taka kaup sitt að
hálfu frá ríkinu og að hálfu frá
hlutaðeigandi búnaðarsamtökum.
— Sams konar ráðumauta þurfa
heimilin að eignast.
Að því þurfa félög kvenna að
vinna, og gefast ekki upp fyrr
en fullum sigri er náð“.
---S
JAPANSKA SAIKO
BAST-VEGGFÓÐRIÐ
KOMIÐ AFTUR
Dl lEPPflHBSIfl r8-5570 %
LÁTBRAGÐS-
SKÓLINN
Námskeið fyrir börn
7—12 ára hefjast að
nýju 4. október.
Innritun kl. 3—6 dag-
lega í síma 21931.
Teng Gee Sigurðs