Morgunblaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPT. ll»09 Blaðamaður Observer á heimili Svetlönu í Princetown Hún er laus Hálft þriðja ár er liðið, síðan dóttir Stalíns, Svetlana Alliluy- eva sté á land í Bandaríkjun- um. Hún hafði nneðferðis sára- fáa persónulega muni, og auk þess handrit að bók, sem vakti íithygli um víða veröld. Nú hef- ur hún lagt síðustu hönd á aðra bók ,þar sem hún rifjar upp hið annarlega og ógnvekjandi and- rúmsloft á síðustu æviárum föð- ur hennar. Þar greinir einnig frá ferð hennar til Indlands 1967, en þá ákvað hún að snúa ekki aftur til Sovétríkjanna — og þar segir frá för hennar til Bandaríkjanna með viðkomu í Sviss. Bókin ber heitið ONLY ONE YEAR og kemur út í Bandaríkjunum þann 26. septem her. Þó$t einkennilegt megi virðast hefur verið hljótt um Svetlönu síðustu tvö árin .Hún hefur tek- ið upp ógn venjulega lifnaðar- háttu, sem eru lausir við umsvif og hún iðrast einskis. Nýlega festi hún kaup á húsi í háskóla- hænum Princetown í New Jersey og þangað heimsótti Joyce Egg- inton, blaðamaður brezka blaðs- ins Observer hana. Húsið er lágreist og hvítimál- að, í garðirnum gömul og lauf- skrúðug tré. Engin girðing um- hverfis. Húsið er við fáfarna götu og þó að húsin séu yfir- leitt ekki stór um sig, ber allur svipur götunnar vitni um góð- an smekk og þægindi húseig- enda. Svetlan a kom til dyra og brosti hlýlega „Halló, vina mín“ sagði hún og bauð gesti sínum inn í notalega setustofu. Þar minnir ekkert á Rússland, utan litill íkon á bókaskápnum. Gam all rússneskuir útflytjandi í Grikklandi sendi h'enni íkoninn eftir að hafa lesið fyrri bók hennar. Tveir sófar og djúpur hægindastóll, allir með grænu mjúku flauelsáklæði, nnar hæg- indastóll ,gulur að lit, annar hæg vel við þykka gólfábreiðuna. Veggirnir eru hvítir og glugga- tjöldin hvit. Heildarsvipurinn er smekkíogur og heimilislegur. Eftirprentun af djörfu mál- verki eftir Bertrand Buffet yf- ir arinhillunni. Og þarna eru litlar myndir af syni Svetlönu, sem nú er kvæntur, og af dótt- ur hennar, þetta eru einu mynd irnar sem hún á af þeim, þær eru klipptar út úr tímaritum og blöð um. Þar sem hún hafði ekki tek ið ákvörðun um að snúa ekki framar heim til Sovétríkjanna þegar hún hélt frá Moskvu til Indlands, hafði hún í fórum sín- um fátt persónulegra muna. Svetlana hef-ur lítið breytzt í útliti ,síðan hún kom til Banda ríkjanna. Hún hefur látið þykkt brúnt hárið vaxa, svo að það nær niður á axlir. Hún er blátt áfram i klæðaburði og hún not ar fegurðarlyf í hófi. Ef haft er í huga hvað hún var mynduð mikið á fyrstu vifcunum eftir flóttan-n, virðist nær óhugs-andi að hún geti farið hvert á land sem er, án þess fólk beri kennsl á hana. Engu að síður er það rétt. Hún gerir fátt til að dylja hver hún er og í einu skiptin, sem hún notar annað nafn er þegar hún ba-upir flugfarseðla i-nnan ESandaríkjanna. — Ég hef orðið þess vör ,að menn eiga erfitt með að stafa rétt nafnið Alliluyeva segir hún og brosir. „Svo að ég nota hin ýmsu nöfn — ná-granna minna til dæmis.“ í sumar dvöld-u Svetlana og vinkona hennar í vikutima á lít illi eyju undan strönd Maine. Hún segir „Ég pantaði herberg- in á rnínu n-afni og en-ginn veitti okkur neina eftirte-kt fyrr en síðasta daginn, þá kom gestu-r frá New York og þekkti mig. Þá vaknaði dálítill áhugi á mér og ég var spu-rð spjörun-um úr, en allt í mestu vinsemd.“ Stöku sinn-um tekur hún sér ferð á hendur til New York að ráðfær-a sig við lögfræðinga sína þá ferðast hún alltaf með áætl- unarbíl. Flestir Bandaríkjame-n-n sem hafa pe-ningaráð á borð við Svetlana við komiuna t il Bandaríkjanna. úr viðjum dttans Ný bók vœntanleg 26. september hana myndu fara í eigin bifreið eða m-eð jámbrautarlest. í Bandaríkjunum eru áætlunarvagn ar að m-estu fyrir hina efnaminni. En Svetlana heldur sí-num sið engu að síður, henni finnst þetta þægilegt. Hún á bíl og ekur sjálf í nágrenni Prineetown, en hikar við að hætta sér út í um- ferð hraðbrautanna. Stundum tekur hún líka áætlunarvagnana fram yfir flugvélar, flugferðir, þar sem henni leiðist biðin á flugvöllunum. F-ramkoma hen-n-ar er hlýleg og blátt áfram og þessir eigin- leikar hennar koma fram í öllu sem hún tekur sér fyrir hend- ur. Hún keypti húsið í Prince- tow-n og greiddi út í hönd, einn góða-n veðurdag, þegar hún var að leita sér að húsnæði til liei-gu. Áður hafði hún leigt húsnæð-i í grenndinni meðan húseigandinn var í burtu, en hauistið 1968 varð hún að finna sér annan íverustað. „Ég sagði að ég hefði ekki áhuga á að kaupa, en fasteigna salinn sýndi mér þetta hús, sem var þá til sölu, og þegar ég sá stofuna og veröndina, þessi ynd i-slagu gömlu tré og götun-a varð ég yfir mig hrdfin. Ég var önn- um kafin að ljúka við síðari bók mína og hafði engam tíma aflögu til að brjóta heilann um húsnæð- isvandamál, svo að ég sló til og sagðist kaupa það. — Síðan hélt ég áfram að vinna að bók minni og hugsaði ekki frekar um húsið, fyrr en ég hafði afhent útgefanda mín- um handritið í desember. Ég átti að flytja um þær mundir, svo að ég setti bara niður í töskurnar og flutti hingað, þótt ég ætti eng in húsgögn í h-eilt hús, ekki ein-u sinni hníf og gaffal. Ég varð að fara í verzlunarleiða-ng ur og kaupa húsgögn. — Setu- stofan var fnaman af alveg auð. Fynst stóð þar bara lítið jóla- tré með marglitum kúlum, sem rússneska vélritunarstúlkan mín hafði gefið mér. Upp undir ár leið unz ég hafði komið hús- inu í vi-ðuinandd horf“. Þó að vinir hennar í Prince- town legðu hen-ni fúslega lið fannst henni húsgagn-akaupin þreytandi. „Ég vissi hvað ég vildi ekki, en hér er svo mikið úrval af öllum hlutum og margt er smekklaust.“ Þetta kom henni á óvart. Hún hafði búizt við ómengaðri smekkvísi í Bandaríkju-num. „í Sovétríkjun um er þetta ósköp einfalt. Þar er ekker-t um að velja, annað hvort kaupir maður það sem til er eða ekkert". Henni er skemmt þegar Bandaríkjamien-n lýsa húsin-u hennar — með þre-mur svefn- herbergjum — sem fábrotnu. Hún hefur sex herbe-rgi fyrir sig eina og stóran garð oghenni fi-nnst þetta feiknastórt — og hún minnist þess að í Moskvu verða fl'est'ar fjölskyldur að deila baði og eldhúsi með öðr- um. Hún fellur í stafi yfir hvað bandarískar ömm-ur eru skær- eygðar og ungle-gar, full-ar af at hafn-aþrá og fjöri. „Það er hægt að dæma aldur fólfcs eftir aug- umum og í Sovétríkjunum eru konur gamlar um fimmtugt. Þær slíta sér út við heimilisstörf, þær eru enn ekki lausar úr við-jum eldhúsBÍns.” Svetlana er 43 ára og hún sér sjálf um að elda of- an í sig og annast heimilisstörf- in og fær aðei-ns ræstingarkonu ein-u sinni í viku. Þegar hún er spurð að þvi hvort hana iðri þess að hafa snú ið baki við Rússlandi segir hún: „Hvernig gæti mig iðrað þess?“ O-g börnin hennar — dóttirin Katie sem nú e-r við háskólanám í Moskvu og sonurinn Jósep, sem er læknir, saknar hún þeirra? Hún er þeirrar skoð-un- ar að þau séu nægilega þrosk- uð og vel viti borin til að sjá u-m sig sjálf, hún er sannfærð um að enda þótt hún eigi aldrei eftir að hitta þau framar, muni kærlei'kur þeirra til hennar hald ast óbreyttur eins og ástin sem hún ber til þeirra. Hún segist meira að segja geta skilið bitur- yrt bréf frá syn-i sinum, sem hún fékk eftir flóttann, þar sem ha-nn sagði: „É-g lít svo á að m-eð ákvörðun þinni hafir þú slitið tengslin við okku-r, og því skalt-u leyfa okkur að lifa okkar lífi eins og við teljum bezt.“ Hún segir til skýringar: „Við höfum alltaf talað hvert við annað eins og þroskaðar mann- eskjur og hann var ákaflega særður yfir því að ég hafði ekki á neinn hátt gefið til kynna, hvað ég ætlaðist fyrir. Hann hafði farið út á flugvöll til að taka á móti mér og ég kom ekki . ..“ En- sársaukinn dvínaði, börn- in senda henni orðfáar en alúð- legar kveðjur á afmælisdögum og við áramót. Svetlana segir: „Ég þekki börnin mín vel og það myndi ekki særa mig, hvað svo sem þau yrðu neydd til að láta hafa eftir sér opinberlega um mig, eða gegn mér. Það ræð- ur ekki úrslitum ,þótt ég heyri sjaldan frá þeim, Þegar maður er svo nátengdur öðrum mann- eskjum, þá skipta tími og fjar- lægð ekki höfuðmáli. Þau vita, hver hiugur minn er og ég veát hver huigur þeirra er. Við erum saman". í framkom-u hennar er ei-nurð sem er fágæt og áhrifar-ík. Skoð anir hennar eru jákvæðar, og þurfi hún að taka ákvarðanir gætir aldr-ei hi>ks. Hún læt- ur vera að hugsa nm hvað morg undagurinn ber í skauiti sér, hún veit upp á hár hvað hún vill og lætur hverj-um d-egi næ-gja sína þjáningu“. Hún se-gi-st hafa komið til Bandaríkjanna ,meira eða minna fyrir tilviljun. Takmark hennar var að fara aldrei aftur til So- vétríkjanna, en hún hefði gert sér fullvel að góðu að setjas-t að í hvaða vestrænu landi sem var. En bandaríska sendir-áðið í Nýju Delhi var í næsta ná- grenni við hótelið sem hún dvaldist á, henni fannst að þang að gæti hún farið þegar skyggja tæki, án þess h-enni yrði veitt eftirtekt, og hún talaði ensku. Ef-tir að hún hafði beðizt hælis segir hún „Ég gat ekki gert nei-n ar kröfur. Ég vissi ekker-t hvert ég yrði send. Nú er ég í Banda ríkju-num og mér líður vel hér“. Hún gæti ferðazt utan Banda- ríkjanna ,en hún vill ekki hætta á það, hún vill ekki tefla í tví- sýnu neina, fyrr en hún er orð- in bandarískur rí'kisborgari og það kann enn að dragast í mörg ár — og ekki fyrr en Æðsta ráðið í Sovétrikjunum hefur svipt hana sovézfcum bor-gara- rétti. Henni er ljóst að vel get- ur svo farið að það verði aldrei. En hún segir að ferðisl hún ut- an Bandaríkj-anna, j-afnvel sem bandarísfcur bor-ga-ri, meðan hún er enn sovézikur borgari að lög- um, gæti það boðið heim ým,sum vanda. Og hún bætir við: „Það var alþjóðlegt hneyks-li, þegar ég kom hingað og ég kæri mig ekfci um slíkt umrót aftiur. Ég hef eignazt vini í Evrópu með bréfaskriftum og ég gæti heim- sótt marga þeirr-a, en ég kýs- ein faldlega að láta xað vera“. Svetlana hefur engin áform um að skrifa aðra bók — henni finnst hún hafa skriíað allt sem hún þurfti. En hún hefiur ærið að gera að sinn-a þedm fjölda bréfa, sem enn sfreyma til henn- ar vegn-a fyrstu bókar hennar. Hún er þakklát fyrir ýmsar gjaf- ir, sem h-enni hafa verið sendar af óþekktum aðdáendum henn- ar — málverk frá svissneskum listaman-ni, íko-n frá Grikklandi og svo mætti lengd telja. Hún reynir að svara mörgum bréf- anna. „Þetta er alveg nýtt fyrir mér, tengsl ^við fólk bréflega“, segir hún „f Rússlandi er það óhugs- andi. Þar er lifað mjög einangr- uðu lífi og enigum kæmi til hug- ar að skrifa einhverjum sem hann befði ekki hitt persónulega“. í Bandaríkjunum stendur hún í bréfaskiptum við ýmsa gamla sovézku aðalsmenn sem flúðu byltinguna. Nokkrir búa í Prince town og hún heimsækir þá öðru hverju. Þegar hún hafði dvalið í Bandaríkjunum í nokkra mánuði barst h-enni bréf frá kvenmanni við sovézka sendiráðið í Was- hington, sem bauð henni vináttu sína. Svetl-ania er sannfærð um að þetta bréf var undan ann- arra rifjum runnið. Hún skrifaði um hæl, að hún hefði ekki þörf fyrir slíka vináttu og hefur ekki fengið fleiri slík. Hún skilur út í æsar flótta rit höfundarins Anatoli Kuznetsov vegna þess að forsendur hans voru mjög líkar hennar eigin ástæðum. „Honum hlýtur að hafa verið innanbrjósts eina og mér, hann varð að grípa tækifærið og flýja. Allt sem h-ann hefur sagt um stöðu sovézkra rithöf- unda er satt! þeir, sem er 1-eyft að ferðast og njóta nokkuTsfrels is hljóta að hafa gengizt undir að sýna yfirvöldun-u-m hollustu“. Svetlana hefur samúð með Kuznetsov. „Hann virðist enn hræddur, meira að segja nú þeg ar hann getur loks um frjálst höfuð strokið. Ég hef djúpa sam úð með veslings manninum, ef hann óttast enn arma sovézku lögreglunnar, hvernig fær hann haldið áfram að lifa? Þessi ótti hvílir eins og mara á mörgum sovézkum borgurum sem hafa flúið. Ég hef hitt nokkra slíka hér í Bandaríkjunum. Þeir fóru frá Rússlandi fyrir fjölmörgum árum og eru enn hræddir og ótt ast að fylgzt sé með þeim“. Hún er sjálf 1-aus við þann ótta er fullkomlega örugg og hefur fyrir löngu losað sig við einka- lífvörð. Þó er því ekki að neita að enn berast henni stundum fjandsamleg bréf, koma fæst þeirra frá Bandaríkjunum . „Sumir gata ekki fyrirgefið mér að ég kaus mér ekki betri föð- u-r“, segir hún. „Og einnig fininst þeim að ég hafi ekki rétt til að vera svona lánsöm, eftir öll þau voðaverk sem hann framdi. Þetta fólk væri sælla ef það vissi mig svelta hedlu hungr-i. Það fin-nur til haturs við eitt saman nafn föðlur fíins“. Ber hún nú ekki, eftir allan þennan tíma, einhverjar hlýjar tilfinningar til föður síns. Þetta var eina spurningin sem Svetl- önu gramdist. „Hver sagði það,“ hreytti hún út úr sér „hver sá sem heldur það hefur ekki skilið bofs af því sem ég skrifaði í fyrri bók minni“. Þar sem hún hefur orðið þess vör að mar-gir hafa m-isiskil- ið afstöðu hennar til Stalíns hef ur Svetlana skýrt það nánar í nýju bókinni. Hún telur hann bera ábyrgð á sjálfsmorði móð- ur sinnar og hálfbróðurins Jak obs. „Hann r,ak þau í d-auðiann því að hann var siðblind ófreskja.“ Hann átti sök á dauða þeirra, finnst henni, og þegar allt var komið í kring sneri hann sér frá eins og allt væri þetta honum óviðkomandi — jafn rólega og í fullkomnu jafn- vægi og hann hafði sent millj- ónir annarra í dauð-ann, ann-að hvort sjálfur eða handbendi hans Svetlana er sannfærð um að fað ir h-ennar h-afi aldrei þjáðst af brjálæðisköstum eins og margir vestrænir sérfræðin-gar hafa tal- ið. „Hann var of misfcunnarlaus og kaldlyndur til þess“ Svetlana fann til léttis við dauða föður síns og gat aldrei fengið af sér að vitja grafar hans. Sumar venjur frá bernsku hennar í Kreml hafa enn áhrif á lífsháttu hennar. Peningar skipta hana sáralitlu máli, þó að tekjur af fyrstu bók hennar einni hafi orðið svo miklar að hún mun hafa nóg að bíta og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.