Morgunblaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPT. 196® HUCRUN SKRIFAR: MED SÍÐUSTU HRINGFERD ESJU KRINGUM LANDID Klukkan er 8 að kvöldi. Esja er að leggja frá bryggju í Reykjavík í sína síðustu ferð kringum landið. Hún hefir þjón að íslenzka ríkinu dyggilega öll þessi ár, en nú er þessu að ljúka. Ægir gamli sfadkur hrammana og hristir skeggið, eins og hetjur fyrri alda gerðu er þeim var mest ur harmur í huga. Hann hefir borið Esju á örmum sér öll þessi ár, í kringum þetta land. Klapp að henni á kinnungana, og tekið hana fangbrögðum með kossum og kærleikshótum, ef til vill í hálfkæringi stundum. Nú er karl inn reiður cg sár, jafnvel harmi sleginn. Ekki er honum þó vand ara um en áhöfninni, sem verður nú að sjá af þessu öðru heimili sínu, þesisum hlýja farkosti. „Méi finnst ég vera að skilja við góð- an félaga“, segir skipstjórinn. Ég þykist lesa úr svip hinna sömu kennd. Tryggðin er kostur hverj um manni, en stundum getur hún orðið dýrkeypt, því fallvalt er flest í þessum heimi. Esja ætl- ar ekki að gera það endasleppt. í glæsilegri reisn öslar hún ís- lands ála, eins tígullega, og hún væri að fara sína fyrstu ferð. Dauðir hlutir eru ekki alltaf dauðir, þegar á allt er litið. Ég legg við hlustir, og heyri óm af hörpuslætti, þegar bárurnar skella á brjóstum hennar. Skyldi það vera undanfari hennar „svanasöngs"? Við erum á aust ur leið og nálgumst Vestmanna- eyjar að morgni hins 24. ágúst, á því herrans ári 1969. Aðgætin frán augu og öruggar hendur stýra skipinu í höfn. Vestmannaeyjar, þstta undur- fagra eyríki í ríkinu, kallar á athygli farþeganna óskipta, ekki eingöngu sú eina, sem byggð er, heldur allar í heild, með sína hrikalegu töfra í morgunskím- un.ni. Það er þægilegt að hafa aftur fast land undir fótum, og mæta vinum, sem taka manni tveim höndum. Þau ágætu hjón frú Þóra Valdimarsdóttir og Kristján Kristófersson, koma um borð til þess að bjóða mér heim. Þau hafa frétt um ferðir mínar, en tveir tímar eru fljótir að líða. Viðdvölin er ekki Iengri, og þau fylgja mér aftur til skips eftir indæla samveru á þeirra hlýlega og vistlega heimili, og óska mér fararheilla. Esja heldur áfram austur með suðurströndinni, örugg og ein- beitt, þótt úfið sé enn skap Ægis, en smásaman kyrrir og lygnir. og þegax við siglum fram hjá Hornafirði, er komið bezta veður og stjörnubjartur himinn. Landsýn er stórbrotin í kvöld- húminu. Vatnajökull brosir breitt í sinni kuldalegu tign og ró. Hann er kortunglegur séður úr fjarska. Ég finn að mér muni ekltí verða svefnsamt í nótt. í fyrsta skipti hefi ég nú þessa landsýn fyrir augum af hafi. Þó hefi ég eirru sinni áður siglt þarna um, en svaf þá alla leið- ina Svo nú er þetta nýtt fyrir mér. Úr lofti séð er þetta allt öðruvísi. Ég er á valdi einhverra undursamlegra áhrifa, sem ekki verður orðum að komdð. Þetta er landið mitt, sem ég sé þarna, með öllum sínum kostum og kynjum. „Við eigum ekki landið", var einu sinni sagt við mig. Og svo kom þessi furðulega setning. „Ég skil ekki, hvernig þú getur elsk- að þetta land, sem er svo kalt og hrikalegt". Það var eins og mér væri gefið utanundir, og það illilega. Víst hefir Skapar- inn gefið okfcur landið til eign- ar, okkur sem erum borin þar og barnfædd, og það er gott land og fagurt. Ég ætla mér að vera á verði i nótt, ég vona að ég vakni í hvert sinn, er skipið hægir á sér og leggst að bryggju. Ég er farin að sjá ljósin á Djúpavogi. Ég er alltaf full eftir væntingar, að koma þar sem ég hefi ekki áður verið. Eftir skamma stund er Esja lögzt þar að bryggju, og nokkr- ir menn eru þar staddir viðbún- ir að taka á móti henni og binda landfestar. Farþi.gar koma um borð, og afgreiðslunni er flýtt, því áætlunin þarf að standast, og áfram er haldið í fegursta veðri. — Það er fagurt að sigla inn Fáskrúðsfjörð, og fjallasýnin stór kostleg, þennan fagra og hreina ágústmánuð. Þokan, sem satgf er að hafi hulið fjallahnjúkana und anfarna daga, er horfin, og mild ur andvari strýkur okkur um vanga. — „Þarna er Vattarnes", segir einn farþeginn við mig, og bend ir mér á bújörð, með nokkrum reisulegum húsum, og fleiri íbúð arhús eru þar einnig í nálægð. Þá minnist ég þess að þair bjuggu fyrir nokkrum áratugum Ástríður Eggertsdóttir frænka mín og maður hennar Þórarinn Víkingur, en þangað fluttust þau frá Ameriku. Þórarinn er látinn fyrir nokkrum árum, en Ástríð- ur er nú sem stendur í Amieiríku, hjá syni sínium og bengdadóttur. Skrúðurinn á sin,a sögu greypta í sál þjóðarinnar. Ævintýrið um Skrúðsbóndann varð eins og kunnugt er hinum fjölhæfa lista manni , Björgvin Guðmundssyni, efníviður í leikrit. Mér verður sitarsýnt á kaup- túnið Búðir, ekki fyrir það að það sé svo stórt eða nýtízkulegt, En mér finnst það svo heimilis- legt og aðlaðandi, með kirkjuna eins og nálægt miðju þorpi, og hún lítur sannarlega út eins og kirkjur eiga að vera. Ég vona að ég hafi ekki séð neimar of- sjón ir. Við nálgumst Reyðarfjörð. Þar er Hólmatindur og Hólmaborg. Sagan segir að þar hafi í fyrnd- inni völva ein látið búa sér leg- steð og mælt svo um að á meðan nokkurt bein sitt væri ófúið myndi Reyðarfjörður aldrei verða rændur, og þykir hafa fair ið eftir því. Hefur það oftar en einu sinni verið reynit en ekki tekizt. Frá Reyðarfirði eiga farþegar kost á því að fara með bifreið- um upp á Fljótsdalsberað, fyrir aukagjald, sam mjög er þó stillt í hóf. Taka flestir þann kostinn, sem ekki hafa komið þar áður. Sérstaklega eru það útlending- arnir, sem hafa búið sig undir þá ferð. Á meðan við erum í því ferðalagi á að afgreiða skipið á Reyðarfirði og Eskifirði, en þar á það að bíða farþeganna. Við fáum ágætan fararstjóra, Krist- in Einarson kennara á Reyðar- firði. Hann leikur sér að því að tala enska tungu eins og sitt eig- ið móðurmál, svo allir geta not- ið leiðsagnarinnar. Bifreiðarstjór inn, Sigfús Kristinsson, reynist einnig ágætur félagi. Veður er hið fegursta. Það er dásamlegt að fá svona heitan sólardag á þeissu votviðrasumri. Annars hafa Aust firðingar verið betur settir hvað veður snertir, en margir aðrir í sumar, eftir fréttum að dæma. Leiðin frá Reyðarfirði uppá Fljótsdalshérað er mjög greið- fær, ferðin gekk eins og í sögu, frægir staðir verða á leið okkar. Fararstjórinn minnir okkur á frásagnir úr Fljótsdælu, og Sögu Droplaiugarsona. Þá bárust menn á banaspjót, og margur vaakur maðurinn lá í valnum um aldur fram. Þeir eru margir staðirnir á landinu, sem hægt er að benda á þar sem fram fóru hroðaleg einvígi, og bardag ar, sem skyldu eftir stóra val- kesti og blóðugan svörð. Nú er öldin önnur sem betur fer á þessu landi ,og leiðir greiðfærari. Við nernum staðar á Egilsstöð- um, og litumst um. Hér er vax- andi byggð, blómleg og reisuleg og fagurt útsýni. Á Hallormsstað bíður okkar ágæt hressing í nýju skólahúsi. Burstabygging hús- mæðraskólans fellur þó betur iran í laudslagið, þótt eldri sé. Skógurinn gleður augu gestanna. Það vekur athygli hversu snyrti lega er um hann gengið. Mér finnst að fólkinu hljóti að líða vel á þessum stað. Náttúrufeg- urðin er svo fjölbreytt, og bú- sæld mdkil. Hvergi sé ég örla á orminum í Lagarfljóti þar sem hann á að liggja í sjö hlykkjum. Slik er sögð lengd hans að hann á ekik'i ainraains ú'rtooati, svo miikið óx hann eftir að litla stúlkan á Skeggjastöðum kastaði honum á- saimit finiguirgutliniu í fljótið, Þær eru merkilegar, margar þjóðsög- urnar okkar. Dagurinn líður eins og fagur draumur. Við ökum til Eskifjarðar þar sem Esja bíður okkar. Næsti á- fangastaður er Seyðisf jörður. Þar er viðstaða stutt, en veður gott. Það er komið við á Vopna- firði, Þórshöfn og Raufarhöfn. Sumir fara í land, aðrir láta sér nægja að renna augunum yfir það, sem í sjónimiáili eæ frá sikipi. Það er farið að súlda, og þá hefir aiugað minna að gleðja sig við. Á Húsavík er komið að kvöldi, og eikld farið aftur fyrr en sniemimia miorguins. Það bregzt ekki að þar fæ ég alltaf leið- inda veður. Hvernig sem á þvi stendur. Það er gefið til kynna með vingjarnlegu flauti, þegar við siglum y.fir heim'sfcaiutsbaiuig - inn, og allir farþegar fá skjal með nafni sínu til minningar. Ég sé að útlemdingarnir verða glað- ir við. Þarna geta þeir sýnt og sannað að þeir hafi siglt yfir niorðiunhieimstkaiuitigbaiuiginin. Akureyri heilsar okkur með brosi og blíðu. Undarlegt finnst mér, hve fáir konna fram á bryggj ur til þess að heilsa og kveðja Esju í þessari hennar síðustu ferð, en auðvitað er fólk við vinnu, og tæplega er þess að vænta að það hafi á sér andvara og fcliæði sig upp úr rúmium, þegar hún kemur eða fer að nóttu tU. Allt er breytingum háð. Áður voru það eingöngu skipin, sem fluttu björg í bú, nú eru það flugvélarnar og bíiarnir, sem beð ið er eftir, og eftirvæntingin við skipakomu er orðin útþynnt. Það fer allt í vana. Á flestum viðkomustöðum að deginum fylkja þó bömin liði og koma fram á bryggjur, ýmist hjól andi eða gangandi, allt eftir efn um og ástiæðum. Þau eru aiHs staðair vel klædid, frjálsleig oig for- viitiin eiins oig börn eiiga að vera. Þau sýna enga frekju, en horfa og hugsa. Þau eru fraimtíð þess- arar þjóðar og gefa góðar vonir. Við siglum framhjá Hrísey, Dalvík og Óliafsfirði án viðkomu. Vinir mínir, fjöllin, sem halda vörð um Svarfaðardal eru að hálfu leyti hulin þokuböndum, en Ihmijukia ber váð (hiim- in, hramiraaðam dlöfkfegráium skýja- slæðum. Héðan sést bezt, hve stutt er orðið milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, síðain vegurinn um Múlann var lagður, þetta mikla og þarfa mannvirki. Guð gefi að þar verði aldrei slys af grjót- hruni. Og þarna er Hrólfsskerið, þar sem faðir minn varð eitt sinn að nauðlenda á báti ásaimt fleiri mönnum , og gista þar heila, kalda nótt, á meðan brimið gekk yfir. skerið og mennina, sem reyndu að halda í sér lífinu verju lausir og svangir, þar til birta tók af degi og veður lægði. Þeir voru að koma austan af Fjörð- um með höfrung, lífsbjörg handa heimilum siraum. Það hefir lilka verið löng nótt í landi fyrir þá, sem heima biðu. Þetta var fyrir mína tíð. Frásögn þsssá hefir ver ið prentuð í Lesbók Morgun- blaðsdns og bókinni „Brim og boðar“. Siigliuifjöröuir ©r raæsti vdð- korouistaður. Eitt sinn var hann frægur og umtalaður. Það var á þeim árum, þegax síldin óð í lainid og ocfain \ tumm/unnar, og trú- lofanir voru þar daglegur við- burður. Á Siglufirði býr gott fólk og söngvið. Þar hafa orðið til mörg fögur tónverk. Á föstudagsmorguninn þann 29. ágúst erum við á ísafirði. Það er fuTðulegur hópur, sem kem- ur þar um borð, og engin leið að aðgreina hann efliir kynjum. Og þvílík kynstur, sem það ber í bak og fyrir — og á milli sín, af alls koraar flutningi. Það eru tjöld, svefnpokar pottar, kyrn- ur og kja&sar. Allt eru þetta út- lerudnmigair, sem vilja raú kocraaed; í rraenninguna, því þetta fólk hlýtur að hafa komið ofan af fjölluim, eða jöklum. Það er meiri viljinn að nenna þessu bram- brölti en vísindaástríðan á sér engin takmörk, og fyrir innan alla þessa lairfa, stoe@g og hár- lubba leynast óefað stórar og göf ugar sálir, sem vilja mannkyn- inu allt það bezta, og fórna frí- um sínum í þágu þess i þeim til- gamgi að reyna að fylla upp í eyður vairavizikuinmar í hieimámium- Útlendir ferðalangar hafa ekki átt sjö dagana sæla á okkar Iandi í sumar. Við höfum stutta viðdvöl á Flateyri og Þingiyri. Suðureyri við Súgandaf jörð með sína 6—7 hundruð íbúa, er skemmtilegt þorp og þar sýnasit mér menn líklegir til stórræða í framkvæmdum. Bíldudalur og PatreksfjörSur eru síðustu við- komustaðir Esju. Síðan liggur Ieiðin beint til Reykjavítour. Ekki batnar skapið í þeim stóra. Nú ætlar hann að láta til skarar skríða. Það er ekki seinna vænna. Vindurinn gnauðar og öldurnar rísa hærra og hærra. Skipið tekur óskaplegar dýfur, en stjórnin er örugg og markviss. Ég ligg í koju minni. Það er bezt að láta fara lítið fyrir sér í svona veðri og sjógangi. Nú er ekki hægt að hlaupa upp í brú til þess að fá að horfa á radar- inn, eða njóta betra útisýnis. Velt ingurinn er óskapleigur. Það er hringt til médtíðar, en haimingjan góða, niú er miaitamlystin enigán. Ég þakka mínum sæla að hendast ekki fram úr rúminu Þar ægir ölliu orðið saman. Efri kojuna hefi ég haft fyrir geymslu aila leiðina, og allt verið þar í stak- asta lagi, og regla á hverjum hlut, en nú er allt þar uppi kom- ið í einn hrærigraut, og engin ■hiliurtiur á síniurm sitað.. Og etktoi raóg mieð það. Það sem þar á að vera er smátt og smátt að flytja sig búferlum niður til mín, eins og ég hafi ekki * nóg með sjálfan mig. Esja átti að vera við bryggju í Reykjavík klutokan edtt eftir há degi þennan dag, laugardaginn 30. ágúst, en seinkaði um fjóra og hálfan tíma, og þótti mörgum e'toki mikið. Hún háði sannarlega hiarða baráltitiu við höfiuiðstoiepn- unraar þeininiain diag. „Hún vair að sýna hvað hún gæti“ sagði skip- stjórinn. Etoki vil ég ljúka svo þess- um línum að ég sendi ekki stjórn og starfsliði Esju beztu kveðjur og þakkir fyrir ágæta þjónustu og virðulega frauntoomu frá fyrsta degd til hins síðasta í þessari ánægjulegu ferð. Og heill fylgi Esju á hennar nýju leiðum. Hugrún Tökum í reyk 1. Kindakjöt 2. Svínakjöt. Úrbeinum kiöt. ISLENZK MATVÆLI H.F., Hvaleyrarbraut 4, Hafnarfírði. Sími 51455. Nýjar bœkur Ungbamabókin. Nauðsynleg handbók mæðrum og verðandi mæðrum, Ijósmæðrum, fóstrum og öðrum þeim sem ungbörn- um þurfa að sinna. Líf og heilsa. Höf. Benedikts Tómasson. Bók handa hverjum þeim sem áhuga hefur á heilbrigði og he'lbrigðismálum. Békaverzlun Stefáns Stefánssonar Laugavegi 8. — Simi 19850. Esja kemur til Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.