Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 20
20 MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DÉSÉMBER 1970 — Samningar Framhalð af bls. 13. um vinnuvökum skulu.fá vakta álag fyrir unnin störf á þeim tíma, er feUur utan venjuiegs dagvinnutímabils. Vaktaálag er kr. 45.00 á klst. hjá starfsmönnum í 15. launa- flokki og þar fyrir neðan, en kr. 55.00 á klst. hjá starfsmönnum, er taka laun í 16.—22. launa- flokki og kr. 65.00 hjá starfs- mönnum í 23. iaunaflokki og of ar. Vaktaálag greiðist á sama hátt og yfirvinnukaup. 13. gr. Álag fyrir óþægilegan vinnutíma Starfsmenn, sem vinna hluta af vikulegri vinnuskyldu sinni utan dagvinnutímabils, en vinna ekki reglubundnar vinnuvökur, skulu fá greitt álag kr. 45.00 á klst. hverjá, sem fellur utan venjulegs dagvinnutímabils. Álag þetta greiðist ekki fyrir skemmri tíma en 5 mínötur. Vinnutimi starfsmanna skal vera samfelldur eftir því sem við verður komið vegna eðlis starfsins. Verði eyða í daglegum starfs- tima kennara, skal greiða kr. 45.00 álag fyrir hverja kennslu stund í slíkri eyðu. Álag þetta greiðist á sama hátt og yfirvinnukaup. Áiag skv. þessari grein skal ekki greiða næturvörðum við vörzlustörf. 14. gr. Gæziuvaktir Fyrir hverja kiukkustund, er starfsmaður gegnir gæzluvakt, komi 20 minútna frí eða greiðsla, er sé jafnhá vaktaáiagi skv. 12. grein. Frí eða greiðsia tvöfaldast íyrir gæzluvaktir á stórhátiðum, sbr. 10. grein 3. málsgr. Sé starfsmaður á gæzluvakt kallaður til starfa, ber honum yfirvinnukaup fyrir þann tíma, sem unninn er þó aldrei minna en tvær klst. fyrir útkall. 15. gr. Skertur starfstínii skóla Sleppt. 16. gr. Um starfsþjálfun Hverju starfi verði ákveðinn launaflokkur, miðað við að starfsmaður hafi næga þjálfun til starfsins til að geta gegnt þvi svo fullnægjandi sé, sbr. Drög II að starfsmatskerfi, Reykjavík, maí 1970. Hafi starfsmaður ekki full- nægjandi starfsþjálfun, skal hann taka laun skv. lægri launa flokkum, þar til tilskilinni starfsþjálfun er náð, sbr. 3. og 4. mgr. Við mat á hverju starfi skal þess getið um hversu mörg þrep starfsmaður skuli færast vegna áunninnar þjálfunar í starfi þar til fullri starfsþjálfun skv. samningnum er náð. Hvert þrep svarar til eins launaflokks og vinnst hið fyrsta eftir 6 mánaða starf, annað eftir 12 mánuði, þriðja eftir 36 mánuði og hið fjórða eftir 60 mánaða starf. Starfsmaður án starfsþjálfunar skal skv. þessu við upphaf starfs taka laun, sem eru jafn mörgum launaflokkum lægri og ofangreindur fjöldi þrepa segir til um. Starfsþjálfun skv. þessari grein er viðurkennd án tillits til, hvar sú þjálfun er fengin, en vinnst eingöngu við hliðstæð störf þvi sem um ræðir. Ágrein- ingsatriði skv. þessari grein skulu lögð fyrir Kjarahefnd. Starfsmaður, sem vinnur hiuta úr starfi er sem því nemur lengri tíma að vinna sér tilfærsiu I laimaflokka skv. 3. mgr. Yfir- vinna umfram fullan vikulegan starfstíma reiknast ekki til starfsþjálfunartíma. 17.gr. Um aldurshækkanir Laun starfsmanns skulu hækka tvisvar vegna veru hans i starfi. Þegar starfsmaður hefur ver- ið 6 ár í starfi hækka laun hans sem nemur mismun launa þess flokks, sem starf hans er metið í skv. 1. mgr. 13. gr. og næsta launaflokks fyrir ofan, sbr. þó launatöflu, sem er hluti af samn- ingi þessum fyrir 27. og 28. lfl. Þegar starfsmaður hefur ver- ið 12 ár í starfi, hækka launin, með sama hætti sem nemur launaflokksmismun. Aldurshækkun ákveðst eftir mánaðafjölda i starfi. Sé ekki um fullt starf að ræða, fer eftir 1. málslið þessarar mgr. nema aukinn sé sá hluti úr starfi, sem starfsmaður gegnir. Þá skal ald- urshækkun í hinu aukna starfi reiknuð í sama hlutfalli og launagreiðslur liðinna ára. Aldurshækkun fæst eingöngu vegna starfa hjá riki eða svejt- arfélögum. Er þá við það miðað, að starfsmaður hafi búið við launakerfi sem hliðstæð séu launakerfi rikisins. Undanþegin eru þó verkamanna- og iðju- störf, en þar er viðurkenndur starfsaldur i þjómistu annarra atvinnúrekenda. Aldurshækkanir skv. þesisari grein taka til iaunaflokka nr. 5.-28. Þegar áunnin og viðurkennd- ur starfsaldur til iauna haldist óskertur. 18. gr. Um roðun starfa í launaflokka Frá 1. júlí 1970 að telja er störfum i þjónustu' ríkisins rað- að í launaflokka í samræmi við starfsmat rikisins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, með þeim fyrirvörum, sem um getur í 19. gr. samningsins, eins og seg- ir í fskj. 11, sem er hluti samn- ingsins. 19. gr. Séu samningsaðilar sammála um, að einstök störf eða starfs- hópar hafi verið ranglega met- in til launaflokka á grundvelli ófullnægjandi eða rangra upp- lýsinga um eðli og umfang starfa, misskilnings eða mistaka, skal sú flokkun leiðrétt, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Lækkun í flokki skv. 1. mgr. skal gerð írá byrjun næsta mán aðar eftir að samningsaðili ger- ir gagnaðila og starfsmanni að- vart um villuna. Hækkun i flokki skv. 1. mgr. eða eftir þvi sem við á af öðr- um ástæðum, sem krafizt er fyr- ir árslok 1971, skal gilda frá 1. júM 1970. Hækkun, sem gerð er krafa um siðar, skal gilda frá næstu áramótum áður en krafa er gerð. 20. gr. Röðun í launaflokka skv. 18. gr. og ákvæðum, sem tengd eru þeirri grein, svo og laun skv. 1. gr., er hvort tveggja miðað við fullt starf og það, að starfsmað- ur skili fullri umsaminni vinnu skyldu ár hvert. Sé vinnuskylda við ráðningu takmörkuð umfram ákvæði samnings þessa, skal greiðsla miðast við, að um hluta úr starfi sé að ræða. Ágreiningi um störf, þar sem vinnuskylda er nú styttri en gert er ráð fyr- ir skv. þessari grein, skal skjóta til samstarfsnefndar rikisins og B.S.R.B. Sé starfi svo háttað skv. lög- um eða stjórnvaldsfyrirmælum, að starfsmaður njóti sérstakrar greiðslna til viðbótar föstum launum fyrir störf, sem hann leysir af hendi i starfi og mat þess til launa miðast við, er rík- inu heimilt að miða launagreiðsl ur við lægri launaflokk með hiið sjón af þessum sérstöku tekjum. Réttur til lífeyris, launa í veik indum, ef aukatekjur falla niður o.þ.h., skal hins vegar miðast við launaflokk skv. fskj. 11. Þau störf, sem um ræðir í 2. mgr. eru embættisdýralæknar, héraðslæknar og aðrir embættis læknar, sýslumenn og bæjarfó- getar, lögreglustj ór'ar, tollstjóri, yfirborgarfógeti og borgar- fógeti í Reykjavík. Ákvörðun af ríkisins hálfu getur starfsmaður skotið til Kjaranefndar fyrir miiligöngu B.S.R.B. 21. gr. Röðun starfa á skrifstofum í launaflokka Störfum starfsfólks á skrif- stofum skal raðað í launaflokka i samræmi við meginreglur í sér- stöku samkomulagi, sem er hluti þessa samnings, sjá fskj. nr. 4. Forstöðumönnum stofnana, sem hafa í þjónustu sinni skrif- stofufólk í 7., 9., og 13. launa- flokki samkvæmt samningi þess- um, skal heimilt að færa starfs- menn í þeim flokkum í næsta flokk fyrir ofan, þ.e. 8., 10., 12. og 14. lfl, telji þeir starfsmenn hafa sýnt verulega góð afköst í starfi sínu. Þessa hækkun má þó eigi veita fyrr en 1. júli 1971. Slíka starfsmenn getur forstöðu maður þó lækkað aftur I fyrri flokk, þó eigi fyrr en eftir 6 mánaða starf í hærri flokknum, þyki honum starfsárangri starfs mannsins hraka verulega. 22. gr. Um flokkun kennara i launaflokka Sleppt. 23. gr. Um röðun skólastjóra í launaflokka Sleppt. 24. gr. Um röðun á safnstörfum, rannsóknarstörfum og sérháRfðum aðstoðarstörfum. Við röðun einstakra starfa við söfn skal stuðzt við sérstakt samkomulag um skipan starfs- iiðs safna í launaflokka sbr. fskj. 7. Með sama hætti skal við röð- un rannsóknarstarfa og sér- hæfðra aðstoðarstarfa stuðzt við sérstakt samkomulag um það efni, sjá fskj. 8. 25. gr. Um flokkun starfa hjá pósti og sima Sieppt. 26. gr. Menntun umfram lágmarkskröfur Hafi starfsmenn verulega meiri menntun en lágmarks- krafa, sem miðað er við i starfs- mati tilgreinir, er heimilt með samkomulagi samningsaðila að greiða þeim starfsmönnum laun skv. hærri launaflokki en starf þeirra er metið í, enda sé umframmenntunin talin nýtast í starfi. Ekki er gert ráð fyrir, að heimild þessi sé notuð til handa starfsmönnum, er hafa verða mikia starfsþjálfun, áður en þeir taka við störfum. Vinnuveitandi getur fært starfsmenn þá, er flutning fá milli launaflokka vegna umfram menntunar, aftur til þess launa- flokks, sem starf þeirra er met- ið í, með þriggja mánaða fresti. 28. gr. Starfsmönnum, sem ráðast í störf eftir gerð samnings þessa, en fyrir 1. júlí 1972, er ákvæði 1. gr., sbr. 2. gr. hafa að fuliu tekið gildi, skal greiða laun þannig, að hverjum starfsmanni verði áætluð laun samkvæmt eldri samningi og laun hans sið- an reiknuð með sama hætti og fyrir starfsmenn, sem voru í starfi þegar samningur þessi tók gildi. 29. gr. Starfsmönnum, sem gegna störfum, sem faila undir sérstök ákvæði um röðun í launaflokka I fskj. 4, 7, 8 og 10 með saminingn- um, skal að svo stöddu greiða laun miðað við óbreytt númer launaflokks frá þvi sem nú er. Uppgjör launa eftir endan lega röðun hvers einstaks starfs, sem um ræðir i 1. og 2. mgr., skal fara fram eftir ákvæðum 19. gr. 30. gr. Samningur þessi gildir til og með 31. desember 1973 og er uppsegjanlegur af hendi beggja aðila með, fjögurra mánafia upp- sagnarfresti, miðað við þann tíma. Uppsögn skal vera skrifleg og send í ábyrgðarbréfi eða til- kynnt viðtakanda á annan sann anlegan hátt. Sé samningi þessum eigi sagt réttilega upp, framlengist hann um eitt ár í senn, með óbreytt- um uppsagnarfresti: Að öðru leyti gilda um samn- ing þennan ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfs- manna, nr. 55/1962, með síðari breytingum. Þessu til staðfestingar eru undirskriftir fjármálaráðherra og Kjararáðs Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. Æar tecjunclir aj cj óljtei$y>um 'lJeppadreýlar prá íólenzhum oc^ enóhum i/erb- ómi&fum — Ureidd 363 óm. 400 óm. Uj lecjcjjum teppin eftir máíi $ýa teppi ocj mottur — lílíjihiJ úruai 'ÍÁJiíton teppi — arc^ar ótcerJir ld]y(0n'keppin frá lf)jój(ecf uottorJ um en di ommer Lafa - Otrúie^a óterh mcju UaJmottuóett — JJaiie^ oc^ nijtóöm jóiajcjöf iiia Lúi luó^ocjn Suðurlandsbraut 6 Nýr sími 85822

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.