Morgunblaðið - 20.12.1970, Side 27

Morgunblaðið - 20.12.1970, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGU'R 20. DESEMBER 1970 27 Krúsjeff. var alltaf að skora á menn í drykkjukeppni sem endaði með því að allir urðu dauðadrukknir. Krúsjeff segist yfirleitt hafa verið sammála Stalin um þessi mál, en segir að hann hafi þurft að vera varkár í svörum, þvi að eitt af uppáhalds brögðum Stalíns var að reyna að fá menn til að gefa yfirlýsingar um til- finningar sínar í garð annarra. Það var öllum ljóst að Stalín og Bería voru mjög nánir vinir og Krúsjeff segir að flestum hafi verið ljóst að til að halda vin- áttu Stalíns yrðu þeir einnig að skriða fyrir Bería. Kaganovieh var að sögn Krjúsjeffs einstak- ur smjaðrari, en Molotof lagði sig aldrei niður við slíkt og sjálfur segist Krúsjeff aldrei hafa smjaðrað fyrir Beria. inn innan flokksins. Vaxandi á- hrif hans komu bezt í Ijós, er litið var á fólkið, í kringum Stalín. Þegar ég kom til Moskvu úr ferð minni til Úkraníu, sá ég að allt starfsliðið heima hjá honum voru Georgíumenn. Maðurinn, sem matreiddi uppá- haldsirétt Stalins varð gerður að hershöfðingja og maðurinn, sem sá um að útvega kjötið og vinið var gerður að undirhers- höfðingja. í hvert skipti, sem ég kom heim til Stalíns var búið að sæma þessa menn fleiri heiðurs- merkjum. Einu sinni skammaði Stalín Krúsjeff, er hann sá að hann var að horfa á alla borð- ana á einkennisbúningi kokks- ins. Krúsjeff vissi hvað Stalín var að hugsa og Stalín vissi hvað Krúsjeff var að hugsa. Enginn minntist á þetta, því að það hefði ekki komið að nokkru gagni. Bería kemst til valda og áhrifa Hér á eftir fer sá hluti frá- sagnar Krúsjeffs, sem f jallar um dauða Stalíns 1953 og valda- baráttuna, sem á eftir fór, eink- um af hálfu Laverentys Beria, yfirmanns hinnar illræmdu leynilögreglu N.K.V.D. Krjúseff segir frá hve kvíðafullur hann var, er hann fylgdist með klifi Beria upp valdastigann og svo virðist sem iiann hafi verið bú- inn að komast að þeirri niður- stöðu löngu fyrir dauða Stalíns, að losna þyrfti við Bería með einliverjum hætti. Krúsjeff og Bería voru oft á öndverðum meiði, einkum gagnrýndi Bería stefnu Krjúsjeffs í landbúnaðar- máliim. Svo var nú kamið að ég hitti Berfa oft heima hjá Stalin. 1 fyrstu kunni ég ágætlega við hann, við ræddum vinsam- lega saman, en fljótlega fór ég að sjá í gegnum hann og póli- tíska tvöfeldni hans. Ég man að mér varð verulega bilt við, er mér varð ljós hin ógeðs- lega sýndarmennska hans. Eftir komu Beria til Moskvu 1938, breytist fljótlega andrúmsloftið meðal nánustu samstarfsmanna og vina Stalíns. Ég man oft eft- ir því að Stalín sagði við mig að hann væri ekki ánægður með áhrifamátt Bería. Áður er Bería kom til sögunnar voru matveizl- ur hjá Stalín yfirleitt skemmti- legar og við áttum margar ár- angursríkar viðræður. En Beria BERÍA RÍS TIL, VALDA Beria veir að sögn Krúsjeffs óhemju afbrýðisamur gagnvart öllum, sem hann hélt að gætu minnkað áhrif sin á Stalín. T.d. nefnir hann sögu um mág Stalíns, Redens að nafni, sem var undirmaður Beria í Georgíu. Áður en Berfa var kallaður til Moskvu ákvað hann að hrekja Redens frá Georgíu, til að Stalín hefði engain heiimfflldarimaran þar nema hann sjálfan. Hann lét því nokkra af mönnum sínum tæla Redens inná knæpu, þar sem þeir helltu hann blindfullan og köstuðu honum svo út í götu- ræsið og skildu þar eftir. Bería sá til þess að Stalín bærist þessi hegðun Redéns til eyrna og það var ekki að sökum að spyrja, Redens var sparkað. Þannig fór Beria að og svona war hans inn- ræti. Mörgum árum eftir fall Bería fékk Miðstjórnin bréf frá Georgíu, þar sem skýrt var frá vinnubrögðum Bería og hinir út- skiúfuðu voru hreinsað'iir. Hroki Bería og sviksemi uxu í beinu hlutfalli við aukin völd hans. Eitt af uppáhalds orðatil- tækjum hans var: „Látið mig fá hann í hendumar 1 einn dag og ég skal fá hann til að viður- kenna að hann sé konungur Bretlands.“ Þegar Stalín missti stjórnina og viljastyrkinn er sovézki her- inn var á flótta undan Þjóðverj- um 1941, varð Bería ógnvaldur- Maienkoff. ÖTTI STALÍNS ÁTTI RÆTUR SÍNAR AÐ REKJA TIL . . „Þegar Bería fékk sjálfur sæti í stjómmálanefndinni, byrjaði Stalín að óttast hann. Ég vissi ekki þá hversvegna, en ég komst að því seinna, þegar upp komst um útrýmingarkerfi Beria. Stalin varð ljóst, að ef Bería gæti drepið hvem þann, sem hann benti á, gæti hann einnig losað sig við þá sem hann sjálfur vildi." Krúsjeff heldur áfram.“ Mér var fyrst Ijóst hve ofsalega Stalín var hræddur, er ég var i matarboði heima hjá honum eitt skipti sem oftar. Undir miðju borðhaldi leit hann allt í einu upp og hrópaði“: Hvers- vegna er ég umkringdur af Georgíumönnum?" Beria var strax á verði.“ Félagi Stalín, þetta eru allt tryggir þjónar þínir.“ Stalín reiddi.st." Þýðir það að Rússar séu ekki tryggir þjónar mínir“? „Nei, sagði Bería ég sagði það aldrei, en fólkið sem valið hefur verið til að þjóna þér er framúrskarandi traust.“ Nú öskraði Stalín: „Ég þarf ekkert á tryggð þeirra að halda, út með allt þetta pakk." Fólkinu var umsvifalaust visað á dyr og Bería skjögraði út úr herberginu, eins og maður, sem hefur verið lúbarinn. Krúsjeff segir síðan, að nú hafi Stalín haldið að sér hefði tekizt að loka Bería út úr eld- húsinu, en Stalín var að verða gamall og hann skildi ekki hvernig Bería hélt á málunum. Það skipti Bería engu máli hvort hann skipaði Georgíu- menn í stöður heima hjá Stalín eða einhverja aðra. Hann stjóm- aði öllu sjálfur og allir skriðu fyrir honum. Stalín gat ekki einu sinni treyst Mfverði sínum. Bería varð nú æ hrokafyllri og Krúsjeff segist hafa furðað sig á því hvernig Stalín gat þolað við. Það kom oft fyrir undir borðhaldi að Stalín vísaði á bug einhverju sem Bería var að segja. Yrði svo einhverjum öðrum á að fitja upp á því sama sló Beria í borðið og sagði: „Ég er búinn að segja að það þarf ekki að ræða þetta mál frekar.“ Stalín sagði aldrei orð, þótt hann vissi að hann hefði sjálfur verið að skamma Bería fyrir þetta sama. Ktúsjeff segir að svo hafi verið komið að ekkert hafi þýtt fyrir menn að gefa Stal'ín skýrslu um einhver mál, nema tala fyrst við Bería. Yrði einhverjum á að byrja að segja Stalín frá einhverju í návist Beria, án þess að hafa fyrst rætt málið við hann, þurfti ekki að spyrja að þvi að Beria rakk- aði málið niður með öllum hugs- anlegum ráðum. Sjálfur var hann sífellt að styrkja stöðu sina. SLÁTRUNIN „Ég fékk staðfestingu á ótta Stalins við Bería, þegar Stalin bjó til Mingrelamálið, en Bería var Mingreli og ég er handviss um að Stalín ætlaði að losa sig við Bería." Stalín hélt því fram, sem Krjúseff segir hreinan upp- spuna, að hópur Mingrela hafi bundizt samtökum við Tyrki, og að sumir þeirra aðhylltust tyrknesk stjórnmál. Bería sá þó við þessu og snéri málinu sér í hag og skipaði sjálfan sig böðul Stalíns. Mingrelar eru búsettir í Georgíu og auðvitað hefði eng- inn Georgiumaður þorað að skipta sér af einhverjum mál- um, sem Georgiu snerti, nema Betría. Haran fór til Georgiu og Beria. hóf að refsa hinum ímynduðu óvinum og undirróðursmönnum. Krúsjeff segir að veslings menn- irnir hafi verið eins og lömb, sem leidd eru til slátrunar. Hann segir einnig að þessar að- gerðir hafi sannfært sig um að aðeins væri hægt að koma í veg fyrir slíkar aðgerðir, ef stjórn- endur landsins væru undir eftir liti almennings. Eftir þetta byrjaði Malenkoff einnig að safna sínu liði, enda þótt aðstaða hans hafi í raun og veru versnað. Stalín rak hann meira að segja einu sinni úr miðstjórninni og sendi hann til Mið-Asíu. Bería kom Malenkoff þá til aðstoðar og sá til þess að hann fengi að koma aftur til Moskvu. Upp frá þessu virtust Framhald á bls. 22. VICTOR LOUIS HVER ER HANN? VICTOR Louis er einn kunn- asti fréttairitari vestrænna blaffa í Moskvu. Hann er Rússi, en fær samt aff því er fréttamenn segja aff skrifa hluti, sem engum sovézkum borgara hefffi dottiff í hug aff skrifa. Sumir segja aff hann sé hálfgedður James I5«|id og hafi gert furffulegustu hluti. Danska blaffiff BT heldur þeirri kenningu m.a. fram aff þaff hafi veriff Louis, sem smyglaffi handritinu aff endur minningum Krúsjeffs tU Vest- urlanda. Hvaff, sem til er í þvi skal látiff milli hluta liggja, en maðurinn hefur greinilega víða komið viff. — Hér á eftir fara nokkur dæmi. • 1. Það var hanm, að því er sagt er, sem útvegaði vest rænum sjónvarpsstöðvum myndir frá fundi þeirra Kosy gins og Chou En Lais í Pek- ing hauistið 1969. • 2. Nokkrum mánuðum áður hafði hann ritað frásögn í vestræn blöð um heimsókn til Solzhenitsyn, sam síðan var rekinn úr sovézku rithöf- undasamtökunum og fékk Nó belsverðlaun in, • 3. Átta klukkustundum áður en Tass skýrði frá falli Krúsjeffs hafði Louis sent fréttina til brezka blaðsirua Evening Newa. • 4. í febrúar var Louis blaðafulltrúi sovézka rithöf- undarins Valery Tarsis, sem fékk að fara frá Sovétríkjun um til Vesturlanda, þar sem hann hóf að níða niður sov- ézka kerfið. • 5. í október 1966 kom ga'a**'ú.#’iV'5''5s Victor Louis Louis til Bandaríkjanna, þar sem hann fékk 30 mínútna einkaviðtal við Hubert Hump hrey varaforseta Bandaríkj- anna. • 6. Árið 1967 útvegaði hann bandarísku sjónvarps- stöðinni NBS einkaviðtal við eftirlaunamiánininn Nikita Krúsjeff. • 7. Um haustið 1967 á Lou iis að hafa ferðazt um Vestur lönd og selt stolnar endur- minningar Svetlönu Stalín ásamt furðulega mörgum ljós myndum úr fjölskyldualbúm inu fyrir offjár. • 8. í október 1968 heim- sótti hann Formósu og tók þá sonur Chiang Kai-ehecks á móti honum, sem fyrsta sov- ézka ríkisborgaranum, sem komið hafði til Formósu í 19 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.