Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1971 Guðbjörg' Alfreðsdóttir. Örn Clausen. Rósa Steinsdóttir. Einar Unnsteinsson. Þorvaldur Friðriksson. Anna .lónsdóttir. Páll B. Baidvinsson. B.jörg .lakobsdóttir. Sigurlaug KarLsdóttir. Arnór Egilsson. Jón Þór Jóliannsson. Guðrún Edda Guðniundsd. Egiil Kolbeinsson. Gyða Guðmundsd. Guðmundur Thoroddsen. Sigriður Kristmundsd. Börkur Gunnarsson. Ingileif Jónsdóttir. Jónsmessunæturdraumur á Herranótt MR: „Vanvirð ekki leiktilburði og kákl vort, leikfúskarau VERKEFNI Herranætur Menntaskólans í Reykjavík Jjetta árið er „Jónsmessunæt- urdraumur" Sliakespeare i þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar. Við lituni inn á æfingu hjá Herranótt í gær þar sem 50 leikarar og sviðsmenn voru á ferð og „flugi“ í þágu Thalíu. Jónsmessiinæturdraiimiirinn verður frumsýndur n.k. laug- ardag í Háskólabíói þar sem æfingin fór fram og leikritið verður sýnt. Önnur sýning verður á mánudag. Leikstjór- inn, Hilde Helgason, lagði á ráðin og hinn gríski heimur lifnaði á sviðinu aftur og aft- tir, en hlé voru tíð á æfing- unni, þvi ýmislegt þurfti að iagfæra í uppsetningunni. MR- ingar liófu æfingar í desem- ber og siðan er mikil vinna að liaki til Jiess að viðhalda Herra- nótt, hinni fornu og menning- arlegu hefð menntaskólanema. Tónlist í uppfærslunni er eft- ir Atla Heimi Sveinsson tón- skáld og kennara í MR, en nem endur sjálfir unnu búninga og leikmyndir eftir teikningum leikstjórans. Páll Baldvin Baldvinsson for- maður leiknefndarinnar, sem sér um Herranótt sagði að fram an af hefði staðið til að leika Heljarslóðarorustu eftir Bene- dikt Gröndal i leikritsgerð Helgu Kalmann sendiráðsrit- ara i París, en verkið var tal- ið of viðamikið og Jónsmessu- næturdraumur varð fyrir vai- inu og er það þó ekkert smá- verk í hinni frábæru þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Síðustu ár hefur Herranótt tekið fyrir ákaflega viðamikil verkefni og frá því að sinna svokölluðum stofukomedíum með allt að 20 leikurum eru nú tekin fyrir verk með allt að 40—50 leikurum. Með þessu fyr irkomulagi hefur kostnaður aukizt upp úr öllu valdi, en Herranótt treystir á að Reyk- víkingar virði þessa hefð og sýni þessum þætti ræktarsemi með þvi að sækja sýningar Herranætur. Síðustu ár hefur verið halli á Herranótt, en hús- næðisleysi hefur haft áhrif í þá átt, því mjög dýrt er að þurfa að byggja um leiksvið með ljósum og öllu tilheyrandi í húsi sem ekki er gert fyrir slikt. Leikarar í Jónsmessunætur- drauminum eru um 30 og auk Hilde Helgason Bokki nieð einni dísinm. Og dansinn du nar í álfhöliim. Sviðsmennirnir. „Sjálfur Guð- jón bak við tjöldin." Ljósmyndir Kr. Ben. þess vinna um 20 aðstoðar- menn við uppfærsluna. Þetta er í þriðja sinn, sem þetta leikrit er flutt hérlendis, en það var sýnt í Þjóðleikhús- inu 1956 og á Akureyri 1964. 1 fáum orðum sögðu fulltrúar Herranætur að tiltölulega margt kæmi fyrir í leikritinu og það væri bráðskemmtilegt. Annars fjallar leikritið um lauslæti hjá báðum kynjum, álfa og rómantík og svona eitt og annað sem er forvitnilegt á öllum tímum. Bokki (Hrói heillakarl) er einn sá hressasti í verkinu og bryddar hann upp á ýfnsu og ruglar þráðum, svo gamantónninn fái að njóta sín með alvarlegum undirtón. 1 leikskrá Herranætur er prentuð Skraparotsprédikun og verður hún flutt fyrir sýningu. Skraparotsprédikun er gamall siður úr Skálholtsskóla, en á hátið skólapilta þar var skip- að í ýmis embætti og leikið og eitt hlutverkið var að skóla- piltur var látinn lesa Skrapar- otsræðu, sem fjallaði um eitt og annað, en til dæmis um notkun skólapilta á tóbaki og ljósmeti (konur voru ekki til staðar, nema mjög takmarkað) og var ræðan flutt í prédikun- arformi að gömlum sið. Nú verður Skraparotsprédik un flutt í annað sinn eftir langt hlé og var prédikunin nú unn- in upp úr 20 slíkum, sem til eru i handriti í Landsbókasafni íslands. 1 niðurlagi Skraparotsprédik- unarinnar á verðandi Herra- nótt segir svo í niðurlagi: „Ó, þú stóri og skjöplandi Skrapar- ot, vér þinir aumir hryggskekk ingar og ilsigar þökkum þér ámátlega fyrir eitt og sérhvað, er þin örlætisfulla líknarloppa hefur glatt hrognahatta vora. Vér biðjum þig og beiðum, að þú viljir vera oss gráðuglega náðúgur og halda oss rausnar- lega af þínum náðargjöfum, nefnilega fiknivíninu og brenni lyfinu og lát oss aldrei á borð bresta. Gef þú, að vorir lækk- andi leiðtogar og rismikla rík- isstjórn, staðfestist ævinlega og skikka þá til að lifa eftir þínu 3. boðorði, sem hljóðár svo eftir orðanna hljóðan: 1 þriðja máta ber öllum hans geistlegu i Skraparotsriki á lofti halda öllum hans frægð- arverkum og brýna þau fyrir hinum einföldu, sem honum til- heyra, en þeim ber aftur, sem uppfæddir eru að lifa þar eft- ir. Blás þínum sterka púðrandi anda í alla þá, sem eiga að kenna og víðfrægja þína páp- isku páskadýrð, svo að þeir með miklum áhuga og alvöru- gefni útbreiði þitt loflega hálfs annars hellings tignarveldi af öllum krafti iðrana og lát þær innantökur aldrei við þá skilja, að þeir sem skrækjandi skjá- hrafnar krúnki kostgæfilega framan í sina tilheyrendur gap andi gini. Lát dómarana dæma rétta dóma, að þeir halli ei réttum dómi ekkjunnar fyrir vín- eða lyfjamútun. Lát þá ei festa sitt hjarta við þann auma bitling, æ, lát þá stunda vel sitt embætti og óttast þig sem hinn rétta og sanna drykkju- og vímuföður. Vanvirð ekki leiktilbrrrði og kákl vort leik- fúskara, því einnig vér getum ekki án þinna náðargjafa af komist. Heyr það og bænheyr fyrir þinn hreykjandi barða- hatt. Svo löng er bænin." Herranótt 1971 er 87. Herra- nóttin sem haldin er, en síðan 1922 hefur Herranótt verið á hverju ári, en þess má geta að þá lék kvenfólk í fyrsta sinn i Herranótt. Það er mikil vinna að baki Herranótt, vinna nemenda MR, sem jafnframt standa í ströngu námi. Þau taka þó fyrir um- fangsmikil verkefni og hafa að baki 100 ára góða gagnrýni fyr ir bragðið. Auðvitað er öllu framhaldsskólafólki skylt að standa við bakið á Herranótt, en það má benda eldra fólki á að það er ugglaust bæði fróð- legt og skemmtilegt fyrir það að sækja Herranótt og fylgj- ast með þessu starfi skólafólks ins og sjá hvernig það flytur leikrit í anda skólaleikrita, sem æfð eru á nóttinni og flutt eru af áhugasömu ungu fólki, sem fórnar tíma fyrir málstaðinn. — á.j. Edda Ásgeirsdóttir. Þorsteinn Einarsson. Birgitta Birgisdóttir. Einar Logi Einarsson. Ragnheiðnr Guðniiindsd. Bjami Kristinsson. Ragnlieiður Sövik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.