Morgunblaðið - 06.03.1971, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1971
Meistaramótið
um helgina
Búast má við spennandi
keppni í mörgum greinum
MEISXARAMÓT íslands í frjáls-
nm íþróttum innanhúss fer
fram nú um helgina og verða
flestir beztu frjálsiþróttamenn
lanðsins meðal keppenda. Hefst
mótið kl. 14 á iaugardag undir
stúku Laugardalsvallarins og
verður þar keppt í langstökki
með og án atrennu, þrístökki
án atrennu, 50 metra hlaupi,
langstökki kvenna án atrennu
og 50 metra hlaupi kvenna. Um
kvöldið heldur svo keppnin
áfram í Laugardalshöllinni og
keppt í stangarstökki, kúluvarpi,
hástökki með atrennu, 600 m
hlaupi og 1000 metra hlaupi.
Á sunnudaginn hefst keppnin
kl. 14 undir stúku Laugardals-
vallarins og verður þá keppt í
eftirtöldum greinum: þrístökki
með atrennu, hástökki án
atrennu og 50 metra grinda-
hiaupi karia og hástökki með
atrennu, iangstökki með atrennu
og 50 metra grindahiaupi
kvenna.
Svo sem áður segir verða
flestir fremstu frjálsáþrótta-
menn landsins meðal keppenda
á mótinu, m.a. Bjarni Stefáns-
son, sem keppti við góðan orð-
stír á sænska meistaramótinu á
dögunum og sigraði þá marga
af fremstu spretthlaupuxum
Norðurlanda. Bjarni tekur nú
Framhald á bls. 12
Landslið-
ið - KR
— á Þróttar-
velli á
sunnudag
LANDSLIÐIÐ í knattspyrnu leik
ur sinn níunda æfingaleik á
sunnudaginn og mætir þá KR-
ingnm á Þróttarvellinum. Hefst
leikurinn kl. 10.30. Landsliðsein-
valdurinn, Hafsteinn Guðmunds
son, hefur valið 15 menn til
leiksins, og koma nú í fyrsta
sinn í vetur tveir Akureyringar
inn í iiðið, þeir Skúli Ágústs-
son og Kámi Ámason.
Útkoma landsliðsins i þeim
átta æfingaleikjum sem það hef-
ur leikið í vetur er mjög góð.
í>að hefur 6 sinnum sigrað, tví-
vegis gert jafntefii og engum
leik tapað. Markatalan er 21
mark gegn 7.
Eftirtaldir leikmenn voruvald
ir til leiksins á sunnudaginn:
Þorbergur Atlason, Fram
Magnús Guðmundsson, KR
Róbert Eyjólfsson, Val
Jón Gunnlaugsson, lA
Halldór Björnsson, Völsungum
Einar Gunnarsson, iBK
Guðni Kjartansson, IBK
Haraldur Sturlaugsson, lA
Ásgeir Elíasson, Fram
Skúli Ágústsson, tBA
Kári Ámason, ÍBA
Jón Ólafur Jónsson, iBK
Ingi Bjöm Aibertsson, Val
Kristinn Jörundsson, Fram
Guðm. Þórðarson, Breiðabliki
jGöngu-trimm4
— fyrsta ferð á morgun
NÚ HEFUR verið gengið frá
skipulagi á nýrri grein í „trimm-
herferðinni". Er kominn út bækl
ingur um „Göngu-trimm" og er
hann gefinn út af ÍSl í sam-
vinnu við Ferðafélag íslands.
I bæklingnum er bent á að
Ferðafélag Islands gengst fyrir
ferðalögum viðs vegar um land-
ið og eru nú skipulagðar á ann-
að hundrað ferðir, stuttar og
langar. Vakin er athygli á göngu
ferðum. Þær falla einstaklega vel
Framhald á bls. 12.
Þessi mynd er frá 60 metra hlaupinu í sænska meistaramótinu, og em kappamir þarna afl
nálgast markið. Sigurvegaii varð Per Olof Sjöberg (í svartri treyju), annar varð Torsten
Johansson, sem er við hliðina á hornun til hægri og þriðji varð svo Bjarni Stefánsson, sem
er lengst til vinstri á myndinni.
Tvísýnir leikir í
körfuknattleiknum
t*ór og KR á Akureyrl og
Valur - UMFN í Njarðvík
Blak:
;3ja landa
:
ALLS verða leiknir fimm leikir
í Islandsmótinu nú um helgina,
þar af þrír leikir í 1. deild. Tveir
þessara leikja hafa mikla þýð-
ingu fyrir þau félög sem þar
eigast við, og hið sama má einn-
ig segja um hinn þriðja, þótt
ekki geti hann breytt miklu um
úrslit mótsins héðan af.
Akureyri í dag kl. 16:
KR og Þór í m.fl. kvenna og I.
deild karla.
Nokkuð öruggt má nú teija,
að bæði þessi lið séu nú búin að
missa af voninni um Islands-
meistaratitilinn, en keppnin um
2. verðlaun er enn í fullum gangi.
Þar eiga fjögur lið möguleika,
og þeirra á meðal eru bæði ÞÓR
og KR. Leikir KR og Þórs hafa
undanfarin ár verið mjög
skemmtilegir og í fyrri umferð
Islandsmótsins sigraði KR með
litlum mun.
Njarðvík í dag kl. 16:
Vahir — UMFN
Hér veltur sannariega á miklu
fyrir liðin að sigra. Þetta eru
neðstu liðin, Valur með 4 stig
og þrjá leiki eftir og UMFN með
2 stig og aðeins tvo leiki eftir.
Framhald á bls. 12
keppni
|Rússa- Banda-
Iríkjanna og ís-
lendinga
| EINS og áður hefur verið
I auglýst efnir Iþróttaféiag
' stúdenta til blakmóts í dag,
I laugardag, í íþróttahúsi Há-
(skólans. Keppnin hefst kl. 2
I eftir hádegi, og keppa auk
stúdenta, Kennaraskólanem-
I ar, lið frá rússneska sendiráð
|inu og lið Bandarikjamainna
j af Keflavíkurflugvelli. Þetta
er fyrsta opinbera blakmótið
' á íslandi.
Dómaravandamálið
MARINÓ Sveinsson körfu-
knattleiksdómari gerir athuga
semd í Mbl. 4. þ.m. um grein
þá er ég skrifaði um dómara-
vandamál í körfuknattleikn-
um í Mbl. 2. þ.m.
Afstaða Marinós til þessara
mála var mér ekki kunn fyrr
en við lestur greinar hans, og
þar aí leiðandi vissi ég ekki
hvers vegna hann mætti ekki
austur á Laugarvatn um síð-
ustu helgi.
Mér þykir rétt að benda á
það hér að ég hef sjálfur rætt
um það mikið í vetur að sett
yrði á stofn aganefnd. Og hef
ég fært að þvi sömu rök og
Marinó gerir i grein sinni. En
einhverra hiuta vegna (og er
þar að sjálfsögðu við
stjóm K.K.I. að sakast) hef-
ur ekkert orðið af því enn
þrátt fyrir að stjórnarmenn
K.K.I. hafi ekki tekið illa í
málið. En það breytir ekki
þvl, sem var aðaiefni greinar
minnar, að ófært er með öllu
að leikmenn þurfi sjálfir að
sjá um að dómarar fáist á
leiki sína. Ég harma það að
Marinó sér sér ekki fært að
dæma meira í þessu móti, og
vona að forráðamenn K.K.l.
sjái að ekki er lengur hægt
að sitja aðgerðarlausir í þess
um málum. — gk.
íþróttir fyrir alla
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Iþróttir íyrir
alla, 1. thl. 2. árgangs er nýkom-
ið út. Blaðið flytur mjög íjöl-
breytt efni að venju. M.a. eru
viðtöl við íorustumanninn Sig-
urð Guðmundsson, skólastjóra
á Leirárskóla i Borgarfirði og
Ásgeir Eyjólfsson skiðakappa,
Grein er um Cassius Clay, og
Zagalo þjálfara Brasilíu i knatt-
spyrnu. Kynnt eru liðs Vals I
handknattleik og lið KR og Þórs
i körfuknattleik. Grein uxn
áhugamennsku I frjálsum iþrótt
um, um ísknattleik, um Puskas
og margt fleira efni er í blaðiniu
sem er 50 síður og vel frágeng-
ið. Ritstjóri biaðsins er Ágúst
Karlsson. — gk.
Myndina tók ljsmyndari Mbl. Kristinn Ben. er rúmensku beimsmeistaramir komu til Kefla-
víkurflugvallar í gærkvöld. Olli það töluverðum vonbrigðum að hinn heimsfrægi leikmaffur,
Gruia, var ekki með í hópnum. Fyrri leikur Rúmenanna við isienzka landsliffið hefst kl. 15
á sunnudaginn.
Akureyrarunglingar
á skíðamót í USA
NÚ UM helgina, 6.—7. marz, fer
fram ungiingamót á skiðum í
Hliðarfjalli, þar sem keppt verð-
ur i svigi og stórsvigi. Mót þetta
er haldið i sambandi við boð Rot
aryklúbbs í Portsmouth i Banda
ríkjunum um að senda 3 ungl-
inga frá Akureyri til skíðaiðk-
ana og keppna í USA.
Unglingarnir munu fara utan
17. marz n.k. með Loftleiðaflug-
vél og er þvi mótið nefnt LOFT-
LEIÐAMÓTIÐ. Keppt verður í
1 fl. stúlkna, þ.e. 14—15 ára fl.
og tveimur drengjaflokkum, 14—
15 ára og 16—17 ára. Alls verða
famar sex ferðir, tvær ferðir I
stórsvigi og 4 í svigi. Stig verða
gefin fyrir hverja ferð og stig-
hæsti unglingur i hverjum flokki
vinnur sér rétt tU utanferðar.
1 Bandaríkjunum sér Harry
Pollard jr. um móttökur f.h. Rot
aryklúbbs Portsmouth. Poilard
hefur áður komið við sögu ak-
ureyskra skíða-unglinga. Á sl.
ári gaf klúbbur hans verðlauna-
gripi til að keppa um á unglinga
móti sem opið er unglingum alls
staðar af að landinu. Mót þetta
fer fram á Akureyri fljótlega eft
ir páska. Stefnt er að þvi aff
gera þetta að alþjóðlegu móti.