Morgunblaðið - 08.04.1971, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1971
H
10
Dr. Jóhannes Nordal:
Eyðum ekki ef nahagsbatanum
í báli nýrrar verðbólgu
f;
— Aukning tekna í samræmi
við framleiðsluaukningu
i A ÁRSFUNDI Seðlabanka ís-
lands í gær flutti dr. Jóliann-
es Nordal, formaður banka-
ráðs Seðlabankans, ræðu, þar
sem hann f jallaði ítarlega um
efnahagsþróun síðustu ára í
samhengi við þróun efnahags-
mála sl. áratug. f upphafi
ræðu sinnar sagði bankastjór-
inn, að undanfarinn áratug
hefði íslenzka hagkerfið geng-
ið í gegnum mikla hagsveiflu
og sagði síðan:
Ljóst er nú, að hreyfiafl þess
arar hagsveiflu átti sér tvær
uppsprettur. Önnur þeirra var
hin gífurlega sveifla í síldar-
afla, sem jókst hröðum skrefum
á árunum 1961—1966, en hrundi
síðan niður í óverulegt magn
tveimur árum siíðar. Hin var
upprunnin í verðbreytingum á
erlendum mörkuðum Islendinga,
sem illu heilli féllu saman við
sveiflumar í síldveiðunum. Af-
leiðingin af þessu varð sú, að út
flutningstekjur þjóðarinnar tvö
földuðust fyrst á fjórum árum
fram til ársins 1966, en lækk-
uðu síðan á næstu tveimur ár-
um um 45%, þannig að þær
urðu litlu hærri 1968 en árið
1961.
Slík tekjusveifla hlaut að
skapa mikil vandamál í stjóm
efnahagsmála, enda varð ekki
hjá því komizt, að hin mikla
aukning útfiutnings, sem átti
sér stað á þenslutímabilinu,
hefði í för með sér innlendar
verðhækkanir, er gerðu útflutn
ingsatvinnuvegunum ennþá erf-
iðara að mæta þeim þrenging-
um, sem framundan voru. Ork-
ar ekki tvímælis, að æskilegt
hefði verið að gæta á þessu tíma
bili mun meira aðhalds bæði í
opinbemm fjármálum og launa-
málum en raun ber vitni. Bezta
leiðin hefði vafalaust verið bein
skattlagning útflutningstekna
eða myndun tekjujöfnunarsjóðs,
sem í hefði verið greiddur vem
legur hluti af tekjuaukningu
sjávarútvegsins, en sjóðnum
hefði síðar mátt verja til að
bæta hluta tekjutaps erfiðleika-
áranna. Fyrir slíkum aðgerðum
var þó enginn almennur skiln-
ingur á þessu tímabili. 1 peninga
málum var að vísu öll þessi ár
rekin aðhaldssöm stefna, en
hún nægði engan veginn til þess
að jafna hér metin. Mikilsverð-
asti árangur hennar varð þó sá
að það tókst á árunum 1960—
x 1966 að byggja upp verulegan
. gjaldeyrisforða í fyrsta skipti
'-eftir stríðslokin Átti hann
vissulega eftir að koma í góðar
þarfir og forða þjóðarbúinu frá
enn meiri áfölium, þegar erfið-
leikamir dundu yfir.
Þótt fáir hafi efazt um, að
fyrr eða siíðar hlyti að því að
koma, að verulega drægi úr
síldarafla, kom þó hið skyndi-
lega og algera hrun hans á ár-
unum 1967 og 1968 flestum á
óvart. Þegar við bættust aðrir
erfiðleikar, svo sem verðfall á
flestum sjávarafurðum og lokun
skreiðarmarkaða, tók mjög að
þrengja að, enda má fullyrða,
að Islendingar hafa á þessum ár
um mætt meira hruni útflutn-
ingstekna en nokkur þjóð með
sambærileg lifskjör hefur orðið
fyrir á friðartímum. Stjóm efna
hagismlálla á þessu tíimabilli hlaut
því að beinast að þvi verkefni
einu að verja þjóðarbúið frek-
ari áföllum og koma í veg fyr-
ir stórkostlegan samdrátt í at-
Ivinnu og lífskjömm. Tvennt vó
þó á móti tekjutapinu, annars
vegar notkun gjaldeyirisforðans,
en hins vegar mikið innstreymi
fjármagns vegna framkvæmd-
anna við Búrfell og í Straums-
vík. Átti hvort tveggja þátt í að
milda verulega áhrifin af lækk-
un útflutningstekna. Loks varð
þó ekki hjá þvi komizt að griípa
til gengisbreytingar og hinna
ströngustu efnahagsráðstafana,
svo að hægt yrði að ná jöfn
uði út á við á ný.
Þótt þessar aðgerðir væru
vissulega sársaukafullar, varð
þeim mætt af furðu miklum
Skilningi af öllum almenningi,
og í launasamningum bæði árið
1968 og 1969 fékkst almenn við
urkenning á nauðsyn þess, að
íslendingar yrðu að draga úr
lífskjörum slnum i samræmi við
þá lækkun þjóðartekna, er
fylgt hafði í kjölfar útflutnings
samdráttarins. Hér sannaðist
það einu sinni enn, að það er
auðveldara að sameina menn til
átaks á erfiðleikatiimum, jafnvel
þótt það kosti verulegar fórnir,
heldur en að fá þá til þess að
stilla kröfurn sinum í hóf, þegar
allt virðist leika í lyndi. Hefði
þó vissulega reynzt léttara að
mæta þessum efnahagsáföllum,
ef meiri skilningur hefði verið á
aðhaldi á undanfömum veltiár-
um. Og það var einmitt á skiln-
ing manna á þessu atriði, sem
átti eftir að reytna furðufljótt
aftur, þegar þjóðarbúið fór að
rétta við á nýjan leik.
Afturbatinn á árinu 1969
reyndist skjótari en nokkur
hafði þorað að vona. í kjölfar
gengisbreytingarinnar voru
gerðar sérstakar ráðstafanir til
að auka lánsfjármagn atvinnu-
veganna, svo að þeir gætu not-
fært sér þau tækifæri til upp-
byggingar, sem gengisbreyting-
in skapaði. Við þetta bættust
svo hagstæð aflabrögð á öðrum
veiðum en sildveiðum og batn-
andi verðlag erlendis. Kom ár-
angurinn fram í stórbættum
greiðslujöfnuði, bættri afkomu
fyrirtækja og aukinni atvinnu-
starfsemi.
TEKJIJÞRÓUNIN 1970
Þegar árið 1970 hófst má segja
að vor hafi verið í lofti og horf-
ur í efnahagsmálum óvenjulega
hagstæðar. Hins vegar var aug
Ijóst, að framundan biðu vanda-
sðm úrlausnarefni, einkum í
launamálum. Vaxandi fram-
leiðsla og hagstæður greiðslu-
jöfnuður veittu ótvírætt nokkuð
svigrúm til launahækkana, jafn
framt því sem launþegar hlutu
að gera kröfur til að njóta ávaxt
anna af batnandi afkomu, eftir
að hafa tekið á sig verulegar
kjaraskerðingar árin tvö á und-
an. Vandinn var hins vegar sá,
hvemig rata mætti meðalhófið í
launahækkunum, þannig að kom
ið væri í veg fyrir nýja verð-
bólguþróun og hættulegar víxl-
verkanír kaupgjalds og verð-
lags.
Við þessar aðstæður lá sú
spurning beint við, hvort ekki
væri unnt að tryggja almenn-
ingi þá kjarabót, sem efnahags-
batinn óneitanlega gaf filefni til
án þess að það væri allt í formi
beinna tekjuhækkana. Niður-
staða þeirra athugana, sem gerð
ar voru i þessu skyni á vegum
Seðlabankans og Efnahagsstofn
unarinnar, leiddu til þess, að
lagðar voru fram tillögur um
það, að gengi áslenzku krónunn-
ar yrði hækkað um nálægt 10%,
jafnframt því sem reynt yrði að
stuðla að hóflegri lausn kjara-
deilunnar. Bentu áætlanir til
þess að með þessu móti mætti
trýggja verulega hækkun raun
tekna, án þess að innlent verð-
lag þyrfti að hækka svo að
nokkru næmi. Var talið, að
þannig mundi skapast æskilegt
jafnvægisástand í verðlagsmál-
um eftir sveiflur undanfarinna
ára.
Eftir rækilega könnun þessa
máls á vegum ríkisstjómarinnar
og viðtöl við helztu hagsmuna-
samtök, komst hún að þeirri
niðurstöðu, að ekki væri grund
völlur fyrir gengishækkun
vegna þeirrar miklu óvissu, sem
framundan væri í launamálum.
Væri hætt við, að sllík gengis-
breyting yrði að engu gerð á
skömmum tíma. Varð því ekkert
úr þessum ráðagerðum, en i stað
þess voru kjaramálin leidd tU
lykta í erfiðum vinnudeilum,
sem kostuðu langvarandi verk-
föU.
Jóhannes Nordal
Niðurstaða launasamninganna
varð í aðalatriðum sú, að laun
hækkuðu almennt um 18% auk
verulegra hækkana er stöfuðu
af vísitöluákvæðum samning-
anna. Leiddi þetta til fjórðungs
hækkunar á tekjum margra
launastétta frá þvi í maí og fram
í september. Fer ekki á milli
mála, að hér er um að ræða
hækkanir kaupgjalds langt um
fram þá framleiðniaukningu, sem
átt hafði sér stað í þjóðarbú-
inu, og hlutu þær því að leiða
til verulegra verðhækkana, og
var sýnt, að víxlhækkanir kaup-
gjalds og verðlags myndu magn
ast án afláts á næstu mánuðum,
ef ekki yrði að gert. Var þá
horfið að því ráði að koma á
með lögum almennri verðstöðv-
un, er gilda skal til 1. septemb-
er 1971. Er verðstöðvunin fram-
kvæmd bæði með beinni fryst-
ingu verðlags, en einnig hækk-
un niðurgreiðslna og fjölskyldu
bóta, er hafa þann tilgang að
eyða óframkomnum áhrifum
fyrri kostnaðarhækkana og er-
iendra verðhækkana og stöðva
þannig víxlhækkun verðlags og
kaupgjalds.
Hinar miklu launa- og verð-
lagshækkanir, er fylgdu í kjöl
far kjarasamninganna, mynda
vatnaskil í efnahagsþróun árs-
ins. Á fyrri hluta þess var heild
areftirspurn innan við fram-
leiðslugetu atvinnuveganna og
ónotað svigrúm til aukningar á
neyzlu og fjárfestingu án verð-
bólguáhrifa. Eftir mitt árið fer
eftirspurn hins vegar ört vax-
andi, greiðslujöfnuðurinn snýst
til hins verra og merki ofþenslu
fara að koma i ljós.
VERÐSTÖÐVUNIN
Síðar í ræðu sinni vék dr. Jó-
hannes Nordal að verðstöðvun-
inni og sagði:
Vissulega er það bót i máli, að
tekizt hefur með lögboðinni
verðstöðvun að setja hemil á þá
skrúfu kaupgjalds og verðlags,
sem tekjuaukningin á síðasta
ári setti í gang. Þétt hér sé um
tímabundna aðgerð að ræða, er
enginn vafi á gildi hennar, enda
var hún eina færa leiðin til að
stöðva hinar hættulegu vixl-
hækkanir, sem gildandi visitölu
kerfi hefur í för með sér. Einnig
veitir hún mikilvæg svigrúm til
að meta betur raunverulega
stöðu þjóðarbúsins, áður en til
ákvörðunar kemur um nýja
kjarasamninga og stefnuna í
fjármálum og peningamálum á
komandi hausti.
Aftur á móti fylgja verðstöðv-
uninni, eins og flestum tíma-
bundnum efnahagsráðstöfunum
vissar hættur, og vil ég sérstak
lega nefna tvær þeirra.
í fyrsta lagi er hætt við þvli,
að undir yfirborði verðstöðv-
unarinnar þróist óhófleg eftir-
spumarþensla, er fyrst muni
koma fram með fullum þunga,
er henni lýkur. Vegna þessarar
hættu telur bankastjórn Seðla-
bankans nauðsynlegt, að að-
halds sé gætt í peningamálum og
útlánum bankanna á næstu mán-
uðum, og hefur hún farið fram
á það við viðskiptabankana, að
stefnt verði að þvi, að heildar-
útlánaaukning á þessu ári fari
ekki fram úr 12%, en það er
mat hennar, að slík útlánaaukn
ing sé i samræmi við markmið
verðstöðvunarinnar.
1 öðru lagi er mikið hætta á
því, að menn mikli fyrir sér þau
vandamál, er við taki, þegar
verðstöðvuninni lýkur. Vilja
sumir jafnvel þegar gera því
skóna, að þá sé óumflýjanleg ný
verðbólgualda og jafnvel gengis
lækkun.
Tel ég ástæðu til að vara ein-
dregið við sMkum hugsunar-
hætti. Ekki aðeins vegna þess,
að hann getur átt þátt í að setja
á stað öldu spákaupmennsku
og verðbólguótta, sem eingöngu
mundi auka vandann, heldur
miklu fremur af hinu, að engin
ástæða er til þess að ætla, að
vandamálin reynist í haust eins
erfið og margir vilja nú vera
láta. Engu verður vitaskuld
spáð með' fullri vissu, hvorki
um aflabrögð né verðlag sjávar-
afurða erlendis á þessu ári.
Hins vegar virðist raunhæft að
áætla, að það megi takast að
halda viðskiptahallanum við út-
lönd innan þeifrar fjárhæðar,
er samsvarar eðlilegum lántöku
möguleikum erlendis vegna
framkvæmda. Hér má þó ekki
miklu muna, ef á móti blæs, og
er mikilvægt, að menn geri sér
grein fyrir þvi, að eftirspurn og
tekjur eru nú þegar við hámark
þess, sem framleiðslugeta og
greiðslujöfnuður þjóðarbúsins
þolir.
Ég býst við, að flestir geri
sér ljóst, að launahækkanir
nokkuð í líkingu við það, sem
áttu sér stað á síðasta ári, eru
nú óframkvæmanlegar með öllu,
enda voru aðstæður þá alveg
óvenjulegar, þar sem verið var
að bæta launþegum upp fyrri
kjaraskerðingu og ráðstafa til
almennings ávöxtum af hinum
mikla efnahagsbata áranna 1969
og 1970. Nú er ekki upp á neitt
Sliíkt að hlaupa, en jafnframt
er líka þörfin fyrir gagngera
leiðréttingu í lífskjörum úr sög
unni. Þess er þvi að vænta að
hægt verði að afla skilnings ál
mennings á nauðsyn þess, að
aukning tekna og eftirspumar
fari ekki fram úr verðmæti
þeirrar framleiðsluaukningar
sem til Skipta verður í þjóðar-
búinu. Það væri vissulega
hörmulegt, ef þeim ótrúlega
bata, sem náðst hefur í afkomu
þjóðarinnar síðustu tvö ár, yrði
eytt á báli nýrrar og tilefnis-
lausrar verðbólgu.
ÁRANGUR síðasta
ÁRATUGAR
Ég hef I máli mínu gert til-
raun til þess að gefa nokkurt
yfirlit bæði yfir helztu viðfangs 1
efni í stjóm peningamála und- j
anfarin tíu ár og eðli og orsak- !
ir þeirra vandamála, sem vænt ,
anlega verður við að glíma síð
ar á þessu ári. Virðist hvort
tveggja gefa tilefni til þess að ,
Mta nokkru nánar á árangur-
inn af hagstjóm hér á landi
þennan undanfama áratug og
hvaða lærdóm megi af honum
draga. Meðal þess, sem jákvætt
er í reynslu þessa timabils, vil
ég nefna eftirfarandi. J
í fyrsta lagi hefur tekizt að
tryggja viðunandi hagvöxt ylfir
tímabilið í heild, þrátt fyrir
mjög miklar sveiflur, sem
áttu sér stað í framleiðslu- og
útflutningstekjum. Heildaraukn-
ing þjóðarframleiðslu á sjöunda
áratugnum reyndist að magni til
54% eða nærri 4!4% á ári að
meðaltali. Er það mjög nærrl
meðalframleiðsluaukningu í
OECD löndum á sama timabill,
en mun meira en náðist á ára-
tugnum á undan hér á landi. Sé
miðað við þjóðartekjur á mann
var meðalaukningin 3,7% á ári
á sjöunda áratugnum, en aðeins
2,4% á ári áratuginn á undan.
Bendir þetta til þess, að sú
stefna frjálsræðis bæði í inn-
flutnings- og fjárfestingarmál-
um á grundvelli raunhæfrar
gengisskráningar, sem fylgt hef
ur verið þetta tímabil, hafi leitt
til betri nýtingar framleiðslu
þátta þjóðarbúsins og þvl til
aukinnar framleiðni.
í öðru lagi hefur tekizt að
koma á aukinni fjölhreytni í at-
vinnuháttum, sérstaklega út
flutningsframleiðslu, sem vænt-
anlega á eftir að draga úr þeim
sveiflum í gjaldeyristekjum,
sem átt hafa svo drjúgan þátt i
óstöðugleika íslenzkra efnahags
mála til þessa. Að sama marki
hefur verið stefnt með stofnun
Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar
ins, en með honum er tekin upp
ný aðferð til að draga úr tekju
sveiflum í sjávarútveginum.
í þriðja lagi hefur tekizt að
treysta betur en áður stöðu
þjóðarinnar út á við og vinna
henni aukið fjárhagslegt traust
meðal annarra þjóða. Hefur það
verið eitt meginmarkmið Seðla-
bankans að tryggja, að ætíð
væri fyrir hendi nægur gjald-
eyrisforði, er ekki væri gengið
vefulega á, nema til að forða
áföllum á sérstökum erfiðleika-
tlímum, eins og hér gengu yfir
1967 og 1968.
Allt eru þetta svo mikilsverð
atriði, að á grundvelli þeirra á
að vera óhætt að fullyrða, að af
koma íslendinga hafi aldrei stað
ið traustari fótum en nú. Hin-
um megin á reikninginn verður
þó að telja einn vettvang, þar
sem árangur í stjórn efnahags-
mála á undanförnum áratug hef
ur orðið mun minni en vonir j
stóðu til. Ég á þar við þróun I
verðlags og framleiðslukostnað-)
ar. Hjá þvi verður ekki horft,
að verðbólga hefur verið hér á
landi meira en tvöfalt örari en
í nokkru nálægu landi og einn-
ig allmiklu meiri en áratuginn
á undan. Nú er ekki vafi á því,
að hinar miklu verðhækkanir
hér sl. tíu ár má að verulegum
hluta skýra með hinum óvenju-
legu tekjusveiflum útflutnings-
atvinnuveganna, sem m.a.
leiddu til stórfelldrax gengis-
lækkunar. Sú niðurstaða verður
þó á engan hátt umflúin, að til-
hneiging til verðbólgu hefur síð
ustu tvo áratugi verið meiri hér
á landi en í öðrum löndum á
svipuðu efnahagsstigi.
verðbólguvandamAlið
Þótt þessi samanburður sé Is-
lendingum óhagstæður, er ekki
þar með sagt, að verðbólgan hér
á landi sé einstakt fyrirbæri.
Þvert á móti hefur ver-
ið tilhneiging til örari verð-
bólguþróunar hvarvetna meðal
háþróaðra iðnaðarþjóða undan-
farin ár. Hafa hinar almennu
verðhækkanir valdið vaxandi
áhyggjum og orðið tilefni mik-
illa umræðna og athugana á al-
þjóða vettvangi. Er ýmislegt,
sem komið hefur fram í þeim um