Morgunblaðið - 08.04.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.1971, Blaðsíða 11
MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1971 11 ræðum, t.d. í skýrslu OECD um verðbólgumál, athyglisvert lyrir Islendinga, enda virðast vanda- mál annarra þjóða í öllum meg- inatriðum vera hin sömu, ef frá eru talin hin sérstæðu vandamál sem hér stafa af óstöðugleika sjávarútvegsins. Ég tel því ekki úr vegi að nefna hér nokkur atriði, sem fram komu í skýrslu OECD. 1 fyrsta lagi er þar bent á, að verðbólguþróunin að irndan- fömu sé að verulegu leyti af- leiðing af því, hve mikil áherzla hefur verið lögð á fulla at- vinnu sem efnahagslegt mark- mið síðustu tvo áratugi og hversu vei hefur tekizt að ná þvi markmiði. Þegar allir eru orðnir sannfærðir um það, að kreppa og atvinnuleysi séu sjálfskaparviti, sem stjórnvöld hvers lands hljóta að forðast í lengstu lög, hverfur um leið úr sögunni ótti manna við það, að óhóflegar hækkanir launa og framleiðslukostnaðar komi nið- ur á þeim sjálfum í formi efna- hagslegs samdráttar. Ekki er vafi á þvi, að þetta á við um Islendinga öðrum þjóðum frem- ur. Engin þjóð 1 Vestur-Evrópu hefur átt við jafn hagstæð at- vinnuskilyrði að búa um jafn langan tóma, og hvergi hefur sýnt sig jafnt oft, að stjómvöld geta eltki sætt sig við það, að kostnaðarhækkanir leiði til stöðvunar atvinnurekstrar og minnkandi atvinnu. 1 öðru lagi hefur reynsla ann- arra þjóða að undanförnu bent til þess, að ekki sé á það að treysta, að unnt sé við þessar aðstæður að draga verulega úr launa- og verðhækkunum með fjármálalegum og peningalegum aðgerðum einum saman, þar sem líklegt sé, að þær leiði til meiri samdráttar í eftirspum og at- vinnu en menn geti sætt sig við, löngu áður en tilætluðum verð- hjöðnunaráhrifum væri náð. Til viðbótar eðlilegu aðhaldi 1 fjár málum og peningamálum þurfi því að koma almennt viður- kennd stefna í launa- og verð- lagsmálum, er miði að þvi að launahækkanir séu ættð í sam- ræmi við framleiðsluaukningu þjóðfélagsins, þar sem hækkan- ir umfram þau mörk hljóta ein- göngu að leiða til verðbólgu. Þótt menn greini mjög á um það, hversu beina aðild ríkisvaldið eigi að hafa að mörkun stefnun- ar í launamálum, vex þeirri skoð un fylgi, að ákvarðanir í launa- málum séu afdrifarikari en svo, að eðlilegt sé að ráða þeim til lykta eingöngu milli aðila vinnumarkaðarins, án nokkurr- ar tryggingar fyrir þvi, að til- lit sé tekið til hagsmuna þjóð- arbúsins i heild. Enginn vafi virðist leika á því, að viðhorf manna til verð bólguþróunar hafa breytzt hvar vetna í heiminum á undanförn- um árum. Önnur markmið, eink um ör hagvöxtur og næg at- vinna, hafa í svo til öllum lýð- ræðisríkjum verið tekin fram yf ir stöðugt verðlag, hvenær sem á hefur reynt. Enginn ágreining ur ætti að þurfa að vera um mikilvægi þessara markmiða, en í OECD skýrslunni er lögð áherzla á það, að menn missi ekki sjónir á skaðsemi verð- bólgu, sem hljóti að leiða til efnahagslegs tjóns og félagslegs óréttis, ef henni er ekki haidið innan hóflegra marka. Á þessi aðvörun vissuiega erindi til okkar Islendinga. Þótt við hðf- um átt við sérstðk og oft erfið efnahagsvandamál að etja, stafa hinar miklu verðhækkan- ir hér á landi tvimælalaust einn ig af því, að skort hefur sterk- an og aimennan vilja til þess að gefa aðgerðum gegn verðbólgu nægilegan forgang. SAMRÆMD STEFNA NAUÐSYNLEG En hvað þá um stjóm pen- irigamála og aðgerðir Seðlabank aris? Hefur hann ekki sérstöku hlutverki að gegna í baráttunni gegn verðbólgu? Vissulega er það svo, enda hafa verðhækkan ir á undanfömu ári verið stjóm bankans verulegt áhyggjuefni. Því miður tókst ekki að ná sam- stöðu um aðgerðir í gengis- og launamálum, sem forðað hefðu getað þeirri verðhækkunar- skriðu, sem yfir félL Sannleikurinn er sá, að áhrif- um peningalegra aðgerða gegn verðbólgu eru þröng takmörk sett, ef önnur öfl, er áhrif hafa á gang efnahagsmála, leggjast ekki á sömu sveif. Sé litið yfir þróun siðustu tíu ára, fer það vart milli mála, að lengst af hef ur verið rekin aðhalds- söm stefna í peningamálum, ef frá eru talin erfiðleikaárin 1967 til 1969, þegar Seðlabankinn jók mjög útlán sín til þess að hamla gegn samdrætti og at- vinnuleysi. Það hefur verið mat bankastjómar Seðlabankans, að frekari beiting peningalegra að gerða á uppgangsárunum hefði ekki náð tilgangi sínum, nema einnig hefðu komið til sam- ræmdar aðgerðir í opinberum f jármálum og launamálum. Það er einmitt samræmd stefna af þessu tagi, sem að dómi Seðlabankans hlýtur að vera forsenda þess, að unnt verði að leysa þau vandamál, sem við blasa á siðari hluta þessa árs, þannig að bæði verði komið í veg fyrir teljandi verðhækkan ir og versnandi greiðslustöðu út á við. Bankastjóm Seðlabank- ans mun leggja það af mörkum, sem hún má, við að undirbúa mótun slikrar stefnu og vinna að framgangi hennar. Nú eru aðeins tvö ár liðin, síðan þjóðarbúskapurinn var í öldudal óvenjulegra efnahags- örðugleika. Ég veit, að það hef- ur víða vakið athygli, hvemig íslendingair brugðust við þeim vandamáilum og hve þeir skjótt hafa rétt hag sinn við að nýju. Vonandi bera þeir gæfu til þess að eyðileggja ekki þann árang- ur nú með þvi að krefjast meira úr þjóðarbúinu en þar er til skipta. Matreiðslumenn Viljum ráða matreiðslumann strax eða 1. maí. Upplýsingar hjá yfirmatreiðslumanni milli kl. 2—4, ekki í síma. BBH Kjörskrárstofn Kjörskrárstofn tii Alþingiskosninga 13. júní 1971 liggur frammi almenningi til sýnis á Bæjarskrifstofunum Strand- götu 6 alla virka daga frá 13. apríl — 10. maí n.k. kl. 10—12 og 13—16 og laugardaga kl. 10—12. Kærur yfir kjörskránni skulu hafa borizt skrifstofu bæjar- stjóra eigi síðar en 22. maí n.k. Hafnarfirði, 6. apríl 1971. Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjarstjóri. • • KJORSKRA til alþingiskosninga í Reykjavík, sem fram eiga að fara 13. júní n.k„ liggur frammi almenningi til sýnis í Manntals- skrifstofu Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 2. hæð alla virka daga frá 13. apríl til 10. maí n.k., frá kl. 8,30 til 16.00 (á mánudögum til kl.17.00). Kærur yfir kjörskránni skulu berast srifstofu borgarstjóra eigi síðar en 22. maí n.k. 7. apríl 1971 Borgarstjórinn í Reykjavík. Laus staða Staða skólastjóra við bændaskólann á Hól- um í Hjaltadal er laus til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 5. maí 1971. Landbúnaðarráðuneytið, 5. apríl 1971. Geymsluhúsnæði óskust Óskum að taka á leigu 200 — 250 ferm. geymsluhúsnæði. Þarf að vera þurrt og með góðri innkeyrslu. Tilboð óskast send Morgunblaðinu fyrir 15. apríl, merkt: „7477“. HÁDEGISVERÐARFUNDUR verður haldinn 13. apríl kl. 12 í Þj óðleikhúskj allaranum. Ræðumaður verður hr. lögfr. Hjörtur Torfason. Ræðuefni: Atvinnuréttindi erlendra fyrirtækja á fslandi. JUNIOR CHAMBER I REYKJAVlK KJÖRSKRÁ fyrir Keflavíkurkaupstað til alþingiskosninga sem fram eiga að fara hinn 13. júní 1971 liggur frammi í bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 12, á venjulegum afgreiðslutíma frá og með 13. apríl til 11. maí næstkomandi. Kærur út af kjörskrénni ber að skila til skrifstofu bæjarstjóra eigi síðar en laugardaginn 22. maí 1971. Bæjarstjóri. Notið frístundimar Vélritunar- og hraSritunarskóK Vélritun — blindskrift, uppsetning og frá- gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. Notkun og meðferð rafmagnsritvéla. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og inn- ritun í síma 21768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, — sími 21768. Skiptafundur Skiptafundur í þrotabúi Guðmundar Þorvars Jónassonar Asbraut 17, Kópavogi, verður haldinn miðvikudaginn 14. apríl 1971 kl. 14 í dómssal embættisins að Alfhólsvegi 7. Tekin verður ákvörðun um ráðstöfun eigna bússins sem eru í Veitinga- og skemmtistaðnum Las Vegas Grensðs- vegi 12 Reykjavík. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Keflavík — Suðurnes KEFLAVlK: Til sölu grunnur undir raðhús, hagstætt verð. Eldra einbýiishús, vel með farið, útborgun 3(X) þús. Höfum kaupanda að einbýlishúsi á einni hæð, skipti á stærra húsi kemur til greina. NJARÐVlK: Til sölu mjög gott einbýlishús, ásamt stórri bif- reiðageymslu og ræktaðri lóð. SANDGERÐI: Til sölu eldra einbýlishús, skipti á góðri íbúð kemur til greina. FASTEIGNASALAN, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420 og 1477. V erkfrœðingar T œknifrœðingar Vegagerð ríkisins óskar eftir að ráða verkfræðinga og tækni- fræðinga ti1 ýmiss konar starfa. Umsóknum skal skila eigi síðar en 20. apríl næstkomandi. Vegagerð ríkisins. Borgartúni 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.