Morgunblaðið - 08.04.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1971 . . 56 . . háltfri mínútu oí seint á ferðinni. Svo ég heilti uppá og síðan i bolla og fór með hann inn í herbergið húsbóndans. Horning þagnaði og stórt tár féld úr votum augunum og datt með skellli á handarbakið á honum. Hann flýtti sér að þerra það af , næstum laumulega, og hélt síðan áfram: — Ég bið ykkur, afsökunar, herrar mínir, en þegar mér verð ur hugsað til húsbóndans, get ég bara ekki að mér gert. Þeg- ar ég barði uppá hjá honum og hann svaraði mér, vissi ég, að hann var vakandi. Ég fór því inn, setti frá mér bollann og reisti hann upp við koddann. En ég vildi ekki fara út að glugg- anum. Ég dundaði þarna eina eða tveer mínútur og ætl- aði að skjótast út, þegar hann kalilaði í mig. — Hver skrattinn gengur að þér núna? sagði hann og ég get Yfir hátíðarnar verður opið sem hér segir: Skírdagur: Opið allan daginn. Föstudagurinn langi: Lokað. Laugardagur: Opið allan daginn. Páskadagur: Lokað. Annar í páskum: Opið allan daginn. ASKUR Sudurlandsbraut 14 ■—- Suni 38550 Lítil sérverzlun Lítil sérverzlun til sölu í miðborginni. LítiH vörulager, góðir greiðsluskilmálar. Sérstaklega hentugt fyrir miðaldra fólk sem vill verða sér úti um sjálfstæða atvinnu. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt' „Góðir möguleikar — 7482”. ARKITEKT helzt með reynslu eða sérþekkingu í skipulagi, óskast til fjöl- breyttra starfa Kaup eftir samkomulagi. Umsóknir, er greini frá menntun og starfsreynsiu sendist Mbl. merktar: „TRÚNAÐARMÁL — 7483”. enn heyrt róminn. — Ætlarðu að gleyma að draga frá glugg- anum? — Ég man ekki nákvæmlega, hvað ég sagði við hann. Eitt- hvað um það, að enn væri svo dimimt og ég skyld'i held- ur kveikja á kerti. En hann sagði mér að vera ekki með þessa vitleysu. Ég ætti að draga strax frá glugganum og hleypa birtunni inn. Þar var engin und- ankioimuileið. Ég dró frá og þarna skein sólin á móann úti fyrir. Svo gekk ég að rúminu þar sem hann sat upp við dogg, og beið. — En ég þurfti elvki lengi að bíða. Ég sá hann stara út um gluggann og siíðan náfölna upp, rétt eins og hann hefði séð draug. Svo rétti hann út vinstri hönd - þá einu, sem hann hef- ur gagn af — og greip í hand- legginn á mér. — Ég er að verða blindur Horning, sagði hann. — Sólsikin- ið er bjart, þrátt fyrir þessa vit- leysu, serr. þú varst að segja mér, að það væri öf dimmt. En ég sé bara ekki turninn. — Jæja, ég stóð bara þarna eins oig þvara. Ég svaraði hon- um ekki, af því að ég vissi ekki, hvað ég átti að segjia. Og allt í einu kreppi hann fingurna að mér, svo að mig verkjaði. Ég vissi ekki, að hann ætti svona mikla krafta eftir, — Hvað er á seyði, Horning? Segðu mér sannleikann bölvað- ur! — Ég sá, að þetta þýddi ekk- ert. Ég held hann hafi þeg- ar vitað, hivernig komið var, því að hann japiaði munninum og skalf alSur. Ég herti mig því upp. — Turninn er hruninn, sagði ég. Hann svaraði mér engu — ekki strax. En hann sieppti handleiggnum á mér og höndin féll máttlaus niður í rúmið. And Iiit hans varð algrátt, en svo sá ég, að varirnar bærðust. Ég laut niður og mér tókst að greina hvað hann sagði. „Þetta urðu þá endalokin. Ben er dauður." Og svo lagðist hann bara út af, alveg eins og þegar hann féíkk fyrra slagið. Og ég varð feginn, að ég hafði látið WalLy bíða við bakdyrnar. Brytinn þagnaði en þerraði laumulega augun með rifnum vasaklút. — Já, þetta hefur verið mik- il reynsla fyrir yður, Horning, sagði Jimmy. En það var nú samt betra, að þér skyMuð færa hr. Símoni fréttirnar en einhver annar. En ég skil bara ekki, hvað hann á við með þvi, að Benjamín sé dauður. Eruð þér vissir um, að þér hafið heyrt það rétt ? :— Já, alveg viss. Og ég held ég geti útskýrt, hvað húsbónd- inn hafði í buga. Það var þessi áletrun. Þar sagði, að með- an þessi turn stæði, mundi ætt- in alltaf búa hérna. Hver veit nema húsbóndinn hafi Li'ka lit- ið á það frá hinni hMðinni: Að þegar enginn Glapthome væri eftir, mundi turninn hrynja. Og Benjamin er sá síðasti af ætt- inni, ef frá er talinn húsibónd- inn. — Ég skil, hvað þér eigið við, sagði Jimmy. — 1 augum hr. Símonar þýddi hrun turnsins sama sem útrýmingu ættarinnar. Þér hafið náttúrlega ekkert frétt frá Benjamin? — Ekki eitt orð. Og sagði Jæknirinn mér þó, að fultttrúinn hefði lofað að senda honum boð tafarlaust. — Það gerði ég liíika, Hioming, sagði AppLeyard. En svo illa tókst til, að BenjamLn var farinn frá borði áður en skila- boðin komust þangað, og síðan hef ég ekki getað náð í hann. — Það er fallega gert af yður að gera yður alil.t þetta ómak. Þér skiljið, að ég sendi hann Wally undir eins til Lyden- bridge að ná i lækninn. Honum tókst að fá far með vörubill, svo að liæknirinn var kominn hinig- að milkl.u fyrr en ég hafði búizt við. En undir eins og hann sá húsbóndann, sagði hann, að — Öskraðu ekki svona —þú faelir fiskinn! mjög liitið væri hægt að j^era fyrir hann. Seinna sendi llann hingað hjúkruriarkonu úr spítal anum, og hún er hjá honum núna. En annars hefu-r hann ekki verið við fulla meðvitund siðan hann féikk slagið. Meðan brytinn var að tala, heyrðust ofurlítil högg á fram- dyrnar, eins og úr fjarska. —- Ef þið viljið afsaka mig, herrar mínir, þá þarf ég að fara til dyra. Ég verð að sjfá, hver þetta er. AppLeyard kinkaði kolli. -— Já, farðu bara. Og þegar fóta- tak Hornings heyrðist framan úr forsalnum, sneri hann sér að Jiimmy. —Ég Lofaðí yður því, þegar ég fór með yður hingað að þér skylduð fá að hitta skrítið fólk. Hugsa sér annars, hvernig þessi turngarmur getur haft Simon gamla alveg á valdi sínu. Þér heyrðuð, hvað læknirinn var að segja rétt áðan. Hann getur aldrei hafa verið með fuLlu viti. Og líklega hefur þetta fyrra slag hans átt einhvern þátt í því. Slíkt getur stundum komið við heilann í fólki, skilijið þér. — Ég veit ekki, sagði Jimmy. — Mér hefur nú verið að detta í hug, hvort ekki geti verið eitt- hvað í sambandi við þennan turn, sem oikkur hefur alls ekki dottið í hug. Kannski . . . Hann snarþagnaði er hurðin opnaðist og Joyce Blaekbrook líom inn. Hún Leit á þá með reiðisvip. - Horning sagði mér, að þið væruð hérna, sgði hún. — Og mér finnst ég hafa full- an rétt til að spyrja, hvað þið séuð eiginiega að erinda. Ég hélt, að þið væruð of ti'Hits- amir til að fara að koma hingað, þegar hann frændi minn liggur fyrir dauðanum í næsta herbergi. — Við eiigum það erindi að spyrja u-m líðan frænda yðar, svaraði Appleyard. Horning hefur verið að segja okkur, hvað hér gerðist í gærmorgun. Megum við tjá yður inni- lega samúð okkar? Hún virtist heldur mýkjast við þetta. — Þakka yður fyrir, sagði hún. — Vel á minnzt, full- trúi. Hann Darlington læknir sagði mér, að þér hefðuð Lofað að senda honum Ben frænda minum skilaboð. Ég sendi hon- um skeyti í gær, en hef ekkert svar fengið. Ég skil ekkert í þvi, að hann skuli ekki koma. Jimmy tók að sér að svara þessu. Skilaboðin voru send án minnstu tafar. Og til þess að vera viss um, að frændi yðar fengi þau, fór ég sjáiltfur um borð í skipið í gærmorgun. En þá frétti ég, að hr. Gtepthorne hefði farið frá borði siðdegis á fimmtudag. — Virkilega? sagði hún stein Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl. I»ú færð mörg félagsleg tækifæri í dag. Natitié, 20. apríl — 20. maí. Reyndu að ýta þér upp úr farinu fljótlega. Tvíburarnir, 21. *nai — 20. jtíní. Fólk laðast að þér, en það ber að forðast, því að það tefur að- eins. Krabbinn, 21. .itíní — 22. Jiilí. I»ú verður að vera ákveðinn í starfi Ljónið, 23. jtilí — 22. ágúst. Ljáðu öðrum lið og byrjaðu hópstarf í stærri stíl. Meyjan, 23. ágiist — 22. september. Félagsleg þörf þín getur ráðið stefnu þinni á næstunnl. Vogin, 23. september — 22. október. Notaðu hvert tækifæri til að dreifa huganum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Atburðir dagsins leiða þig í sannieika um, hverjir vinir þínir eru. Bogmaðnrinn, 22. nóvember — 21. desember. Starfið er eina lausnin í dag. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ef þú skipuleggur um of, fer allt í hra*rigraut. Vatnsberinn, 20. jantiar — 18. febriiar. Ef þú sýnir tillitssemi, gengur allt vel. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. niarz. Mikil hreyfing eða breyting kann að verða á umhverfi þínu, og þeim, sem því deila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.