Morgunblaðið - 08.04.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.1971, Blaðsíða 16
16 MOaGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1971 Gtgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráó Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundssorv. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Augíýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innaniands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. UMBÓTASTJORN A thafnasömu löggj afarþingi **• er lokið, páskahelgin fer í hönd, en að henni lokinni hefjast flokksþing og lands- fundur tveggja stærstu stjórn málaflokka þjóðarinnar, Sjálf stæðisflokks og Framsóknar- flokks. Þegar þeim er lokið má vænta þess, að kosninga- baráttan vegna þingkosning- anna í vor hefjist af fullum krafti. Páskahelgin gefur tilefni til margvíslegrar íhugunar m.a. um framvindu mála í þjóð- málum okkar Íslendinga. Sömu stjórnmálaflokkar hafa farið með stjóm landsins um nær 12 ára skeið. Þetta tíma- bil hefur óhikað verið mesta framfaraskeið í sögu þjóðar- innar. Að vísu urðum við fyrir miklu áfalli á árunum 1967 og 1968 og tafði það framfarasóknina nokkuð, en nú hefur þjóðarbúið náð sér að fullu eftir þessi áföll. Áhyggjuefni okkar nú er ekki atvinnuleysi, heldur skortur á vinnuafli á þessu ári. Við höfum ekki áhyggjur af því, að fólk hafi ekki nægar tekj- ur, heldur af hinu, að pen- ingaráðin séu svo mikil, að þau muni valda of mikilli þenslu í efnahagslífinu. Þetta eru mikil viðbrigði frá því sem var fyrir tveimur árum. Með sama hætti og launafólk í landinu varð fyrir skertum lífskjörum vegna áfallanna, hefur það nú notið hlutdeild- ar í batnandi hag þjóðarbús- ins, svo sem vera ber. Alþingiskosningarnar í vor geta ráðið jafn miklu um þró- un mála á áttunda áratugn- um eins og kosningarnar haustið 1959 skiptu sköpum um framvindu mála á sjöunda áratugnum. Kjósendur munu gera upp hug sinn í kosning- unum í vor á grundvelli feng- innar reynslu. Reynslan er ólygnasti dómarinn. Tvennt Slíðrum ¥ viðtali, sem Morgunblaðið birtir í dag við Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, hvetur hann landsmenn til þess að slíðra vopnin og standa saman sem einn mað- ur í landhelgismálinu. Það er sannarlega ástæða til að taka undir þessi orð forsætisráð- herra. Sá klofningur, sem upp er kominn milli stjórn- málaflokkanna í landhelgis- málinu, er ekki um efni málsins heldur aðferðir og Morgunblaðið fullyrðir, að vilji þjóðarinnar er sá, að allir standi einhuga í barátt- hefur einkennt starfsemi þeirra flokka, sem nú eru í stjórnarandstöðu. Annars vegar vaxandi sundrung og innbyrðis klofningur, sem hefur gert það að verkum, að þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefur klofnað í þrennt á kjörtímabilinu og hluti Framsóknarflokksins hefur sagt sig úr lögum við flokk- inn. Hins vegar, að þessir flokkar hafa barizt gegn öll- um helztu framfaramálum þjóðarinnar á liðnu 12 ára stjórnartímabili núverandi r íkisst j ómar. Aðalsmerki þeirra hefur verið klofningur og neikvæð afstaða. Á hinn bóginn hefur núver- andi ríkisstjórn, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur veitt forystu allt þetta kjörtímabil brotið blað á flestum sviðum þjóðlífsins. Hún hefur verið sannkölluð umbótastjóm. Viðskiptahöft hafa vikið fyr- ir viðskiptafrelsi. Skattpíning hefur vikið fyrir heilbrigðri skattalöggjöf, þótt enn sé um- bóta þörf á því sviði. Bylting hefur orðið í fiskiskipaflota landsmanna. Með stórvirkj- unum og stóriðju hefur verið brotið blað í atvinnusögu landsmanna. Viðskiptalegri einangmn hefur verið hafnað með aðild að EFTA og grund- völlur lagði.r að nýrri iðn- væðingu landsins. Þetta eru svo róttækar breytingar að fullyrða má, að núverandi ríkisstjórn sé ein mesta fram- fairastjóm, sem setið hefur að völdum hér á landi. Sú mynd, sem við blasir, er annars vegar klofningur og neikvæð afstaða stjórnarand- stöðunnar. Hins vegar að um- bótastefna Sjálfstæðisflokks- ins hefur gjörbreytt þjóðlíf- inu. Á þessari fengnu reynslu munu kjósendur byggja er þeir gera upp hug sinn á kjör- degi. vopnin unni fyrir þessu lífshags- munamáli þjóðarinnar. í viðtalinu segir forsætis- ráðherra m.a.: „Mér þykir vænt um, að stjómarandstæð- ingar hafa orðið við tilmæl- um mínum, sem ég bar fram í utanríkismálanefnd um það. að þeir flyttu ekki tillögu um þjóðaratkvæði á þinginu sjálfu. Ágreiningur um efni málsins gaf ekki tilefni til þess að mínum dómi, og ég óttaðist þann blæ, sem málið myndi með þeim hætti fá út á við, að það kynni að varpa skugga á þá þjóðareiningu, sem ætíð hefur verið fyrir ERFIÐLEIKAR LAND- BÚNAÐARINS INNAN EFNAHAGSBANDALAGSINS EFTIR MAGNÚS SIGURÐSSON HINN 1. apríl gekk í gildi nýtt grund- vallarverð á landbúnaðarvörum innan Bflruaihagsbandailags Evrópu. Þrátt fyrir ákveðnar kröfur bænda um allt að 15% verðhækkun á afurðum þeirra, varð niðurstaðan sú, að einungis var heimiluð hækkun, sem að meðaltali nam um 4%. Þetta er lítil hækkun og gerir ekki miklu betur en að halda í við aukna dýrtíð. En ákvörðun þessa nýja verðs og undanfari þess leiða í ljós, að landbúnaðarmálin eru enn hvað örðugasta vandamálið innan EBE. Það hefur ennfremur fært bændum heim sanninn um, að verð á afurðum þeirra er ekki ákveðið af ríkisstjiómum þeirra sjlálfra hieldur í aðalstöðvum EBE í Brussel. Samkomulag um nýja landbúnaðar- verðið náðist ekki þrautalaust. Áður höfðu landbúnaðarráðherrar EBE- landanna sex setið dögum saman á fundum og síðast komust þeir loks að niðurstöðu, þegar þeir höfðu þingað nær samfleytt í meira en sólarhring. Aðdragandinn hafði ekki heldur verið tíðindalaus. Daginn áður höfðu um 75.000 bændur úr öllum löndum Efnahagsbandalagsins þrammað í fylk- ingu inn í miðborg Brússel til þess að fylgja kröfum sínum eftir. Eins og oft vill verða um slíkar fjöldagöngur, fór hún úr skorðum. Harðir árekstrar urðu milli bænda og lögreglu. Þeir fyrrnefndu köstuðu eggjum, kartöflum og jafnvel lifandi hænsnum í lögreglu- menn, sem beittu kylfum og táragas- sprengjum á móti. Þegar valurinn var talinn, kom í ljós, að einn bóndi hafði beðið bana en um hundrað og fimm- tíu manns slasast, bændur, lögreglu- menn og vegfarendur. Eignatjón nam yfir 100 millj. kr. og miðborg Brússel leit út eins og orrustuvöllur. Þessir atburðir leiða enn athyglina að því öngþveiti, sem landbúnaðar- málin eru í innan EBE. Ástæðurnar fyrir vandræðunum eru einkum þrjár: 1. Verðmæti þess, sem meðalbóndi framleiðir í löndum EBE, er langt und ir verðmæti þess, sem venjulegur iðn- aðarmaður framleiðir. Því er það langt frá því auðvelt að tryggja bændum sömu afkomu. 2. Skylt er að kaupa afurðir bænda og greiða úr sameiginlegum landbún- aðarsjóði EBE án tillits til þess, hvort markaður sé fyrir þær. Offramleiðsla á landbúnaðarvörum er því mikil. Heil fjöll af smjöri, korni og öðrum afurðum hafa safnazt saman. Eina leið- in til þess að losna við þessar birgðir hefur verið að selja þær á niður- greiddu verði til landa utan Efnahags- bandalagsins. Þetta þýðir síauknar uppbætur, sem skattgreiðandinn fær að borga. 3. Bændur innan EBE eru of margir og þeim verður að fækka En það vandamál verður ekki leyst í skyndi, því að bændur yrðu þá einfaldlega sviptir afkomugrundvelli sinum. Yfirmaður landbúnaðarmála í Fram- kvæmdaráði Efn'ahagsbandalagsins, Holt endingurinn Sicco Mansholt, heflur kom- ið fram með áætlun til endurskipu- lagningar á landbúnaði innan EBE og eiga þær breytingar að fara fram á mörgum árum. Markmið Mansholts- áætlunarinnar er að koma á fót ný- tízkulegum stórbúgörðum, er verði ekki minni en 80 hektarar. Samkv. þessari áætlun eiga á hinn bóginn ekki færri en fjórar af níu millj. bænda í EBE-löndunum að leggja niður búskap á þessum áratug. Þeir búgarðar, sem auðvelt er að endurbæta og stækka, eiga að fá fjárhagsaðstoð í því skyni, en kotbúskap skal hætt. Þeir bændur, sem hætta vilja búskap, eiga hins veg- ar einnig að fá fjárhagsaðstoð í bætur fyrir jarðir sínar og til þess að læra nýja atvinnugrein, sem geti orðið af- komugrundvöllur þeirra. Framlög til þessa skulu koma úr ríkiskassanum en einnig úr sameiginlegum sjóði EBE. En þrátt fyrir það að sú leið, sem Mansholt hefur bent á, feli í sér réttu lausnina þegar til lengdar lætur, á erfiðleiikum EBE í landbúnaðarmál- um, hafa bændur þar einmitt gert Mansholt sérstaklega að skotspæni sín- um. Hvar sem bændur koma saman til funda um mál sín, má sjá skilti, þar sem á stendur: Á gálgann með Mansholt. Þá er hann einnig sýndur brennandi á báli ogliggjandi í líkkistu, svo að það fari ekki framhjá neinum, hvern hug bændur bera til hans. Ástæðan fyrir þessu er ofur einföld. Bændur vilja ekki leggja niður búskap og fara á mölina. I Brússel lögðu landb.ráðherrar Frakk- lands, Hollands, V-Þýzkalands, Belgíiu og L u xembo urgar í saaneinimgu al lt kapp á að fá landbúnaðarverðið hækkað and- stætt Mansholt, sem því aðeins vildi hækkun á búvörum, að samtímis yrði unnið markvisst að því að koma á endurskipulagningu landbúnaðarins í samræmi við þær hugmyndir, sem hann hefur komið fram með. Lorenzo Natali, landbúnaðarráðherra Ítalíu varð einn til þess að styðja Mansholt, en ástæðan var sú, að í landi hans er landbúnaður frumstæðastur innan EBE og bændur fátækastir. Þess vegna myndu ítalskir bændur hljóta mest framlag úr sameiginlegum sjóði EBE til endurskipulagningar landbúnaðar- ins. Kröfuganga bænda inn í Brússel var fyrst og fremst farin til þess að fylgja eftir kröfunum um hækkað landbún- aðarverð. Sú óverulega hækkun, sem fékkst, hefur naumast orðið til þess að sefa óánægju bænda. Eftir óeirðim- ar, sem af kröfugöngunni leiddu, voru varla til þau götuljós í miðborg Brússel, sem heil voru eða sá blaða- tum, að hann stæði uppi. Kaupmenn syrgðu brotna og ræmda búðarglugga og þeir voru ekki fáir bílaeigendurnir, sem formæltu bændum, þegar þeir komu að bílum sínum eyðilögðum. En þrátt fyrir þetta er samúðin kannski meiri með bændum á eftir en á undan. Aðgerðir þeirra spegluðu máttvana reiði gagnvart landbúnaðarstjórn EBE, sem hefur fengið það orð á sig að stjórnast af „blindri“ skynsemi án til- lits tif þeirra einstaklinga, sem standa svo föstum fótum í mold feðra sinna, að þeir megna ekki að taka það stökk inn í framtíðina, sem landbúnaðar- stefna EBE krefst af þeim. hendi og er fyrir hendi um, að íslendinga telja land sitt og landgrunn eitt og hið sama.“ Um viðhoirín í landhelgis- málinu segir forsætisráðherra ennfremur í þessu viðtali: „Við höfum aldrei sagt, að við ætluðum að bíða þar til eftir hafréttarráðstefnuna 1973. Þvert á móti höfum við und- irstrikað, að svo gæti farið, að við mundum fyrr og þá einnig fyrir 1. september 1972 taka ákvörðun um ein- hliða útfærslu, ef kringum stæður breyttust, svo sem við skyndilega stórsókn erlendra togara á landgrunnsmiðin. Hitt höfum við lagt áherzlu á að leggja okkur fram um það, sem Alþingi lagði fyrir stjórnarvöld að gera með samþykkt sinni frá 5. maí 1959 að afla viðurkenningar þjóða á rétti okkar til fisk- veiðilandhelgi á öllu land- grunninu. Við viljum nota hið gullvæga tækifæri, sem gefst nú á undirbúningsfundum 86 þjóða fyrir ráðstefnuna til þesis að afla málstað okkar fylgis og kanna viðhorf ann- arra. Þetta tel ég eðlilegan siðaðra manna hátt og gaet- inna, þegar mikið er í húfi. Ég veit þegar, að málstaður okkar stendur miklu styrkari fótum en nokkru sinni fyrr og hefi bjargfaista trú á því, að hann verði viðurkenndur á alþjóðavettvangi.‘<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.