Morgunblaðið - 18.04.1971, Síða 11

Morgunblaðið - 18.04.1971, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971 11 Læknar, hjúkrunarkonur, féla gsráðgjafi, sálfræðingur, stúdentar og annað starfsfólk við Kleppsspítala. Fremri röð frá v:. Guðrún Sigríður Forsteinsdóttir, Þóra Amfinns, Nanna Jón- asdóttir, María Gísladóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Helga María Ástvaldsdóttir, Þómnn Páls- dóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir. Aftari röð frá v.: Tómas Helgason, Leifur Dungal, Jakob Jónasson, ólafur Grímsson, Bjamveig Guðlaugsdóttir, Þórður Möller, Kristín Gústavsdóttir, Gylfi Ásmundsson, Guðrún Guðnadóttir, Ásgeir Karlsson, Ólafur Jóhann Jónsson, Hilmar Þór Hálfdánarson, Skúli Bjarnason, Ludvig Guðmundsson. sem ég framkvæmdi fyrir nokkrum árum, sýndu að tiðni geðsjúkdóma á íslandi og í Danmörku er hin sama, ef beitt er sömu rannsóknaraðferð og notaðar sams konar skilgrein- ingar. Það er sennilegt, að þess ar niðurstöður megi alhæfa, a.m.k. fyrir Norðvestur- Evrópu. — Eru geðsjúkdómar algeng ari hjá konum en körlum? — Ef tekið er tillit til drykkjusýkingar hjá körlum, er enginn verulegur munur á tiðni geðsjúkdóma hjá konum og körlum. — Fara geðsjúkdómar eða geðrænar truflanir vaxandi? — Rannsóknir. sem fram- kvæmdar hafa verið hér og annars staðar, benda ekki til þess að tlðni geðsjúkdóma hafi breytzt frá þvi sem áður var. — Sjást þess nokkur merki, að fólk á Islandi eigi við geð- ræna erfiðleika að etja, frem- ur á einum árstíma en öðrum, t.d. í mesta skammdeginu? — 1 þeim skýrslum, sem til eru, er ekki að sjá neitt, sem bendir ákveðið til þess að geð rænir erfiðleikar séu algeng- ari á einum árstíma frekar en öðrum, þó að margur geti ímyndað sér frá persónulegri reynslu af skammdegissleni eða vorsleni, að svo kynni að vera. — Eru geðsjúkdómar ætt- gengir? — Yfirleitt eru geðsjúkdóm- ar eða geðveilur algengari í fjölskyldum geðsjúklinga, held ur en meðal fólks almennt. Þetta þarf ekki að þýða að sjúkdómamir séu arfgengir, þvi að ekki má gleyma að f jórð ungi bregður til fóst.urs. Hins vegar er vafalaust, að ýmsir geðsjúkdómar eins .og margir aðrir sjúkdómar, eru að ein- hverju leyti ættgengir, þó að ekki sé vitað nema í tiltölulega fáum tilvikum hvernig þeir erfist og að hve miklu leyti. Þetta þarf hins vegar ekki að þýða, að neitt örðugra sé að lækna þá heldur en aðra sjúk- dóma. Ekki er heldur nein á- stæða til að fyllast svartsýni um framtiðarhorfur ættingja geðsjúklinga, þvl að þeir hafa margir hverjir margt annað, sem er mjög jákvætt, í gen- forða sínum. — Úr því að geðveiki er að einhverju leyti ættgeng, er þá hægt með einhverjum ráðum að fyrirbyggja hana eða draga úr líkum á að hún komi upp í af kvæmum? — Ef sjúkdómur er ættgeng ur að einhverju leyti og arfgengismátinn er þekktur, verður að gera það sem hægt er til þess að draga úr þeim umhverfisþáttum, sem stuðla að þvi að sjúkdómurinn brjótist út. Á núverandi þekkingarstigi er erfitt að benda í stuttu máli á ákveðna þætti, aðra heldur en að gera það sem unnt er til þess að persónuleiki barnanna nái góðum þroska, og verði eins sterkur og unnt er. Einnig þarf að stuðla að öryggi ein- staklingsins á öllum aldri, svo að ekki reyni meira á hann heldur en brýna nauðsyn ber til. — Er fólki hættara við geð- truflunum fremur á einu ald- ursskeiði en öðru ? — Ef athugað er á hvaða aldursskeiði flestir geðsjúkling ar hafa veikzt, koma í Ijós toppar, annars vegar á unglings og yngri fullorðinsárum, og hins vegar hjá gömlu fólki. Sjúkdómar unga fólksins eru þó ailt annars eðlis heidur en hins eldra, sem oftast nær á við að stríða vefræna sjúkdóma sem hafa í för með sér ýmis konar geðlæg einkenni. — Ef geðsjúklingur hefur náð fullri heiisu, eru þá mikl- ar líkur á skv. fenginn reynslu, að hann geti orðið sjúkur á ný? . -— Ekki er hægt að tala um, að líkurnar fyrir geðsjúkling, sem náð hefur fullri heilsu, séu miklar til þess að veikjast á ný, en óneitánlegt er að þær eru nokkuð meiri heldur en likur hinna, sem aldrei hafa veikzt. Auk þess má ekki gleyma, að það er margt í um- hverfi geðsjúklinganna og sam skiptum annars fólks við þá, sem kannski stuðlar frekar að þvi, að þeir veikist á ný, á sama hátt og var í upphafi sjúkdómsins. M.a. af þessum sökum er mjög æskilegt að geta látið meðferðina ná til fleiri f jölskyldumeðlima heldur en að eins þess eina, sem er talinn verða svo veikur, að hann þurfi að leita læknis eða leggj ast á sjúkrahús. — Er fyrrverandi geðsjúkl- ingum ráðlagt að halda áfram lyfjatöku eða annarri læknis- meðferð, þótt hann virðist hafa náð fullri heilsu? — Já, mörgum fyrrverandi geðsjúklingum er ráðlagt að halda áfram lýfjatöku, jafnvei árum saman, eftir að þeir hafa náð fullri heilsu. Sérstaklega á þetta við, ef vitað er að líkur sjúklingsins til þess að veikjast á nýjan leik eru verulegar, og vitað er að hægt er að fyrir- byggja ný sjúkdómstímabil með langvarandi lyfjameðferð eða annarri langvarandi aðstoð. 1 göngudeild Kleppsspítalans koma t.d. margir sjúklingar, sem náð hafa fullri heilsu, en eru á langtíma lyfjameðferð, að eins til þess að láta fylgjast með áhrifum lyifjatökunnar, og að lyfjatakan sé mátulega mik- il. — Eru meiri líkur á þvi nú en áður, að geðsjúklingar nái fullri eða sæmilegri heilsu? — Telja verður nokkurn veg inn fullvist, að miklu fleiri geð sjúklingar nái nú fullri eða sæmilegri heilsu aftur, og á skemmri tíma heldur en áður var. Haldast hér margir þætt- ir i hendur og stuðla að þessu, fyrst og fremst ýmsar breyting ar sem orðið hafa í meðferð sjúklinganna, og jafnframt sú breyting, sem smám saman er að verða á afstöðu annarra til geðsjúklinga, vegna þess að fólk hefur séð og upplifað, að fjölmargir sjúklinganna batna aftur. — Eru margir geðsjúklingar á Islandi, sem telja verður ólæknandi? — Almennt má segja, að bata horfur geðsjúklinga séu svip- aðar og batahorfur við flesta sjúkdóma aðra upp og ofan. En það sem gerir, að fólk hef- ur talið geðsjúkdómana miklu langvinnari en aðra sjúkdóma, er, að geðsjúkdómunum fylgja ekki nándar nærri eins auknar dánarlíkur og öðrum sjúkdóm- um, sem við getum ekki lækn- að. Þar af leiðandi verður þvi miður alltaf nokkur hópur ör- yrkja vegna geðsjúkdóma, sem ekki er hægt að lækna til fulln ustu, þó að langflestum megi hjálpa mjög verulega með nægj anlega góðri aðstöðu og með- ferð. — Er geðveiki algeng í börn um og unglingum? — Ef talað er um geðveiki í hinum Víðasta skilningi, sem geðsjúkdóma, er.u þeir algengir hjá börnum og unglingum. Skv. rannsóknum, sem gerðar hafa verið hér á landi, af Sigurjóni Björnssyni, er sennilegt að um fjórða hvert barn þifífi á ein- hverri aðstoð að halda, vegna geðkvilla og hegðunarvand- kvæða á mismunandi stigum. Þetta er mjög svipað hlutfall og fundizt hefur í Danmörku og Svíþjóð við svipaðar rann sóknir. — Hver er munurinn á svo- nefndu taugaáfalli og geð- veiki? — Taugaáfall sem fólk nefn- ir svo í daglegu tali, er ytfir- leitt geðsjúkdómur, sem getur verið á mjög mismunandi háu stigi, allt frá því að teljast til hinnar léttari taugaveiklunar, upp í að teljast til meiri háttar geðsjúkdóma. Það, sem veldur því að undir þetta samheiti, taugaáfall, eru settir svo mis- munandi alvarlegir sjúkdómar, er að venjulega er um að ræða geðsjúkdóm, sem á sér tiltölu- lega auðskiljanlega orsök í ein hverju andlegu áfalli, sem við- komandi einstaklingur hefur orðið fyrir. — Hvað er gert af hálfu lækna og sjúkrahúsa til þess að fylgjast með heilsufari sjúkl- ings eftir að hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi? — Þegar sjúklingur útskrif- ast gf sjúkrahúsi er gert ým- ist, að visa honum aftur til þess læknis, sem óskaði eftir sjúkra hússvist fyrir hann, og fela honum áframhaldandi eftirlit með heilsufari sjúklingsins, eða ef hentugra þykir, er fylgzt með sjúklingnum i göngudeild spítalans. Á Kleppsspítalanum höfum við yfirleitt þann hátt á, ef sérfræðingur í geðlækhing- um hefur lagt sjúklinginn inn á spítalann, Visum við honum aftur til sama sérfræðings til áframhaldandi meðferðar, nema sérfræðingurinn óski sérstak- lega eftir að við fylgjumst með sjúklingnum áfram. Ef aðrir læknar hafa lagt sjúklinginn inn, fyflgjumst við venjulega með honum einhvern tima á eft ir, sérstaklega ef meðferðinni hefur ekki verið að fullu lokið á sjúkrahúsinu, eins og oft vill verða. Venjulega er viðkomandi heimilislæknir látinn vita, að sjúklingurinn sé í meðferð I göngudeild spítalans, og síðar haft samráð við hann um áframhaldandi meðferð. — Er eitthvað gert til þess að auðvelda fyrrverandi geð- sjúklingi á ný virka þátttöku i þjóðlífinu? — Þvi miður vantar mikið á, að fyrrverandi geðsjúklingum, sem lengi hafa verið veikir, sé gert nógu auðvelt að taka virk an þátt í þjóðfélaginu á ný, Sérstaklega á þetta við um þá, sem lélegar fjölskylduað- stæður eiga, og vill oft verða mjög erfitt að koma slíkum af sjúkrahúsunum aftur, jafn- vel þó að hægt sé að benda á í ýmsum tilfellum, að of löng sjúkrahúsdvöl sé ekki af hinu góða fyrir viðkomandi sjúkl- ing. Til þess að auðvelda sjúkl ingunum þátttöku í lífinu á ný, vantar mun fleiri félagsráð- gjafa og mun meiri skilning hjá almenningi á aðstöðu og þörfum þessara Sjúklinga. Þess ber þó að geta sérstaklega, að margir vinnuveitendur eru sjúklingunum mjög hliðhollir og hjálpsamir og hafa sýnt þeim mikla þolinmæði á meðan þeir hafa verið að aðlaga sig aðstæðum á nýjan leik. Hins vegar vantar heimili, sem geta séð einum eða fleiri sjúkling- um fyrir húsnæði, fæði og þjón ustu, og hæfilega miklum og til litssömum, mannlegum samskipf um, sem okkur er öllum nauð- syn á. — Hefur orðið breyting á af stöðu almennings til geðsjúk- dóma? — Ekki er vafi á því, að tals verð breyting hefur orðið á af- stöðu almennings til geðsjúk- dóma og fordómamir eru ekki jafnmiklir og áður, þó að enn séu þeir alltof miklir, og breyt ingin sé ekki jafnmikil og raun veruleg og fólk vill vera láta I orði kveðnu. Þessi afstaða breytist ekki raunverulega fyrr en ríkisvald og trygging- ar sýna geðsjúklingum sömu umhyggju og öðrum, með því að ætla þeim pláss á sömu sjúkrahúsum og öðrum sjúkl ingum, og með því að veita jafnmikið fé til meðferðar ann arra sjúklinga. Það fé, sem er veitt til meðferðar geðsjúkl- inga, hefur haldizt óbreytt, mið að við það fé, sem veitt er til meðferðar á öðrum sjúklingum. Þetta var áður oft afsakað með því að ekki þyrfti að kosta eins miklu til á geðsjúkrahús- unum vegna þess hve miklu lengur sjúklingarnir dveldu þar, heldur en á öðrum sjúkra húsum. Þvi miður hefur komið í ljós, að þessi afsökun er yfir skyn, sem sézt m.a. af því að um. s.l. áramót voru daggjöld fyrir sjúklinga á Kleppsspítal- anum á ný ákveðin 36% af daggjöldum fyrir sjúklinga S Landspítalanum, sem er eins og greitt var fyrir hvem legudag fyrir 10 árum, þó að aukning sjúklingaskipta hafi orðið hlut fallslega meiri á Kleppsspítala en á flestum öðrum sjúkrahús- um á þessum áratug. Væri var ið jafnmiklu fé til geðsjúklinga og annarra sjúklinga, er alveg vafalaust, að mun meira væri hægt að hjálpa geðsjúklingun- um en nú er. — Hvernig lýsa algengustu geðsjúkdómar sér í byrjun? -— Algengustu geðsjúkdómar lýsa sér í byrjun fyrst og fremst með kvíða, sem oft kem ur fyrst fram sem líkamlegar kvartanir, öryggisleytsi og ein- beitingarskorti. f>ó eru sumir sjúkdómar, sem lýsa sér á al- gjörlega gagnstæðan hátt, kannske með óeðlilega miklu sjálfsöryggi og ofdirfsku. Síð ar koma ýmis önnur einkenni í ljós, fyrst og fremst þau sem valda sjúklingnum • sjálfum óþægindum og enn síðar oftast ýmis konar afbrigði í útliti, hugsun, tali og hegðun. — Hvað ber aðstandendum að gera, þegar fyrst verður vaxt geðrænna truflana? — Strax þegar vart verður geðrænna truflana, ber að- standéndum að vekja athygli sjúklings á því og reyna að koma því til leiðar, að hann hafi samband við lækni, og I sumum tilfellum að hafa sam- band við lækni fyrir sjúkling- inn, jafnvel þótt að hann sé ófús til þess sjálfur. S. G. Læknar, félagsráðgjafi, sálfræðingur og annað starfsfólk á deild 8 á Kleppsspítala halda um- ræðufund til þess að ræða vandamál sjúklinga. Frá v.: Sigríður Bjarnadóttir, Rósa Ingólfs- dóttir, Ólafur Jóhann Jónsson Guðrún Guðnadóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Sigríður Kristins- dóttir, Ásgeir Karlsson, Gylfi Ásmundsson, Sigríður Pálsdóttir, Kristín Gústavsdóttir og Sig- ríður Karvelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.