Morgunblaðið - 18.04.1971, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971
Hulda Ingadóttir
Kveðjuorð
Rafn Guðmundsson
frá Ketu — Minning
F. 25. okt. 1927. D. 11. apríl 1971.
HULDA Ingadóttir lézt á sjúkra-
húsi hér í borg á páskadag 11.
þ.m., eftir erfiða sjúkdómsbar-
áttu, sem hún háði með hug-
prýði og æðruleysi.
Þegar við sjáum á bak þessari
starfssystur okkar, sem nú er
horfin yfir móðuna miklu, setur
að huganum kyrrð og hljóðan
trega. Minningamyndir frá góð-
um stundum samverudaganna
skina bjart og munu lengi lýsa
okkur í ókominni framtíð. —
Ekki skal þó æðrast yfir sköp-
um þeim, sem eigi má renna,
t
Maðurinn minn,
Johan Schrþder,
garðyrkjubóndi,
lézt að kvöldi 16. apríl.
Jakobína Schrpder.
t
Eiginkona mín og móðir,
Hulda Ingadóttir,
Drápuhlíð 30,
er andaðist í Landspítalanum
11. apríl, verður jarðsungin
mánudaginn 19. apríl kl. 13,30
frá Fossvogskirkju. Blóm og
kransar vinsamlegast afbeð-
in, en þeim sem hyggðust
minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélagið.
Kristinn G. Þorsteinsson,
Kristinn Guðjón Kristinsson
og aðrir vandamenn.
heldur þakka forstjóninni fyrir
góðar gjafir og að hún veitti
okkur þau forréttindi að njóta
samfylgdar þessarar greindu og
traustu konu, sem við hefðum
sannarlega kosið að yrði lengri
en raun hefur orðið á.
Orðvana en af einlægum hug
og hjarta flytjum við Huldu
Ingadóttur þakkir fyrir sam-
verustundirnar í lífi og starfi.
Við munum lengi minnast frá-
bærra verka hennar í bókhald-
inu hjá Eimskip, sem hún helg-
aði starfsdag sinn, fyrst lengi
vel óskiptan, en síðar með vinnu
utan heimilis síns, eftir að hún
stofnaði það. Hulda bjó yfir góð-
um gáfum, dugnaði og einlæg-
um vilja til að skila vel unnu
hverju verki, sem hún lagði
hönd á. Vann hún í þau 24 ár,
sem hún starfaði hjá Eimskipa-
félaginu, af svo stakri atorku
t
Minningarathöfn um þá
Jóhannes Örn
Jóhannesson,
Gísla Kristjánsson og
Garðar Kristinsson,
sem fórust með m.b. Andra
7. apríl sl., fer fram 22. apríl
í Keflavíkurkirkju kl. 2 e.h.
F. h. aðstandenda,
Þórarinn Þórarinsson.
t
Útför eiginmanns míns,
Guðmundar H.
Friðfinnssonar,
pípulagningameistara,
fer fram miðvikudaginn 21.
apríl kl. 13,30 frá Fossvogs-
kirkju.
F. h. aðstandenda,
Áslaug Magnúsdóttir.
og prýði, að fá dæmi munu til.
Fyrir þetta ávann Hulda sér-
staka virðingu og traust allra,
sem með henni unnu og til henn-
ar þekktu.
Við hneigjumst að þeirri trú,
að líf og dauði séu eitt, eins og
fljótið og særinn, og að eins og
vetrarlangur draumur fræsins
undir snjónum rætist að vori,
svo muni og rætast draumur
mannsins að lokinni jarðvist,
draumurinn um vor hins eilífa
lífs.
Með þetta í huga kveðjum við
Huldu Ingadóttur með þakklæti
og virðingu og biðjum henni
blessunar á þeim leiðum, sem
hún nú hefur lagt út á. Við vilj-
um færa eiginmanni hennar,
syni, öldruðum föður og öðrum
ættingjum dýpstu samúð okk-
ar og hluttekningu í sorg þeirra.
Megi það veiða þeim huggun
harmi gegn, að eftir lifir minn-
ing um góða konu og sanna
móður.
Blessuð veri minning hennár.
Starfsfélagar hjá Eimskip.
t
Útför bróður míns,
Guðmundar H.
Þórðarsonar,
Spítalastíg 5,
sem lézt 12. þ.m. fer fram
frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 20. apríl kl. 3. Blóm
vinsamlegast afþökkuð.
Lydia Þórðardóttir.
t
Útför móður okkar og
tengdamóður,
Sigurlaugar Þórðardóttur,
Sólbakka, Höfnum,
fer fram frá Keflavíkur-
Kirkju mánudaginn 19. þ.m.
kl. 2,00 e.h.
Börn og tengdabörn.
t
Hjartans þakkir færum við
öllum þeim, sem auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför,
Guðrúnar Jónínu
Bjarnadóttur,
frá Vestmannaeyjum.
Heigi Guðlaugsson,
Bjarni Helgason,
Helga Sigurðardóttir,
Guðlaugur Helgason,
Lilja Jensdóttir,
Ólafía Bjarnadóttir,
Erlendur Jónsson
og barnabörn.
Schannongs minnisvarðar
Biðjið um ókeypis verðskré.
Ö Farimagsgade 42
Köbenhavn ö
Aldrei erum við, eins minnt
á tímans óráðnu gátu, eins og
þegar vinir okkar hverfa af
sviði lífsins. Sú staðreynd fær-
ir okkur heim sanninn um, að
sérhvert líf, hvert starf, hvert
bros og sérhvert tár, allt hefir
sinn tíma. Tíma, sem er þrot-
laus uppspretta, eilífur straum-
ur, sem ekkert afl getur stað-
izt. Tímann, sem raunar énginn
maður hefir ennþá getað skýrt,
hvað er í raun og veru.
En okkur verður ef til vill
aldrei eins hugsað til hinnar
torráðnu gátu mannlífsins, eins
og þegar þeir hverfa sjónum
okkar, sem í lífi sinu skildu eft-
ir sig spor I hugum samferða-
manna sinna. Gáfu einhvern
veginn eitthvað af sjálfum sér,
Eitthvað er lifir í minningu
þeirra, sem eftir standa.
Þannig var það, er ég frétti
lát góðs vinar, Rafns Guðmunds
sonar frá Ketu. En hann lézt á
heimili sínu á Sauðárkróki
þann 13. janúar s.l.
Hann var fæddur að Ketu á
Skaga, þann 21. júní 1912. For-
eldrar hans voru hjónin Guð-
mundur Rafnsson, bóndi þar og
kona hans Sigurbjörg Sveins
dóttir, en þau slitu samvistum.
Ólst Rafn því upp hjá móður
sinni og seinni manni hennar
Magnúsi Árnasyni, sem reynd-
ist honum jafnan sem bezti fað-
ir. Eins og aisiða var um hrausta
og mannvænlega unglinga á
þeim tíma, fór Rafn að vinna
fyrir sér ungur að árum. Sautján
ára gamall fór hann að heiman.
Lá leið hans eins og margra
vaskra Norðlendinga, um alda
raðir, á vertíð suður á Suður-
nes. Réri hann þrjár vertíðir i
Höfnum suður, m.a. eina vertíð
á togara. Nokkur sumur vann
hann við vegagerð og brúar-
smíði í heimahéraði sínu, Skaga-
firði.
Veturinn 1934—1935 nam
hann við Eiðaskóla. Um vorið
kom hann heim að Ketu. Voru
miklir fagnaðarfundir með for-
eldrum hans og bræðrum eins
og jafnan, er hann bar að garði
eftir dvöl að heiman. Svo virt-
ist, sem framtíðin brosti við hin
um unga, glæsilega og tápmikla
manni.
Eigi hafði hann dvalið lengi
heima er skyndilega syrti að.
Rafn veiktist af sjúkdóm þeim,
lömunarveikinni, sem lék hann
svo grátt, að hann sté aldrei I
fæturna eftir það. Lá hann eft-
ir það rúmfastur þar til yf-
ir lauk. Þessi hörmulegu veik-
indi og örkuml, lögðust eins og
farg yfir heimilið. Engum urðu
þessi hörmulegu örlög jafn þung
bær og móður hans. Er varf
hægt að benda á fjölskyldu, er
lagði sig jafn mikið fram um að
létta þessum glæsilega syni hin
ar þungu byrðar sjúkdóms og
þjáninga, er á herðar hans
höfðu verið lagðir.
Næstu ár urðu Rafni langir
dagar sjúkrahússvistar, fyrst á
Landsspítalanum og síðar á
sjúkrahúsi Sauðárkróks. Þar
dvaldi hann um margra ára
skeið og naut þar þeirrar hjúkr
unar og aðhlynningar, er unnt
var að veita þeim, er svo illa
voru á sig komnir. Minntist
hann slðar Hallfríðar Jónsdótt
ur með þakklæti, en hún var
hjúkrunarkona á Sauðárkróki
um langt skeið.
Á Sauðárkróki kynritist Rafn
konu sinni Amdísi Jónsdóttur.
Gengu þau,í hjónaband þann 7.
desember 1943. Hófu þau bú-
skap fyrst í skjóli móður hans
og stjúpa á Sauðárkróki. Fædd
ist þeim þar fyrsta bam þeirra,
er var drengur og var honum
gefið nafnið Birgir Brjánn. Var
hann efnisbarn hið mesta, en
hann lézt ársgamall að aldri og
varð það þeim hjónum þungt
áfall. Eftir það eignuðust þau
fimm mannvænleg böm en þau
eru: Guðrún Ragna, búsett á Isa
firði, Sigurlaug í heimahúsum,
Brynjar nemandi í Sjómanna-
skólanum, Sigurbjörg nemandi í
Menntaskólanum á ísafirði og
Birgir, sem er yngstur og
ófermdur í heimahúsum. Lengst
af bjuggu þau hjón á Ægisstíg
8, á Sauðárkróki, er var heim-
ili Rafns til dauðadags. Þar
vann hann, um skeið að verzl-
un er hann átti með öðrum. Þang
að komu margir vinir hans nær
og fjær. Rafn átti miklu vina-
láni að fagna og margir reynd-
ust vinir hans I raun. Hann var
óvenjumikið karlmenni, er
kvartaði aldrei yfir hin-
um þungu örlögum. Hann unní
ljóðlist og kunni mikið fagurra
ljóða. Yfir huga hans lék jafn-
an birta. Oft var glatt á hjalla
í kringum rúmið hans Rafns, þar
sem hann var ætíð sjálfur hrók-
ur alis fagnaðar. Þannig minn-
ast margir vinir hans, hins
óvenjulega persónuleika, er
sýndi mikið andlegt þrek í
langri raun.
En Rafn stóð ekki ein. Við
hlið hans stóð óvenjuleg mann-
kostakona, sém aldrei brást, en
var trú og sterk svo einstakt er.
Þrátt fyrir allt var Rafn gæfu-
maður um marga hluti. Hann átti
góða konu, eins og áður er get-
ið og mannvænleg böm. Bræð-
ur er reyndust honum eins vel
og bezt verður á kosið. Unnu
þeir honum mikið og dvaldi hug
ur þeirra jafnan norðan heiða í
hugsuninni um að verða honum
að liði í lífsbaráttunni.
Ég vil að lokum þakka þess-
um ágæta Skagamanni, margar
og bjartar samverustundir S
liðnum árum og sendi konu hans
og börnum og öðrum ættingjum
samúðarkveðjur mínar um leið
og ég kveð góðan vin með
kveðju Jónasar:
Flýt þér, vinur i fegra heim;
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum
morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim.
Arni Sigurðsson.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma
GUÐNÝ P. GUÐMUNDSDÓTTIR
Lynghaga 26,
sem lézt 12. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 20. þ.m. kl. 13,30.
Óskar Jóhannsson,
Guðmundur Óskarsson,
Sjöfn Kjartansdóttir,
og barnaböm.
t
Útför eiginmanns míns,
EDWARDS FREDERIKSEN,
heilbrigðisfulltrúa,
Sóleyjargötu 7,
er lézt á páskadag, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20.
apríl klukkan 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á líknar-
stofnanir.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Theodóra Frederiksen.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns
míns og föður okkar,
HAUKS G. HANSEN,
flugvélstjóra.
Einnig hjartanlegustu þakkir til björgunarsveita og allra þeirra,
sem þátt tóku í leitinni að hinum látna.
Sérstakar þakkir færum við Flugvirkjafélagi íslands, fyrir að
heiðra minningu hins látna með því að kosta útför hans, svo
og innilegt þakklæti til samstarfsfólks og stjórnar Loftleiða hf.
Erla Svavarsdóttir og börn.
íbúð óskast
Ung, barnlaus hjón, flugmaður og hjúkrunarnemi, óska eftir
2ja til 3ja herbergja íbúð.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er,
Upplýsingar í síma 14791.