Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 5
v •. i!; •. A ¦ m . ¦ n MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1971 Hafnarbréf frá Freymóði Jóhannssyni Heilir og sælir heiðursmenn við Morgunblaðið, og aðrir vin- ir og kunningjar heima. Eins og sjá má á blaðadóm- um, hefur okkur félögunum og listsýningu okkar hér á Karlottuborgarhöil, ekki verið tekið ýkja fagurlega hingað til í blöðunum, þótt nokkuð sé það á misjafnan hátt. Einkum virði- ist gagnrýnanda „Politiken" vera illt i þeim endanum, sem i norður snýr, — sömuleiðis Klemmesen gamla í kristilegu dagblaði. Ágœta fyrirgreiðslu höfum við þó fengið og mikilli vinsemd mætt hér á margan hátt. Bæði hefur Hallgrímur Thomsen, mála fiutningsmaður við landsréttinn danska, unnið okkur mikilvægt undirbúningsstarf, markvisst og vel, svo og fleiri innlendir sem erlendir listunnendur. Sendiherra okkar, Sigurður Bjarnason, opnaði sýninguna á virðulegan hátt með ágætri ræðu, 17. apríl, en sjónvarpið heima lét kvikmynda at- höfnina og hafið þið þvi, vænt- anlega, séð þetta og heyrt. Mót- taka þeirra sendiherrahjón- anna, Sigurðar Bjarnasonar og Ólafar Pálsdóttur, en hún er vel metin listakona hér í Danmörk, fór fram siðar sama dag í hin- um vistlega sendiherrabústað úti í Hellerup i viðurvist ýmissa leiðandi manna hér í listum og andlegum málum, svo og islenzkra vina hér í Höfn. Þar flutti sendiherra einnig ræðu, mjög hnittna og skemmtilega, og fannst mönnum samkvæmið hið ánægjulegasta. Okkur virðist þó, á vissan hátt, hafa borið hér að á óheppi legum tíma, en slíkt gátum við ekki vitað löngu fyrirfram. Vel mætti orða þetta á þá leið, að við hefðum lent í kafi undir handritamáiinu og fyrstu afhendingu, sem þegar hefur far ið fram, — en komizt þó lífs af. Þvi er sem sé ekki að neita, að undir niðri virðist rikja veruleg, — jafnvel mögnuð gremja, meðal ýmissa ráða- manna hér i Danmörku, útaf afhendingu handritanna, sér i lagi þeim mistökum nokkurra minnihlutamanna hér, að hafa lagt út í málaferli vegna hand- ritanna, — og tapað. Mörgum finnst, að engum hefði átt að dyljast, að bessi síðustu mála- ferli væru vonlaus og hlytu því að tapast. Það væri illþol- Kona gælir við listaverk andi. Reynt væri að sjálfsögðu að bæta þetta upp á yfirborðinu með glæsilegri afhendingu, svo sem heilu herskipi með tvær bækur, sem hlyti náttúrulega að teljast Dönum til sóma í hinum herskáa heimi, — og afmá óþæg- índi þeirra staðreynda, að hafa beðið lægri hlut. Orð menntamálaráðherra um „den storo handling" virðast hins vegar hafa fallið í góðan jarðveg hér i Danmörku og lögð er áherzla á, að hér hafi verið um grjöf að ræða, frá Dönum. Sést hefur þó í blöðum hér, að Danir hafi fengið lófaklapp nc orður í stað handrita og kennir þar hógværrar beizkju. Aðrir eru hins vegar yfir sig hrifnir af móttökunum heima. Ymprað hefur verið á því við mig, að ekki sé lengur ástæða til að fara með okkur Islend- inga eins og umkomulausa ung linga. Hér eftir ættum við nú að hafa gott af smá gus- um, svona annað veifið, sögðu tveir vel-meðalgreindir Danir við mig nú fyrir helgina. Án þess að vanþakka vinsemd og hjálp margra góðra Dana, fyrr og síðar, lít ég sjálfur þannig á, að ástæðulaust sé að ætlast til neinnar linkindar eða sérstakrar hlifðar Dana í okkar garð. Jafnrétti og sanngirni finnst mér hins vegar mikils virði. Við eigum alveg að geta bjargað okkur sjálfir, hér sem heima, þótt við séum íslendingar, eða ölkr fremur, af því að við ¦orum íslendingar. Fyrst forfeð- ur okkar, með sína aðstöðu þá, voru þess megnugir að skapa heimsverðmæti með ritsnilli sinni, þá ættum við, með hina góðu nútíma-aðstöðu, að geta ýmislegt, t.d. í listum, sem eftir- tektarverð heimsverðmæti gætu talizt, engu síður en t.d. Thor- valdsen forðum, enda er slík staðreynd, þótt ýmsir reyni að gera litið úr. Ekki er því að leyna, að enda þótt við félagar værum við ýmsu búnir, er við bjuggumst heiman að, áttum við þó von á öllu hlýlegri viðtökum nú af hendi danskra gagnrýnenda, vegna fyrri kynna, heldur en raun hef ur orðið á, og fór ekki hjá því, að sumum okkar flygi í hug „heillaósk" frá einum félaga okkar heima, rétt áður en við fórum, — þess efnis, að hann óskaði af heilum huga, að við íengjum að kenna á því „ytra" U Kaupmannahöfn), að honum hefði ekki verið boðin þátttaka, En þó margt skrýtið eigi sér nú óneitanlega stað, þá á ég mjög bágt með að trúa þvi, að Danir láti aðra segja sér fyrir verkum. Mér hefur einmitt verið tjáð, að aðrar listsýningar hér í Höfn, undanfarið, — en þær skipta hundruðum, hafi ekki hlotið betri dóma blaðagagnrýnenda, yfirleitt, heldur en sýning okk- ar. Er þó meðtalin vorsýningin árlega hér á Kailottuborg, en Framh. á bls. 18 Sýnin gar gest ir. i BIF VÉLAVIRKJAR Viffið þér auka fekjur yðar? Fullkominn varahlutalager, vinnu- skilyrði tœkjobúnaður og sérverkfœri, ásamt kennslu sérfrœðinga trá Skoda- verksmiðjunum gera okkur kleitt oð bjóða yður ákvœðisvinnu. Þér aukið tekjur yðar og viðskipta- vinurinn fœr öruggari og ódýrari bjónustu. Gjórið svo vel og hafið samband við okkur, vanti yður betri vinnu. SKODAVERKSTÆÐIÐ HF, AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOCI — SIMl 42604

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.