Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 7
MORGLTNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1971 9? Nú stendur bara á vinnukraf ti, Fossvogsstöðin heimsótt „Máski er ekki fallegt að segja það, en samt er það satt að gagnvart vinmikraftinum hjá skógræktinni, lýkur skól- um almennt allt of seint. Verzl unarskólinn er þegar hættur, og þar höfum við núna feng- ið dýrmætan vinnukraft," sagði Vilhjálmur Sigtryggs- son, forstöðumaður skðgrækt arstöðvarinnar í Fossvogi, þegar við hittum hann á förn um vegi suður í Fossvogi núna í vikunni. Alltaf er skemmtilegt að koma í stöðina í Fossvogi. Grenitrén standa þarna keik og beinvaxin, sígræn, og gefa voninni um skógivaxið land byr undir báða vængi. Máski er ekki allt að marka þann, sem þessar 'línur ritar, því að hann er einlægur skógrækt- arunnandi, trúir á það, að hér sé hægt að rækta skóg, m.a.s. nytjaskóg, hvað svo sem líður einstaka Velvak- andakerlingum, sem tala í nöldurtón um barrkarla. Svo er guði fyrir að þakka að við, sem séð höfum þessi tré, taka árlegum framförum, er- um ekkert uppnæmir yf- ir þessum aðfinnslum. Við látum þær, eins og blessuð trén, sem vind um eyrun þjóta. Einhvern tíma kemur að því, að jafnvel augu þess- ara efasemdarmanna munu opnast fyrir fegurð og nyt- semi skógræktar á landinu okkar fagra. „Já, það stendur núna aðal lega á vinnukrafti," heldur Vilhjáilmur áfram. „Við erum um þessar mundir að taka upp plöntur úr græðireitum, búa þær undir að sendast til hinna ýmsu skógræktarfé- laga og einstaklmga, sem að þessu vilja vinna. En skóla- krakkarnir eru enn í skóla, flest í prófum. Við erum í dag með 15 stúlkur, en hér munu starfa í stöðinni um 40 manns, þegar skólum lýkur. Þá kemur vinnuskóli borgar- innar til sögunnar, og frá honum munu starfa um 200 börn og unglingar í Heið- mörk og 10—15 leiðbeinendur frá okkur verða með þeim. 35 unglingar munu starfa í Öskjuhlið. Ragnar Júlíusson, skólastjóri Álftamýrarskól- ans hefur umsjón með vinnu- skólanum." „Hefur þetta góða vor haft Vilhjálmur Sigtryggsson inni í grróðurhúsinu, þar sem 100.000 plöntur eru að sjá dagsins ljós. (Myndirnar tók Sveínn Þormóðsson.) einhver áhrif á störf skóg- ræktarinnar, Vilhjáknur?" „Já, óhætt er að segja það. Líklega er ailt eins og hálf- um mánuði fyrr til en venju lega. Fyrir utan verkið að taka plöntur úr græðireitum til þess að fólk geti fengið þær til útplöntunar, erum við núna að gróðursetja plöntur, mest birki í mópotta, og þær plöntur getum við sett niður í júli, og þannig lengt gróður- fietningartímann allverulega. 1 þessum mópottum er einnig fólginn áburður, og það verð ur síðan gott vegarnesti þess um plönturn í framtíðinni." „Hækkar verð á plöntum frá ykkur í ár?" „Nei, ekki neitt að ráði, við höfum þegar gefið út sölu- lista, bæði yfir skógarplönt- ur og garðplöntur, og höfum sent hann til félagsmanna skógræktarfélaganna, og við vonumst til, að pantanir fari að berast, þvi að það giildir allra helzt um skógræktina, sá gamli málsháttur, að ekki er ráð, nema i tíma sé tek- ið." Við göngum með Vilhjálmi um stöðina. Alls staðar er ver ið að vinna. Hröð handtök, en nákvæm, eru alls staðar að verki. 1 stóru gróðurhúsi hefur verið sáð fræjum, bæði af greni, birki og ýmiss konar runnum. ,,í þessu gróðurhúsi einu eru nú að vaxa upp um 100.000 plöntur," segir Vil- hjálmur og beygir sig niður hjá Geitblöðungaplöntum, sem hægt er að klippa í kúlu, líkt og i Versalagarði Frakka- konunga. „Hér eru lika birki plöntur, sitkagreni og sitt- hvað fleira, sem of láVigt yrði upp að telja. Og þó má ég til með að minnast á Döggl- ingskvistinn. Þetta er gamalt og gott nafn, og planta þessi er mjög falleg." „Og mér heyrist á þér, Vii hjálmur, að þú sért Ujartsýnn um alla skógrækt þetta vor- ið." „Já, það er ég sannarlega. Þetta grænkaði eiginlega um leið og vetur var úti, miklu fyrr til en venjuiega. Og þess ar ungu dömur hér eru að raga birki, fleygja þeim plönt um, sem dauðar eru, velja úr úrvalið, þær plöntur, sem í gjöfula íslenzka mold komast í vor. Sumar geymum við i kæli fram eftir sumri. Einnig það lengir gróðursetningar- timann." „En hversu lengi er óhætt að planta út trjáplöntum, Vil- hjálmur" „Miður júni hefur venju- lega verið okkar mark, en ég held, að óhætt sé með ár- angri að planta út tölu- vert lengur. Og mig langar til að enda á nokkrum setn- ingum, sem prentaðar eru í sölulista okkar í ár, sem eiga erindi til alira, sem vilja leggja hönd á plóginn í skóg- ræktarstarfinu í ár, en þær eru þessar: „Gróðursetjið aidrei trjá- plöntur í óræktað land án ábnrðar. Vandið gróðursetn- inguna. Gerist félagar í Skóg ræktarfélögunum. Með því stuðlið þið að því að gera um hverfi ykkar hlýrra, fegurra og frjórra." „Og ég vil þá enda mál mitt á því, að óska öllum þeim, sem leggja hönd að verki að skógrækt á þessu vori, gæfu og gengis, og vonandi hafið þið öll erindi sem erfiði." — Fr.S. Verið að planta út í mópotta förnum vegi iBÚÐ ÓSKAST á leigu, helzt nálægt Mið- bænum. Vinsamlega hringið í síma 14666 eða 14276. TIL KAUPS ÓSKAST 4ra herb. íbúð á hæð eða stór 3ja herb., má vera í biokk. Má þarfnast stand- setingar, helzt í Hlíðum. — Sími 18989. ATVINNA ÓSKAST stúlka með góða enskukunn- áttu óskar eftir léttri skrif- stofuvinnu eða afgreiðslu- störfum. Uppl. í síma 33660. GALLABUXUR lækkað verð 4 og 6 kr. 220.00 8—10 — 230.00 12—14 — 240.00 Lttliskógur, Snorrabraut 22, sími 25644. VOLKSWAGEN 1300, '67 vel með farinn til sölu. Stað- greiðsla. Uppl. í aima 35980. HAFNARFJÖRÐUR OG NAGR. Valdar unghænur kr. 129.00 kg. I 10 stk pökkum kr. 125.00 kg. Nýreykt dilkakjöt, 3 teg., nýtt hakk frá kl. 139.00 kg. KjötkjalJarinn, Vsturbraut 12. ANTIK-HÚSGOGN tilkynnir Skyndisala næstu daga til rýmingar næstu vörusend- ingar. Gefum 10—30% afsl. Opið frá kl. 2 e.h. Antik-hús- gögn, Vesturg. 3, kjallara. OSKA EFTIR AUKAVINNU kvöld og/eða næturvinnu. Hef bíl. Uppl. í síma 84526 milli kl. 6 og 7 næstu daga. LOFTPRESS TIL SÖLU diesel, ekki stór. Upplýsingar i síma 23470. 4—6 TONNA ódýr vörubíll óskast keyptur með eða án palls. Þarf ekki að vera i lagi. Gjörið svo vel að hringja í síma 15581 eða 21863. 4RA—5 HERB. IBÚÐ eða einbýlishús óskast til teigu sem fyrst. Fyrirfram- greiðsla eftir sarnkomulagi. Upplýsingar ! síma 10909. KEFLAVÍK Reglusaman miðaldra mann vantar herbergi. Upplýsingar í símum 1123 og 1131. TIL SÖLU Moskwitch árg. 1968, mjög vel með farinn í góðu lagi. Upplýsingar i síma 1848, Keflavík, kl. 18.30—20 e.h. TRJAPLÖNTUR Birkiplöntur o. fl. t'rl söiu að Lynghvarnmi 4, Hafnarfirði. Sími 50572. Jón Magnússon. UNG KONA óskar eftir atvinnu. Uppl. i síma 52236. BÓKHALDSVÉL TiJ söhj bókhaldsvél, Mtið notuð, hentug fyrir lítil fyrir- taeki. Uppl. í síma 19296 og 26660. TIL GEFINS KETTLINGAR í Suðurgötu 8, neðri hæð. FJÖLSKYLDA utan af landi óskar eftir 5 herb. íbúð 1. júní n. k. Tilb. merkt: „Reglusemi 7300" sendist auglýsingaskrifstofu Mbl. 2JA—3JA HERB. iBÚÐ óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 18778. BlLAÚTVÖRP Blaupunkt og Philips viðtæki í allar tegundir bíla, 8 mis- munandi gerðir. Verð frá kr. 4.190.00. — TlÐNI HF., Ein- holti 2, sími 23220. STÚLKA ÓSKAST á heimili í Englandi (Au pair) Uppl. í síma 15620 eftir kl. 6. BROTAMALMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsia. Nóatún 27, sími 2-58-91. HAFNARFJÖRÐUR OG NAGR. Nýtt hrossakjöt í buff og gúlilas. Hrossahakk kr. 139.00 kg. Léttsaltað dil'kakjöt. — Kjötkjallarinn, Vesturbr. 12. SKRIFSTOFUHERBERGI til leigu að Laugavegi 28. Uppl. í sima 13799 og 42712. ;A næstunni ferma skip voij > til Islands, sem hér stgir: „ANTWERPEN: Skógafoss 14. maí Reykjafoss 25. maí* Skógafoss 2. júni Reykjafoss 12. júní ROTTERDAM: Reykjafoss 10. maí * Skógafoss 13. maí Reykjafoss 24. maí Skógafoss 1. júní Reykjafoss 11. júní FELIXSTOWE Mánafoss 11. maí Reykjafoss 12. maí * Skógafoss 15. maí Dettifoss 18. maí Mánafoss 25. maí Dettifoss 1. júní Mánafoss 8. júní ^HAMBORG: Mánafoss 13. maí Dettifoss 20. niaí Mánafoss 27. maí Dettifoss 3. júní Mánafoss 10. júní IWESTON POINT: Askja 25. maí Askja 10. júní 'NORFOLK: Ljósafoss 7. maí Selfoss 18. maí Goðafoss 2. júní MKAUPMANNAHÖFN: Tungufoss 12. maí Gullfoss 18. mai Tungufoss 26. mai* Gullfoss 9. júni Tungufoss 14. júni HELSINGBORG Tungufoss 13. maí Tungufoss 27. maí* Tungufoss 12. júni iGAUTABORG: Mánafoss 7. maí Tungufoss 25. maí* Tungufoss 15. júní 1KRISTIANSAND: Askja 10. mai Askja 29. maí Askja 14. júní GDYNIA: Tungufoss 10. maí Fjallfoss 30. mai Lagarfoss 2. júní 1KOTKA: Fjallfoss 25. maí Lagarfoss 31. mai HVENTSPILS: Fjallfoss 29. mai !Skip, sem ekki eru merktj fmeð stjötnu, losa aðeins í^ sRvík. Skipið lestar á allar aðal- jhafnir, þ. e. Reykjavík, Hafn-^ arfjörður, Keflavík, Vest- mannaeyjar, Isafjörður, Akur- *eyri, Húsavík og Reyðarfj.' ®ytflMiH!M(hto

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.