Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1971 21 Minnzt hjónanna: Margrétar Jónsdóttur og Kristmanns Eyleifssonar Þegar við komumst á þann ald- ur, að hafa tilhneigingu tiil að Mta yfir gengnar götur, hlýtur það næstum að vekja furðu hve mörgum við höfum mætt á veg- inum. Við hlið okkar hafa stað- næmazt ótal manneskjur lengur og skemur. Flestar síðan fjar- lægzt og horfið sjónum og lifað aðeins sem óljós minning, sumar reyndar alveg gleymdar. Aftur á móti er nokkur hóp- ur, sem alltaf hefur verið i sjón máli. Það sem í upphafi voru ókunnar manneskjur urðu brátt kunningjar og vinir. Ósjálfrátt, en alveg eðlilega rann þeirra lífsfarvegur við hlið okkar eig- in. Þeirra sorg og þeirra gleði varð okkar. Ég sem þetta skrifa, hef oft hugsað um hve skemmti- leg staðreynd þetta er. 1 minum sjónhring hafa margar mætar manneskjur átt langa og góða dvðl. Tveggja þeirra vii ég minn ast í þessum línum, hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Krist- manns Eyleifssonar, Holtsgötu 18. Kristmann andaðist þann 21. febrúar 1967, Margrét 1. maí s.l. og er til moidar borin í dag. Margrét var fædd 3. ágúst 1878 að vestra Fiflholti í Vestur- Landeyjum. Foreldrar hennar voru Þuriður Steinsdóttir og Jón Brandsson, sem þar bjuggu, bæði ættuð úr Landeyjum. Margrét ólst upp með foreldrum sínum til íermingar en upp úr því fór hún í vinnumennsku svo sem þá var tíðast. Um aldamótin fluttist hún til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf. Á sumrum mun hún þó oftast hafa farið í kaupa vinnu. Að minnsta kosti veit ég með vissu að hú-n vistaði sig eitt sumar i Borgarfirði eystra. Kristmann Eyleifsson fæddist á Akranesi 4. júli 1881. Foreldr- ar hans voru Oddný Jóhannes- dóttir og Eyleifur Eyleifsson, um Baldri frá ReyStjavík. Leiðir sjómanna liggja oft víða og eitt sumar, laust eftir aldamót lágu leiðir Kristmanns austur á Borg arf jörð. Þar var þá í kaupavinnu stúlkan úr Landeyjum, sem áður er getið. 18. febr. 1911 voru þau gefin saman í hjónaband, og reistu bú í Reykjavik, nánar tii tekið í Vesturbænum. Fyrst að Gíslaholti sem nú mun vera Rán- argata 44, síðan að Garðbæ sem nú er Brekkustigur 7. Um 1928 réðust þau í að reisa myndarlegt steinhús að Holtsgötu 18, eitt fyrsta steinhús þar á holtinu. Þetta heimili sitt gerðu þau svo vel úr garði, að glöggt mátti greina dugnað húsbónda við að- drætti og ráðdeild húsfreyju. bæði ættuð úr Borgarfirði. Þeg- ar Kristmann var 9 ára gamall, drukknaði faðir hans. Oddný varð þá að bregða búi og dreng urinn fór til vandalausra. Snemma mun hafa verið sýnt að frekar hneigðist hugur hans til sjávar en sveitar, og 12 ára gam all hóf hann sjósókn, og er hon- um óx fiskur um hrygg varð hann dugandi sjómaður. Á þeim árum voru það skúturnar sem á höfunum riktu, en þegar seglin urðu að víkja fyrir vélunum var Kristmann ftljótur að átta sig sem endranær og gerðist togara sjómaður. Hann var á ýmsum skipum, en um 20 ár á togaran- Þau eignuðust 3 syni, Guðjón giftan Kristínu Þorleifsdóttur, Gunnar giftan Árdisi Sæmunds- dóttur og Ólaf giftan Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þegar synirnir voru í æsku, var Kristmann sem fyrr segir, sjómaður. Kom það því i hlut Margrétar að ala daglega önn fyrir þeim. Lífi sjómannskonunn ar hefur ætið fylgt mikil ábyrgð, og þeirri byrði lyfti Margrét með sóma. Hún bjó þeim vistlegt heimili, sem hún prýddi högurn höndum, enda einkar sýnt um aliar hannyrðir og undravert hve miklu hún afkastaði á þvi sviði. Hún var mjög bókhneigð og minnug á hvers konar fróð- leik, og stjórnaði húsi sínu af myndugleik og festu. Að laun- um fékk hún það htKiss, sem hverja konu dreymir dýrast — ástríka umhyggju eiginmanns og sona. Þegar Kristmann hvarf úr röð um togarasjómanna, gerðist hann skipverji á mótorbátnum Dag- nýju, sem var í póstferðum í Hvalfirði og fiskiróðrum. Þar var hann í 12 ár. AMs munu sjó- mannsár hans hafa verið milli 40 og 50. Hve lengi hann var i sama skipsrúmi lýsir betur en mörg orð hve farsæll hann var í starfi og umgengni. Ég kynntist Krist- manni um 1940, en þá hafði hann nýlega hætt sjómennsku. Ég laðaðist mjög að þessum roskna manni, sem réð yfir svo skemmtilegum frásagnarmáta. Hann var hyergi spar á sterk lýsingarorð, ör í lund og ómyrk- ur í tali. En ef ég ætti að lýsa Kristmanni Eyleifssyni með einu orði, myndi ég þó velja orðið ljúfmenni. Síðustu árin, átti hann við vanheilsu að stríða og varð iðulega að dvelja á sjúkra- húsum, síðast á Vífilsstöðum þar sem hann varð aðnjótandi um- hyggju hins dáða læknis Helga Ingvarssonar. Eftir að Margrét varð ekkja, bjó hún í húsi sinu í skjóli son- anna. Með óvanalegum kjarki barðist hún við ellina, þar til á síðasta ári að hún varð að flytj- ast á sjúkrahús. Þessi sæmdarhjón eru gengin, eftir lifa góðar minningar hjá vinum og góðir eiginleikar í niðj unum. Hanna Haraldsdóttir. Njósna- hnöttur Kennedyhöfða, Flórida, 5. maí. — AP-NTB — BANDARÍSKIR vísindamenn skultt í dag- á loft nýjum njósna- hnetti á braut umhverfis jörðu. Er verkefni hnattarins að fylgj- ast með eldflawgatHraunum í Sovétríkjunum og Kína, fylgjast með kjarnorkusprengingum, og senda upplýsingar tafarlaust e^ til þess kemm- að langdrægum eldflaugiun verði skotið áleiðis til Bandarikjanna. Núverandi ratsjárkerfi banda- ríska hersins hefur fylgzt með eldflaugatilraunum í Sovétríkj- unum og Kina, og er reiknað með að það geti sent aðvaranir um hugsanlega eldflaugaárás stundarfjórðungi áður en eld- flaugarnar gætu hitt skotmörk sin. Gæfist þannig varnarsveit- unum bandarisku stundarfjórð- ungs fyrirvari til að skjóta á loft varnarflaugum. Nýja njósna hnettinum er ætlað að tvöfalda þennan fyrirvara þannig að upplýsingar um hugsanlega árás ættu að berast hálfri klukku- stund fyrir áætlaðan lendingar- tíma eldflauganna. Njósnahnötturinn vegur rúm 800 kíló og er reiknað með að hann fylgi snúningshraða jarð- ar þannig að hann haldist í um 38.600 kílómetra hæð yfir Suð- austur-Asíu. Upplýsingar sínar sendir hnötturinn til stöðvar í Ástralíu, en þaðan verða þær sendar samstundir til Banda- ríkjanna. Grafið fyrir grunni Skálholtsskóla I GÆR var byrjað að grafa fyr ir grunni lýðháskólans að Skál holti. Að sögn Þórarins Þórarins sonar, fyrrverandi skólastjórá á Eiðum, eru byggingaframkvæmd lr i sumar miðaðár við það, að 9kólahúsið og heimavistii- verði komnar undir þak fyrir næsta vetur, en frestað byggingu á bókhlöðu og einni álmu heima vistarinnar. Skólinn á að taka til starfa haustið 1972 standist allar áætlanir. eva eva eva va# eva EVA OPNAR I DAG Paradís evudætra Eva freistar sem fyrr Evu-klæði eru alltaf í tízku Tízkuverzlunin EVA Laugavegi 28b II hæð Sími 20625 eva eva eva eva eva eva

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.