Morgunblaðið - 07.05.1971, Side 10

Morgunblaðið - 07.05.1971, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1971 BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR „Þeir vita það fyrir verpir hvítur örn“ Sléttuhreppur. Fyrrum Aðal- víkursveit. Byggð og búend- ur. Höfundar: Kristinn Krist- mundsson. Þórleifur Bjama- son. Átthagafélag Sléttu- hrepps. Prentsmiðja Akraness 1971. Sléttuhreppur var um skeið og allt fram yfir 1940 annar fjöl mennasti hreppur Norður-lsa- fjarðarsýslu. Hæst komst íbúa talan 1933. Þá losaði hún fimm hundruð. Og menn komust yfir- leitt vel af, miðað við þær kröf- ur, sem þá voru gerðar til fæð- is, fata og lífsþæginda. Sveitar- þyngsli voru engin, og þá er fólk tók að flytjast burt, gátu allmargir keypt sér viðunandi húsnæði, þar sem þeir tóku sér bólfestu, þó að þeir hefðu ekki fengið grænan eyri fyrir þær fasteignir, sem þeir höfðu horf- ið frá. Brottflutningur hófst ekki að neinu ráði fyrr en árið 1943, en þá fóru á brott alfam- ir 82 menn. Árið eftir voru þeir 25, 1945 hækkaði talan í 34 — og 1946 keyrði um þverbak, því að þá fluttist á brott 121 — og 1952 eyddist hreppurinn alveg. Þá var og hafin fólksfækkan í Grunnavíkurhreppi, og ekki leið á ýkjalöngu, unz hann eyddist að fullu og öllu, og mik fl fækkun hefur orðið í flestum öðrum hreppum á Vestfjörðum, svo sem síðar verður að vikið í þessu greinarkomi. Sléttuhreppingar fluttust í fyrstu einkum vestur í Isafjarð- arkaupstað eða í kauptúnin við Djúpið, en síðan tók þorri þeirra sig upp á ný og settist að á þéttbýlissvæðunum við Faxaflóa — en sumir fluttust austur fyrir Fjall og stöku mað- ur allt austur í Múlasýslur. Það hefur lengi verið svo um Homstrandir, að yfir þeim hef- ur í hugum þjóðarinnar hvilt dulkenndur blær þjóðtrúar, fjar lægðar og hrikaleika, og marga þá utanhéraðsmenn, sem hafa kynnzt náttúrunni norður þar, hefur hún haft á djúp og var- anleg áhrif. Fáir munu hafa ver ið næmari fyrir náttúrutöfrum en Jónas Hallgrímsson, enda bera þvi vitni þessar vísur, að hin allt að því yfirskilvitlega dul Homstranda hefur síður en svo farið fram hjá honum: „Yzt á Hornströndum heitir Hornbjarg og Kópatjöm. Þeir vita það fyrir vestan, þar verpir hvítur örn. Um sumarnótt er sveimar sól yfir norðurslóð og þoka sígur um sjóinn, hann situr rauður sem blóð. Og öminn lítur ekki oná hið dimma haf, og horfir á himinljómann. Hafskipið sökkur í kaf.“ fig veit auðvitað ekki, hversu ljós þeim hefur verið, íbúum Sléttuhrepps, náttúrufegurð átt- haganna og töfrar hennar, en margir munu hafa horfið á brott með sárum söknuði, og víst mun um það, að flestir hafi séð átt- hagana, þrátt fyrir margvíslega erfiðleika og stundum lítinn kost nauðsynja, í ljósi kærra endurminninga, þá er þeir höfðu um skeið dvalið annars staðar — og þá ekki sízt, þegar þeir vissu hvarvetna eydda byggðina, þar sem þeir höfðu al- ið aldur sinn frá fyrstu bernsku og forfeður þeirra og formæður háð sina hörðu baráttu við björg og brim, hafís, vetrar- hörkur og harðræði af hendi sýnilegra og ósýnilegra máttarvalda, án þess að missa móðinn, en hins vegar oft lagt lífið í sölurnar á láði og legi. Þar kom og árið 1950, að þeir i Reykjavík og nágrenni, sem upp voru runnir í Sléttuhreppi, stofnuðu með sér Átthagafélag Sléttuhrepps, og var kosinn for- maður þess Ingimar kaupmaður Guðmundsson frá Þverdal í Að alvík. Hefur það félagið rækt dyggilega það hlutverk að halda við kynnum félaga sinna og ræktarsemi þeirra við átthag- ana, en mesta verk þess er að hrinda af stað samningu bókar, sem er tilefni þessarar greinar, kosta hið mikla starf höfundar og síðan útgáfu bókarinnar. Skömmu eftir að félagið hafði verið stofnað, var tekið að hreyfa þvi, að það þyrfti að hlutast til um, að skráð yrði ábúendatal byggðarinnar og saga hennar, og var svo farið að svipast um eftir manni til verksins. Leitaði þá formaður fé lagsins hófanna hjá Þórleifi Bjamasyni, námsstjóra og rit- höfundi, sem fæddur er og upp- alin I Hælavík á heimili, sem ýmis fróðleikur var mjög í heiðri hafður, og þá er útgáf- an var ráðin, var kosin nefnd til framkvæmda. Var það árið 1954. 1 hana völdust: Formaður Gunnar Friðriksson frá Látrum — hinn um langt skeið þjóð- kunni forseti Slysavarnafélags íslands — og fjórir menn aðrir, Guðmundur Snorri Finnboga- son, lengi bóndi í Þverdal í Að- alvik og framámaður um ýmis mál í sveit sinni, fóstursonur hans Sigurður verzlunarstjóri Sturluson i Keflavik, Guðmund- ur Guðnason úr Hælavík, lengi bóndi í Hlöðuvík og síðan vest- ur Aðalvík — og í þrjátíu ár samfellt sigmaður — og Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson frá Sæ- bóli, stórkaupmaður Reykja- vík. Þórleifur tók að sér að semja skrá yfir ábúendur og börn þeirra, eins langt aftur í tímann og heimjldir leyfa og til loka byggðarinnar I hreppnum, og vann hann einn að þessu í allmörg ár, eftir því sem embætti hans og aðstæður leyfðu. En þar kom, að hann sá, að ef segja skyldi söguna svo rækilega sem viðunandi mætti teljast, yrði að fá annan mann til heimildakönnunar í söfnum í Reykjavík og helzt til að taka að sér að rita allmikinn hluta bókarinnar. Féllst útgáfunefnd- in á þetta, og tókst henni að fá til starfsins Kristin Krist- mundsson, núverandi skólameist ara á Laugarvatni, en hann var þá að ljúka námi í íslenzk- um fræðum í Háskóla íslands. Ágæt samvinna tókst með þeim Þórleifi, og tók Kristinn að sér að „skrifa sögu jarðanna, um eignarhald á þeim, ábúð, húsa kost, atvinnuvegi og um lífsaf- komu þeirra, sem þar bjuggu," svo sem Þórleifur orðar hlut- verk samstarfsmanns síns í for- vestan, þar mála bókarinnar. Kristinn er Árnesingur, en hjá honum vakn aði þegar mikill áhugi á verk- efninu, og fékk hann leyfi Þórhalls prófessors Vilmundar- sonar til að skrifa ritgerð til kandídatspróf um sögu Sléttu- hrepps. 1 fylgd með Kristni gagnfræðaskólakennara Gísla- syni frá Hesteyri ferðaðist hann um allan Sléttuhrepp á hestum postulanna, fór hinar ýmsu leiðir milii bæja og byggða hverfa, þó að honum þættu þær ærið torfærar og sums staðar svo, að hann þykist vart hafa annars staðar séð meiri hættu á lífi sínu. Hann athugaði vand- lega búskapar- og bjargræðis- skilyrði, gerði sér grein fyrir híbýlakosti og hverju öðru, sem máli varðaði. Þórleifur kveðst hafa notið mikilsverðrar aðstoð ar Kristins Gíslasonar um upp- skriftir manntala, og nafni hans lofar mjög fylgd hans, leiðsögn og leiðbeiningar. Einnig bera bókarhöfundar lof á útgáfu- nefndina — og þá einkum Sigurð Sturluson, og ennfremur þakkar Þórleifur þeim Guð- mundi Snorra Finnbogasyni, Ólafi Hjálmarssyni frá Látrum og Soffíu Vagnsdóttur frá Hest- eyri margvíslegar upplýsingar og þeim Ólafi og Soffíu ómet- Þórleifur Bjarnason anlega aðstoð við söfnun mynda, — og yfirleitt lofa bókarhöf undar áhuga og hjálpsemi þeirra Sléttuhreppinga, sem þeir hafa leitað til um, eitt og annað. Bókin um Sléttuhrepp er hart nær fimm hundruð blaðsíður í stóru broti — og auk þess rúm- lega 80 myndasíður. Hún er prentuð á góðan pappír og bundin í vandað, en látlaust band. Hún hefst á nokkrum að- fararorðum formanns útgáfu- sTjórnar, Gunnars Friðrikssonar, og þá er allrækilegur formáli Þórleifs Bjamasonar um upptök in að gerð bókarinnar, starf hans og Kristins Kristmunds- sonar og þá vandhæfni, sem á þvi hefur reynzt að gera verk þeirra svo úr garði, að það mætti ná tilgangi sínum. Við for- mála Þórleifs bætir Kristinn upplýsingum um takmarkað svið starfshátta sinna — og þakkar samstarfsmanni sínum og aðstoð hinna fjölmörgu, nefndu og ónefndu, em hann hefur leitað til. Næst er stuttur, en ókunn- ugum mjög fróðlegur kafli, sem heitir lega, landshættir, veður- far. Síðan tekur við bálkurinn Byggð ból, sem fyllir hvorki meira né minna en 380 blaðsíð- ur. Þar er fyrst mjög stutt yfir- lit, en síðan taka við sérstakir og eins formaðir kaflar um hin- ar 23 bújarðir, sem voru í Sléttuhreppi. Ýmsar þeirra hafa verið fleiri eða færri ár í eyði, en oft meira en einbýii á sum- um — og auk þess húsmenn. Fyrst I hverjum kafla er gerð grein fyrir legu jarðarinnar, landslagi, oftast samgönguleið- um og getið þess, sem vitað er um eigendur jarðanna. Síðan tekur við næsta merkilegur fróð leikur undir þessum fyrirsögn- um: Dýrleiki og afgjald, Land- kostir, Ábúð og afkoma, Bú- stofn, Túnstærð og heyfengur, fuglafli og þá gjarnan nokkur ahnenn greinargerð um afkomu, eftir því, sem heimildir ná til. Allt þetta hefur Kristinn Kristmundsson skrifað, en síðan tekur við greinargerð um ábú- endur, og er hún rituð af Þórleifi Bjamasyni. Er þar eins skilmerkilega rituð fæðingar- og dánarár karla og kvenna skýrt frá uppruna bænda og húsmanna og kvenna þeirra, get ið barna og fósturbarna, sem komust til þroska — og stund- um einnig barnabama — enn- fremur núverandi aðsetursstað- ar fólks úr Sléttuhreppi. Þá læt- ur höfundur að lokum stuttlega getið þess, sem hann veit með vissu um hæfileika eftirminni- legra mana, gerð þeirra og störf í þágu sveitar sinnar. Að loknum þessum aðalþætti bókarinar er stuttur kafli, sem heitir yfirlit. Hann hefur Kristinn Kristmundsson ritað. Þar er fjallað um fólksfjölda i Sléttuhreppi, bústofn bænda fyrr og síðar, meðalfjölda bænda, íbúa og búfjár frá 1710— 1942, meðaltal búfjár á hverja fimm íbúa, fiskveiðar, meðalárs- afla alls og á hverja fimm íbúa frá 1897—1941, hvalreka og hval veiðar, selveiði, hákarlsafla, fuglafla og ekkjatöku, silungs- veiði og refaveiðar. Seinasti kaflinn heitir: Hvers vegna eyddist Sléttuhreppur? Þar svara þeir Kristinn Kristmunds son og Guðmundur Snorri Finn- bogason, sem áður er að góðu getið og fluttist til Reykjavík- ur 1945 og átti þar heima til dauðadags 1969. Loks er og skrá yfir notað- ar heimildir, jafnt þær, sem eru tll á prenti og hinar, sem aðeins er að finna á víð og dreif í söfn- um. Nafnaskráin ein er 68 tvi- dálka síður með smáu letri, og telst mér til, að I henni séu um hálft fimmta þúsund nöfn — og heimildaskráin sýnir ljóslega, að höfundar hafa ærið víða leit að fanga. Prófarkalestur er mjög vandaður, en á seinustu síðu bókarinnar eru 15 leiðrétt- ingar, sem allar varða svo smá vægilegar viilur í ártölum, að raunar hefði ekki miklu máli skipt, þótt þær hefðu ekki ver ið leiðréttar. Fremst í bókinni er kort yifir Sléttuhrepp og myndir af stjórn átthagafélagsins, útgáfu- nefndinni og höfundum bókar- inar, — og aðrar mannamynd- ir eru fast að fjórum hundruð- um, þar á meðal mynd af hin- um hugkvæma hagleiksmanni, Sigurlinna Péturssyni bygging- armeistara, þar sem hann stend- ur við höggmynd sína af skinn- klæddum .sjómanni. Þá er mynd af síldarverksmiðjunni á Hest- eyri og heilsíðumyndir af Horni, úr Fljóti og Þverdal, af Látrum og Sæbóli i Aðalvík, Stað og Staðarkirkju — og mynd, þar sem sér yfir víkina. Loks eru heilsíðumyndir af Hesteyri og Hesteyrarkirkju og af höfuðbói inu Sléttu. Um fólksfjölda í Sléttuhreppi segir meðal annars svo I bók- inni: „Við manntal 1903 voru íbú- ar Sléttuhrepps 230. Fólki hefur vafalaust fækkað í bólunni 1707, og líkur eru til, að sveitarbúar hafi lengi fram eftir 18du öld verið allmiklu færri en þetta. Bændur virðast hafa verið 32 ár ið 1681, en 1703 voru þeir 38. Árið 1710 er tala þeirra komin niður í 23 og 1735 í 22. Árið 1862 hafa bændur verið 24 og íbúar alls 143. 1769 var mann- fjöldi í sveitinni 167, og 1785 var hann orðinn 215. Eftir það hefur fólki farið fjölgandi smám saman . ..“ Þó að auðsætt sé, að ýmsar jarðir í Sléttuhreppi hafi annað veifið verið í eyði, verður þó ljóst af þessari bók, að frá Framhald á bls. 20. Efni: Þjóðsögur. Uppiesari: Ævar Kvaran. Útgáfa: Fálkinn. VERMENNIRNIR og Álfa- biskupinn, Bóndinn á Reyni- stað og huldumaðurinn, Geir- Iaugarsaga, Henglafjallaferðin. Þjóðsögur eru vissulega heill- anidi ranimsóknarefni fyrir þá, sem vilja kynrnast hugarheimi fólks á liðnum öldum, því þær eru tákmmál um draumia og þráx alþýðufóllks. Þessar sögur eru höfundar- lauisar og oft er sama sagan til í mörgum löndum í misimunandi gerðum. Lengi var þjóðsögunni enginn gaumur gefiinin og það var fyrst á öldinni sem leið, að áhugi á henni vaknaði meðal vísindamanna. Sá áhugi barst til Islands og hófu nokkrir eiinstakiingar markvissa söfnun þjóðsagna og er Jón Árnason og þjóðsagnasafn hana þekktast. Að vísu hafa þessar sögur lítt verið rannsakaðar, en einhver hreyfing í þá átt ætti þó að koma upp ef hafin verður við Háskólann kenmsla í þjóð- fræðum. Fállkiinn hefur fengið Ævar Kvaran, hinn frábæra upplesara, til að lesa nokkrar af hinum fjölmörgu íslenzku þjóðsögum inin á hljómplötur. Kom út lítil plata með þessu efni í fyrra og var það eins konar forsmekkur þeirrar LP plötu, sem nú er komin út. Þessar sögur eru dæmigerðar fyrir þjóðsögurnar almennt, þar sem gott leiðir af góðu en illt af illu. Þar á alþýðumaðuriinn, söguhetjan, í höggi við huldu- fólk og aðra þá vætti, sem hanm hefur ekki minnstu ráð yfir. Sagan um vermennina og álfabiskupinin er lengst. Þar er ádeila á stéttaskiptingu, sem ekki er til í álfheimum og þar er að finna skýringu á upphafi huldufólks, byggða á frásögn Biblíunnar. Sagan um bóndann á Reynistað er hliðstæða sögunn- ar um Faust; mennskur maður gerir samning við æðri máttar- völd og leggur líf að veði og er þessi sögn til í óteljandi mynd- um út um allan heim. Hinar sög- urnar tvær eru úr Þingeyjar- sýslum. Það er fengur að fá þjóðsögur útgefnar á hljómplötum, því þær eru einin sannasti þáttur hinnar svokölluðu íslenzku meniningar. Haukur Ingibergsson. Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.