Morgunblaðið - 07.05.1971, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAI 1971
um, svo að hann vilji skjóta
mig?
-— Þú hefur ekkert gert hon-
um persónulega, en ég skal
bölva mér upp á, að hann hef-
ur skrifað þetta bréf. Þú manst
. . . nei, kannski manstu það
ekki. . . að fyrir um þremur
vikum rákum við mann fyrir
þjófnað. . . hann hafði stolið ein
hverju smávegis. . . Andy Mc-
Carthy hét hann. Hann er sonur
Dirks.
— Já, ég man það núna, en
við kærðum hann ekki einu sinni
heldur létum bara verkstjórann
vita af því og honum var sagt
upp á venjulegan hátt. Mér
fannst við taka vægt á þessu.
— Það er orð að sönnu, en
ég veit og þekki hugsanagang-
inn hjá Dirk. Eins og sjá má
af nafninu hans, er hann annars
vegar þræll Kalvíns, frá hol-
lenzkri móður sinni og hins veg-
ar rammkaþólskur frá írskum
föður sínum og úr því verður
æsingamaður. Hann er mjög
stoltur og mjög viðkvæmur og
auðvitað trúir hann þvi ekki, að
sonur hans hafi stolið nokkrum
hlut. Og hann er reiður af því
að þú lézt ekki taka hann fast-
an. Hann segir auðvitað, að þú
hafir ekki þorað það. HefðS
þetta komið fyrir rétt, þá hefði
sonur hans verið sýknaður og
sannaður saklaus. Dirk vann
hér lika sjálfur, en verkstjór-
inn sagði honum upp, vegna
skapsmuna hans og það situr i
honum enn.
•— Hvað ætti ég að gera í
þessu ?
— Láta eins og þú sjáir það
ekki. Ég býst nú alls ekki við,
að Dirk eigi neina byssu. Aldrei
heyrt, að hann notaði önnur
vopn en hnefana. Hann er einn
af þessum litlu, snöru mönnum,
sem geta lamið vel frá sér.
Hann mundi ráðast á helmingi
stærri mann, ef hann verður
vondur — og hann verður fljótt
vondur. Ég skal reyna að ná í
hann eftir vinnu í kvöld og tala
við hann. Þér er alveg óhætt að
gleyma því.
Dillon kom svo út og virtist
nú fyrst taka eftir því, að dyrn-
ar höfðu verið opnar, meðan á
samtalinu stóð. Hann lokaði
þeim, af því að hann hafði ailt-
af verið vaninn á að loka á
eftir sér. Hann leit fast á
Nancy um leið og hann gekk út,
en Nancy var önnum kafin við
ritvélina, og hálfskammaðist sín
fyrir að hafa hlustað, en gat
hins vegar ekki séð, hvernig
hún hefði getað komizt hjá þvi.
Bréfin, sem hún var að skrifa
voru ósköp venjuleg og kröfð-
ust ekki ailrar athygli hennar,
og menninir höfðu staðið
skammt frá dyrunum. . . nú, og
hún hafði heyrt til þeirra. Og
án þess að hugsa neitt sérlega
um það, þá var hún á sama máli
og Frank Dillon, að þarna væri
ekkert að gera veður út af.
í síðari heimsstyrjöldinni
höfðu Llewellyn-verksmiðjurn-
ar fengizt eingöngu við striðs-
framleiðslu. Há járngirðing
hafði verið reist umhverfis þær
og þessi girðing stóð enn. Dyra
varðarhúsið var einnig þarna
enn og þar var enn dyravörð-
ur. Á '“stríðsárunum hafði hver
verkamaður verið skyldugur að
gera grein fyrir sér, áður en
honum var hieypt inn fyrir girð
inguna, með því að sýna merki
úr málmi, en annað fólk varð að
biða meðan dyravörðurinn
hringdi og fékk að vita, hvort
hlutaðeigandi skyldi hleypt inn.
í dag var Sam Novak enn í
dyravarðarhúsinu. Hann þekkti
alla verkamennina í sjón og það
var ekki ætlazt til, að hann
spyrði neinn, sem inn fór nema
C oooooo ooooo o
0 oooooo ooooo c
hann væri eitthvað grunsamleg-
ur. 1 rauninni var hann þarna
aðeins til þess að veita upplýs-
ingar og svara spurningum.
Verkamennirnir þarna unnu
frá átta til fjögur en skrifstofu-
fólkið frá niu til fimm, og fimm
mínútur yfir fjögur tóku
verkamennirnir að streyma út
og flestir gengu yfir götuna yf-
ir á bílastæði verksmiðjunnar.
Sam Novak veifaði vingjarn-
lega hendi til þeirra, sem fóru
og hann mundi áreiðanlega
ekki taka eftir þó að Dirk Mc-
Carthy væri innan girðingarinn
ar á innieið í staðinn fyrir á
útleið. Hann þekkti Dirk vel í
sjón. Og ekki var heldur neinn
vandi að komast inn um bak-
dyrnar. Verkamenn úr verk-
smiðjunum gengu oft þar um, til
að tala við Frank Dillon, eða
vegna þess að þeir höfðu verið
boðaðir á fund forstjóranna.
Það var á þessum tíma sem
stúlkunum varð tíðlitið á klukk
una og tóku að velta því fyrir
sér, hvort þær gætu ekki farið
að taka saman blaðadraslið og
ganga frá öllu, áður en þær
gætu þotið heim.
Nancy var með siðssta bréf-
ið og reyndi eftir föngum að
hafa þau öll tidbúin til undirrit-
unar fyrir klukkan háiffimm.
Hún hafði orðið fyrir miklu
ónæði. Það var auðséð á öllu,
að Lloyd Llewellyn var mjög
eftirsóttur maður, því að boðs-
bréf fyrir ýmis hátíðleg tæki-
færi voru alltaf að berast í póst
inum, en flestir hinna fjörutiu
þúsunda íbúa Lloydstown, voru
samt ekki svo formlegir og not-
uðu heldur símann, nema við
mjög hátíðleg tækifæri. Ekki
gat hún ímyndað sér, hvernig
hann færi að því að sinna öll-
um þessum boðum. Hún var feg
in, að Frank Dillon hafði iokað
dyrunum og Lloyd hafði ekki
opnað þær aftur.
Maðurinn kom svo hljóðlega
inn, að hann var næstum kom-
inn að dyrunum á einkaskrif-
stofunni, áður en Naricy gat stað
ið upp til þess að stöðva hann.
Með snarræði tókst henni að
komast að hurðinni á undan hon
um, og var að setja upp kurteis
isbros til að spyrja hann um er-
indi hans, þegar hún sá framan
í hann og brosið stirnaði á vör-
um hennar og hún kom ekki
upp nokkru orði.
Hann var ekki hávaxinn,
varla hærri en Nancy, og frek-
ar grannur nema herðarnar, sem
voru breiðar. Hæruskotið svart
hárið virtist rísa. Grænu augun
voru æðisgengin og virtust
horfa gegnum hana. Þau glóðu,
rétt eins og i einhverju villi-
dýri í dimmu. Nú þóttist hún
viss um, að þetta væri Dirk Mc
Carthy.
Hún hlaut að hafa rétt út
hönd til að stöðva hann, eða
hreyft sig eitthvað í þá átt.
— Farðu frá, annars skaltu
hafa verra af, æpti hann og hún
sá hann draga byssu upp úr vas-
anum á víða jakkanum. Þá kom
hún upp orði. — Ef þér viljlð
setjast niður sem snöggvast,
skal ég ná í hr. Llewellyn.
— Þess þarf ekki. Ég er kom-
inn siáifur.
Nú gerðist margt í senn.
Lloyd Llewellyn hafði heyrt há
vaðann og opnaði dyrnar.
Nancy reyndi að komást milli
þeirra og greip um úlnliðinn á
manninum Hún heyrði mikinn
hávaða og fann að hún datt nið-
ur á gólfið og sá um leið eld-
glæringar fyrir augunum og
heyrði hávaða.
En svo sá hún ekkert né
heyrði.
2. kafli.
Nancy vaknaði við eitthvert
sterkt ljós og flýtti sér að loka
augunum aftur. Hún fann til
verkjar og heyrði raddir, sem
hún gat í fyrstunni ekki botn-
Laust embœtti, er
forseti Islands veitir
Héraðslæknisembættið í Þórshafnarhéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins og önnur kjör samkvæmt 6. grein læknaskipunarlaga nr. 43/ 1965.
Umsóknarfrestur er til 7. júní næstkomandi. Embættið veitist frá 15. júní næstkomandi.
Heiibrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
6. maí 1971.
ADAMS-FOT
Mikið úrval.
Sumarfrakkar og rykfrakkar.
Nýkomnar leðurvörur, pyngjur,
armbönd, hálsmen, hálsólar og
heilmikið af beltum.
Líka rúskinnsvörur.
Hálsbindi nýkomin.
Stór sending.
Ennfremur skyrtur, mikið úrval
af peysum og stór sending a*
bolum nýkomin.
Stakar buxur.
Enskar stuttbuxur, dömu.
Verð frá 695,00 kr.
Denim dömujakkar, mjög ódýrir.
Tzkuverzlunin ADAM,
Vesturveri — Sími 17575
>.vr-