Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1971 13 Þorkell Sigurbjörnsson skrifar um: TÓNLIST TIL SÖLU einbýlishús og bílskúr í Hafnarfirði. Upplýsingar í srma 50507 eftir kl. 19. Karlakór Rey k j a ví kur ÞAÐ var all góður heildarsvip- ur yfir samsöng Karlakórs Reykjavikur í Austurbæjarbíói sl. miðvikudagskvöld. Stjómandi var Páll Pampichler Pálsson, en píanóleikari Guðrún Kristins- dóttir. Auk þess komu fram þríx einsöngvarar, þeir Friðbjörn G. Jónsson, Guðmundur Jónsson og Jóft Sigurbjörnsson. Góði heild- arsvipurinn var að þakka til- breytninni í verkefnavali — þarna voru á ferðum nýjar út- setningar ýmissa eftirlætislag- anna hans Kaldalóns, en þær út- aetningar hafði söngstjórinn gert flestar, undantekning var útsetn ingin á „Á sprengisandi“ eftir Einar Ralf. Flestar gerðu út- setningarnar lögin forvitnilegri, jóku fjölbreytni hljómavals, sýndu það, að bassar geta líka „haldið lagi“ (t.d. í ,,Erlu“)! Önnur lög á efnisskránni voru eftir Árna Thorsteinsson og Sig urð Þórðarson, auk fjögurra er- lendra laga. Kórinn réð vel við þetta, ef hann þurftí ekki að sýna styrk, en þá átti hann líka erfitt með að halda réttri tónhæð (t.d. í „íslandi" Árna). Auðvitað er álitamál, hvort allar nýjar út- setningar kunnra laga séu til bóta. „Á Sprengisandi" var í sjálfu , sér sniðuglega gert, en textinn varð óþarflega af- skræmdur. Ekki, bætti þar úr skák, að Jón Sigurbjörnsson íékk þar hljóðnema beint fram an í sig (síztur flestra á íslandi þarf hann slíkt hjálpargagn í litlu húsi), svo að við lá, að rnsnn fengju hellu fyrir eyrun, er hann beljaði sem hæst. „Suð- urnesjamenn" fékk á sig „falsk- an hápunkt“ í nýju gerðinni, sem óhjákvæmilega kemur fólki til að klappa í miðjum klíðum. Einsöngur Friðbjörns dró held- ur skammt, en GuðmUndi Jóns- syni tókst að gera eftirminnilega mikið úr þeim tveimur lögum, ssm honum var trúað fyrir. Efnisskráin birti alla söng- texta, og er það til fyrirmynd- ar. Það var leitt, að ekki skyldi heyrast, þótt ekki væri nema eitt nýtt íslénzkt lag, sem hægt hefði verið að klykkja út með t.d. í stað útlendrar hótunar um dráp og yfirgang, eins og hér varð í lokin. Sinfóníu- hljómsveitin „CANTO ELEGIACO", eða harm söngur, heitir hið nýja verk Jóns Nordal, sem frumflutt var á seinustu tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Verkið er samið fyrir celló-einleik og litla hljómsveit, og sá Einar Vigfússon um einleikinn, hlé- drægur og smekkvís. Þrátt fyrir suðrænt nafnið, er hér ekki um nein nístandi grátsog að ræða, einleikarinn fer dult með harm sinn, og lsggur af sönginn, þegar raddir hljómsveitarinnar gerast fyrirferðarmiklar um miðbik verksins. „Canto elegiaco" er smíð í beinu framhaldi þeirra tveggja hljómsveitarverka, sem seinast hafa komið frá hendi Jóns, þéttar tónaflækjur hnykl- ast áfram, liggja lengi sem org- elpunktar, leysast síðan upp í mildari, gisnari samhljóma. Ekki ef ólíklegt að verkið „stæði bet- ur" í fylgd annarra þátta, and- stæðra, annað hvort með ein- leikshlutverki cellósina eða þá annarra hljóðfæra, t.d. píanós- ins, sem í „Canto elegiaco“ höndlar ýmisl'cgt forvitnilegt í bak grunninum. önnur verk á efnisskránni voru Fiðlukonsert Beethovens og Nobilissima visione eftir Hindemith. Einleikarinn í Fiðlu konsertinum var Wolfgang Mars chener frá Þýzkalandi. í höndum hans varð konsertinn langur óð- ur, þar sem sérhverju smáatriði var vel fylgt eftir. Það bauð heim hættunni, að veirkið „gliðnaði", en kunnáttusamleg tilþrif sigldu því í höfn. Hljómsveitin undir stjórn Wodiczko reyndist góður með- leikari og í verki Hindemiths tók hún flugið. Hún hefur lengi ekki leikið batur en hún gerði þá, hristi af sér slenið og bauð upp á dugnaðarlegan leik, með jafnvægi hreinna samhljóma og stórslysalausu áiframhaldi. Tónlistarfélagið Annaðhvort var það síðborin breyting á tónleikatíma eða flam keppnin við Borge í sjónvarpinu sem olli því að Austurbæjarbíó var hálf tómt á laugardagskvöld ið, þegar þeir Wolfgang Mar- schener og Árni Kristjánsson léku f yrir Tónlistarf élagið. Á efnisskránni. voru fjórar sónöt- ur með einleikssónötu Bartóks í öndvegi. Mun það vera frum- flutningur hennar hér á landi. Ekki virtist fyrsti þáttur hennar „sitja" nógu sannfærandi, en í fúgunni náði Marschener mikilli reisn, sem hann hélt spenntri sónötuna á enda. Það var djúp- ur innileiki í lagrænum þriðja þættinum og tæknilegir yfir- burðir hleyptu honum glæsi- lega yfir „hrollvekju“-stef loka þáttarins í andstæð dans- og söngatriði hans. Hvorki Sónatan op. 12 nr. 3 né Duóið op. 162 hafa haldið nöfnum snillinganna Beethovens og Schuberts á loft. Þau hafa heldur ekki verið fiðluleikurum neinir farseðlar til heimsfrægð- ar, sízt þau blöð ein, sem fiðlu- leikararnir spila af. Hihs vegar geta vandaðir píanistar veitt þeim gott veganesti, því að hlut- verk píanósins er mikið. Þama kom Árni líka með hollmetið í samleik, sem öllum fiðluleikur- um væri til góðs, svo að um- rædd „frægðin" breiddist ört um þann litla heim, sem saman var kominn í húsinu. Lokaverkið var Sónata De- bussy, þar sem báðum flytjend- um er gert jafn hátt undir höfði í hinum sífelldu smátilbrigðum, snöggu litaskiptum, þar sem hvert augnablik verður að vera mettað, þar eð tíminn er of naumur fyrir endurtekningasam- ar vífilengjur. Þeir fóru alúðar- fullum höndum um verkið með þess konar innlifun, sem aðeins kveikir líf. Stýrimaður, 1. vél- stjóri og háseti óskast- á 200 lesta humarbát frá Keflavík. Upþlýsingar í sím- um 92-1109, 92-2064 og 92-1934. Hraðfrystihúsið Jökull H.f. Skrifstofustúlka Skrifstofustúlka óskast á lögfræðiskrifstofu. Vélritunarkunn- átta nauðsynleg. Verzlunarskólapróf, stúdentspróf eða hlið- stæð menntun æskiieg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir 25. maí merkt: „Skrifstofustúlka 7655". TILKYNNING frá Landskjörstjórn um listabók- stafi í kjördœmum Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra hefur tilkynnt, að þar hafi orðið sú breyting á framboðslistum, að F-listinn hafi verið dreginn til baka. Samkvæmt tilkynningum yfirkjörstjórna með þessari leiðrétt- ingu verða eftirtaldir listar í kjöri við alþngiskosningar 13. júní n.k.: I öllum kjördæmum: A. — Listi Alþýðuflokksins. B. — Listi Framsóknarflokksins. D. — Listi Sjálfstæðisfiokksons og G. — Listi Alþýðubandalagsins. I öðrum kjördæmum en Norðurlandi vestra: F. — Listi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. I þremur kjördæmum, Reykjavík, Reykjaneskjördæmi og Suð- urlandskjördæmi verður auk þess í kjöri — Listi Framboðs- flokksins, sem merktur hefur verið bókstafnum 0. Landskjörstjóm. íbúð — Reykjavík Vil kaupa einstaklingsíbúð. — Má þarfnast standsetningar. Góð útborgun. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „7652". Iðnverkamaður óskast. Föst og reglubundin atvinna GLIT hf. Sími 85411. AÐEMS 7ÚTRM Á 100 KM SKODA 100 kaS er þess virSi a3 kynna sér SKODA. SYNINGARBlLAR A STAÐN0M. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 SiMI 42600 KOPAVOGI Nýtt frá Agfa-Gevaert Agfacolor 50 Automatic, er f jarstýrð skugga- myndasýningavél með Halogen lampa, á því ótrúlega lága verði, kr. 7620.— Tæknifræðingar Agfa prófuðu vélina í 300.000 skipti, en þá gáfust þeir upp, en ekki vélin. Týli h.f. Austurstræti 20 Filmur og Vélar Fótóhúsið Skólavörðustíg 41 Bankastræti 8 Einkaumboðsmenn: Stefán Thorarensen h.f. Laugaveg 16. — Sími 24050.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.