Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. MAl 1971
Jeanne Judson:
NANl
0 oooooo ooooo o
wi þó ekki án þess að lita tor-
tryggnislega á lækninn. Evans
brosti, rétt eins og hann skildi
þetta betur en Nancy gerði. —
Ég ætlaði bara að vita, hvernig
yður hefði gengið fyrsta vinnu-
daginn, sagði hann.
— Ég mundi ekki einu sinni
eftir að öxlin á mér væri ti’l,
sagðd hún og steig svo upp i bíl
inn hjá Holly, sem tók samstund
is að blaðra eitthvað, sem fæst,
ír hefðu skilið, en Nancy skildi
samt vel, vegna þess, að stund-
um talaði hún svona sjálf.
— í>ú varst ekki nógu fljót
að hugsa þig um núna, en þú
hlýtur að hafa verið það þeg-
ar þú bjargaðir honum Lloyd
frá þessum hræðilega manni —
ég á við, þú ert ekki nógu fljót
að hugsa þegar eins stendur á
og núna. Ég hefði fundið upp
eirihverja lygasögu í snatri, til
þess að losna við þá. Ég ætla
bara að aka kringum húsið og
koma svo aftur. Ég kom bara til
þess að taka Lloyd og svo
skulum við aka þér heim. Hefði
ég verið i þínum sporum, hefði
ég rekið upp öskur um leið og
hann kom inn og þá hefði hann
drepið okkur Lioyd bæði.
Varstu ekki afskaplega hrædd?
— Ég veit ekki. Ég hafði víst
ekkert svigrúm til þess að verða
hrædd.
Þær höfðu nú ekið kringum
verksmiðjubyggingarnar og
voru komnar að hliðinu aftur,
þar sem verkamennirnir voru
að streyma út. 1 hópnum miðj-
um var Lloyd Llewellyn, en var
aðeins áberandi vegna þess, hve
hávaxinn hann var. Hann varð
dálítið hissa á að sjá Nancy
þarna á skrafi við HolJy, en lét
ekkert á því bera.
— Ég ætia að koma upp í ef
þú vilt lofa mér að aka, sagði
hann við Holly. — En ef þú
vilt ekki leyfa mér það, ætla ég
að ná i bílinn minn og svo elta
þig, hvert sem þú ætlar að
draga mig.
— Gott og vel. Stigðu upp í.
Maður gerir flest til að hafa
frið. Við getum setið frammi í
öll þrjú. Við förum heim með
Nancy. Ég var að bjarga henni.
Og svo sagði hún, hvernig
hún hefði losað Nancy við
mennina tvo, sem biðu hennar.
— Hvað fær þig til að halda,
að þú hafir bjargað henni?
Hvernig veiztu nema hana
hafi langað til að fara með öðr-
um hvorum þeirra?
- Var það, Nancy? Mér sýnd-
ist þú vera í stökustu vandræð-
um. Hef ég nú gert eina vitleys-
una enn?
— Nei, þú bjargaðir mér
einmitt úr því, sem ætlaði að
verða vandræði. Ég er nú ekki
viss um, að Evans læknir hafi
ætlað að aka mér heim, en Rick
Armstrong. . .
— Heitir hann það? Ég hef
einhvern tima rekizt á hann.
Ve/ varið hús fagnar vori....
VITRETEX
heitir plastmálmngin frá SLIPPFÉLAGINU.
Hún ver steinveggi gegn vatnsvedrum haustsins
og frosthörkum vetrarins.
VITfíETEX plastmálning myndar óvenju sterka húð.
Hún hefur þvi framúrskarandi veðrunarþol.
Samt sem áður ,,andar" veggurinn út um VITfíETEX
p/astmálningu.
Munið nafnið VITRETEX það er mikilvægt - því:
endingin vex með V/TRETEX
Framleiðandi á Islandi:
Slippfé/agið íReykjavíkhf
Málningarverksinidjan Dugguvogi — Simar 33433 og 33414
Hann er á skemmtiiegum bdl. Og
Evans læknir er ágætur, en það
var rétt eins og þú vissir ekki
hvernig þú ættir að snúa þér.
Hvílíkur æðisgenginn eltinga-
leikur og stríð við að losna . . .
Þú veizt þetta, sem Keats segir
um piltinn, sem eltir stúlkuna
kring um grlska kerið. Lloyd
segir, að ég sé ómenntuð, en
hvorugt ykkar hefði látið sér
detta í hug, að ég vissi þetta.
— Nei, það hefði mér sannar
lega ekki dottið í hug, sagði
Lloyd og hló. — Ég heí
nú aldrei sagt, að þú værir
ómenntuð — bara að menntun
þiri væri dálitið gloppótt.
Þau voru nú komin að húsi
frú Ross og Nancy velti því
fyrir sér, hvort þau sæju það,
sem hún sá. Bill Evans læknis
stóð á stígnum. Hún þakkaði
þeim fyrir farið og gekk inn.
Dilly var að fara, hlaðin
bögglum eins og endranær.
— Þau bíða eftir þér bakatil,
sagði hún.
5. kat'li.
„Babatil" þýddi sama sem
garðurinn að húsabaki og
Nancy fann þau þar sem þau
sátu á máluðum járnstólum við
glerborðið en á því stóðu glös
og kanna með ávaxtasafa.
— Þið litið alveg út eins og
Darby og John, sagði hún og
henni féll það hálfilla, að
nokkur maður, annar en Phil
frændi, skyldi gera sig svona
heimakominn hjá móður henn-
ar.
— Tim er að bjóða okkur í
kvöldverð í sveitaklúbbnum,
sagði móðir hennar. —- Ég er
nú ekki vel upplögð, en þú ætt
ir að fara, Nan.
— Ég hef nú líka átt erfiðan
dag.
— Það er bara í Sjöeikurnar
en ekki Sveitaklúbbinn, sagði
Evans. •— Ég er nýgenginn i
hann og vil gjarnan gera mér
einhvem dagamun í tilefni af
þessari upphefð minni hér í
Lloydstown.
Nancy skildi, hvað hann átti
við. Sveitaklúbburinn var næst
um eins gamall og borgin og ný
græðingar voru ekki teknir í
hann fyrir gott orð. En Sjöeik-
urnar höfðu verið stofnaðar fyr
ir eitthvað fimm árum af yngra
fólki, sem vildi leika tennis og
gölf og dansa í sínum eigin hóp.
Þvi fannst gamli klúbburinn
íhaldssamur og aftur úr, og
enginn hefði viljað játa, að hann
hefði ekki orðið feginn að fá
þar aðgang.
— Þú verður þess vegna að
koma með mér, sagði hann, og
Nancy var ekki meir harð-
brjósta en svo, að hún tók boð-
inu.
—- Gott og vel. Ef þú nennir
að biða meðan ég fer í bað og
hef fataskipti.
Meðan Nancy var að klæða
sig fór hún að hugsa um móður
sína og Evans lækni. Hún var
fegin að móðir hennar skyldi
hafa afþakkað boðið. Hún há'lf-
skammaðist sín fyrir að hafa
nokkurn tíma látið sér detta í
hug, að móðir hennar hefði neitt
meira en vinsamlegan áhuga á
nokkrum manni, en þar með var
ekki sagt, að læknirinn gæti
]>ér fáið yðar ferð hjá okkn r
hringiðí síma 25544
FERÐASKRIFSTOFA IIAFNARSTRÆfl 5
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Einsettu Jiér að lialcia (ic-r við gamlar og góðar aðferðir^
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Fjárhagurinn ræður algerlega athöfnum þínum núna
Tvíburarnir, 21. niaí — 20. júni.
Re.yndu að taka þér smáhvíld, er þú mátt, því dagurinn er lang-
ur og erfiður.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Rcyndu að svna hæfni þína og ágæti i einu og öllu, og sann-
aðu til: Einhver verður til að veita þér viðurkenningii.
Ljónið, 23. júlí — 22. áfiúst.
Athafnir þinar heinast i þá átt að þú þarft að tefla á tvær
hættur einhvers staðar á leiðinni.
Meyjar, 23. áfiúst — 22. september.
Reyndu að hugsa um liðna atburði og þá verður þér ýmislegt
ljóst, sem alvcg hafði farið fram hjá þér.
Vrofiin, 23. september — 22. októlier.
Þér er alveg óhætt að vera i góðu skapi. Imi hefur listræna
hæfileika, sem njóta sín misjafnlega, cn það gerir iítið tíl.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Hvers konar skipti og viðskipti ætla alveg að keyra um þver-
bak. Reyndu að taka vel eftir, og sitja á þér.
Bogmaðiirinn, 22. nóvember — 21. desember.
Reyndu að skrifa undir sem fæst núna. Þú getur lent i égöng
um, ef þú gætir ekki hófs.
Steinfieitin, 22. desember — 19. janúar.
Það sem vinir þinir hafast að, nær ekki endilega neinni átt l>ú
græðir ekkert á því aö blanda þér í þeirra málefni.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Ef þú getur setið á þér, og beöið átekta. verður þér ríkuíega
iaunað fyrir.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. niarz.
Gömlu kynnin eru haldbezt nú sem fyrr.
ekki haft áhuga á móður herm-
ar.
Timothy Evans stóð upp —
dökkur yfirlitum, fimlegur og
kvikur, er hún kom aftur til
þeirra út í garðinn. Hann hefði
átt að verða hrifinn af henni,
fannst henni, þar sem hún var í
bezta silkikjólnum sínum og
hafði sett upp hatt, sem var
blómum skrýddur samkvæmt nýj
ustu útgáfunni af gömlu tízk-
unni.
— Þú átt svei mér faillega
dóttur, Mary, sagði hann. — En
það er ekki að þvi að spyrja
— Þú lætur ekkert nema al-
mennilegt frá þér fara.
Mér finnst hún alltaf lagleg,
en það er bara ekfei mér að
þakka. Þú hefðir átt að sjá
hann pabba hennar. Hann var
virkilega fallegur. En þú ættir
að fara í kápu, Nancy. Það verð
ur svalt eftir sólarlagið.
— Ég næ mér í eitthvað
frammi í forstofu.
Þegar hún gekk með Timothy
Evans, sá hún, að hann gekk
með mjúkum yndisþokka, sem
hver kona hefði mátt öfunda
hann af. Hann gekk eins og sá
sem valdið hafði — eins og
þriggja álna maður getur leyft
sér að ganga, og hann var alls
ekki þriggja álna maður og
mátti þvi ekki ganga svona,
hugsaði hún, er hún tók herða-
slag út úr skápnum, sem henni
fannst nú engin þörf á, en hún
vildi hins vegar hlýða móður
sinni.
1 augum þeirra, sem þekkja
Ohio, er það einhver fegursti
staður í heimi. Og það gerir
ekki einasta græna grasið og
blómlegu skógarnir, heldur fyrst
og fremst hitt, hve allt ber þar
vott um góðan efnahag og stöð
ugleik óllkt svo mörgum borg
um í miðvesturríkjunuim. Sveita
bæirnir eru raunverulega
stærri en hlöðurnar, þegjandi
vottur um fölkið, sem yfirgaf
snemma hrjóstrin í Nýja-Eng-
landi og leitaðd til þessara
grsenu haga. Þetta voru menn,
sem hugsuðu meira um konurnar
sínar en kvikféð og byggðu
stór, falleg hvítmáluð hús handa
þeim að búa í.
Sjöeikaklúbburinn var fimm
mílur fyrir utan borgina, og auð
vitað við ána, því að þarna var
allt við ána, sem bugðaðist gegn
um græna velili og akra og léði
landslaginu ltf og fegurð, en ein
stöku sdnnum líka flóð, til þess
að minna menn á, að þrátt fyrir
alla tæknina, sem Llewellyn-
verksmiðjunum fytgdi, væri nátt
úran þó enn í góðu gildi og
voldugri en maðurinn.
Timothy Evans, sem hafði ver
ið svo skrafhreifinn við móður
hennar virtist ekkert geta
sagt við Nancy. Hann sagði ekki
orð fyrr en þau voru komin í
útjaðar borgarinnar.
— Það er fallega gert af yð-
ur að koma með mér, þegar þér
virðizf vera svo mjög eftirsótt.
Kannski er það í varnarskyni.
Stundum fer stúlka út með ein
um manni, aðeins til þess að
'losna frá öðrum.
— Ég er nú ekki að flýja
neinn.
— Mér datt nú samt í hug, að
þér væruð það. Og henni Holly
Norton virðist hafa dottið það
sama í hug. Ég kom til þess að
reyna að ná í yður, þegar þér
kæmuð úr vinnunni — en þá
var Armstrong hinn ungi þar
fyrir — augsýnilega í sömu er-
indum. Ég hafði hálfgaman af
því, hvernig henni Holly tókst
að grípa yður frá okkur báð-
um.
Nancy losnaði við að svara
þessu, því að nú beygði bíilinn
inn í húsagarðinn við Sjöeikurn
ar og staðnasmdist við dymar
þar sem einkennisbúinn maður
beið til þess að koma bílnum
fyrir á stæðinu. Síðdegissólin
skein enn glatt og varpaði geisl
um á húsagarðinn þar sem
margt fólk sat úti við borð að
fá sér glas fyrir matinn eða
drekka te, og sumir voru jafn-
vel farnir að borða kvöldverð.
— Þetta er allt afskaplega
SNIDFRÁ
Simplicity
Vikan