Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBL A.ÐIÐ, MEÐVIKUDAGUR 19. MAl 1971 19 Byggðaþróun — Ályktamir stjórnar SUS SAMBAND ungra SjálfstæSS- ismanna ásaint aðildarfélög- unum og ungum Sjálfstæðis- mönnum um allt land hefur síðustu misseri fjallað ítar- lega um byggðaþróunina í landinu og byggðastefnu næstu áratuga, sem tekin var upp snemma á síðasta áratug undir forystu Sjálfstæðis- flokksins. Að loknum almenn- um fundum, sem ungir Sjálf- stæðismenn efndu til í öllum kjördæmum landsins til kynn ingar á stöðu byggðamála og byggðastefnunni, vill stjórn SUS vekja athygli á eftirfar- andi: i»Attaskil Um þessar mundir eru þátta- ski'l í byggðaþróun Islands. Höfuðborgin með nágranna- byggðum hafiur náð þeirri stærð að geta á fullnægjandi hátt þjónað nauðsynlegu hlutverki al Miða miðstöðvar nútíma velferð arþjóðfélags. Þar búa nú um 60 af hverjum 100 Islendingum, og innbyrðis fólksfjölgun ein ætti því að nægja höfuðborgarsvæð- inu til að rísa áfram undir hlut- verki Sínu. Jafnframt er svo komið, að frekari fólksflutning- ar úr strjálbýlinu til höfuðborg arsvæðisins, að nokkru marki, igeta leitt til þess, að heilir lands hlutar fari í eyði hver af öðr- «m og endirinn verði sá, að höf- uðborgarsvæðið verði eina byggðin á öllu Islandi. Slik þró- «n yrði ekkl einiungis mikili me nn ingarlegur hnekkir fyrir þjóðina, heldur jafnframt til skaða félagslega og að öllum lík indum til svo stórfellds tjóns efnatoagslega, að óvíst er hvort iþjóðfélagið risi undir þvi. Þegar á þetta er litið, blasir við sú höfuðnauðsyn, að á næstu árum og áratugum verði gert stórfellt átak í eflingu lífvæn- legra byggðarlaga um land allt; að í hverjum landshluta verði siköpuð félagsleg og efnaleg skil yrði öl búsetu, I aðaiatrið- um sambserileg við það sem ger- ist á höfuðborgarsvæðinu. Þ-JÓÍ) \ RIIA GSMl NTR Bytggðaþróun á hverjum tíma snertir náið alla þætti hvers þjóðfélags, og hvergi eins og hér á íslandi í fámenninu og til- tölulegri einangrun. Ef byggðaþróunin hér á landi heldur áfram eins og verið hef- ur undanfarna áratugi og með auknuim þunga, sem leiðir af þvi afli, sem höfuðborgarsvæðið er orðið, verður niðurstaðan þessi: 1. Að félagslegur igrundvöll- ur fyrir búsetu i strjálbýli brysti með öllu stig af stigi. 2. Að verðmæt mannvirki færu í súginn. 3. Að nýtinig auðlinda út um land yrði ýmist úr sögunni eða langt um dýrari. 4. Að höfuðborgin og ná- grannabyggðimar yrðu að taka á sig stórfelldaæ ráðstafanir og jafnframt sihækkandi kostnað hlutfallslega við uppbyggingu og rekstur, þar sem fólfcsfjöldi á höfuðborgarsvæðinu er þegar orðinn við það mark, sem efcfci þolir nema eðlilega innbyrðis fjölgun án allsherjar aðgerða í samgöngumálum, þjónustu o.s. frv. 5. Að þjóðfélagið yrði félags- lega einhæft; borgríki. 6. Að lifandi söguleg og menn ingarleg tengsl þjóðarinnar við landið rofnuðu. Til viðbótar kæmu svo per- sónuleg og þjóðfélagsleg vanda- mál þeirra, sem yrðu að hrökkl- ast frá verðlausum. eignum og hefja lífsbaráttuna að nýju. Sumt í þessari upptalningu kann að þykja fjanstætt og frá- leitt umræðuefni. En svo er ekki. Þjóðin í heild stendur á þeim krossgötum, að veija um leiðir i byggðaþróun, sem snerta beint eða óbeint hvern þjóðfélags- þegn, hvaða leið, sem valin verð ur. Það er einkum um tvær leið- ir að velja, annars vegar óbreytta byggðaþróun og eyð- ingu strjálbýlisins í nokkrum áföngum, með þeim afleiðingum, sem hér hafa verið taldar, hins vegar gjörbreytta byggðaþróun með efiingu byggða um allt land, þar sem lífvænlegt er til búsetu, og með gagnstæðum af- leiðingum. I þessu efni er ekki hægt bæði að halda og sleppa, nema innan mjög þröngra tak- marka. í meginatriðum verður að veija eina leið um næstu framtíð. Það er eindreg- in skoðun stjórnar Sambands ungra Sjálfstæðismanna, að fé- lagslegir og efnahagslegir hags- munir Islendinga, jafnt í þétt- býli og strjálbýli, hnigi að stór- felldri eflingu líívænlegra byggð ariaga um land allt. B V GGÐ ASTEFN AN Með gerð byggðaáætlana og stofnun Atvinnujöfnunarsjóðs hefur, undir forystu Sjálfstæðis flokksins, verið mörkuð ný stefna í byggðamálum hér á landi, sóknarstefna, sem ung- ir Sjálfstæðismenn kalla byggða stefnu til aðgreiningar frá þeirri varnarstefnu, sem rekin hefur verið um áratugaskeið, einkum undir slagorðinu „jafnvægi í byggð landsins“, og fólgin hefur verið í tilviljanakenndum bráða bir gða úr r æðum. Frá Suðureyri við Súgandaf jörð. Byggðastefnan er sóknar- stefna í byggðaþróun næstu ára og áratuga. Hún beinist að því, að félagsleg og efnahagslega hagræn sjónarmið ráði almennt þróun byggðar, eins og annarri þróun í landinu, arðbærar auð- lxndir og mannvirki nýtist á sem hagkvæmastan hátt, og þjóðfé- lagið njóti byggðaþróunarinnar í stað þess að gjalda hennar. Til þess að byggðastefnan fái fullnægjandi framgang, þarf við tækar aðgerðir í framhaldi af því, sem þegar hefur verið gert. Nokkur mikilvægustu atriðin eru þessi : Sveitarfélögin og samtök þeirra verði efld og verkefni þeirra og ríkisins skýrt afmörk- uð. Jafnframt verði löggæriu- og dómþingsumdæmi endur- skipulögð til samræmis við breyttar aðstæður. Hið opinbera, riki og sveitar- félög, móti tiltekin heildarmark mið í byggðaþróun framtíðarinn- ar. Gerð verði rammaáætlun í samræmi við það marfcmið, um uppbyggingu á hvers konar op- inberri þjónustu, s.s. í sam- göngumálum, menntamálum, heil brigðismálum, rannsóknar- og ráðgjafarstarfsemi. Jafnframt verði haldið áfram áætlanagerð fyrir hvem landshluta fyrir sig og gerðar heildaráætlánir fyrir landshlutana, sem taki til opin- berrar þjónustu og atviimumála. 1 samræmi við áætlanir um opin- beirar þjónustu og atvinnumála. 1 samræmi við áætlanir um opin bera þjónustu verði endurskoð- uð ráðstöfun og beiting opin- bers fjármagns til þeirra mála, og þjónustustofnunum ríkis- ins dreift eins og framst þykir hagkvæmt. Atvinnujöfnunarsjóð ur verði efldur stórlega ti'l þess að styðja við bakið á arðbærri nýtingu auðlinda út um land og atvinnuuppbyggingu þar sem eðlilegar forsendur eru fyrir hendi. Stjóm Sambands ungra Sjátf- stæðismanna leggur sérstaka áherzlu á hlutverk einstakling- anna og sveitarfélaganna i þess- um aðgerðum. Framtak einstakl- inganna i hverjum landshluta og á hverjum stað, og staðbundn- ar aðgerðir sveitarstjórna, ráða úrslitum um árangur félagslegra aðgerða ríki og sveitarfélaga, og þar með aðgerðanna í heild. Framlxald á bls. 23. Fjöldi bænda og þjóðartekjur Athugasemd frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins Morgunblaðmu hefur borizt atbugasemd frá Upplýsingaþjón ustu landbúnaðarins vegna um- mæla Gylfa Þ. Gíslasonar í sjón varpi hinn 3. maí s.l. Fer at- hugasemdin hér á eftir: 1 ummælum, sem Gýlfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, formaður Alþýðuflokksins við- haifði í sjónvarpi 3. maí sl., hélt hann því fram, að um 13% lands manna væru bændur, þeir notuðu um 10% þjóðarauðsins og fram- leiddu 6-7% þjóðartekna. í árétt- ingu þessara umnmæfla í dagblaði er sagt, að landbúnað stundi um 13% af öllu vinnuafli I landinu. Samkvæmt upþlýsingum, sem aflað hefur verið, er talan 13% byggð á skýrslu Hagstofu ís- lands um tryggðar vinnuvik- ur. Af ýmsum ástæðum eru slysa tryggðar vinnuvikur hlutfalls lega mjög margar i landbúnaði Og stafar það af því, að allir bændur og eiginkonur þeirra eru slysatryggð allt árið og börn á aldrinum 12-20 ára svo og foreldrar húsráðenda eru sllysatryggð að hluta, nema ann- ars sé ósfcað sérstaklega. Sú sllysatrygging fellur oftast ekkl niður, þótt bóndinn vlnni önn- ur störf meira eða minna, en þetta er t.d. algengt í nágrenni þéttbýlis og víðar. Framleiðsla í landbúnaði bygg ist meira á vinnuifraimlagi ungl- inga og aldraðs folbs en í flest- um öðrum atvinnugreinum. M.a. af þeim sökum er mjög vafasamt að nota slysatryggðar vinnuvik- ur sem mælikvarða á vinnuafls- notkun landbúnaðarins. Þetta bendir til þess, að talan 13% sé allt of há. Erfitt er að segja með nokfc- urri vissu, hve mlkill hluti af vinnuafli þjóðarinnar er notaður í landbúnaði. Ef bornar eru sam- an upplýsingar I fyrirtækjaskrá Hagstofunnar og flokkun Hag- stofunnar eftir atvinnuvegum og vinnustéttum í þeim, eru bændur milli 5100 og 5200. Samkvæmt athugun sem fram fór á vegum Harðærisnefndar, var tala bænda x árslok 1967 4769, en þá voru ekki með taldir þeir, sem höfðu minna en 80 ærgilda bú og heldur ekki þeiir, sem höfðu meiri tekjur af öðru en nam ölluim brúttótekjum af landbún- aði. Margir þetrra, sem at- hugaðir voru en síðari felldir niður, voru búlausir menn, sem þó kö'lluðu sig bændur. Að und- anfömu hefur oift verið talið, að bændur væru um 5000 í land- inu. Þær tölur, sem hér hafa verið nefndar, virðast styrkja þá skoðun. Hins vegar notar land- búnaðurinn ekki allt vinnuafi þessara 5000 bænda, því að meiri hluti bænda hefur tekjur utatx búa sinna og stundum í verulegum mæli. Þar á móti kemur nokkurt aðkeypt vinnu- afi í landbúnaðinum. Samkvæmt tölu í októberhefti Hagtíðinda 1970, þar sem fram- teljendur eru flokkaðir eftir at- vinnuvegi, eru undir liðnum „búrekstur, gróðurhúsabú, garð yrkjubú o.þ.h.“ 7799 framtelj endur. Eru það liðlega 8,2% af öllum framteijendum í landinu. I sama hefti Hagtíðinda er skrá yfir meðaltekjur kvæntra karla á aldrinum 25-66 ára. Alls eru þeir 38.781, þar af 3093 bændur eða 7,9%. Þessar tölur eru hér nefndar till að sýna fram á, að erfitt er að segja með nokurri nákvæmni, hve mikill hluti þjóðarinnar vinnur að landbúnaði. Töl- urnar gætu bent til þess að þetta væru 8-9%. Þó ber þess að gæta, að framlag húsmæðra og unglinga innan 16 ára aldurs er mikið í landbúnaði og nýtist vinnuafl þessai-a aðila því betur þar en í flestum öðrum atvinnu- greinum. Ekki verður hér gerð athuga- semd við þá fullyrðingu, að landbúnaðurinn framleiði 6- 7% þjóðarteknanna. Hin mikla fjármagnsþörf hans rýrir tekj- ur einstaklingsins, sérstaklega vegna þess að lán í landbúnaði eru till Skamms tíma miðað við önnur lönd. Til samanburðar má geta þess, að árið 1969 var framlag fiskveiðanna 8,6% af þjóðartekjum og flutningastarf- semi 7,9% samkvæmt upplýsing- um Hagtíðinda. Verðlag landbúnaðarvara skal við það miðað samkvæmt sérstökum lögum, að heildartekj ur þeirra, sem landbúnað stunda, skuli vera í sem nán- ustu samræmi við tekjur ann- arra ákveðinna starfshópa. Hœkkanir verðlags landbúnað- arvara ko'ma jaínan nokkrum mánuðum eða jafnvel heilu ári á eftir þeim verðbreytingum, sem hækkuninni valda. Þetta er ein ástæðan fyrir því, að tekj- ur bænda hafa undanfarið ver- ið lægri en annarra sambæri- legra starfshópa. Hér eins og í öðrum nágrannalöndum okkar nýtur landbúnaður fyrir- greiðslu af hál'fu rikisvaldsins og ber þar hæst útflutningsbæt- ur, sem eiga að tryggja það, að bændur fái fullt verðlagsgrundvaMarverð, þótt útflutninigur nemi 10% af frautn- leiðsluverðmæti. Þótt landbúnað urinn fái þær tekjur, sem hon- um bera að einhverju leyti beint frá ríkinu, verður það tæpast tatið rýra framleiðni landbúnað- arins. Hitt er svo annað mál að hér, eins og víðast annars staðar í nágrannalöndum okkar, á landbúnaðurinn í vök að verjast fjárhagslega. Batnandi afkoma ailmennings kemur fyrst og fremst fram í aukinni notk- urx ýmissa iðnaðarvara, en verð- mætamat landbúnaðarvaranna verður útundan. Eins og áður segir stunda tæplega 8% kvæntra karla á aldrinum 25-66 ára landbúnað. Vinnuafl þessa aldursflokks kvæntra karla ásamt vinnuafll einhleypinga á sama aldri skap- ar megnið af því, sem skýrsl- ur kalla þjóðartekjur. 1 land- búnaði hvílir stærri hluti fram- leiðslunnar á herðum giftra kvenna, unglinga og roskins fölks en í öðrum atvinnugrein- um. Þetta hækkar nokkuð vinnuframlag landbúnaðarins. Gildi landbúnaðarins verður þó vart metið eingöngu með hliðsjón af framleiðni. Bóndi sem selur uilarreyfið fyrir minna fé en kostar að ná því af kind- inni getur ekki sýnt mikla fram- leiðni I ullarframleiðslu. Samt sem áður getur það verið þjóð- félaginu mikilsvert, að ull- in komi til sölumeðferðar. Þeir sem vinna við ullina eftir að bóndinn hefur sleppt af henni hendinni taka sitt umsaimda tímakaup. Þeirra framleiðni er í lagi. Gildi landbúnaðarins í dag býggist að verulegu leyti á því að hann framleiðir hráefni til mikilsverðs iðnaðar. Um tvö þúsund manns vinna í verk smiðjum, sem vinna úr laind- búnaðarvörum og fjöldi annarra starfshópa hefur atvinnu sína beint eða óbeint af landbúnaði. Landbúnaðurinn er því mikil- vægur fyrir atvinnulífið í land- inu og það mat sem á hann er lagt í áðurnefndum ummæium Gylfa Þ. Gisiasonar menntamála ráðherra hlýtur þvl að tetjast meira en vafasamt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.