Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1971 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráö Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. HORFUR I EFNAHAGSMALUM 17‘jarasamningar þeir, sem gerðir voru í fyrrasumar, voru sérstæðir að því leyti, að þá var launþegum bætt sú kjaraskerðing, sem þeir urðu fyrir, þegar efnahagserfið- leikarnir dundu yfir á árun- um 1967 til 1969. Þessar að- stæður höfðu óhjákvæmilega í för með sér hlutfallslega miklar kaupgjaldshækkanir, sem fóru fram úr framleiðni- aukningu þjóðarbúsins á þeim tíma. Afleiðingin varð sú, að hætta var á verulegri skriðu víxlhækkana kaupgjalds og verðlags og alvarlegri verð- bólguþróun, ef ekki hefði verið gripið til sérstakra ráð- stafana til þess að stemma stigu við því. Af þeim sökum var horfið að því ráði að lögbinda almenna verðstöðv- un fram til 1. september 1971. Verðstöðvunarráðstaf- anir þessar hafa verið fólgnar í beinni verðlagsstöðvun og hækkun niðurgreiðslna og fjölskyldubóta. Með þeim hefur tekizt að stöðva vixl- hækkanir kaupgjalds og verð- lags, og kjarabætur launþega hafa verið tryggðar. Gallinn við tímabundnar ráðstafanir af þessu tagi er fyrst og fremst sá, að hætta er á, að of mikið verði gert úr þeim vandamálum, sem upp kunna að koma, þegar þess- um sérstöku aðgerðum slepp- ir. Slíkt getur leitt til óþarfa óvissu og spákaupmennsku, sem leiða mun til nýrra vanda mála, er ella hefði mátt kom- ast hjá. Hitt er þó í fyllsta máta eðlilegt, að þessi við- fangsefni verði íhuguð og rædd, ef það er ekki gert með þeim hætti, sem kann að auka vandann fremur en hitt. Það liggur hins vegar í aug- um uppi, að á þessu stigi er ekki unnt að segja fyrir um viðhorfin í lok verðstöðvun- artímabilsins í haust. Það er komið undir ýmsum aðstæð- um í efnahagsmálum, sem ekki er unnt að sjá fyrir nú. Á þessu stigi er t.a.m. ekki unnt að segja fyrir um afla- brögð þessa árs né heldur verðlagsþróun á erlendum mörkuðum. Til viðbótar kem- ur það, að nú í haust verða kjarasamningar launþega og atvinnurekenda endumýjað- ir. Engum dylst, að ástand efnahagslífsins er að veru- legu leyti komið undir þróun þessara þátta, sem engan veg- inn verður séð fyrir nú hver verður. Einnig verður að teljast eðlilegt, að sú ríkisstjórn, sem mynduð verður eftir alþing- iskosningamar, marki stefn- una í þessum efnum. Ljóst er, að sú ríkisstjóm, hver sem hún verður, hefur rúman tíma til þess að átta sig á ástandi og horfum. Ekki er loku fyrir það skotið að unnt verði að framlengja verð- stöðvunina, ef ástæða þykir til. En það, sem mestu máli skiptir, er, að ástand í at- vinnu- og efnahagsmálum er nú með þeim hætti, að engin ástæða er til að óttast óyfir- stíganlega erfiðleika. Það er þvert á móti ástæða til bjart- sýni. Endurskoðun skattakerfisins Á síðasta þingi vom sam- þykktar verulegar breyt- ingar á lögunum um tekju- og eignaskatt. Þær breyting- ar, sem nú hafa verið lögfest- ar, snerta einkum skattlagn- ingu fyrirtækja. En hér er einungis um að ræða fyrsta skrefið í heildarendurskoðun skattakerfisins. Sú endur- skoðun, sem nú þegar hefur átt sér stað, er m.a. til orðin vegna þeirrar nauðsynjar að laga skattalega stöðu atvinnu fyrirtækjanna með tilliti til aðildar að Fríverzlunarsam- tökunum. Með þessum nýju skattalögum er ákveðið, að allt að 30 þúsund kr. arður af hlutafé skuli vera tekju- skattsfrjáls. Þetta er gert með það fyrir augum að örva þátt- töku almennings í atvinnu- rekstri og til að gera hluta- bréfaeign samkeppnishæfari við skattfrjáls spariskírteini. Það er tvímælalaust rétt stefna að örva þátttöku alls almennings í atvinnurekstri. Það eflir fjárhagslegt sjálf- stæði fólksins og dregur úr valdi ríkisins og þeirra aðila, er ráða fjármagninu. Ýmsar leiðir er unnt að fara í þess- um efnum, en hér hefur þeg- ar verið stigið skref í áttina. Nefnd þeirri, sem vann að undirbúningi þessarar laga- setningar, hefur verið falið að halda áfram endurskoðun á skattalögunum með það fyr- ir augum að gera skattakerfið sem einfaldast og koma fram með tillögur um eðlilegar breytingar á skattlagningu einstaklinga. Ljóst er, að hér er um mjög víðtækt og mikil- vægt verkefni að ræða og því verður að leggja áherzlu á skjótan framgang þess. Endurminningar Wilsons: , Johnson klúðraði Víet- namsamningum 19676 New York 17. maí AP. BANDARÍSKA tímaritió Life birti í síðasta tölublaði, úr- drátt úr endurminningum Harolds Wilsons, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Þar segir Wilson að Lyndon B. Johnson hafi fyrir fjórum árum, er hann var forseti haft tækifæri til að binda endi á styrjöldina í Vietnam, en gloprað því út úr höndunum á sér. Frásögn Wilsonis er á þá leið, að í febrúar 1967 hafi Johnson dregið til baka já- kvæða tillögu, sem afhent háfði verið Alexei Kosygin forsætisráðherra Sovétríkj- anna til að koma áfram til stjórniarinmiar í Hanoi og önn- ur sett í staðinm, sem hafi verið gersamlega óaðgengileg fyrir stjórn N-Vietnam. At- burður þesisi átti sér stað í Lundúnum, skömmu fyrir Tet, nýárshátíð Vietnama, en á þeim tíma hafði alltaf verið gert vopnahlé. Áætlunin var að framlemgja þetta vopnahlé og fá styrjaldaraðila til að setjast að samningaborðinu. Wilson segir í greininni að upphaflega tillagain hafi verið á þá leið, að Bandaríkjaimenn hættu sprengjuárásum á N- Vietnam og gæfu út yfirlýs- ingu þess efnis. N-Vietnam myndi í trúnaði og í kyrrþey fullvissa Bandaríkjamenn um um henmenm N-Vietnam yrðu ek'ki sendir til S-Vietnam og þá myndu Bandaríkjamenn gefa yfirlýsingu þess efnis, að þeir myndu ekki senda frek- ari liðsauka til S-Vietnam. Life tekur fram, að John- son hafi verið boðið að gera símar athugasemdir við þessi skrif Wi'lsons, en hann hafi hafnað því og sagzt mundu fjalla um málið í endunminn- ingum sínum síðar meir. Kosygin, var í opimberri heimsóton í Lundúnum, þegar þetta gerðist og segir Wilson, að Kosygin hafi beðið sig um að fá tillöguna skiriflega og hafi hann lýst sig samþykk- an því. Kosygin sagði, að til- laga þessi væri mjög mikil- væg og því vildi hann fá hana skriflega, til að geta sent skjalið til Moskvu. Þegar hér var komið sögu kvaddi Wil- son þá David Bruce sendi- herra Bandaríkjanna í Lund- únum og Chester Cooper, starfsmanin bandarísku utan- ríkisþjónustunnar, sem hafði það verk með höndum, að skýra Wilson frá öllum leyni- legum friðarsaminlingsviðræð- um, á sinn fund, til að tryggja það að texti tillögunnar yrði samþykktur af Bandaríkja- stjórn. Wilson fól því Bruce og Cooper að gera uppkast að bréfi, sem yrði afhent so- vézku stjórninni. Þeir hófust þegar handa og sei-nnihluta dags, áður en Wil- son fór í kvöldverð í sovéztoa sendiráðið, var honum af- hentur texti, sem hafði verið samþykktur í Washingtom og var Wilson fullviissaður um að æðstu menn bandarískra utan- ríkismála hefðu verið hafðir með í ráðum. Wilson afhenti síðan Kosygin bréfið og seg- ir, að augljóst hafi verið að sovézki forsætisráðherrann tók þetta mjög alvarlega og batt talsverðar vonir við til- löguna. Wilson segir að Bruce, sendiherra hafi sagt sér að Lyndon B. Johnson þetta yrði mesti diplomata- sigur aldarinnar. Wilson segist hafa svarað því til, að enn væri ekki vitað um við- brögð stjómarinmar í Hanoi, né heldur Pekingstjórnarinn- ar. Þá gerist það að Walt Rostow, ráðgjafi Johnsons hringir frá Washington í Wil- son, með skilaboð um að texti tillögunmar stoyldi end- ursamimm. „Rostow sagði að nýi textinm yrði sendur á fjar- ritararamum milli Hvíta Húsa- ins og Downing Street 10 þegar í stað og ætti að af- henda Kosygin þann texta, en Harold Wilson afturkalla textamn, sem þegar hafði verið búið að afhenda honum.“ Hér skrifar Wilson: „Við vorum allir þrumulostnir, ráðherrar, ríkisstarfsmenm og Bandaríkj amern. Við vissum hreinlega ekki hvaðan á otok- ur stóð veðrið. Ég taldi að aðeins væri um þrjár skýr- ingar að ræða. 1. að Hvíta Húsið hefði hreinlega verið að leika sér að mér og Kosy- gin, 2. að „Haukarnir" í Washington hefðu náð yfir- tökumum og 3. að stjómnin í Washington væri hrædd við að fá óþyrmileg olnbogaskot. Bruce sendiherra taldi að skýring nr. 3 væri líklegust, en ég var viss um að það væri nr. 2, enda fékk ég síðar staðfestingu á því frá áreið- anlegum heimildum. Hér var um að ræða hreiman sigur fyrir „Haukama“.“ Hinn nýi breytti texti var á þá leið að í staðinn fyrir að N-Vietnamar staðfestu í kyrrþey að þeir myndu ekki senda fleiri hermenn til S-Vietmam gæfu þeir um það yfirlýsimgu opinberlega mjög fljótlega, til þess að tryggja að sprengj uárásumum yrði hætt. Wilson segir síðan í niður- lagi greinarinnar: „Hér var um algera stefnubreytingu að ræða, einmitt á þeim tima, er mikill möguleiki var á, að koma3t að saimkomulagi, eftir framlengt Tetvopnahlé. „Hvern viltu kjósa?“ Upplýsingabók um kosningarnar Slit ailra alþingiskosniniga frá kjördæmabreytingunmi 1959, »g fleiri töQifræðilegar upplýsingar. All'ir framboðslistar við væntam- legar alþinigdskosmingar eru birt- ir í bókimni. stjórnar, valdsvið hennar og | „Hvem viltu kjósa?“ er 100 fleira. Þá eru birt í bókinni úr- | síður að stærð, offset-prentiuð. Gestafjöldi í söfnum ÚT er komin bókin „Hvem viltu kjósia?“ Það er alhliða kosninga- handbók, þar sem al’lir flokkar, sem bjóða fram við næstu al- þingiskosningar, kynna stefnu sína. Formenn eða varaformenn flokkanna rita auk þess stutt ávarp í bókina. Markmið bókarinnar er m. a. að auðvelda kjósendum, ekki sizt þeim, sem nú kjósa í fyrsta sinn, að gera upp hug sinn. Birt- ar eru myndir og upplýsingar um rúmlega 100 frambjóðendur. Kafli er í bókinni þar sem birtar eru leiðbeiningar fyrir kjósend- ur um sjálfa kosningasthöfnina, úthlutum þingsæta, uppbótar- þingsæta, hlutverk alþingis Qg starfshætti þess, skipun ríkis- TALA gesta í Þjóðminjasafninu hefur haldizt nokkuð óbreytt undanfarin ár. 1 Hagtiðindum er birt yfirlit yfir gestafjölda árin 1966, ’67 og ’68 og kemur í Ijós að 1966 eru gestir 46.008, 1967 46.848 og 1968 44.977. Starfs- menn safnsins eru 7 cll árin. 1 Listasafn Íslands komu 1966 20.215 gestir, 1967 21.287 gestir og 1968 21.204 gestir. Tala starfsmanna er 3. Tala merktra muna heflur aukizit á þessum ár- um úr 1.393 i 1.529. 1 Minjasafn Reykjavíikur og Árbæjarsafn komu þessi þrjú ár 9.000 gestir, 7000 gestir og 13.000 gestir og eru állar tölurn- ar áætlaðar. Fyrstu 2 árin voru starfsmenn 2 en 3 siðaista árið. Gestir á hinum ýimsu byggða- söfnum umhverfis land eru sem hér segir og eru tölumar áætl- aðar: 1966 22.000, 1967 23.000 og 1968 20.000 gestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.