Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1971 1 O iStfUDE]\7Morgunblaðsms Pressulið valið Leikur vlð landslið á f immtudag I GÆR völdu blaðamenn pressu liðið, sem á að mæta islenzka landsliðinu í leik á Melavellin- um kl. 20.30 n.k. fimmtudag. Verður landsliðið skipað sömu mönnum og haida til Noregs á mánudaginn og leika þar lands- leik við heimamenn n.k. fimmtu dag. Pressuliðið verður þannig skipað: Markvörður: Sigurðux Dagsson, Val Bakverðir: Marteinn Geirsson, Fram Sigurbergur Sigsteinss., Fram Baldur Scheving, Fram Sigurður indriðason, KR Tengiliðir: Bergsveinn Aifonsson, Val Skúli Ágússson, ÍBA Jón Sigurðsson, KR Benny Nielsen skorar eitt af mörkum AB í leiknum við Köge, sem var fyrsti sigurleikur AB í 1. deildarkeppninni í ár. Getraunaþáttur MbL: Fyrsta umferðin í íslandsmótinu — setur svip á getraunaseðilinn ÞÁTTTAKA í getraununum hef- ur minnkað mjög sáðan ensku knattspyrnunni lauk, en vonandi kemur fjörkippur í hana nú, er íslandsmótið hefst. Á getrauna- seðii þessarar viku eru tveir leik ir úr keppni brezku landslið- anna, fyrsta umferðin í 1. d'eild íslandsmótsins og ein umferð í 1. deildinni dönsku. írland — Wales 1 Ég hefi mun meiri trú á írska landsliðinu en hinu welska og þar sem iandsleikurinn verður leikinn i Belfast spái ég írum sigri. England — Skotland 1 Hér mætast erkifjendurnir, Englendingar og Skotar, og hafa þeir marga hildarleiki háð í heila öld. Þessi leikur er mjög tvísýnn, þar sem Skotar geta nú teflt fram ölium þeim leik- mönnum, sem eru í þjónustu ensku félaganna. Ég spái samt Englendingum sigri, þvi að þeir tapa ógjarnan leik á Wembley. I B.V. — Valur 2 Vestmannaeyingar hafa jafn- an verið seinir af stað á vorin og Vaismenn hafa oftast borið sigur úr býtum í Eyjum. V£ils- menn verða þó að vera vel á verði til að ná báðum stigunum af Eýjask'eggjum. KR — ÍBA 1 K.R.-ingar virðast óútreiknan- legir, enda er lið þeirra korn- ungt og óreynt. Litið hefur frétzt af Akureyringum, en lið þeirra _mun einnig vera í deigl- unni. Ég spái K.R. sigri. Fram — Breiðablik 1 Fram hefur sjaldan komið eins sterkt til leiks i íslandsmóti og nú og samkvæmt frammistöðu Breiðabiiks í Litlu bikarkeppn- inni ættu nýliðarnir í 1. deild að verða auðveid bráð fyrir Fram. Í.B.K. — Í.A. X Bæði liðin hafa átt misjafna leiki í vor og úrslit þessa leiks eru því torráðin. Ég hallast helzt að jafntefli, þó að Keflvíkingar séu oftast harðir í horn að taka á heimavelli.' Frem — Brönshöj 1 Frem hefur náð ágætum ár- angri í vor og leikur til úrslita i bikarkeppninni gegn B-1909 á morgun. Ef engin forföll verða í liði Frem á sunnudag, ætti liðið að bera sigurorð af Bröns- höj. B-1909 — Vejle X Bæði liðin hafa vakið mikla athygli í vor. B-1909 vann sér sæti í 1. deild sl. haust og er nú úrslitum í bikarkeppninni. Vejle leikur sókndjarfa knatt- spyrnu, en varnarleikur liðsins er ekki að sama skapi traustiV. Ég spái jafntefli. Köge — Hvidovre 2 Ég hef ekki mikla trú á Köge, sem nú hefur misst einn bezta leikmann sinn vegna meiðsla. Hvidovrs hefur hins vegar náð efsta sætinu í 1. deild og liðið gefur það ekki fuila hnefana. eftir fyrr en í Þe>ss má geta, 1901 si. haust 5:0. að A.B. vann B- í Nyköbing með Alborg — B-1903 X Álborg rekur nú lestina í 1. deiid, en liðið hefur oftast reynzt erfitt viðureignar á heima velli. B-1903 hefur unnið 1. deild sl. tvö ár og liðið kann þvi arinnar. Ég hallast að jafhtefi. 1. deid: Hvidovre 7 4 2 1 18:10 10 V'ejle 7 4 2 1 21:15 10 B 1901 — A.B. 2 Randers Freja 7 4 2 1 14:9 10 B-1901 hefur staðið sig vel Frem 7 4 1 2 14:12 9 í vor, en A.B. hefur hins vegar K.B. 7 4 1 2 16:17 9 valdið miklum vonbrigðum, því B-1901 6 2 3 1 16:11 7 að liðið var talið sigurstrangleg B-1909 7 2 3 2 13:10 7 ast í 1. deild við upphaí keppnis Brönshöj 7 3 0 4 11:15 6 timabilsins. A.B. virðjst þó i Köge 7 3 0 4 11:16 6 þann mund að reka af sér B-1903 6 1 2 3 9:11 4 slyðruorðið og ég hallast aS þvi A.B. 7 1 1 5 10:15 3 að liðið vinni sigur í Nyköbing. Álborg 7 0 1 6 7:19 1 K.B, — Randers 1 Bæði þessi lið haía vakið mikia athygli í vor og eru nú í hópi efstu liða í 1. deild. Mér þykir K.B. þó öllu sigurstrang- legri i þessum leik og spái því liðinu sigri. Framherjar: Kristinn Jörundsson, Fram Baldvin Baldvinsson, KR Sævar Tryggvason, ÍBV Varamenn: Einar Guðleifsson, ÍA Björn Árnason, KR Jón Hermannsson, Á Eiríkur Þorsteinsson, Vikingi, Búast má við því að leikuxinn á fimmtudaginn varði mjög spennandi, og verður afar fróð- legt að sjá hvemig landsliðíð kemur út á móti pressuliðinu, og einnig ætti að vera hægt að marka nokkuð af leiknum, hvort einstakir leikmenn, sem ekkl eru í landsliðinu eiga þar heima, hinum fremur. Reyndar verður að taka það með í reikninginn að erfitt er að dæma leikmenn og lið eftir einum leik, en ví»- bendingu getur hann eigi að siður gefið. ? Nokkuð er langt siðan að pressuleikur hefur farið íram, en hér áður fyrr þótt slíkir leikir ómissandi, og voru lands- liðin venjulega ekki endanléga valin fyrr en að þeim lokn- um, og mörg voru dæmi þess að einstakir leikmenn sýndu það góða frammistöðu í pressuleikj- um að þeir spiluðu sig inn í landsliðið. Fagna ber þvi að pressuleik er nú komið á aftur, og vonandi að áframhald verði á slíku fyrir landsleiki. Pressuleikurinn er einnig kjör ið tækifæri fyril- landsliðið, sem leikur við Noreg, til að reyna nýjar leikaðferðir og er ekki ó- sennilegt að í honum reyni lands liðið t.d. snarpan sóknarleik, til þess að sjá hvaða árangur næst út úr honum. En þess ber að gæta, að pressuliðsvörnin kem- ur til með að vera mjög eterk, en þar verða þrír Framarar máttarstólpamir, og nægir að minna á að vörn Fram hefur hingað til ekkert mark fengið á sig í Reykjavíkurmótinu. Ætla má einnig að Sigurður Dagsson verði traustur bakhjarl varnar- innar, en hann hefur átt góða leiki i Valsmarkinu í vor. 20 km hlaupið Þessar myndir tók ljóstmyndari Mbl., Sveinn Þormóðsson á Laug- ardalsvellinum í fyrrakvöld, en þar fór þá fram keppni í 20 km hlaupi í fyrsta skipti hériendis. Skýrt var frá úrslitum keppn- innar í blaðinu í gær, en telja veirður að allir keppendurnir hafi staðið sig með mikilli prýði. Á stærri myndimni eru þeir Halldór Guðbjömsson, KR og Gunniar Snomason, UMSK, sem urðu nr. eitt og tvö í hlaupinu. Eigniaðist Halldór þar með tvö íslandsmet, þar sem einnig var keppt i hver kæmist lengst á einnli klukkustund. Minná mynd- in er af hinum unga og efndlega UMSK-pilti, Steinþóri Jóhannes- syni, en hann hljóp ágætlega og krækti sér í senn í drengja- og unglingamet. Þórarinn gengur í FH HINN kunni handknattleiks- maður úr Haukum, Þórarinn Ragnarsson, mun nú hafa yfirgefið Hauka og gengið í FH. Mætti hann þar á sína fyrstu æfingu í fyrrakvöld. Bætist FH þarna góður liðs- maður, en í fyrravetur mátti augljóslega sjá að Þórarinn var sífellt vaxandi leikmaður og má minna á að hann varð annar markahæsti leikmaður- inn í íslandsmótinu — á cftir Geir Hallsteinssyni. Þórar- inn er reyndar ekki ókiinnug- ur í FH, þar sem hann hóf þar sinn handknattleiksferil með yngri flokkuntim. Þá hefur einnig heyrzt að fleiri leikmenn úr Haukum muni ganga í I II i sumar, og hefur m. a. Viðar Símonarson verið nefndur í því sambandi, en staðfestingu á þessu hefur ekki tekizt að fá. Mun ein- hver upplausn vera hjá Hauk- um og hefur Pétur Bjarna- son, sem þjálfaði liðið tvo undanfarna vetur hafa hætt störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.