Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 32
3M«rxsnnWa&tt> HucivsmcnR #^-«22480 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1971 1E5IÐ DRCLECR Bygrgingu síðari áfanga Iðngarða við Grensásveg er að Ijúka og í gaer var siðasta húsið reist, en þau aru gerð úr strengjasteypu. Samtals hafa þá verið reist hús 1600 ferm. að flat armáli. Fyrsti áfangi bygginganna hófst í nóvember 1965. Sjá nánar frétt á bls. 2. (Ljósm. Mbl. 61. K. M.) Niöurstaöa ríkisstjórnarinnar; Laxveiðileiga utan verðstöðvunarlaga Túnfisktegund bannlýst Kvikasilfursmagn fisksins of hátt INNFLUTNINGUR á ákveðinni túnfisktegund hefur vertð stöðvaður, þar sem komið hefur í ljós, að kvikasilfursmagnið í fiskinum er ofan við það mark sem liættulaust getur talizt. Tún- fisktegund þessi reyndist inni- halda 0.95 mg/kg af kvikasilfri, en leyfilegt hámark kviksilfurs í neyzlufiski í Bandarikjunum og Kanada er 0.5 mg/kg. Ákvæði vantar hér á landi um leyfilegt hámark kvikasilfurs í neyzlu- fiski. Áðurgreind túnfisktegund hefur ekki verið flutt til landsins síðan fyrir áramót og mun ekki vera íáanleg í verzlunum nú, að sögn Þórhalls Halldórssonar framkvæmdastjóra Heilbrigðis- eftirlits borgarinnar. Fyrir og um sl. áramót voru á vegum Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík tekin trt kvilkasilfurs- rannsóknar sýni af öllum þeiim tegundum af túnfiski, sem þá voru á boðstólum í verzlunum í borginni. Var Rannsóknastofn- un iðnaðarinis falið að annast þessar rannsóknir á túnfiski og þar sem rantnsóknir þessar hafa verið mjög tímafrekar er það ekki fyrr en nú, að endan- legar niðurstöður liggja fyrir. Kom í ljós við rannsóknina, að eitt af sýnunum reyndist inni- halda 0.95 mg/kg af kvikaailfri en í öllum hinum sýnunum var kvikasilfursmagnið undir 0.5 mg/kg. Eins og áður segir eru leyfileg rnörk kvikasilfurs í neyzlufiski í Bandaríkjunum 0.5 mg/kg, en í Svíþjóð og Jap- an er leyfilegt hámark hins veg- ar 1 .0 mg/kg eða helmingi hærra en mörkin í Ameríkiu. Að sögn Þórhalls voru aðeinis tvö sýni tekin af um- ræddri túnfiskteguind til rann- sófcnar. Reyndist öninur dósin vera undicr leyfilegum mörkum í Bandaríkjunum, eða 0.35 mg/kg en hin dósiin var aftur á móti rétt undir sæmsku og japönsku mörkunum. Sagði Þörhallur, að þar siem aðeins önn- ur dósin hefði reynzt innihalda of mikið kvikasdlfur og ekfcert væri eftiir af vörunni á íslemzk- Framh. á bls. 12 Var sýknaður af meintri ákæru um landhelgisbrot RANNSÓKN í iriáli skipstjórans á Jökli VE 15, sem tekinn var að meintum ólöglegum veiðum 11. maí sl. 1,9 sjómílu út af Rang ársandi, er lokið. Skipstjórinn var sýknaður af kærunni. Bar hann það fram í rétti að hann hefði misst veiðarfærin á svæ'ði þar sem leyfilegt var að veiða. Varðskip fann síðar troll Jökuls á tilteknum stað 3,2 sjómílur frá landi, en leyfilegt er aff veiða að þriggja mílna mörkun um. Rannsókn í málinu hófst 12. maí sl. hjá bæjarfógetaembætt- inu í Eyjum. GYLFI Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, tjáði Mbl. í gær, að ríkisstjórnin hefði komizt að þelrri niðurstöðu á fundi í gær- morgun, að laxveiðileiga lélli Forstjór- inn á strandstað HINGAÐ til lands er kominn forstjóri fyrir tryggingafélagi brezkra togara, mr. Ievers. Hér er um skyndiför að ræða hjá forstjóranum, til þess eins að kynna sér sjálfur allar að 1 stæður og aðgerðir til björg-í unar Hulltogaranum Ceasari. Fór forstjórinn vestur á strandstaðinn í gær og var það hugmynd hans að hitta þar að máli Norðmennina, *em stjórna björgunaraðgerð unum en forstjóranum mun þykja þær hafa dregizt nokk- ur á langinn. ^ Áður en hann fer í dag, sagði Geir Zoega yngri, Mbl. í gær, mun hann væntanlega ræða við siglingamálastjóra og forstöðumann Landhelgis- gæzlunnar um björgun togar ans, en forstjórinm heldur heimleiðis síðdegis í dag. Þess má geta að í síðustu heimsstyrjöld var Ievers í brezka flotanum og var flota forlngi að tign, Rear admiral. ekki undir ákvæði gildandi verð stöðvunarlaga. Ráðherrann sagði, að ríkis- stjórnin liti svo á, að verðstöðv unarlögin tækju ekki til leigu á laxveiðiám né endurleigu, þar sem um samninga milli einstakl- inga væri að ræða og oft eru kaupendur veiðileyfa erlendir að ilar. Ríkisstjórnin hefði því ekki séð ástæðu til að skipta sér af þvi, hvað þeir aðilar greiddu fyr- ir veiðileyfi. Biskup íslands til Osló í dag — vegna 900 ára afmælis biskupsstólsins BISKUP íslands, herra Sigur- björn Einarsson, heldur utan til Osló í dag. þar sem hann mun taka þátt í 900 ára afmæli hisk upsstólsins þar í borg dagana 20.—23. maí. Hátíðarhöldin hefj ast kl. 8,30 á uppstigningardag með guðsþjónustu í rústum Hal vardskirkju í Osló og kl. 11 sama morgun verður hátíðar- guðsþjónusta í Dómkirkjunni í Osló. Ólafur Noregskonungur verður viðstaddur hátíðarguðs- þjónustuna. Á föstudag, laugardag og sunnudag verður ýmislegt á dag skrá vegna afmælisins, m.a. pré dikanir í ýmsum kirkjum og mun biskup fslands prédika í Lambertseter-kirkjunni á sunnu dag kl. 11 árdegis. Hátíðarhöld unum lýkur á sunnudag. Biskupinn kemur heim fljót lega eftir helgina. Síðar í sumar fer biskupinn til Grænlands í boði biskupsins í Kaupmannahöfn, en dagana 1.—3. júlí verðm þess minnzt í Grænlandi að 250 ár eru iiðin frá þvtí að Ilans Bgedé hóf starf sitt þar. Afbrotaunglingar — í hópum RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Reykjavík hefur komið upp um sex pilta á aldrinum 12—14 ára, sem á undanförnum mánuði frömdu 20 innbrot í verzlanir og skrifstofur í Reykjavík. Einn piltanna tók þátt í öllum innbrotunum og aðstoðuðu hinir hann til skiptis. Piltarnir stálu sælgæti og peningum og höfðu mest 10 þúsund krónur út úr einu innbroti. Allir þessir piltar, nema einn, hafa áður orðið uppvísir að af- brotum. NÝJA þota Flugfélags íslands var afhent íslenzkri áhöfn í Ný þota FI afhent Verður gefið nafn á morgun Dallas í Texas 1 gær. Þotan er af gerðinnl Boeing 727 og var áður f elgu fyrirtækis í Pensil- vaníu. Vélin er væntanleg til Reykjavíkur kl. 2 á morgun og verður hún skírð þá. Skráningar- stafir vélarinnar eru T.F.F.f.A. Þotan hefur að undanfömu verið í viðgerð og aithiugun í Dallas í Texas, og þar var hún máluð í litum Flugfélagis íslands. Vélin er þriggja hreyÆa og er af sömiu tegund og þota sú sem Fluigfélaig íslands á þegar. Véi- inni verður fkvgið heim á leið í dag með viðkomu í Pensilvan- íiu, þar sem hún tekur varahluti og fieira, og Main. Kemur hún til Reykjavikur á mongun eins og áðúr segir. Togarinn haggaðist ekki ísafirði, 18. maí. 1 DAG var enn gerð árangurs- iaus tilraun til þess að ná brezka togararoum Caesari á flot. Annað norska bj'örgunarskipið togaði í togarann í fulla klukkust. eftir hádegi í dag, en togarmn haggað- ist ekki. í dag er minnsti straum- ur og þvi slæmar aðstæður tdl þess að koma togaranum á flot, þar sem tankamir fjórir sem festir hafa verið við togarann Framh. á bls. 12 Þá er rannsóknarlögreglunni kunnugt um þrjá aðra unglinga hópa, sem stela og selja grammó fónplötur, fatnað og bækur, og eru mál þeirra nú í rannsókn. 30 þús. á viku; Inn um opna glugga SEXTÁN ára piltur hefur orð ið uppvís að fjölda innbrota í mannlausar íbúðir í Reykja vík að undanförnu. Hefur pilt urinn stolið miklu fé og eytt jafnharðan; til dæmis mun hann hafa stolið og eytt um 30 þúsund krónum undan- fama viku. Piltur þessi hefur reynzt fundvís á opna kjall araglugga og er full ástæða til að vara fólk við að skilja glugga eftir opna, þegar það fer að heiman. Skipaður lektor STEFÁN Jómsson læknir, hefur verið skipaður lektor í lífeðlis- fræði í læknadeild Háskóla Is- lands írá 1. ágúst n.k. að telja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.