Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1971 21 Skíðaskólinn i Kerlingarf jöllum: Mikil aðsókn í sumar UM NÆSTU mánaðamót hefjast skíðanámskeið Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum, en með ári hverju hefur aðsókn aukizt í Kerlingarfjallaferðir skólans. — Skíðaskólinn vinnur stöðugt að því að byggja upp húsakost i Kerlingarfjöllum og í sumar er áformað að Ijúka við vatnsafls virkjun, sem sjá mun skólanutn fyrir rafmagni í framtíðinni. Morgunbiaðið innti frétta af áformum skólans í sumar hjá Valdimar Örnólfssyni, einum af forsvarsmönnum Skíðaskólans. Sagði hann að mikið væri nú spurt um námskeiðin og nú þeg ar væru sum þeirra fullslcipuð. Sagði hó.nn að með hverju ári fengju þeir meiri aðsókn og lögð væri .áherzla á að fólk nyti þarna bæði skemmtilegs og nytsamlegs sumarleyfis í glöð- um og góðum hópi á einhverj- um fegursta stað á íslandi. Að- staða til skíðaiðkunar er fyrir alla aldursflokka og skíða- kennsla og gönguferðir er hægt að fara á fjölmarga staði undir leiðsögn göngustjóra. M.a. er hægt að ganga á Snækoll, en þaðan er útsýni í góðu veðri yfir meira en hálft ísland. Skíðakennsla Kerlingafjalla- manna fyrir byrjendur er kunn orðin fyrir þann árangur, sem byrjendur ná á fáum dögum og sannaðist þetta fyrir blaða- mönnum í helgarferð, sem nokkr ir þeirra fóru »1. haust. Hver byrjendahópur er út af fyrir sig með sinn kennara og sér hann um að ekki líði á löngu þar til nemendurnir geti farið í bratt- ari skíðabrekkur og leikið þar lisfir sínar eins og skíðaköpp- um sæmir. Þá er einnig hæg gönguferð með skíðin á Snæ- koli og í Fannborgir þaðan, sem frábært er að renna sér niður. Skíðalyfta er ávallt í gangi í Kerlingarf jöllum og strax og byrj endur hafa lært nógu mikið, eru þeir drifnir í lyftuna og meðan þeir eru að venjast henni er hún látin ganga hæga ganginn. —■ Byrjendalyftan er höfð í mjög þægilegri brekku, svo að allir geti ráðið við hana og fram- farirnar, sem menn taka, þegar þeir eru farnir að nota lyftuna eru næsta ótrúlegar. Sagði Valdi mar að yfirleitt lærðu algjörir byrjendur það á einu nám- skeiði að bjarga sér niður hvaða brekku sem er. Fyrir hagvana skíðamenn er sérsitök lyfta í gangi í Fannborg eða annars staðar þar sem brekkur eru að þeirra skapi. Það má einnig geta þess að ekkert kostar að fara í skíða- lyfturnar og fyrir þá sem ekki eiga skíði, er hæg't að fá leigð mjög góð skíði fyrir byrjendur og aðra í skólanum fyrir lítið verð og einnig er hægt að fá skíðaskó og stafi. Þannig geta þeir, sem engan útbúnað eiga til skíðaiðkana Flúor- ! mjólk ! STOFNUN hefur verið komið 1 á laggirnar í Bretlandi til að | [ beita sér fyrir notkun fiúor- seraðar mjólkur til að freista I ’ þess að koma í veg fyrir tann skemmdir hjá börnum. Ýms ir læknar og tannlæknar hafa , 1 á undanförnum árum látið í. ljós stuðning við að flúor 1 yrði blandað í mjólk og telja það m.a. hafa þann kost um- fram flúorblöndun í drykkjar ‘ vatni, að foreldrum sé þar1 með í sjálfsvald sett, hvort' þeir láta börn sin neyta flúors I í fæðunni. Búizt er við að I byrjað verði á að hafa flúor-1 biandaða mjólk á boðstólnm | fyrir skólabörn og fá börnin | 1 drykkinn á vægari verði en | mjólk kostar í verzlunum. hæglega farið í Kerlingarfjöll og notið skíðaíþróttarinnar um leið og fjölmargt annað er hægt að hafa fyrir stafni inn milli Jökla. En ekki er hægt að skrifa um KeröinigarfjaiMaferðir áin þess að geta um kvöldvökurnar, sem auk skíðakennslunnar og gönguferð- anna eru ógleymanlegar hverjum sem gistir Kerlingarfjöll. Þar er sungið, dansað og farið í leiki þar sem allir ei’u þátttakendur, fullorðnir yngjast í annað sinn og unglingarnir læra að skemmta sér á heilbrigðan hátt. Og fyrsta námskeiðið í sumar er einmitt ætlað unglingum og er það nú þegar fullskipað. Því hefur verið ákveðið að bæta við öðru unglinganámskeiði (12—16 ára) 15.—20. júní og einnig fyr ir 20 ára og yngri 20.—25. júní. Er það sett vegna þess að marg- ir framhaldsskólanemendur hafa spurzt fyrir um námskeið á þessum tíma. Annars sagði Valdi mar að hann og þeir félagar gæfu allar upplýsingar um skól ann heima eða í sima skólans 19056. Sagði Valdimar að þeim félög um líkaði mjög vel að reka Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum og þangað kæmi vaskt fólk og margir kæmu aftur eftir að þelr kæmust á Kerlingarfjallabragð ið. Sagði hanm að þeir félagar ynnu stöðugt að uppbyggingu skólans til þess að gera aðstöðuna enn skemmtilegri, en þó að einhverj um kunni að þykja það einkenni legt þá eru heitar og kaldar sturtur í baðklefa skólans og ýmis önnur þægindi, sem erfitt er að hugsa sér inn á milli Jökia. Borgarstjórlnn, Geir Ha llgrínisson setur ráðstefnuna. Erlendir híbýlasér- fræðingar á ráðstefnu hér f FYRRADAG hófst á Hótel Sögn ráðstefna sérfræðinga sem biia hús þægindum, sjá um hönn un og gorð loftræstinga, upphit. unar, lýsingar og fl. Þátttakeaul nr ráðstefnunnar eru 157 talsins og eru flestir frá Bretlandi, 6 frá Suðiir-írlandi og eiiun Hol- lendingur. Geir Hallgrímsson iiorgarstjóri, setti ráðsteifnuna á Hótel Siigii og haiin niun einnig verða heiðursgestur í lokaboði ráðstefminna.r í kvölil. Hér er um að ræða árlegan sumarfund samtakanna The Institution of Heating and Went ilating Engineers, en þau kapp- kosta að haida sumarfundinn í landi utan Bretlandseyja 2.—3. hvert ár. Heimisækja sérfrseðingarnir ýmis fyrirtæki í Reykjavík og nágrenni meðan á dvölinni stend ur. Frá setningu ráðsiefm«inar að Hótel Sögu. (I.jósni, Mbl. ÓI. K. M.). Efsía myndin sýnir Kerlingarfjöli úr fjarska. þegar ekið er þang að. Miðmyndin er tekin ofan af Snækolli úr iiðlega 1500 m hæð en ganga þangað upp er mjög auðveld. Þar sem skugginn er neðarlega í fjalishliðinni eru aðaiskíðabrekkur Skíðaskólans og neðasta myndin er tekin þar í svokallaðri Fannborg — (Ljósm. Mbl.: á.j.) — Tyrkland Framh. af hls. 1 nauðsyn krefur. Þá var einnig skýrt frá nöfnum 16 manna, sem grunaðir eru um aðild að mannráninu. Skömmu siðar skýrði lögreglan frá því að rhað- ur nokkur, grunaður um aðild að mannráninu, hefði verið hand tekinn. Gripið hefur verið til við- tækra varúðarráðstafana um allt Tyrkland vegna mannráns- ins, auk þess sem herlög hafa verið í gildi i 11 héruðum lands- ins frá 26. apríl. Komið hefur verið upp vegatálmunum, og all- ir íbúar Istanbul og nágrennis hafa verið hvattir til að bera á sér persónuskilríki. Víða hefur verið gerð húsleit, og sveitir hermanna hafa verið sendar til Istanbul til að leita mannræn- ingjanna. — Óku óvart Framh. af bls. 1 ræða, og óskaði eftir þvi að Bret arnir fengju að snúa heim. Þeirri ósk var ekki sinnt og brezku hermennirnir fluttir á brott. Talsmaður yfirvalda í Hong Kong kveðst ekki vita til þess að það hafi gerzt fyrr að brezk- ir hermenn hafi villzt yfir landa mærin til Kína. Hinsvegar hafi tveir lögreglumenn af kínversku ætterni reiknað óviljandi yfir landamærin í september 1967 og verið handteknir. Voru þeir i haldi í Kina í tvo mánuði, en síð an sendir heim. Um svipað leyti var brezkur lögregluforingi dreg inn nauðugur yfir landamæriji þegar hann var að reyna að ná sáttum í deilum á landamærun- um, er vörðuðu nokkra kin- verska bændur á leið til Hong Kong. Fimrn lögreglumenn voru drepnir í Sha Tau Kok í júlí 1967, en um það leyti var mikið um óeirðir í Hong Kong, sem kommúnistar stóðu fyrir. Félllu lögreglumennirnir fimm fyrír vélbyssuskothríð kinverskra her flutningabifreið. Villtust þeir yf- ir landamærin í þorpinu Sha Tau Kok, en þar liggja landamær in eftir miðri aðalgötunni, Chung Ying stræti. Segir talsmaður yf irvalda i Hong Kong að hermenn irnir hafi bersýnilega villzt inn í Kína frá Chung Ying stræti, og lokuðu þá kínverskir her- meiin strax heimleiðinni. „Her- mennirnir sátu kyrrir í bifreið- um sinum meðan foringi úr lög reglu Hong Kong ræddi við kin- versku hermennina, skýtði frá því að um mistök hafi verið að manna. Að undanförnu hefur allt ver ið með kyrrum kjörum á landa- mærunum og ekki komið t.i’1 neinna alvarlegra árekstra. Einn ig hafa samskipti kínverskra yf- irvalda við yfirvöld i Hong Kong verið vinsamleg. Þegar Bretarnir átta voru leystir úr haldi var tilkynnt í Hong Kong að engar upplýsing- ar yrðu gefnar um atburðinn fyrr en hermennirnir hefðu ver ið yfirheyrðir og mál þeirra rann sakað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.