Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚNl 1971 C oooooo ooooo c Coooooo ooooo c með Andy í togi, og síðan hef ég frétt fleira af henni. Hún er ein sjúklinga Guthries. Hann er einn þessara nýtízkulegu leekna. „Fyrst að athuga, hvort nokkuð er að sjúklingnum sál- rænt séð, og þá fyrst er hægt að fáist við líkamlegu meinin al einhverju viti." Og ég held, að Andy sé betri lyfseðill en nokkur sem Guthrie gæti skrif- að. Andy er mjög ásjálegt karl- dýr. Það viðurkenna jafn- vel karlmenn. f stórborg gæti hann haft vel upp úr sér hjá nosknum konum með ungar hug myndir —- gæti verið það, em kallað er gigolo. Nancy var hneyksluð og fór ekki í launkofa með það. Henni fannst Timothy Evans hugsun- arlaus ungur maður. En hann er læknir, bætti hún við með sjálfri sér, og þeir eru allir svona. Ég hef andstyggð á lækn um. Hún var næstum búin að segja þetta upphátt. Og það hefði verið sama, því að hann las hugsanirnar út úr hrein- skilna svipnum á henni, sem gat aldrei leynt neinu, hversu sem hún reyndi. — Þér finnst ég vera grófur að leggja tilgang Joybelle út á versta veg. En það er ekki það. Líklega veit hún ekki sjálf að hún er orðin skotin í laglegu andliti. En væri hann stuttur og digur og með kartöflunef, þá held ég ekki, að hún væri svona f-ull samúðar og reiðubúin í krossferð. En nú skulum við dansa og gleyma þessu leiðinlega fólki. Þau dönsuðu svo að vísu, en jafnvel hljómsveitin virtist þjást af hitanum, og eitt og eitt par dró sig út í garðinn þar sem var ofurlítið svalara. Enda þótt enginn sjúkiingur kallaði, þá fór Tim heim með hana fyrir miðnætti. Næstu vikurnar frétti hún ekkert til Joybelle. Og Andy á röndótta bílnum hafði sig ekkert í frammi. Hún var farin að gleyma þessu öllu. Eitt kvöldið náði Rick Arm- strong í hana heima hjá henni og hún fór í kvikmyndahús með honum. Samkvæmt ráðleggingu móður sinnar. — Það er of áberandi að vera alltaf að bíta hann frá þér, og kannski kemst þetta á ró- legri og vinsamlegri gnund- völl, ef þú ferð út með honum einstöku sinnum. Þetta virtist heillaráð, en bar þó engan árangur. Rick var ein- hver eftirsóttasti piparsveinn í borginni, í góðu áliti hjá verzl- unarstéttinni, efnaður og í upp- gangi, og á almennan mæli- kvarða glæsilegur maður og að minnsta kosti tveimur þumlung- um hærri en Tim Evans, næst- um eins hár og Lloyd Llewell- yn, sem var fyrirmynd allra ungra manna í Lloydstown. Rick vissi þetta mætavel sjálf- ur og útskýrði afstöðu Nancy, sem undanbrögð og ólík- indalæti. Alilt fór þetta vel þangað til hann fyilgdi henni einu sinni heim og kom inn með henni óboðinn. Mary var ekki heima og hann tók að segja Nancy frá afrekum sinum á fasteignamark- aðnurn og frá húsinu, sem hann ætlaði að byggja. Það átti að vera nýtízkuiegra en frægustu húsameistarar höfðu hingað til látið frá sér fara. Hann hafði nýlega farið á húsgagnasýningu í Cleveland, og út frá því, sem hann hafði séð þar skyldi eld- húsið þarna verða hrein- asta himnaríki fyrir húsmóður. — Þetta iítur glæsilega út, sagði Nancy og óskaði þess heit- ast að hann vildii fara að hypja sig. — En því aðeins, að þú verð- ir húsmóðirin. Ég er að reikna þetta út þín vegna. Eftir hverju erum við aðbíða? Þér þótti einu sinni vænt urn mig. Þú get- ur ekki neitað . . . — Jú, það get ég einmitt. Það þarf elcki að vera nein ást, þó að við færum á stefnumót á gagnfræðaskólaárunum. Nei, Rick, það hijóta að vera fjöl- margar stúlkur, sem mundu elska þig. Mér finnst þú vera prýðilegur kaupmaður og hver sú stúlka, sem nær í þig má hrósa happi, en ég get þetta bara ekki. Það vil ég, að þú skiljir. — Víst skil ég það, en þú vilt bara ganga laus í nokkur ár enn. En ég get bara ekki beðið til eiliífðar nóns. Svo komu hótanir og fullyrð- ingar um, að hann mundi ein- mitt bíða til eilifðar nóns, og áður en tyki, yrði hún ekki sá bjáni að hryggbrjóta hann. En svo þegar hún kom í veg fyrir tiiraunir hans til að kyssa hana, varð hann vondur. — Það er þessi Evans lækn- ir, sem hefur komizt upp á milli okkar. Það ætti einhver að segja þér dálítið nánar frá honum. Hann drekkur og er í áflog- um. Hann kom á spítalann með glóðarauga — og það er engin lygi. Það fer ekki hjá því, að mamma þín hafi frétt það. Nancy hefðí orðið reið, hefði ekki meðaumkunin orðið reið- inni yfirsterkari. Þarna stóð hann og þorði ekki að snerta á henni. Útstæðu bláu augun voru Ef þér eruð uð leitu uð vörum til uð flytju inn, þu getum við hjúlpuð yður New York ríkí býður yður ókeypis þjónustu við að finna framleíðendur á vörum, taekjum eða efnum, sem geta ýtt undir vöxt fyrirtækis yðar. Allt, sem þér þurfið að gera, er aðeiris að skrifa okkur og lýsa í smáatriðum vörunum, sem þér hafið áhuga á að nota eða selja hjá fyrirtæki yðar Segið okkur, hvort þér ætlið að nota þær. Segið okkur, hvort þér ætlið að kaupa þær á eigin reikning eða gerast umboðsmaður Vin- samlegast tiltakið viðskiptabanka og auðvitað nafn yðar, nafn fyrirtækisins og heimilisfang. Þegar við fáum bréf yðar, munum víð koma því á framfæri vð framleiðendurna í New York og láta þá vita um vörurnar. sem þér óskið eftir. (Það eru meira en 40 000 framleiðendur í New York ríki. Þeir framleiða næstum því allt það, sem hægt er að framleiða.) Síðan munu þeir framleiöendur, sem hafa það ei þér óskið eftir. skrifa beint til yðar Og innan skamms getið þér haft viðskiptasambönd við framleiðendur í New York ríki. Skrifið til: The New York State Department ol Commerce, Dept. Lemk, International Division, 230 Park Avenue, New York, N.Y. 10017, U.S.A. Fyrirspurnir á ensku munu e t.v. fá fljótari af- greiðslu, en yður er velkomið að skrifa á hvaða tungumáli sem er. NEWYORK STATE Ilrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Það hafa aliir eigin hugmyndir um, hvernig vinna skal verkin. Nautið, 20. april — 20. maí. Sjálfsvirðingin ein bjargar þér gegnum þennan dag ,og kryddið færðu í þolinmæðinni og háttvísinni. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni. Ef þú tekur daginn snemma forðarðu bráðlæti og eú-ðarleysi. I»ega.r þú ert búinn að skipuieggja, hefurðu frjálsari hendur með framkvæmdirnar. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Leggðu spilin á borðið, talaðu máli þínu með ró, og ef hlutirnir eru nægilega einfaldir, þarftu ekki að iáta neitt í sölurnar. Kjónið, 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu þig, og þolrifin um leið. Ævintýrin eru glæsileg en skemmtilegri, ef þú reynir þau síðar. Mcyjar, 23. ágúst — 22. septcmber. Atriði, sem þér virðast greinileg og einföld fara fram hjá öðru fólki. Og ef þú álítur, að fólk hafi tekið eftir þessum atriðum og talar eftir því, veldurðu ruglingi. Vogin, 23. septeniber — 22. október. Ef þú reynir að stilla til friðar verðurðu misskilinn og álitinn vilja koma illu til leiðar. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóveniber. Þú þarft sjálfsagt að standa fyrir máli þínu varðandi ákvörðun, sem þú hefur tekið, einkum í trúnaðarmálum, og þú stendur einn. Það borgar sig að tala digurbarkaiega. Bogntaðiirinn, 22. nóvemlter — 21. desentber. Árekstrar eru alvanalegir og manniegir, jafnvel í einföldustu málnm. Reyndu að halda strikinu. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Reyndu að halda stillingu þinni á yfirborðinu, þótt þér sé ekki sama. Nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að halda á- formum þfnum leyndum. Sama er að segja um framagirni þína. V'atnsberinn, 20. jamiar — 18. febrúar. Reyndu að velja þér braut og verkefni, og því einhæfara því bet.ra fyrir þig. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. ntarz. Fóikið i kringum þig hnakkrífst, og það á að vera þannig. l>ú ert iíklegur til að komast í eitthvert klandur og óþarfa snatt. full af tárum, og hann kreppti fingurna og rétti úr þeim á víxl. Hún gerði sér því upp reiðina, sem hún fann antnars alls ekki til. — Þú ert alveg ómögu- legur, Rick. Ég veit allt um glóðaraugað hans Evans læknis og hann var ekki að drekka — og þó svo hefði verið, þá varðar þig þýsna litið um það. Og hann hefur ekkert kom- izt upp á mil-li okkar. Við höf- um aldrei verið í svo nánu sam- bandi, að neirnn gæti komizt upp á milli okfkar. — En þú ert ástfangin af honum? — Nei, ég er ekki ástfangin af neinum. Hvers vegna OPIÐ ALLA DAGA OG ÖLL KVÖLD. Athugið: Blómum raðað saman í blómvendi og aðrar skreytingar. BLÓMAHÚSIÐ Skipholti 37 (áður Álftamýri 7). geturðu ekki hagað þér eins og maður með fuilu viti, Rick? Það er ekki mér að kenna þó að ég elski þig ek'ki. — Ég ætl-a að fara að drifa mig í að byggja þetta hús og það á að vera handa þér. Fyrr eða seinna þreytistu á þessum ólíikindalátum og þá kemurðiu til mín. Svo fór hann og enda þótt hún væri háltfreið, gat hún ekki ann-að en brosað að þessari lýs- ingu Ricks á „ólíkindalátunum" í hemni. Annars þótti henni hálfgert fyrir því, að hún skyldi ekiki vera ástfangin af nei.mnm. Kannski gat hún ekki orðið það, raunverulega ástfan.gin, eins og móðir hennar hafði ver- ið af föður hennar. Gil Ross hafði verið tæringarveikur. Móð ir hennar hafði vitað af þvi, og þau höfðu gifzt, emda þótt þau vissu að það gat ekki orðið til framibúðar. Þau höfðu átt sex ár saman sex ár, sem höfðu skilið eftir svo sælar éndurminn ingar, að Mary mundi aidrei taka sér annan man.n í stað hins. Þegar Nancy hugsaði um þetta og trúði því, að hún mundi aldrei fá að kynnast þvilíkri ást, BÚJÖRÐ Til sölu er góð bújörð í Hvammssveit í Dalasýslu. Tún 15 ha. Miklir ræktunarmöguleikar. Selveiði. Gott íbúðarhús, fénaðar- hús mjög sæmileg. Landbúnaðarvélar geta fylgt. Traktor, áburð- ardreifari, mykjudreifari, múgavél og heyvagn. Aliar nánari upplýsingar gefur SALA OG SAMNIIMGAR Tjarnarstíg 2, símar 23636 og 14654.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.