Morgunblaðið - 04.09.1971, Page 16

Morgunblaðið - 04.09.1971, Page 16
V MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1971 16 Otgafandi FremkvNmdastjóri Ritetjórar Aðatoðarritetjóri Ritatjómarfulltrúi Fréttaatjóri Auglýsingaetjóri Ritetjórn og efgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Rsykjavík. Hsraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Ejöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstrseti 6, sími 10-100 Aðalstrsati 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. i mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. MÓTSAGNAKENNDAR YFIRLÝSINGAR Nokkur atriði varð- andi Edinborgar- ráðstefnuna 'V’firlýsmg Einars Ágústs- sonar, utanríkisráðherra, um fyrirætlanir ríkisstjórnar- innar í vanjarmálunum, eru farnar að taka á sig býsna sérkennilegan blæ. Því fer fjarri, að ráðherrann sé sjálf- um sér samkvæmur í þeim ummælum, sem hann hefur látið falla um öryggismál þjóðarinnar og hlýtur það að valda alvarlegum áhyggjum. Allt frá því, að vinstri stjóm- in tók við völdum hafa Fram- sóknarmenn lagt ríka áherzlu á, að vamarmálin væm í þeirra höndum og að því mætti treysta, að ekki yrði gripið til vanhugsaðra og fljótfæmislegra aðgerða. En Einar Ágústsson hefur nú hvað eftir annað látið hafa eftir sér ummæli, þar sem eitt rekur sig á annars horn og verður ekki hjá því komizt að vekja athygli á því. í viðtali við dagblaðið Vísi hinn 15. júlí sl. sagði utan- ríkisráðherra eftirfarandi um áform ríkisstjómarinnar í varnarmálunum: „Það er yf- irlýst stefna ríkisstjómarinn- ar, að vamarliðssamningur- inn skuli tekinn til endur- skoðunar og uppsagnar og brottflutningi hersins verði lokið á fjómm ámm........ Ég skil ekki hvemig menn geta túlkað þetta á annan veg, en herinn verði látinn fara.“ Tveimur dögum síðar lýsti utanríkisráðherra stefnu ríkisstjórnarinnar í vamar- málum á allt annan veg í viðtali við dagblaðið Tímann. Þá sagði hann m.a.: „Við munum eftir því, sem tök eru á, kynna okkur öll atriði varðandi vamarliðið og dvöl þess hér og síðan að slíkri könnun lokinni, könnun, sem hlýtur eðli málsins sam- kvæmt að taka alllangan tíma, taka upp viðræður við Bandaríkjastjóm um endur- skoðun vamarsamningsins frá 1951 með brottför liðsins í áföngum í huga eins og í málefnasamningi stjórnar- flokkanna segir.“ í þessu viðtali við Tímann hinn 17. júlí sl. kveður við allt annan tón hjá utanríkis- ráðherra. Þá lýsir hann því ekki lengur afdráttarlaust yfir, að vamarliðið verði látið hverfa af landi brott, heldur teknar upp viðræður um endurskoðun vamarsamn ingsins með brottför „í huga“, sem er að sjálfsögðu allt ann- að mál. Á blaðamannafundi þeim, sem utanríkisráðherra efndi til í Lundúnum fyrir nokkm virtist hann einnig tala varfærnislega um þetta mál er hann sagði samkvæmt frásögn fréttamanns Morgun- blaðsins: „Sagði ráðherrann að eftir 1. janúar 1972 yrði farið að semja um að láta herinn fara á næstu 4 ámm. En málið yrði svo tekið til endurskoðunar, ef talið yrði hættulegt að hafa ekki her á íslandi af einhverjum ástæð- um.“ í gær skýrir svo Tíminn frá því, að Einar Ágústsson, ut- anríkisráðherra hefði sagt eftirfarandi á fundi ungra Framsóknarmanna: „Stjórnin mun stefna að því að banda- ríska herliðið hverfi af land- inu fyrir lok kj örtímabilsins.“ Og einnig sagði í Tímanum: „f svörum við fyrirspumum síðar á fundinum kom í ljós, að rannsókn sú, sem nú er þegar hafin, beinist einkum að því, hvaða efnahagslegar afleiðingar brottför hersins kunni að hafa í för með sér.“ Af þessum tilvitnunum er ljóst, að Einar Ágústsson, utanríkisráðherra er kominn í heilan hring í yfirlýsingum sínum um vamarmálin. Hann hefur tekið af öll tvímæli um að vinstri stjórnin hyggst láta vamarliðið hverfa af landi brott. Ennfremur hef- ur hann skýrt frá því, að könnun sú, sem talsmenn stjórnarinnar hafa sagt að fara mundi fram á varnar- þörf íslands nái einungis til þess að athuga efnahagslegar afleiðingar brottfarar vamar- liðsins. Ríkisstjómin hefur því bersýnilega engin áform um að láta fara fram ræki- lega athugun á öryggi íslands og hvernig það verði bezt tryggt. Hún hefur tékið ákvörðun um að landið skuli verða varnarlaust án þess að athuga á nokkum hátt afleið- ingar þess aðrar en þær, sem varða efnahagsmál. Þegar málefnasamningur ríkisstjómarinnar var birtur urðu viðbrögð almennings mjög sterk gagnvart þeirri fyrirætlan stjómarínnar að láta landið verða vamarlaust. Þau viðbrögð höfðu þau áhrif á stjórnarherrana, að Einar Ágústsson dró mjög úr fyrstu yfirlýsingum stjómarinnar um þetta mál. Margir voru þeirrar skoðunar, að unnt væri að treysta utanríkisráð- herra til þess að fara að öllu með gát og forðast fljótfæm- islegar aðgerðir. En þvi mið- ur bendir frásögn Tímans í gær til þess að ekki sé hægt ÞEGAR ég ákvað að taka þátt í ráðstefnu Edinborgarháskóla um íslenzkar fornbókmenntir, var það sjálfsagt ekki vegna þess að ég taldist sérfræðing ur í þessari grein — enda nokkuð mörg ár liðin síðan ég hafði fengizt vísindalega við hana — heldur sem áhugamað ur með töluverða trú á list- rænt gildi þessara bókmennta ykkar íslendinga. Auk þess átti ég sértengsl við Edinborg og vildi sízt missa tækifærið að vera viðstaddur svo merki legan og eins og mér sýndist, sögulegan atburð sem þessi alþjóðlega ráðstefna er, þar sem mætti.r yrðu fulltrúar frá 50 háskólum og öðrum mennta og vísindastofnunum, þar á meðal nokkrir þekktustu fræðimenn, sem fást við forn- sögurnar og önnur skyld fræði. Ég tek þetta fram, vegna þess að ég ætla mér alls ekki að reyna að dæma um ráð- stefnuna frá fræðilegu sjónar miði — aðrir mér færari gera það vonandi áður en langt um líður — heldur ætla ég aðeins að drepa á nokkur atriði frá eigin sjónarhóli. Margt athyglisvert og fræð andi kom fram í fyrirlestrun um, sem þóttu yfirleitt mjög vgxjdaðir og er ætlunin að láta birta að minnsta kosti eitthvað af þeim seinna. En þó fannst mér kannski mákilvægasti þáttur ráðstefnunnar ekki I fyrirlestrunum sjálfum, held- ur í sanwæðunum, sem fóru fram manna á milli, bæði í fyr irlestrarsalnum og utan hans, í kaffistofunni og víðar. Þar fengu menn gott tækifæri til að kynnast sjónarmiðum hver annars. Aðsókn að þessari ráð- stefnu var mun meiri en búizt var við. Maðu.r verður að gera sér grein fyrir því, að kennsla um íslenzkar fornbókmenntir er mjög óverulegur þáttur í námi flestra erlendra háskóla, að Norðurlöndum ef til vill undanskildum. En þó ei- eng inn efi á því, að áhugi á þess- um fræðum fer mjög vaxandi. Það finnst mér merkileg stað reynd út af fyrir sig. Hvaða erindi eiga þessar New York, 3. sept. — AP — • Joe Cahill, einn af helztu forystnmönnum írska lýð- veldishersins, situr enn í varð- haldi hjá bandaríska innflytjenda eftirlitinu og bendir allt til þess, að hann verði þar til þriðjudags en þá er fyrirhugað að mál hans að treysta utanríkisráðherra í þessu máli. Sjálfsagt er og nauðsynlegt að skoða það hverju sinni, hvemig vöm- um landsins verði bezt fyrir komið. Það var gert hvað eftir annað í stjómartíð fyrr- verandi ríkisstjórnar en nú benda síðustu ummæli utan- ríkisráðherra til þess að ætl- unin sé að grípa til vanhugs- aðra aðgerða. Það mun koma í Ijós, að slík vinnubrögð njóta ekki stuðnings meiri- hluta landsmanna. sögur um gerðir bænda fyrir mörgum öldum á afskekktri eyju í Norðu.r-Atlantshafinu til nútímamanna i Suður-Afr íku, Rússlandi eða Ameríku? Þessari spurningu virðist að eiins hægt að svara — en þó ekki á fullnægjandi hátt — með tilliti til þeirrar leitar að andlegum og menningarleg- um verðmætum, sem maður verðu.r var við meðal manna, er misst hafa trú sína og ræt Alan Bouchen ísland í Edinborg ur viða um heim nútimans. En þetta er mál sem verður ekki rætt hér. Sannleikurinn er sá, að mikil listaverk eiga erindi til allra manna, og þeir, sem hafa það að aðalsta-rfi að gera þau aðgengilegri fyrir aðra, þurfa ekki að skammast sín þó að þeir fái ekki alltaf þá viðurkenningu, sem þeir eiga skilið. Hvað sem því liður, eru til menn í fleiri löndum en fs landi einu, sem eru sannfærð ir um listrænt gildi þessara bókmennta, og leggja það af mö-rkum að rannsaka þær og kenna öðrum að njóta þeirra. Ég held, að íslendingar geti verið stoltir af því, og það hlýtur að auka ábyrgðartil- finningu þeirra um varðveizlu þeirra bókmennta og þeirrar tungu, sem þeir hafa verið svo lánsamir að erfa. Fombókmenntir fslands kunna að vera lítill þáttur í námi flestra erlendra háskóla, en áhugi þátttakenda á þessari ráðstefmi reyndist ekki ilítill. Það er enginn vafi á því, að verði tekið fyrir. Ríkisdómarinn, Inzer B. Wyatt hefur visað á bug tilmælum Franks Durkans, lög-fræðings Cahills um, að hann verði látinn laus. Segir dómar- inn, að dómstólar geti ekki fjall- að um mál hans að svo stöddu og einungis dómsmálaráðherr- ann, John MitcheU, geti ákveð- ið að sleppa CahiII. Cahill kom til New York á miðvikudagskvöld á vegum nefndar írskra Bandaríkja- manna, sem styðja baráttu lýð- veldishersins fyrir sameining.u írsku ríkjanna. Átti Cahill að halda fyrirlestra með það fyrir augum að safna fé til vopna- kauipa fyrir lýðveldisherin n. Vit- að er, að brezka herstjórnin á Norður-frlandi hefur mifcinn hug á að hafa hendur í hári Cahills. Lögfræðingur Cahills, Frank Durkan hélt því fram við yfir- heyrslur í gær, að þegar Cahill hefði síðast ætlað að tooma til Bandaríkjanna í nóvember 1970 mörgum fannst töluverð upp- örvun að hitta fyrir svo marga menn með sama áhugamál. Þetta var líka mjög samstillt ur hópur furðulega laus við alla þá afbrýðisemi og þröng- sýni, sem gerist stundum meðal fræðimanna — þetta „odium theologicum“ eða hat ur hinna rétttrúuðu á öðrum með ólíka.r skoðanir. Þar í Ed inborg lagði hver fram sinn skerf, fékk góða og kurteislega i áheyrn, hvort sem menn voru sammála honum eða ekki. — Menn hlustuðu á mismunandi skoðanir annarra með athygli og þolinmæði. Allir vildu læra af öðrum, og andinn, sem ríkti þar, var eins og hjá fjöl skyldu, þa,r sem allir eru ekki sammála i smáatriðum, en eru sameinaðir í aðalatriðinu, sem er fræðin er öllum þykir vænt um. Og um eitt atriði enn voru allir sammála, að þessi ráð- stefna í Edinborg hefði tekizt óvenjulega vel. Fleiri slíkar • ætti að halda, helzt á tveggja ára fresti en ekki alltaf á samia stað. Fétok það mjög góðar undirtektir þátttak- enda, þegar stungið var upp á að næsta ráðstefna, ár ið 1973, skyldi haldin í Reykja vík. Auk þess var ákveðið að stofna til útgáfustarfsemi til þess að bæta úr skorti hæfi- legra kennslubóka til. notkun ar í erlendum háskólum. Áttu Handritastofnun fslands og 1 Árnasafn í Kaupmannahöfn að sjá um texta, en ýmslr fræðimenn að storifa formála og skýringar á ensku. Nefndir voru skipaðar til að sjá um allar þessar framkvæmdir. Að lokum vil ég bæta við einu atriði. Hvað sem álykt- unum og framkvæmdum ráð stefnunnar líður, var ekki síð ur mikilvægt, að hún gaf fræðimönnum og kennurum í þessum fræðum dýrmætt tæki færi til að hittast og kynnast. Áður voru þeir kannski ekki I nema nöfn í fræðiritum. Von andi á þetta eftúr að eiga sinn þátt í þvi að efla þekkingu á sílenzkum fornbókmenntum og kennslu þeirra víða um heim. Finnst mér það ekki lítið at- riði fyrir islenzku þjóðina. hefði hann verið búinn að fá vegabréfsáritun, en hún hefði verið tekin aftur, þegar hann var miðja vegu yfir Atlantsihafi. Talsmaður bandariska utanríik isráðuneytisins, Robert J. Mc Closkey sagði um þetta aðspurð- ur í dag, að Cahill hefði verið sakaður um miorð á lögreglu- manni árið 1942 og afplánað sjö ára fangelsisdóm. Væri það ytf- irleitt stefna bandarískra yfir- valda að veita ekki vegabréfs- áritun mönnum, sem dæmdir hefðu verið fyrir meiri háttar afbrot. Bandarisku ræðismanns- skriístofunni hefði verið ókunn- ugt um þennan dóm yfir Cahilil, þegar vegabréfsáritunin var veitt og upplýsingarnar um hann etoki borizt fyrr en hann hefði verið korninn hálfa leið til Bandaríkjanna. Tass fréttastofan sovézka sendi tilkynningu frá skrifstofu sinni í New York í dag, þarsem sagði, að handtaka Cahills hefði vakið mikla andúð meðal fram- farasinnaðra Bandairítojamanna. Sagði í tilkynningu Tass, að Ca- hill væri fulltrúi þjóðernissinna í Norður-lrlandi og Bandarikja- stjórn hefði með því að hefta för Cahills lýst stuðningi við stefnu brezku stjórnarinnar á Norður-lrlandL Cahill enn í varðhaldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.