Morgunblaðið - 11.09.1971, Page 16

Morgunblaðið - 11.09.1971, Page 16
16 1 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR lí. SEPTEMBER 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Raykjavík. Framkvaamdastjóri Hsraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessan. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgraiðsla Aðalstrasti 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-SO. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 12,00 kr. eintakið. TOLLUR NIXONS OG ÍSLENZKUR IÐNAÐUR 17'issulega varð það okkur ís- * lendingum mikill léttir, þegar Ijóst var orðið, að 10% tolluTÍnn, sem Nixon Banda- ríkjaforseti setti á mestan hluta innflutnings til Banda- ríkjanna, mundi ekki lenda nema að takmörkuðu leyti á sjávarafurðum þeim, sem við flytjum út til Bandaríkjanna. Hins vegar virðist það hafa farið fram hjá mörgum, að þessi innflutningstollur lend- ir með fullum þunga á hinum veikbyggða útflutningsiðnaði okkar, sem ötullega er unnið að uppbyggingu á. í frétt, sem Morgunblaðið birti í gær um horfur á út- flutningi iðnaðarvara kom fram, að þessi tollur lendir á öilum þeim ullarvörum, sem við flytjum út til Banda- ríkjanna. Verð á þessum vör- um er talið það hátt vestra, að ekki sé fært að leggja toll- inn á kaupendur, enda hörð samkeppni í þessari grein. Miðað við útflutning sl. árs er talið, að íslenzkir útflytj- endur skinna og ullarvöru tapi um 10 milljónum króna vegna þessara ráðstafana, en að sjálfsögðu fer það nokkuð eftir því, hversu lengi tollur- inn verður í gildi. Ýmsum kann að virðast, að hér sé ekki um mikla fjár- muni að ræða, en þó er aug- Ijóst, að fyrir útflutningsiðn- aðinn getur þessi fjárhæð skipt sköpum um það, hvort hægt verður að halda áfram þeirri viðleitni að afla mark- aða í Bandaríkjunum fyrir íslenzkar iðnaðarvörur. Ekki er vitað til þess, að íslenzka ríkisstjómin hafi tekið þetta mál til sérstakrar athugunar eða óskað eftir viðræðum við fulltrúa Bandaríkjastjórnar um það. Þó kann hér að vera spurning um, hvort útflutn- ingsiðnaður okkar verður að einhverju leyti kæfður í fæð- ingu. Eðlilegt er, að iðnaðar- ráðherra hafi forystu um nauðsynlegar aðgerðir í mál- inu en til hans hefur ekki heyrzt í þessu sambandi. Nú má vel vera, að ríkisstjórnin hafi þegar tekið málið til meðferðar en þá þarf það að koma fram. Hér eru meiri framtíðarverðmæti í húfi en þær 10 milljónir, sem ullar- vöruframleiðendur tapa á innflutningstolli Nixons. Útflutningur iðnaðarvara ■JJtflutningur íslenzka verk- smiðjuiðnaðarins hefur aukizt verulega það sem af er þessu ári og í sumum til- vikum hefur hann aukizt um allt að 60%. Á hinn bóginn er Ijóst, að þessi iðngrein á enn við margvíslega byrjun- arörðugleika að etja. For- senda þess, að okkur megi takast að byggja upp öflug- an útflutningsiðnað er að sjálfsögðu sú, að okkar iðn- aður búi við hið sama í tolla- málum og skattamálum og iðnfyrirtæki í samkeppnis- löndum okkar. Þrátt fyrir verulegar umbætur í þessum efnum, á undanförnum ár- um, stórlækkun á vélatollum iðnaðar og breytingar á skatt- lagningu, telja margir iðnrek- endur, að enn sé nauðsynlegt að koma á nokkrum lagfær- ingum. Undirstaða að útflutningi iðnaðarvara eins og öðrum útflutningi er að fjármögnun sé tryggð. Augljóst er, að framleiðandi verður að leggja fram verulegt fjármagn til framleiðslunnar áður en hann getur vænzt þess að fá fé inn fyrir selda vöru. Einnig kann að vera nauðsynlegt að veita hinum erlenda kaup- anda nokkurn greiðslufrest. Af hálfu fyrrverandi ríkis- stjórnar voru gerðar ráðstaf- anir til að fjármagna útflutn- ing iðnaðarvara og er nauð- synlegt að þær boðuðu að- gerðir komist á rekspöl. Það sem úrslitum ræður svo um útflutning íslenzkra iðnaðarvara er sölumennsk- an á erlendum vettvangi. ís- lenzkir iðnrekendur hafa lagt ríka áherzlu á þátttöku í vörusýningum erlendis og hefur það gefið góða raun. En til frambúðar er ljóst, að herða þarf sölustarf og mark- aðsleit frá því, sem nú er. I þeim efnum hlýtur utanríkis- þjónustan að hafa þýðingar- miklu hlutverki að gegna og er höfuðnauðsyn að starfsemi hennar á næstu árum beinist í vaxandi rnæli að markaðs- leit og könnun fyrir íslenzka útflutningsatvinnuvegi. EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR „Það vill stundum gleymast að við erum að skapa borg flyrir okkur sjiálf og afkomendur okikar, sem ef til vill á eftir að standa að miklu leyti í meira en 300 ár sem minnismerki um menn- ingu Reykvíkinga nútímans.“ Þessi ummæli eftir einn af okkar ungu áhugasömu arkitektum, Gest Ólafsson, las ég fyrir skömmu í grein i Mbl. um „Fagra borg“. Að hugsa sér! Þessi hús úr steinsteypu, sem við nú erum að byggja, eiga eftir að vera ramminn um mannlíifið i Reykja- vík næstu 300 árin. Væri ekki rétt að líta í kringum sig? Jú, sterkleg eru þau, húsin, járnbent langs og þvers. Og mjög snotur, samkvæmt þeim smekk sem nú ríkir. Hvað sem verður eftir 300 ár. Ekki er víst hægt að spá um það. En dýrt verður og óttalegt basl að losna við þau, ef þau þykja þá orð- in Ijöt og óhentug til íbúðar. 1 okkar augum eru þessi hús sem sagt alveg prýðileg og oikkur til sóma. En svo detta úr lofti dropar stórir. Það fer að rigna lárétt, í stað þess að vatn- ið falli lóðrétt og pent, eins og í flest- um öðrum löndum. Vindurinn ýtir á eft- ir og lemur bleytunni á hvað sem fyr- ir er. Og vatnið heldur áfram gegnum sterkiegu húsin. Það drýpur á nýju góifteppin, setur bletti á lotft og veggi, losar flinu viðarklœðningamar og dregur plastrfötur fram á mitt góltf. Þá gerast eða geta gerzt sögur, eins og þessi, sem er úr einni af nýju og flín- ustu hótel-skólabygginguim á landinu í sumar. Gestir voru soifnaðir í vei búnu og fallegu hótelherbergi, þegar maður- inn fór að heyra „tigg-tagg“-hljóð gegnum svefninn. Hann svipaðist um og sá að dropar fléllu reglulega ofan á konu hans. Hann kippti henni til sín — úr rigningunni. En skömmu seinna vaknaði hann aftur, segir sagan. Nú var farið að rigna ofan á hann, í bam- um á þessu sama hóteli var líka einn daginn mikil væta — og ekki öll úr fllöskum. Ekki var víst ljóst hvaðan hún var upprunnin, en talin koma að utan. Ailir kunna svona sögur. Lek hús í Reýkjavík — og víðar — virðast bara tiliheyra náttúruiögmálunum. Þau eru nokkuð sem enginn kippir sér upp við. Þegar ný hverfi rísa Oig húseigend- ur eru búnir að basla mörg ár við að koma yfir sig þaki og halda að þeir eigi ekkert eftir annað en að velta skuldasúpunni á undan sér næstu ár- in. Þá má allt eins vel gera ráð fyrir því að næsta sumar verði þeirra aðal- viðfangisefni að finna hvaðan þetta óboðna vatn kom, sem alltaf var að plaga þá inni í íbúðinni allan vetur- inn. Maður sér þá spranga um á þök- unum með spekingssvip og otft með sér- fræðinga og kunnáttumenn sér við hlið. Þeir bika, bera á þéttiefni og klína í sprungur. Eða skipta um glugga eða loftventla, sem gæti lekið með. Við- fangsefnið er óþrjötandi og getur enzt i mannsaldur. Þannig getur þetta þjöð- arsport dkfcar, að byggja, enzt len.gur en jaflnvel vonir stóðu til. Þeir sem búa hátt uppi, geta stund- um horft á hvernig vatnið læðist inn á náungann í lægri húsunum. Til dæmis þegar þakið hallar inn að rennu í miðj- unni dg sjá má krapið hlaðast upp að vetrinum, þar til vatniwu tekst að stinga sér inn undir báruj'árnsendana. Eða þegar kista á þakinu hleður á sig snjó, sem síðan verður að stöðuvatni, þegar þiðnar. Um þetta sagði ungur arkitekt í um- ræðum um steypt þak á 6 ára gömllu húsi, sem enn hleypir vatni inn, að hér á landi væri „allt á hroyfingu og svo springur steypan." Ómögulegt væri við þetta að eiga. Svo líklega verður bara að halda áfram að byggja fleiri falleg og lek hús — til næstu 300 ára. Heila borg að lekum húsum. Og þó! Það er kannski alveg óþarfi að vera að nefna slíkt. En ef áhugi væri fyrir hendi, mætti ef til vill reyna að komast að því hvort hér á landi eru einhverjir töframenn, sem hafa leyst gátuna. Við skulum segja arkitektar, sem aldrei hafa teiknað hús með flötu þaki er lekur dropa. Eða byggingaimeistarar með bygginga- flokk, sem hafa aldrei byggt eitt ein- asta hús, sem hleypir diropa atf vatni í gegn. Væri þetta nú ekfci verkefni fyr- ir hið duglega og áhugasama arkitekta- félag eða byggingarþjönustu þess? Etf sá, sem ætlar að byggja, gæti nú- feng- ið þar lista yfir byggingarmenn og arkitekta, sem alltaf hafa bygigt strá- heil hús, þá gætu a.m.ik. þeir sem elkki kæra sig um að byrja að gera við hús- ið, um leið og það er komið upp, leitað til þeirra. Hinir, sem eru orðnir van- ir byg-ginga.sportinu, gætu ef þeir vildu, vanið sig smám saman af því með því að velja þessa sem byggja lekiu húsin. Nú, — fyndist enginn slífcur, sem hefur leyst þennan vanda, þá væri e.t.v. hægt að fara fram á það við skipulagsiyfirvöld, að þau bíði með að skylda húsbyggjendur til að hafa ákveðna tegund af þökum, þar til töifra menn eru fundnir, sem ráða við að byggja þau i okkar landi og veðurfari. Áðwr en 300 ár eru liðin, gætum við kannski komizt upp á lagið með að reisa borg með strábeilum húsum, sem meira að segja halda vatni. Ummæl'in hans Gests um húsin í Reykjavífc, sem standa 300 ár sem minn ismerki um menningu ReykVíkinga, minntu mig atf einhverjum ástæðum á ummæli Johns W. Gardners, yfirmanns stofnunar að natfni Urban Coal'ition í Bandarikjunum. Hann segir i bók sinni Exellence: „Þjóðfélag, sem lítur fullikomnar pípulagnir smáum augum af því pípu- lagning sé liítiltfjörtegt verkefni, og um- ber útjaskaða heimspeki atf þvi hún sé háleitt viðfangsefni, það mun hvorki eiga góðar pípur né góða heimspeki. Hvorfci pípur þess né kenningar munu halda.“ Jafnaðarmenn á hádegisfundi í London SlÐASTLIÐINN þriðjudag, 7. september, efndi Alþjóðasam- band jafnaðarmanna til hádegis- verðarfundar í London, þar sem eingöngu var fjallað um málefni Islendinga. Á fundi þessum flutti Benedikt Gröndal, vara- formaður Alþýðuflokksins, fram söguræðu, og var meginefni hennar að skýra stefnu og við- horf Islendinga í landhelgismál- inu. TM fundar þessa voru boðaðir blaðamenn frá jafnaðarmanna- blöðum og fulltrúar frá jafnaðar- mannaflokkum í mörgum lönd- um, sem aðsetur hafa í London. Voru þarna auka Breta m. a. fulltrúar frá Austurríki, Sviss, Italíu, Noregi, Israel, Spáni og Chlle. Að lokinni framsöguræðu Benedikts kom fram fjöldi fyr- irspurna og urðu fjörugar um- ræður um málefni Islendinga. Kom í Ijós mikill áhugi á Is- landi af hálfu fundarmanna. Tímarit Alþjóðasambands jafn- aðarmanna, sem berst til flokka í meira en 50 löndum, mun í næsta hefti sínu birta éfni um Island, stjórnmál þess og hags- munamál. Afstöðubreyting til Kínaaðildar? Sameinuðu þjóðunum, 9. sept. — AP. SAMKV. heimildum hjá S. Þ. er haft fyrir satt, að Bandarikja menn séu að ígrunda tillögu wn að breyta fyrri áætlunum sinum um aðild tveggja kinverskra ríkja að öryggisráðinu á þan» veg, að Alþýðulýðveldið fái þar fulltrúa og Formósa víkl. 1 þessum sömu heimildum var frá því greint, að stjómln í Washington hefði verið hvfRt til þess af ýmsum sér vinveittuwi rikjum, þar á meðal Japan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.