Morgunblaðið - 25.09.1971, Síða 17

Morgunblaðið - 25.09.1971, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971 17 HITAVEITA R EYKJAVÍKUR EITT af því, sem vekur hvað mesta athygli útlendinga er til Islands koma, er Hitaveita Reykjavi'kur. Ökunnugum þykir með ólíkindum, að heil borg eins og ReykjaVi'k isikuli hituð upp með heitu vatni, sem sprettur úr iðrum jarðar. Hisn fjárhagslega hagkvæmni þess dylst engum, þegar borið er saman við verð á mnfluttri olíu, svo að ekki sé talað um hið heiinæma loft, sem þvi fylgir að nýta jarðvanmann á þennan hátt og losna þannig við hinn hvimleiða reyk sem gjarnan fylgir stærri borgum. Þessi notkun jarðvarmans mun nánast einsdæmi í veröidinni og því rneiri ástæða til að vekja athygli á hversu mikið afrek þeir íslenzkir vísinda- og fram- kvæmdamenn, hafa unnið, er fyrr og sáðar hafa átt þátt í uppbyggingu hitaveitunnar. Á siðustu árum hefur mikil framþróun átt sér stað hjá Hita- veitu Reykjavíkur. Heitt vatn 'hefur verið lagt í nær öll borgar- hverfi. Upþhafs þess átaks er að leita til ársins 1961, er sjálf- stæðismenn í borgarstjórn beittu sér fyrir þvi, að gerð var sér- stök framkvæmdaáætlun fyrir hitaveituna, sem stefndi að því, að aliir borgarbúar gætu fengið 'hitaveitu, jafnframt þvi sem fjár var aflað til þessara fram- kvæmda, m. a. með lánsfé frá Alþjóðaban'kanum. 'Þetta mikla átak hefur skilað góðum árangri. Árið 1961 var vatnsframleiðsla Hitaveitu Rvik- ur 9,9 rnillj. rúmmetrar, en var 1969 23,9 milij. rúmmetrar. Árið 1961 bjó 51% íbúa Reykja- víkur á hitavei'tusvæðum, en eru nú yfir 90%. Er nú svo komið, að hitaveitu á að vera unnt að leggja i ný borgarhverfi nokkum veginn jafnóðum og þau byggjast upp. Fram undan eru timamót í upp byggingu Hitaveitu Reykjavíkur. Grundvöl'lur þess, að Reykjavik er nú nær öll hituð með hi'ta- veituvatni, er hið mikla vatns- magn, sem fengizt hefur í borg- arlandinu sjálifu. Að áliti þeirra, sem bezt þekkja tiil, er nú svo komið, að um mi'kla aukningu verður ekki að ræða á heitu vatni í borgarlandinu. Verður þá að leita fanga annars staðar um öflun vatns og til skamms tíma hafa augu manna fyrst og fremst beinzt að Nesjavöllum í Grafningi, en þá jörð keypti hita- veitan fyrir, mörgum árum og þar eru taldir miklir möguleikar á framleiðsl'u jarðhitaorku. Nú hefur það hins vegar gerzt, að boranir á Reykjasvæðinu í Mosfellssveit hafa gefið mjög góða raun og það betri en menn þorðu að vona. Samikvæmt nýj- ustu niðurstöðum af rannsókn- um þar er talið, að vatnsvinnsla á jarðhitasvæðinu á Reykjum geti orðið 1465 sekúndu'lttrar, eða 5300 rúmmetrar á klukku- stund. Ti'l að gefa hiugmynd um, hvers'u hér er um mikla aukn- ingu að ræða, er þess að geta, að sú au'kning varimavinnslu, sem fengin yrði með virkjun þessa vatnsmagns, væri nægileg fyrir allt höfuðborgarsvæðið, þ. e. Reykjavík, Kópavog, Seltjarn- arnes, Garðahrepp og Hafnar- fjörð til ársins 1982. Nú er að því stefnt að leggja nýja aðalæð frá Reykjum til borgarkerfisins á næsta ári, jafn framt því, sem halda á áfram borun og virkjiun borhoila á svæðinu. Sá hluti verksins mun kosta 250—300 millj. ’króna, en hettdarkostnaður við virkjun jarðhitasvæðanna á Suður- 'og Norður-Reykjum mun verða um 500 milljónir króna. Önnur mikilvæg ákvörðun, sem taka þa-rf er sú hversu hratt eigi að virkja, en virkjunarhrað- anum hlýtur stærð markaðarins að ráða. Ljóst er, að um tiitöiu- lega iitla virkjunaráfanga er að ræða og líklega óhagkvæma að stærð, eif- markaðurinn takmark- ast við Reykjavi'k eingöngu. — Hagkvæmast hlýtur að vera að hefja samvinnu við nágranna- sveitarfélögin um sameiginlegan markað. Sú samvinna er reynd- ar þegar hafin og hefur séð áramgur í samningi miili Hita- veitu Reykjavíkur og Kópavogs um sölu á heitu vatni til þess hluta Kópavogs, sem hefur hita frá sameiginlegri kyndistöð. Ef víðtæk samvinna tekst milli sveitarfélagarma á höfuðborgar- svæðinu þyrfti að ljúka virkjun svæðanna á Reykjum á 4—5 ár- um og hefja siðan virkjun á nýj- um stað, hvort sem það yrði að Nesjavöllum eða Krísuvík. Sérstök ástæða er nú til að vekja athygli á þessum framtíð- armöguleikum á öflun jarð- varma ti'l upphitunar. Iðnaðar- ráðherra hefur gefið djarflegar yfirlýsingar' um stórfe'llda aukn- ingu húshitunar með raforku og m. a. nefmt Kópavog í því sam- bandi sem væntanlegan markað fyrir rafmagnshitun. Enginn vafi er á því, að með nýrri tækni í rafhitun má auka verulega mark að fyrir þann hitagjafa, ekki sízt utan jarðhi'taisvæða. Hitt verður að varast, sem virðist stefna ráð- herrans, að þrýsta rafmagnshit- un inn á svæði, sem auðveldlega má hita með jarðvarma, eins og t. d. höfuðbdrgarsvæðið. Enn liggja engar athuganir fyrir, sem benda ttt þess að rafma'gn sé heppttegra til upphitunar en jarð varminn. Við ráðstöfun þeirrar orku, sem við höfum yfir að ráða og getuim beizlað, verður það al- menna sjónarmið að ráða, að hver orkutegund verði notuð þar sem hún er þjóðhagslega hag- kvæmust. Raforkan hefur sýnt að hún er heppileg til að stuðla að öflugri iðnþróun í landinu. Fyrir því höfum við já'kvæða reynslu, sem rétt er að nota til áframhaldandi uppbyggimgar iðn- aðar, bæði venjulegs iðnaðar og stóriðju. Á hinn bóginn höfum DORCAR -IWA við mi’k’la reynslu í notkun jarð- varma til upphitunar húsa. Mögu leika á frekari öflun jarðvarma, sem nú eru fyrir hendi, á að nota til hins ítrasta og beizla i þágu húshitunar. Það er fráleitt að ætla að nota raforku í stór- um stíl ti'l hús'hitunar á svæð- um, þar sem heitt vatn er fáan- legt, til þess eins að því er virð- ist að selja raforfcu, sem auðveld- lega mætti selja í þágu áfram- haldandi uppbyggingar iðnaðar og stóriðju í landinu. Engar rannsókn.ir benda til þess, að það kapphlaup sé réttlætanlegt, sem ráðherra er að egna til milli raf- magnshitunar og heitavatnshit- unar um sömu marfcaði. Ingólfur Jónsson: Landgræðslustjóri telur ekki lengur halla á gróður- reikningi landsins ÁRIÐ 1958 var gefið út allmynd- arlegt rit í tilefni af 50 ára af- mæli Sandgræðslunnar. Margir mætir menn skrifuðu í ritið um starf Sandgræðslunnar frá því hún byrjaði 1907. Greinarhöfund ar líta yfir farinn veg og láta í Ijós ánægju og þakklæti fyrir það sem áunnizt hefur á hálfrar aldar starfi í uppgræðslu og gróðurverndarmálum. Þegar Sandgræðslan tók til starfa var það af brýnni nauðsyn. Uppblást- urinn ógnaði heilum byggðarlög- um og hefði lagt þau í auðn, ef ekki hefði verið hafizt handa og viðnám veitt. Gunnlaugur Krist- mundsson var fyrsti sandgræðslu stjórinn og vann að sandgræðslu málum með dugnaði og myndar- brag. Hann hafði alla tíð litla fjármuni til starfsins, en því meiri hagsýni og óeigingirni, sem mótaði öll vinnubrögð hjá stofnuninni undir hans stjórn. I tið Gunnlaugs var ekki fyrir hendi sú tækni, sem nú þykir sjálfsögð. Þekking manna hefur einnig aukizt í ræktunar-, upp- græðslu- og gróðurverndarmál- um vegna margháttaðra rann- sökna og tilrauna, sem unnið er að af sérfróðum mönnum. Það má teljast giftudrjúgur og mjög þakkarverður árangur sem náð- ist í sandgræðslu og gróðurvernd á hálfri öld. 1 nefndu minningar- riti má segja, að úttekt sé gerð á nokkuð nákvæman hátt á því hvernig viðhorfið var eftir hálfr- ar aldar starf Sandgræðslunnar. 1 ágætri grein, sem Runólfur heitinn Sveinsson sandgræðslu- stjóri skrifaði 1953 og birt er í afmælisriti Sandgræðslunnar, kemst hann þannig að orði: „Því miður getum við ekki gert gróð urreikning landsins upp í dag og því ekki séð með neinni vissu, hvort um hallabúskap er að ræða eða ekki.“ Þessi orð Runólfs sanna bezt hinn augljósa árang- ur, sem orðinn var af sand- græðslustarfinu á árinu 1953. Á fyrstu árum Sandgræðslunnar var enginn í vafa um, að stór halli var á gróðurreikningnum. Þá var augljóst að eyðingaröfl- in voru í mikilli sókn. Runólfur Sveinsson tók við starfi sand- græðslustjóra árið 1947 eftir að Gunnlaugur Kristmundsson lét af störfum. Runólfur var kapp- samur og bjartsýnn en raunsær og vel fróðúr um landgræðslu og heftingu sandfoks, sem hann hafði kynnt sér í Bandaríkjun- um. Runólfur gekk til starfsins með sama hugarfari og fyrir- rennari hans Gunnlaugur Krist- mundsson. Hann dó af slysför- um árið 1954 aðeins 45 ára að aldri. Núverandi landgræðslu- stjóri var skipaður til starfsins eftir fráfall bróður síns. Páll hafði unnið lengi með Gunnlaugi og Runólfi að sandgræðslumál- um. Páll dvaldi 4 ár í Bandaríkj- unum við bóklegt og verklegt nám í því sem lýtur að upp- græðslu og heftingu sandfoks. NCVERANDI landgræðslu STJÓRI VINNUR I SAMA ANDA OG FYRIRRENNARAR HANS Hefur Páll fetað í fótspor bróð ur síns og Gunnlaugs Krist- mundssonar. Hann er stórhuga og framkvæmdasamur. Vegna aukinnar tækni og meira fjár- magns er vaxandi árangur af landgræðslu- og gróðurverndar- starfinu. Páll Sveinsson land- græðslustjóri heldur því ákveð- ið fram að nú megi fullyrða að unnt sé að gera upp gróðurreikn ing landsins og sýna fram á, að ekki sé lengur um hallabúskap að ræða í gróðurfari þess. En um leið og Páll segir þetta, legg ur hann áherzlu á nauðsyn þess, að vinna áfram skipulega og á- kveðið að gróðurvernd og land- græðslu. Enn eru eyðingaröflin að verki og þau verður að hefta að öllu leyti. Það verður gert m. a. með rannsóknum, tilraunum, friðun svæða, dreifingu áburðar og fræs. FJÁRMAGN LANDGBÆÐSL- UNNAR STÓRAUKIÐ Til þessa þarf f jármagn og hef ur það verið. aukið árlega, þótt alltaf megi segja að æskilegt sé að meira fé væri veitt til þessara mála. Eins og áður var sagt, voru fjárveitingar tii Sand- græðslunnar lengi mjög litlar. Árið 1958 náði fjárveitingin ekki 2 milljónum króna. Á yfirstand- andi ári er veitt á fjárlögum til Landgræðslunnar og gróður- verndar tæplega 19 milljónum króna. Auk þess er veruleg fjár- hæð, annars staðar frá vegna aukinnar starfsemi í samvinnu við bændur, sveitarfélög og ann- an félagsskap. Aðalverkefni Sandgræðslunnar áður var að girða og friða uppblásturssvæðin. Á síðari árum varð hins vegar sú stefnubreyting í sandgræðslu- starfinu að farið var að nota til- búinn áburð og sáningu gras- fræs við landgræðsluna. Með því móti reyndist hægt að græða upp örfokaland og flýta þannig fyrir uppgræðslu á hinum af- girtu svæðum. Sandgræðslan fékk aukið fjármagn og henni gert kleift að fá þann tækniút- búnað sem hentaði til að hefja stórvirk uppgræðslustörf með sáningu og dreifingu áburðar. Að aluppblásturssvæðin voru tekin Ingólfur Jónsson til meðferðar og unnið skipulega að friðun þeirra og uppgræðslu. Þannig hafa nú á síðastliðnum árum verið girt og friðuð 72 svæði í 12 sýslum landsins, sam- tals um 800 km langar girðing- ar sem umgirða um 130 þús. hektara. Árið 1965 voru síðan samin ný lög um landgræðslu, sem gerðu ráð fyrir þvi, að starf landgræðslunnar væri tví- þætt, annars vegar uppgræðsla, hins vegar gróðurvernd. 1 lögum þessum var gért ráð fyrir að gróðurverndarnefndir störfuðu í hverri sýslu, sem fylgdust með notkun afrétta og héimalanda og litu eftir því hvort land spilltist. Fengist þannig heildaryfirlit um landskemmdir og væri unnt að gera áætlun um hvernig mætti bæta tjónið svo og í hverri röð unnið skyldi að landbótum. Á sið ustu árum hefur verið gert mik- ið átak i þessum málum og land- græðslustjóri, Páll Sveinsson hef ur unnið markvisst að friðun og uppgræðslu hinna stærstu upp- blásturssvæða. Auk þessa starfs Landgræðslu rikisins hefur al- menningur einnig lagt hönd á plóginn við uppgræðslu nú á síð ustu árum, eftir að sýnt var fram á, hvers áhugamannahópar væru megnugir við landgræðslu- störf. Vann Lionsklúbburinn Bald ur þar brautryðjandastarf með því að taka til uppgræðslu af- markaða spildu á uppblástur§,- svæði við Hvitárvatn. Ungmenna félögin og önnur félagssamtök fylgdu á eftir, en öll þessi starf- semi var sameinuð og skipulögð með stofnun Landverndar, land- græðslu- og náttúruverndarsam- taka Islands. ÞÁTTUR RANNSÓKNA- STOFNUNAR LANDBÚNAÐ- ARINS ER MIKILVÆGUR Þessi uppgræðsluherferð al- mennings kom í kjölfar tilrauna og leiðbeininga, sem gerðar höfðu verið á vegum Rannsókna stofnunar landbúnaðarins. Síðan hefur verið unnið markvisst að því, að kanna hvað svæði séu hentug til uppgræðslu. Athugað hefur verið hvaða grastegundir hentuðu bezt á ýmsum auðnum landsins og hver áburðarþörfin væri. Hefur dr. Sturla Friðriks- son, deildarstjóri í Rannsókna- stofnun landbúnaðarins skýrt frá niðurstöðum þessara tilrauna, en hann hefur ályktað, að unnt sé að hylja gróðri um 19 þús. fer- kílómetra af uppblásnum mel- um eða svipað flatarmál lands og talið er að hafi tapazt eftir landnám. Sýnt hefur verið fram á að með skipulegum til- raunum hvernig græða megi fjallamela í 7—800 metra hæð. Hins vegar er talið hagkvæmara til fóðurframleiðslu að rækta hina sunnlenzku jökulaura og sanda. Stórt spor er stigið í þá átt á Skógasandi, Sólheimasandi og á hinum víðlendu söndurn í Austur-Skaftafellssýslu. Til þess að geta unnið skipulega að upp- græðslu landsins er nauðsynlegt að hafa þekkingu á gróðurfari þess og víðáttu einstakra gróður svæða. Þessa þekkingu hafa grasafræðingar fært okkur. Kort lagning gróðurs og rannsókn á beitarþoli var hafin á vegum Rannsóknastofnunar landbúnað- arins. Undir umsjón Ingva Þor- steinssonar er nú lokið við að kortleggja allt miðhálendi lands- ins og hafa nærri 60% af öllu landinu verið kortlögð og rann- sökuð. Á öllum sviðum hefur því Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.