Morgunblaðið - 25.09.1971, Page 30

Morgunblaðið - 25.09.1971, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971 Valur vann FH 21:14 í mjög góðum leik „Nýliðarnir“ Viðar og Gísli stóðu sig vel SL. FIMMTUDAGSKVÖLD fór fram í íþróttahúsi Hafnarfjarðar vináttuleikur milli Vals og F.H., toppiiðanna frá siðasta íslands- móti í handknattleik. Leikurinn var í alla staði mjög vel leikinn og sennilega það bezta, sem lið- in hafa sýnt svo snemma á keppnistímabili. Gils Stefánsson skoraði fyrsta mark leiksins fyr ir F.H. úr nokkuð þröngri stöðu af línu. Valsmenn svöruðu strax; Ólafur Jónsson bezti maður vall- arins, skoraði með langskoti. Gisli Blöndal bætir við og Berg- ur Guðnason skorar úr víti. Sjö minútuf eru liðnar og staðan er 3:1 fyrir Val. Þá skorar Geir Hallsteinsson annað mark F.H. og var það eina mark hans í þessum leik, fyrir utan mark úr vítakasti síðar í leiknum. Er óhætt að segja, að langt er síðan slíkt hefur komið fyrir í leik hjá Geir, en hann sýndi þó ágæt- an leik og var óvenju góður i vöm. Næst skora Vadsmenn 7 mörk á móti 1 frá F.H. og 23 mínútur liðnar. Eftir þennan leikkafla var sigur Vals aldrei í hættu og héldu þeir þessu for- skoti til leiksloka. í hálfleik va«r staðan 10:4 og leikurinn endaði 21:14 fyrir Val. Athygli manna beindist að sjálfsögðu mikið að nýliðum lið- anna, þeirra Viðars Simonarson- ar og Þórarins Ragnarssonar hjá F.H. og Gisla Blöndal hjá Val. Um þá er það að að segja að þeir eiga vafalaust eftir að sóma sér vel i stöðunum, en i þessum leik voru þeir nokkuð óákveðnir og áttu erfitt með að finna sér stöðu í sókninni. Viðar kom mjög vel frá leiknum, sér- staklega í seinni hálfleik og áber andi er að hann hefur ekki æft eins vel með F.H. og Gisli með Val, en hann átti mun auðveld- ar með að ná samspili og opna fyrir samherja sína. Þórarinn Ragna.rsson verður höfuðverkur fyrir F.H.-inga og erfitt fyrir dr. Ingimar að finna honum stöðu. í þessum leik stóð hann sig alls ekki vel, hvorki í vörn né sókn. LIÐIN í HEILD F.H.-liðið virðist vera í góðri úthaldsæfingu, en náði ekki vel saman. Sóknin var illa samstillt og vörnin illa skipulögð. Við þessu var að sjálfsögðu hægt að búast í byrjun keppnistímabils, og verður auðvelt fyrir þá að laga og ekki er ósennilegt að F.H. verði í baráttunni um toppinn í ár eins og undanfarið. Bezti mað ur liðsins var Birgir Björnsson, einnig áttu þeir Geir og Viða*r sæmilegan leik. Gunnsteinn Skúlason og Birgir Björnsson liggja þarna í gólf inu, en boltinn berst út á völlinn. Valsmenn sýndu mjög góðan varnarleik og sóknin var ákveð- in með stórskyttumar Ólaf, Gísla og Berg fyrir utan, sem skoruðu samtals 15 mörk. Auðséð var á leik Vals-liðsins að þeir ætla sér að ná langt á þessu keppnistíma bili, sem þei.r og vafalaust gera með sama áframhaldi. Bezti mað ur liðsins og vallarins var Ólafur Jónsson, einnig áttu Bergur og Gísli góðan leik. Ólafur Bene- diktsson í markinu stóð sig mjög vel og er hann sennilega okkar bezti markvörður í dag. MÖRKIN: F.H.: Viðar Símona*rson 3, Birgir Bjömsson 3, Þórarinn Ragnarsson 3 (eitt víti), Geir Hallsteinsson 2 (eitt viti), Gils Stefánsson, Auðunn Óskarsson og Ólafur Einarsson eitt mark hver. Valur: óiafu.r Jónsson 5, Berg- u.r Guðnason 5 (4 víti), Gísli Blöndal 4 (1 víti), Ágúst Ög- mundsson 3, Gunnsteinn Skúla- son 3 og Stefán Gunnarsson 1. Dómarar í leiknum voru Hann es. Þ. Sigurðss. og Eysteinn Guð- mundss. og dæmdu þeir leikinn mjög vei og þá sérstaklega Hann es og hefur hann sennilega aldrei verið í jafngóðri æfingu og nú. í þau fáu skipti, sem Eysteinn fiautaði var um einhver vafamál að ræða, sem aldrei kom fyrir hjá Hannesi og mega ýmsir af honum mikið læra. — B. Þrír leikir á morgun — í Reykjavíkurmótiim í handknattleik ÞRÍR leikir í meistaraflokki karla í Reykjavíkurmótinu í handknattleik fara fram á morg- un. Leika þá fyrst IR og Ár- mann, siðan Víkingur og Fram og loks Valur og Þróttur. Má ætla að iR, Fram og Valur sigri i þessum leikjum, en þó er ekki gott að segja hvað gerist i leik Víkings og Fram. Þá fara fram tveir leikir í meistaraflokki kvenna. Ármann og Valur og Fram og Víkingur keppa. Keppnin fer fram í Laug- ardalshöllinni og hefst kl. 19. Met í 3000 m hlaupi ÍA leikur á Möltu á morgun SL. miðvikudag héldu leikmenn Akraness áleiðis til Möltu, en þar keppa þeir á morgrun við maltn- eska knattspyrnumeistaraliðið Sliema. Er það fyrri leikur lið- anna í undankeppni Evrópubik- arkeppninnar í knattspyrnu, en Akurnesingar leika báða leikina ytra og fer siðari leikurinn fram nk. miðvikudagskvöld. Lítið er vitað um styrkleika Sliema, en liðið mun þó vera til muna betra lið en það, sem Fram kepptl við á dögunum. Eins og flestir muna sigruðu Möltubúam- ir í þeirri viðureign 3:0 í fyrri STJÓRN K.K.I. hefur ákveðið að halda bikarkeppni í körfuknatt- leik í október 1971. Sigurvegari í þessari keppni öðlast rétt til þátttöku í Evrópu- keppni bikarmeistara 1972. leiknum, en Fram vann síðari leikinn 2:0. Að sögn Framara var liðið, sem þeir kepptu við, ekki ýkja sterkt, en aðstæður allar mjög þeim i hag, bæði hitinn, sem var gífurlegur, og eins völl- urinn, sem mun vera ákaflega slæmur. Enginn grasvöllur er til á Möltu og því er leikið á leir- eða malarvelli. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ættu Akurnesingar því að eiga sigurmöguleika í þessum leikjum, falli liðið vel saman, en sem kunnugt er hefur það átt Þátttökutilkynningar verða að berast fyrir 1. okt. 1972 til stjórn- ar K.K.Í., íþróttamiðstöðinni í Laugardal. (Frá K.K.l.) mjög misjafna leiki í sumar. Flestir leikmannanna, sem verið hafa i liðinu í sumar, fóru til Möltu. Þó átti fyrirliði þess, Þröstur Stefánsson, ekki heiman- gengt og skipar ungur piltur, Friðþjófur Helgason Daníelsson- ar stöðu hans. ANNA Haraldsdóttir, IR, setti met í 3000 m hlaupi kvenna á ÍR-móti, sem fram fór á fimmtu- daginn. Hljóp Anna á 12:04,8 mín., en eldra metið átti Ragn- hildnr Pálsdóttir, UMSK, og var það 12:05,0 mín. Önnur í hlaup- inu varð Bjarney Árnadóttir, ÍR, sem hljóp á 15:50,8 mín. Keppt var í sleggjukasti og kringlukasti og urðu úrslit þessi: Sleggjukast: 1. Erlendur Valdimarss., IR, 52,08 2. Óskar Sigurpálsson, Á, 46,24 3. Björn Jóhannss., UMFK, 36,44 4. Stefán Jóhannsson, Á, 32,38 5. Elías Sveinsson, iR, 31,70 6. Jón Þ. Ólafsson, iR, 31,64 7. Marteinn Guðjónsson, lR, 31,52 Kringlukast: 1. Erlendur Valdimarss., IR, 52,88 2. Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 38,10 3. Eiias Sveinsson, IR, 35,02 Grétar Guðmundsson, KR, kast- aði drengjakringlu 44,10 m, Ósk- ar Jakobsson, ÍR, kastaði sveina- kringlu 52,28 m og Ágúst Böðv- arsson, iR, kastaði 37,50 m. Fjórða kastmót IR fer fram á Melavellinum kl. 14.30 í dag og verður þá keppt i kringlukasti og sleggjukasti. 14,6 sekúndur RANGLEGA var sagt að Val- björn Þorláksson, Á., hefði hlaup ið 110 metra grindahlaup á 14,7 sek., á innianfélagsmóti ÁrmannB í vikunni. Hann hljóp á 14,6 sek., og jafnaði þar með Islandsmetið. Akurnesingar bíða þess að leggja af stað í Möltuferðina og hafa dregið fram spilin til þess að stytta sér stundir. Eftir svipn- um að dæma virðist Matthías Hallgrimsson (t.h.) hafa fengið betri spil en Da víð Kristjánsson. Bikarkeppni í körfu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.