Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1971 IIVERFISGÖTU 103 VW Sen-dífefðabífreíð-VW 5 menna-VWsvefnvegn YW 9 manna - Landrover 7 manna ® 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL T? 21190 21188 BÍLALEIGA Keflavík, simi 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan ivlandsbraut 10. s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA i FLUGSTÖÐIN HF Simar 11422. 26422. Bílaleigan SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) Ódýrari en aérir! Shodh ÍElGAtt 44-46. SlMI 42600. ‘liorðurbraut ■Hafnarfirði SÍMI 52001 EFTIR LOKUN 5004Ó Lausir bílar í dag £ Bætum hrísi í vöndinn á herra Stút! 0 Tökum bílana af ölvuðu ökuníðingunum! Dóra Friðleifsdóttir skrif- ar: „Heill og sæll, Velvakandi góður, nú sezt ég niður i fyrsta sinn þeirra erinda að skrifa þér, og vona ég, að ruslafatan sé full, þvi að nú skal ljós mitt skína. Tilefnið er ekki hunda- hald — og þó. Nei, erindið er að ræða um herra Stút og vandamál hans, en mitt álit er, að hann komi okkur öllum við, sá hálslangi þrjótur, það er að segja, þegar hann langar að setjast undir stýri, sem er æði oft, svo að ekki sé meira sagt, því að tölur þær, sem hljóð- miðlar bera okkur daglega, eru vægast sagt hrikalegar, og ástandið versnar stöðugt. Nú vita allir, hver refsingin er fyrir að aka bíl ölvaður, sem sé missir ökuleyfis í 3 mán- uði til eins árs auk fjársektar, og er það gott og blessað. En ■LB—’U bilqaala GUÐMUNDAR Bergþórutötu 3. Slmar 19632, 2007« það er eins og vöndurinn sé orðinn æði slitinn. Sá seki er hættur að finna fyrir honum, og því eru góð ráð dýr. Hvað skai gera? Jú, bæta í hann hrisi til viðbótar því gamala. Daginn I dag er refsingin svona: Maður nokkur er tek- inn fastur, sakaður um ölvun við akstur. Hann reynist sekur fundinn og dæmist þvi til að missa ökuleyfið í þrjá mánuði og borga f jársekt. 1 þetta skipt- ið var hann þó svo heppinn að hafa ekki valdið neinu tjóni á eignum eða saklausum borgur- um. Hann borgar orðalaust fjár- sektina og sættir sig við að snerta ekki bílinn í þrjá mán- uði, enda ekki svo bölvað, kon- an ekur líka (i flestum tilvik- um), og góð kona ekur honum bara á meðan í vinnuna og það, sem hann þarf að komast. f>etta eru nú ekki nema þrír mánuðir, svo, og þeir verða fljótir að líða. En nú skulum við athuga nýja vöndinn og vita, hvort ekki kemur annað hljóð I strokkinn. Jú, hann leggur blessun sína á verk fyrirrennara síns, en vill þó gera betur, bæta þriðju refsingunni við. Og þetta er róttækur vöndur. Hann seg- ir: Við tökum bílinn líka. C.J. búðin auglýsir Grófir, hollenzkir púðar, áteiknaðir, mörg mynstur. Einnig áteiknaðir púðar og dúkar, kringlóttir og aflangir, í ullarefni, hvítt og mislitt. Einnig mjög fjölbreytt úrval af úttalinni hann- yrðavöru. Parley prjónagarn og margt fleira. G.J.-BÚÐIN, Hrístateig 47. ÚTVARPSVIRKJAR Stórt fvrirtæki óskar eftir að ráða nokkra út- varpsvirkja til framtíðarstarfa. Laun eftir samkomulagi. Nafn og helztu upplýsingar leggist inn á af- greiðslu Mbl. fyrir miðvikudagskvöld, 27. október, merkt: „HAGUR — 5547“. íbúðir óskasf Höfum kaupendur með háar útborganir á skrá hjá okkur að ötlum stærðum ibúða, raðhúsum og einbýlishúsum. Ibúðirnar þurfa í sumum tilvikum ekki að vera lausar fyrr en á miðju ári'1972. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓl SÍMI 12180. HEIMASÍMAR GÍSLI ÓLAFSS. 83974. ARNAR SIGURÐSS. 36849. ÍBÚÐA- SALAN Alveg satna þótt skráður eig- andi aki ekki sjálfur, (það næg- ir, að emhver úr f jölskyldurml, faðir, sonur eða einhver annar aki), við tökiun bílinn úr um- ferð jafnlengi og ökuskírteinið. Nú má segja, að þar gjaldi saklausir, og er það rétt, en í staðinn fá þeir dómsvaldið yf- ir þeim seka og geta refsað honum innan veggja heimilis- irts, hvort sem það fer fram með hávaða eða í þögn. Sá brotlegi vissl fyrirfram, hver refsingin yrði, það er missir ökuleyfis, fjársekt og billinn yrði tekinn. Hann kom fjöl- skyldunni sjálfur í þessa að- stöðu og verður að taka því. Eitt er vist, að kaldi karlinn, sem fór út i gærkvöldl á bíln- um hans pába síns, á ekki upp á pallborðið, ef hann hefur valdið því, að allir í fjölskyld- unni þurfa að nota hesta post- ulanna næstu þrjá mánuði (ef ekki er til annar bíil), nú eða hann pápi sjálfur, skyldi mamma senda honum aðdáun- arauga? Varla. Ég gæti trúað, að þeir, sem fengju þennan skell, myndu hugsa sig um næst, þegar þeir rýna í gegnum þokuna og lang- ar að endurtaka „gamanið“. Og nú er nóg sagt í bili. Ég veit, að þessu fyrirkomu- lagi fylgja ótal spurningar, svo sem, hvað á að gera við bíl- ana — hvað, ef bíl er stolið — fenginn að láni o.s.frv. Sagt er, að til séu svör við öllum spum- ingunum, og finnst áreiðanlega einhver snjall náungi, sem kann rétta svarið. Ég biðst svo velvirðingar á framhleypni minni, en mér er þetta alvöru- mál og veit ekki um annan vettvang til þess að koma skoð- unum mínum að. Með kærri kveðju, D.F.“ £ Njósnir Rússa Kona í nágrannabyggð Reykjavíkur skrifar: „Kæri Velvakandi! 1 sambandi við njósnamál þau, sem nú eru svo mjög til umræðu í Englandi og öðrum vestrænum löndum, um njósnir Rússa í Englandi, þá langar mig til þess að beina athygli réttra aðila að nokkrum atrið- um i sambandi við dvöl Rússa hér; án efa er þess ekki þörf, en mér finnst bara alltof lítið um það talað, og virðist allt það vera svo sjálfsagt, hvemig sem á því stendur. £ Fengfu talstöðvar eins og skot Svokallaðir rússneskit- vís- indamenn hafa verið hér á ferð- inni um mikimn hluta landsins imdanfarið og verða að ég held fram í nóvember eða iiengur. Þeir hafa eigin (fjalla)-jeppa- bifreiðir til afnota á rússnesk- um númerum. Fljótlega eftir að þessar bifreiðir komu hing- að til lands, (eða á land, því að samband er með þeim og rússneska vísindaskipinu, sem hér hefur veríð), fengu þær allar talstöðvar hjá Landsima íslands, þótt fyrir venjulega Is- lendinga, sem af oft bráðnauð- synlegum ástæðum þurfa að hafa talstöð, sé biðin mjög löng. Hvemig stendur á þessu? í sjónvarps- og útvarpsfrétt- um af komu rússneska „vis- inda“-skipsins hingað var sagt, að einnig væru þýzkir visinda- menn um borð. Það var ekki nefnt, að þetta væru austur- þýzkir vísindamenn! (Hér er sleppt úr kafla um ákveðið fyrirtæki, sumarbústað o.fl.). 0 Hvað eru þeir aS gera hér allir? Hvað eru allir þessir Rúss- ar og austanmenn að gera hér? Hversu mörg hús og bíla eiga Sovétmenn hér? Hvernig væri, að einhver athugaði þetta og gerði eitthvað til þess að stöðva þessa innrás? Hvemig er með hin sendiráðin, hversu margt starfsfólk er þar? Er nýja rikisstjórnin, og þá aðallega Magnús Kjartan.sson, búin að opna faðminn á móti þessu fólki? Þó að ég sé ósköp venjuleg húsfreyja og móðir, þá finnst mér tilhugsunin hálf-óttaleg, og þó að þér, Velvakandi, finnist kannski þetta vitleysa og öþaifi og kannski hlægilegt bréf, þá immum, að „sá hlær bezt, sem síðast hlær“. Því ef Rússar læsa klóm sínum um okkur, þá er allt venjulegt líf hér búið, því að þaS hefur sannazt og ásannast enn, að ekkert gott kemur frá stjórnendum þeirra. Þvi að þar, sem ekkert einstaklings- frelsí er, þar er ekkert lif, sem við köllum því nafni. Ég þori ekki að láta birta nafn mitt undir. En mikið þætti mér vænt um, að þú eða ein- hver á Mbl. minntust alla vegana eitthvað á þetta, því að þetta er óhugguleg þróun.“ TIL ALLRA ATTA NEW YORK Alla daga REYKJAVÍK OSLÓ Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Mlðvikudaga Laugardaga lornewm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.