Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAJDŒf), SUNNUDAGUR 24. OKTCMBER 1971 — Kína-Sovét Framhald af bls. 13. og sýnilega till lykta leidd. í>essi vandamál varpa ljósi á bugsunarfiátt Kínverja, þegar þeár líta yfir veraldarsvið- MS. Hlutverk það, sem Kína nú hefur og á eftir að gegna í lífi og starfi Sameinuðu þjóðanna mótast áreiðanlega af hinum at hygdisverðu atburðum, sem þar hafa gerzt á síðustu árum. Benn segir, að Hta megi á þær diplómatisku aðgerðir sem Kinverjar hófu á síðasta ári sem visi að viðtækari að- gerðum. Athyglisvert sé, að handan þeirrar kurteislegu hæ versku, sem jafnan einkenni Krnverja, ráðherra sem aðra, þegar þeir benda á vanmátt sinn á ýmsum sviðum, megi greina djúplægt sjálfstraust og það sé og verði grundvölJur má'lsmeðferðar og aðgerða þeirra á vettvangi heimsmála. AÐILD AÐ SÞ Því næst fjallar Anthony Wedgewood Benn um af- stöðu Kinverja til ýmissa mála, iyrst og fremst till væntanlegr- ar aðildar rikisins að Samein- uðu þjóðunum en einnig af- stöðuna til Bandarikjanna, Bretiands, Sovétríkjanna og Japans. Fjrsta markmið Kínverja á alþjóðavettvangi er að fá að- fld að Sameinuðu þjóðunum en þó eínungis á grundvelli algerr ar og endanlegrar brottvísunar fuíitrúa Þjóðemissinnastjómar innar á Formósu. Benn segir nauðsynlegt að gera sér fulla grein fyrir sjónarmiðum Kín- verja í þessu máll, þvi að þau séu grundvöMur skoðana þeirra á fjölmörgum heimsmál- um. Kínverjar fylgjast rækilega með sérhverju skrefi, sem Bandaríkjamenn stíga í leit sinni að leið tíl þess að tryggja Formósu sæti hjá Sameinuðu þjóðunum, jafnframt aðild Peking. Benn segist hafa látið í Ijós bjartsýni um úrslit máls- ins í viðræðunum einkum með það í huga að fá fram viðbrögð og skoðanir. Svörin hafi yíirleitt verið á þá leið að það væri of snemmt fyrir Kín- verja að vænta þess að gengið yarðd að skilyrðum þeirra. Rætt var um hina lagalegu hlið máls ins, sem Benn segir, að sé al- veg augljós. Þjóðemissinna- stjómin á Formósu hafi alltaf haldið þvi fram, að hún væri fufltrúi Kína á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna — og hún hafi haft þar sæti sem shk. Fái Pekingstjómin sæti Kína verði hún því sjálfkrafa fufltrúi Formósu, þar sem báð- ar stjómirnar hafi til þessa lit ið á Formósu sem óaðskiljanleg an hluta Kína. Ef Formósa sækti um aðild að Sameinuðu þjóðunum sem sjálfstætt riki gæti Pekingstjórnin beitt neit- unarvaldá í Öryggisráðinu, þar sem gert er ráð fyrir, að hún fái sæti þar. Pekingstjórnin stendur mjög fast á þessari lagalegu stöðu máisins og kveðst ekki hvika frá yfirlýstri stefnu sinni I máili þessu — „en meðan við erum ekki búnir að fá sæti sem fufltrúar Kína, er bezt að gera ekki ráð fyrir neinu,“ seg- ir Benn, að sé afstaða Peking- stjórnarinnar í dag. SAMSKIPTI BRETA OG KÍNVERJA Formósumáiið spilar inn i samskipti Bretlands og Kin- verja og hefur komið í veg fyr ir, að rikin skiptist á sendiherr trm. Þykir Bretum þetta ástand mála ekki sanngjamt, þar sem þeir voru með fyrstu rikjum, sem viðurkenndu Pek- ingstjórnina árið 1949. í nokkra mánuði hafa farið fram viðræð- ur um þetta mál, en árangur hefur strandað á þvi, að Pek- ingstjórninni þykja Bretar of tregir tfl að taka afdrátt- arlausa afstöðu til réttarstöðu Formósu. Benn bendir á, að ýmis riki, svo sem Kanada og Itaiía hafi fengið full diplómatísk sam- ^kipti við Kína með því að taka fram i samningnum, að stjómir ríkjanna „geri sér grein fyrir“ þvi, að Peking- stjórnin hafi lýst þvl yfir, að henni beri yfirráð yfir For- mósu. Þetta hafa Bretar líka verið reiðubúnir að gera, en það nægir ekki Pekingstjóm- inni. Segir Benn nauðsynlegt, að menn geri sér greín fyrir ástæðunni til þess. Hún er sú fyrst og fremst, að Bretar áttu, í heimsstyrjöldinni siðari þátt í yfírlýsingum i Potsdam og Kairo, þar sem skýrt var tek- in fram staða Formósu gagn- vart Kína, að fcröfu Chiang Kai-cheks. Og þegar Japanir gáfust upp í styrjöldinni, var einnig tekið skýrt fram af háiifu Breta, að Formósa væri hluti Kína. Þess vegna krefjast Kínverj ar þess nú, að Bretar geri meira en að taka fram, að þeir geri sér grein fyrir yfirlýsingu Pekiiígstjómarinnar um þetta mál Pekingstjómin vill fá ský lausa yfirlýsingu brezku stjómarinnar um það hverja hún telji réttarstöðu Formósu. Tregða brezku stjórnarinnar gegn skýlausri afstöðu segir Benn að byggist á yfiriýsingu, sem Eraest Bevin hafi gefið á srnum tima um, að staða For- mósu sé „óákveðin". Brezkir utanríkisráðherrar hafl síð- an haldið fast við þessa af- stöðu. „Brezka stjómin verður að gera það upp við sig," — segir Benn — „hvori hún er reiðubú- in, eins og hún ætti að vera, tii þess að breyta afstöðu sinni. Ef til viil væri hægt að gera það á þeim grundvefli, að Bretar segðust „fuflkomlega skilja og ganga að“ ytfiriýs- ingu Pekin.gstjóroarmnar um yfirráð yfir Peking í stað þess að segjast gera sér grein fyrir henni." „Hvemig svo sem þetta er gert, er nauðsyn-legt að stíga þetta skref. Og það er Ijóst, að nú -— þegar málán eru farin að snú- ast Pekingstjórninni i hag, eft ir 22ja ára einangrun og úti- lokun af vettvangi heimsmái- anna — fómar hún engu atf rétti sinum í viðræðunum við Breta. Þó er ég þess fullviss, að báðum stjórnunum er mjög í mun að ná samkomuiagi. En Kínverjar leggja á það áherzlu að þeim liggi ekkert á." Wedgewood Benn kveðst hafa reynt að iinna kínverska ráðamenn eftir því, hvem- ig þeir hygðust ná rétti sínum á Foitoósu en þá fengið þau svör, að það væri kínverskt innanrikismál. Þegar hann hefðí siðar spurt, hvort hanm mætti leggja fram spumingu varðandi sérstakt kínverskt innanrikismál — og að leyfi fengnu, itrekað spurninguna um Formósu, — hafi sér ver- ið tjáð, að Kínverjar mundu beita þeim ráðum, sem þeir teldu nauðsynleg. Benn segir, að sérfræðingar um máiefni Kína, hafi uppi ýms ar getgátur um hvað gerast muni í þessum efnum. Sumir láti sér tffl hugar koma, að Chiang Kai-chek viðurkenni ósigur og sættir takist með honum og Pekingstjórninni á þeim grundvelli, — en ekki kveðst hann trúaður á það. Aðrir telji ekki óhugsandi, að eftirmenn Chiang Kai-cheks faflist baráttuiaust á yfirráð Pekingstjórnarinnar. En yfir- leitt segir hann menn sammála um, að Pekingstjómin sé þvi viðbúin að sýna mikið lang- lundargeð i þessu máli, — hún stefni að yfirráðum yfir For- mósu en hægt og með þeirri þolinmæði, sem tfl þarf. AFSTAÐAN TIL BANDA- RÍKJANNA OG SOVÉTRÍKJANNA Svo sem við var að búast kom hin væntanlega Kinatför Nixons og afstaða Kína til 'Bandarfkjanna tii tais í við- ræðunum. Benn segir áberandi mótsögn milli andbandarískra áróðurspjalda og þess áhuga og, að því er virðist ánægju, sem kínverskir forystumenn létu í ijós varðandi heimsókn Nixons. Hvarvetna gat að Bta áróðursspjöld með siagorðum á borð við „bandarískir heims- valdasinnar og hlaupatikur þeirra" bæði á flugvöllum, í verksmiðjum, í gistihúsum og viðar á opinberum stöðum. „Kínverjar Mjóta að hafa veg ið og metið mjög rækilega þá stjómmálalegu áhættu, bæði á vettvangi innanríkis- og al- þjóðamála, sem því fyflgir, að bjóða Nixon — persónugerv- ingi bandarískrar heimsvalda- stefnu — að heimsækja Kina. Ótti við Sovétríkin hlýtur að hafa verið ein orsök þess, að þeir féllust á hedmsóknina og annar þáttur sú ályktun þeirra, að Nixon, forseti, muni telja sig tilneyddan að sýna ár angiur af Kinaheimsókninni vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum næsta haust." Benn telur einnig, að Kínverj- ar Utí svo á, að með því að faflast á komu Nixons hafi þeir neytt hann til að halda áætíun um heimköllun herliðs- ins í Vietnam. —„Opinberlega halda Kínverj- ar þeirri skoðun til streitu, að Bandaríkjaforsett eigi að fara að í Suður-Viet- nam eins og de Gaufle, íyrrum forseti Frakklands, gerði í Alsír, — það er, að taka skjóta og endanlega ákvörðun um að hætta afskiptum af þjóðinni og kalla heriið sitt burt þaðan." En að baki þessari afstöðu kveðst Benn sjá merki þess, að Kinverjar muni dæma Nixon eftir sveigjanleika hans og hedldarstefnu en ekki leggja sérstaka áherzlu á kröfur sín- ar um algera og tafariausa end urskoðun á stefnu Bandaríkja- manna í Suðaustur-Asíu í heild. „Tengsi Bandaríkjamanna og Kínverja," segir Benn, „hafa greinilega gert flóknari en áður samskipti Moskvu og Peking. Frá þeim minnisverða atburði árið 1960, þegar Nikita Krúsjeff æpti í ofsareiði á kín- \ ersku sendinefndina, þegar ræddar voru deilur Kína og Sovétríkjanna eftir flokksþing i Rúmeníu, hefur bilið mifli þeirra breikkað í sífellu og orðið sýnu hættulegra. Á hugsjónalegum grundveili virð ast stjórnir þessara rikja nú ósættanlegar." „Mér var sagt það með ýmsum hætti, að Sov- étríkin væru nú kapitalískt ríki, heimsvaidasinnað og í einu tilviki var talað um fas- istaríki. Ég var að því spurð- ur, hvemig mér liði að vita af þvi, að sovézk heimsveldis- stefna hefði fyllt það tóm, sem myndaðist við upplausn brezka heimsveldisins og var þar væntanlega átt við Ind- land og Arabarikm. Alvarieg- asta ákæran — um endurskoð- unarstefnu — var notuð til þess að bera Krúsjeff og Brezhnev við kínverska leiðtogann fyrr- verandi, Liu Schao-chi — en um hann var talað við næstum öll tækifæri, hvort sem viðræð- ur fóru fram í háskólum, verk- smiðjum, bama- og unglinga- skólum eða í skrifstofum ráð- herra, sem aflir töluðu um hann sem erkisvikara. Kínverjar hreykja sér af þvl að hafa, meðan þeir áttu í hug- takadeilum við Rússa, allt- af birt gagnrýni þeirm staf fyrir staf — og að hafa jafn- vel boðið Krúsjeff tii Peking tií þess að halda fyrir- lestur um marxisma, — en þetta snðasta nefnáu margir og brostu gjaman 5 kampinn um leið. En vart varð hjá því komizt að álykta, að deilur Sovétrikj- anna og Kína væru að mörgu leyti bitrari en ágreiningur hvors rfldsins um sig við Vest- urveldin. Kínverjar trúa því, að vestræn þjóðfélög muni á síuum tíma hrynja vegna innra misræmis og andsitæðna. En þeir líta svo á, að Rússar hafi framið hina alvariegustu synd sem hugsazt getur, þeir haffll eignazt sina sósíalísku bylt- ingu en svikið hana — eða leyít forystumönnu-m sínum að svíkja hana og síðan að kúga þá, sem sáu þetta í réttu ljósi. Kínverjar líita svo á, að þeir verði að vera viðbúnir framtíð ar uppbyggingu herveldis Sov étríkjanna. Þeir telja, að það muni vaxa með samkomulagi þeirra við Xndverja og þegar Suezskurðurinn verði opnaður á ný, muni samband þeirra við Arabaríkin gera þeim fært að færa veldi sitt austur á bóg- inn. Þar fyrir utan er alltaf fyrir hendi striðshætta á landa mærum Kína og Sovétríkjanna. Þar sem Kínverjar verða að vera viðbúnir hættuástandi frá báðum þessum hliðum hefur það í för með sér stöðugar áhyggjur yfirmanna hersins — og jafnframt mikil áhrif þeima." Wedgewood Benn segir, að Kínverjar hafi spurt sig í þaula um afstöðu Breta tfl Sovétríkjanna og áhuga á ör- yggismáiaráðstefnu Evrópu. Kveðst hann hafa reynt að benda á, að Evrópuríkjum væri mjög I mun að draga úr spennu, minnug þess ástands og ótta, sem ríkt hefði á dög- um kalda stríðsins. Þá hefðu Kínverjar sagt, að Vestuiveld- in bæru meginsök á kalda stríð inu og því hefði hann aítur svarað sem svo, að eins og Kín verjar sæju nú hœttu stafa af Rússlandi Brezhnevs hefðu Vesturveldin á árunum 1945— ‘53 talið sér stafa hættu af Rússlandi Stalíns. Kveðst Benn hafa lagt áherzlu á þrjú atriði: 1 fyrsta lagi, að áhugi Rússa á öryggismálaráðstefnu Evrópurikja væri að nokkru leyti sprottínn af ótta þeirra við áitök við Kínverja. í öðru lagi að minni ríki Evrópu vfldu umfram allt að gott sam- komulag ríktí milli stórveld- anna og teldu Kínverja þar á meðal — og í þriðja lagi hefðu minni Evrópuríki sérstakar áhyggjur af versnandi sam- skiptum Kínverja og Sovét- manna. HLYNNTIR EFNAHAGS- BANDALAGINU Benn segir, að Kínverjar hafi smám saman veríð að gera sér grein fyrir því að staða Japans í málum Astu kunni fyrr en, varir að breytast og eflas-t meira en þeir kæra sig um, og þeir fylgist í því sam- bandi nákvæmlega með við- skiptaágreiningi Japana vi8 Bandaríkjamenn. Af Evrópu hafi þeir hins vegar eng- ar áhyggjur, ekki eittu sinni af uppgangi Þýzkalands og vaxandi áhrifum. Þeir líti Efna hagsbandalagið jákvæðum aug um, þar sem þeir telja, að það muni draga úr áhrifum bæði Bandarikjamanna og Rússa I Evrópu. Wedgewood Benn kveðst hafa spurt Kínverja að þvl, hvort þeir líti ekki á Kina sem stórveld-i, — verandi fjöl- mennasta riki heims, í örri efna hagsþróun og með kjamorku- vopn í höndum. Þessu hafi þeir neitað afdráttarlaust og lagt á það áherzlu, að Kínverjar skip uðu sér í röð með miðlungsríkj- um heims. Þeir stæðu bæffi Sovétríkjunum og Bandaríkj unum langt að ba-ki í tækni- og þjóðfélagsþróun og þó svo að Kínverjar hefðu smávegis af kjamorkuvopnum, — og mundu halda áfram tilraurxum með slik vopn — hefðu þeir engan áhuga á því að taka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.