Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.10.1971, Blaðsíða 19
I*aimif» hug:sa arkitektarnir að kirkjan í Skáltiolti nmni drottna yfir annarri byg;«ð á stadimm. — Skálholt Franiliald af bls. 28 maður ávallt á lægri stað en kirkjan sjálf þótt í sérstök um tilvikum sé unnt að aka bíl- um að kirkjudyrunum. Þeir félagar hafa kaninað gaml- ar myndir frá Skálholtsstað og ávallt hefur kirkjan ráðið svip staðarins, en umhverfis er þyrp- ing smærri húsa. Húsin eru byggð í einingum, þannig að í einu húsinu verður kennslustofa, í öðru mötuneyti, í þriðja setu- stofa, i fjórða heimavist o.s.frv. Húsin fylgja halla landsins eins og keðja, en gangur tengir þau saman. Manni verður hugsað til okkar gömlu gangabæja. Fuli- byggður rúmar skólinn 30 nem- endur, tvo i hverju herbergi. — Við höfum leitazt við að taka tillit til þeirrar byggðar, sem fyrir er á staðnum. Við höf- um lagt á það áherzlu að öll stemning innanhúss minni á nálægð kirkjunnar — aiiur bún- aður er látlaus og einfaldur og efnisval fábrotið. Herbergin eru mjög lokuð frá umhverfinu, þvi að útsýnisgluggar eru litlir, en hins vegar mikið ofanljós. Aftur á móti opnast tengibygging í suðurátt, en þaðan sést til kirkj- uhnar og fjær til Hvítár og Vörðufells. Skólabygging þessi getur þjón- að fleiri þörfum en skólahaldi, enda er vart gert ráð fyrir þvi að skólinn starfi allt árið. Þar getur verið aðstaða fyrir nám- skeið hvers konar, fundahöld og eins geta prestsnemar við guð- fræðideild Háskóla Islands dval- izt eystra og notið þá bókasafns staðarins, en sérstakt hús verð- ur og reist fyrir það. Þá má og gera ráð fyrir að prestar geti dvaiizt í Skálholti i endurhæfing- arskyni. Þessi hús gætu því ver- ið í notkun allt árið. Hitaveita er fyrirhuguð i Skálholti og breytir mjög aðstæðum öllum. Þá er að geta þess, að Skál- holt heimsækir gífurlegur fjöldi ferðamanna ár hvert. Arkitekt- arnir hafa tekið tillit til þessa þáttar og er aðstaða til greiða- sölu i húsunum, snyrting o.fl. — Við viljum ekki draga bíla- umferð að kirkjunni sjálfri, sögðu Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Við leggjum til að fornar traðir verði grafnar upp frá Þorláksbrunni að kirkjunni. Þegar fólksflutn- ingabílar koma á staðinn geta þeir numið staðar við brunninn og farþegar siðan gengið upp traðirnar að kirkjunni, skoðað hana og staðinn, en á meðan flyt- ur bíllinn sig að stæðinu norðvest an kirkjunnar. Þá er og einnig hugsað fyrir frekari stækkun byggðar til norðurs, en óskir síð- ari tíma verða að reisa frekari mannvirki í Skálholti. Teikning Jiessi sýnir skipulag staðarins í Skálholti og þá m.a. breyttan heimakstur að byKgðinnl. Myndin þarfnast ekki skýringa. FREGNIN FLAUG UM LANDIÐ — fleiri og fleiri sjá að hér er kominn bíllinn sem þeir biðu eftir. Við viljum reyna að tryggja að biðin verði ekki of löng hjá öllum sem á eftir koma. Samt getum við ekki pantað bíla flugleiðis, svo það er um að gera að ákveða sig sem fyrst. Allir þekkja Cortinuna, — en nú er hún næstum óþekkjanleg — endurbætt frá grunni. Hjá Ford-umboðinu Kr. Kristjánsson, Suðurlands- braut er hún til sýnis. Orð gefa fátæklega mynd — látið eigin sjón og reynslu dæma. CORTINA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.